Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 40
40 DV. MÁNUDAGUR 21. NOVEMBER1983. Andlát Helgi Kristjánsson húsasmíðameistari lést 14. nóvember sl. Hann fæddist á- Ketilsstööum í Holtum 4. febrúar 1909. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Sigvaldason og Jónína Kristín Vigfús- dóttir. Eftirlifandi eiginkona Helga er Katrín Magnúsdóttir. Utför Helga verður gerð frá Neskirkju í dag kl. 15. ' Guðmunda Guðmundsdóttir lést 13. nóvembers sl. Hún fæddist 1. febrúar 1918, dóttir hjónanna Mari Magnús-. dóttur og Guðmundar Eyjólfssonar. Hún var gift Herði Ásgeirssyni en hann lést fyrir rúmu ári. Þau hjónin eignuð- ust eina dóttur. Utför Guömundu var gerð frá Dómkirkjunni í morgun kl. 10.30. Þórhallur Karisson flugstjóri, Rauöa- hjalia 11 Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriöjudaginn 22. nóvembernk.kl. 15. Bjarni Jóhannesson flugvirki, Breið- vangi 41 Hafnarfirði, sem lést af slys- förum 8. nóvember sl. verður jarö- sunginn frá Hafnarfjaröarkirkju mið- vikudaginn 23. nóvember kl. 13.30. Guðni Sigurður Erlendsson Mávahlíð 2, lést í Borgarspítalanum þann 11. nóvember. Jarðarförin hefur farið f ram í kyrrþey að ósk hins látna. Þórður Jónsson frá Súðavík, Bólstað- arhlíð 52, veröur jarösunginn frá Foss-, vogskirkju þriðjudaginn 22. nóvember kl. 10.30. Kristjón Örn Kristjónsson fram- reiðslumaöur, Mánahlíð viö Suður- landsveg, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 22. nóvem- berkl. 13.30. Valdimar Sigurðsson Hringbraut 52 Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudag-, inn 22. nóvember kl. 13.30. Ása M. Aðalmundardóttir, Þórsgötu 25, verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni þriðjudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Ól..fía Jóna Hafliðadóttir frá Fossi, Kirkjulæk í Fljótshlíö, lést í Landspít- alanum 5. nóvember. Utförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Unnur Hlif Jónsdóttir Hildiberg, Sól- bergi við Nesveg, andaðist að morgni fimmtudagsins 17. nóvember. Sigríður Thorsteinsson lést á Land- spítalanum 17. nóvember. Hans Jörgen Ólafsson, Austurvegi 8 Selfossi, andaðist í Borgarspítalanum 16. nóvember. Sigfús Gunnlaugsson lést 18. nóvember í Borgarspítalanum. Snorri Halldórsson, forstjóri Húsa- smiðjunnar, lést að morgni 18. þessa mánaðar í Landakotsspítala. Hermann Stefánsson fyrrv. mennta- skólakennari, Hrafnagilsstræti 6 Akur- eyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri að kvöldi 17. nóvember Þorsteinn Magnússon frá Vestmanna- eyjum lést 12. nóvember sl. Hann fæddist í Vestmannaeyjum 30. júní 1919. Hann stundaði nám í húsgagna- smíði hjá Gamla kompaníinu og lauk sveinsprófi 1942. Vann hann þar sem meistari til 1950. Þá stofnaði hann byggingarfyrirtækið Smið í Vest- mannaeyjum og rak það til 1973. Þá varð hann verkstjóri og umsjónar- maður bygginga hjá Vestmannaeyja- kaupstað til ársins 1977 er Smíöahús Kópavogskaupstaöar var stofnaö og hann valdist til forstöðu þeirrar stofnunar. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðrún A. Gunnarsson. Utför Þor- steins verður gerð frá Kópavogskirkju ídagkl. 15. Marta Ólafsdóttir lést 12. nóvember sl. Hún fæddist í Hrísakoti í Helgafells- sveit 3. júní 1894. Foreldrar hennar voru Olafur Olafsson og Málfríður Jónasdóttir. Hún giftist Vilhjálmi Jónssyni en hann lést árið 1972. Þau eignuðust þrjú böm. Utför Mörtu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Happdrætti Happdrætti körfuknatt- leiksdeildar ÍR Dregift hefur verið í happdrætti Körfuknatt- leiksdeildar lR. Eftirtalin númer hlutu vinn- ing. 1. Utanlandsferðnr. 7750 2. Ljósmyndavél Pentax ME nr. 3523 3. Ljósmyndavél Fujica HD-S nr. 7244 4. Skíðaútbúnaðurnr. 4998 5. Skíðaútbúnaður nr. 3364 6. Skíðaútbúnaðurnr. 763 7. Ljósmyndavél Fujica Flash nr. 6030 8. Ljósmyndavél Fujica Flash nr. 3083 9. -34. Hljómplötuúttekt í Fálkanum, 234,373, 424, 595, 1066, 1135, 1423, 1567, 1735, 2238, 2605, 2800, 2823, 3289, 3418, 3451, 4198, 4496, 4563, 4905,5452,5768,5978,5979, 6537,6735. Stjórnin. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 54., 59. og 62. tölubiaði Lögbirtingablaðsius 1983 á eigninni Stekkjarflöt 17, Garðakaupstað, þingi. eign Þórðar Einars- sonar, fer fram eftir kröfu Lffeyrissjóðs verziunarmanna, Brunabóta- félags Islands og Garðakaupstaðar á eigninni sjálfri fimmtudaginn 24. nóvember 1983 kl. 15.30. Bcjarfógetinn í Garðakanpstaö. Um helgina r Um helgina Landsfundur hinna óánægðu Loksins var því endanlega ljóstrað upp í fréttatíma sjónvarpsins nú um helgina, sem margan lífsreyndan manninn hefur svo sem lengi grunað, aö vinstri menn eru upp til hópa sár- óánægðir með s jálf a sig og tilveruna, en hægri menn leika jafnan á als oddi og kunna sér varla læti aö mega þreyja nokkra áratugi í jafnágætri veröld og þessari. Olafur Sigurðsson spuröi marg- fróðan Breta hvort vinstrimennskan væri nú orsök eða afleiðing óánægjunnar, en því gat Bretinn ekki svaraö heldur glotti bara hæst- ánægður og hægrisinnaður. Svavar Gestsson var hins vegar heldur ískyggilegur og vinstri sinnaður ásýndum í þessum sama fréttatíma og það ekki að ófyrir- synju. Alþýðubandalagið er lengst til vinstri allra flokka enda kraumaði óánægjan í allaböllum á landsfundi þeirra nú um helgina, svo að for- maðurinn átti fullt í fangi með að hemja fól og flegður og er honum þó ekki fisjaö saman piltinum þeim. En hvaö sem líður orsök og afleið- ingu í þessum greinum, þó birtist sú staðreynd athugulu fólki meö ýmsu móti, aö pólitík er alls ekki bara spurning um hagkerfi og kjarabar- áttu — hún er fyrst og fremst og kannski reyndar einvörðungu spurning um skapgerð einstaklings- ins og þá lífshamingju sem hann skapar sér í hverf ulum heimi. En kannski er þaö einmitt þaulhugsuö leikflétta hjá náttúrunni að raða hinum óánægöu saman í eina pólitíska þyrpingu, svo aö þeir geti magnað sitt eftirlætis hugarástand hver upp í öðrum, en hinir fá að sitja nokkurnveginn óáreittir, í bili að minnsta kosti. Þær stöllur Sally Field og Joanne Woodward riðu húsum föstudags- og laugardagskvöld í bandarískri bíó- mynd um geðbilaöa stúlku sem ól hið innra með sér sextán persónuleika. Stúlka þessi var einlægt að fara sér að voöa, verða sér til athlægis í tjörnum og skera sig á rúðubrotum, en engum fannst þó neitt athugavert að láta hana búa eina sér úti í bæ og skóla stundaði hún líka eins og ekkert heföi í skorist. Rauðhærður sálfræðingur tók hana upp á arma sína og hjalaði viö hana löngum stundum án þess aö krefjast eyris til endurgjalds og er þaö með ólíkindum um bandarískan sálfræö- ing, eins og þeir vita sem þekkja til í landinu handan hafsins. Svo kom vörpulegur piltur á vett- vang og sparaði ekki við hana umhyggjuna, en í bandarískum vandamálamyndum af þessu tagi er ævinlega nóg framboð af svo yndis- legu fólki til að hjálpa náunganum í neyðinni. Bandaríkjamenn eru víst einkar ginnkeyptir fyrir svona væmnisfull- um vandamálaþvættingi og þeir láta sig engu varða þótt lýsingamar af sálarkröm hins þjáða fólks í þessum myndum séu fjarri öllu lagi og síst til þess fallnar að glæöa samúð almenn- ings með þeim sem eiga við raunveruleg geðræn vandamál aö stríöa. Veruleiki þess ógæfusama fólks er nefnilega allur annar en sá upplogni Hollywood-veruleiki, sem svona myndir útmála fyrir áhorfend- um, en því miður veröa margir til þess aö trúa vitleysunni. Fréttastofa sjónvarpsins leysti sitt helgarstarf með mikilli prýði. Sér- hver fréttatími var uppfullur með áhugaverð atriöi hvaðanæva úr heiminum og erlendu fréttamennirn- ir eru loksins búnir aö skilja að lang- lokulestramir gamalkunnu eiga ekki heima í jafnstuttum fréttaþætti, heldur leggja þeir sífellt meir upp úr stuttum og hnitmiðuðum frásögnum. Fræðslumyndin um Taiwan var ágæt. Kastljósið var fjölbreytt, fróðlegt og vel unnið. En hvemær ætlar lista- og skemmtidedd að koma heim úr eyðimerkurgöngunni? Baldur Hcrmannsson. Tilkynningar Sími AA-samtakanna Eigir þú viö áfengisvandamál aö stríða.þá er sími samtakanna 16373 milli kl. 17 og 20 dag- lega. Sýning á öryggis- útbúnaði fyrir börn í bílum Opnuð hefur verið sýning á öryggisútbúnaði fyrir börn í aftursætum bifreiða. Sýningin er haldin á vegum Heilsuverndarstöðvarinnar og Umferðarráðs. Fjórir aðilar, sem selja sbkan útbúnað hérlendis, taka þátt í þessari sýningu. Það er talið mjög brýnt að þessum málum verði gefinn meiri gaumur en gert hefur verið fram að þessu. Böm í aftursæti, án öryggisbelta, eru algjörlega óvarin ef til árekstrar kemur. Sýningin mun standa yfir í óákveðinn tíma og er staðsett í anddyri Heilsugæslustöðvar- innar við Barónstíg. Ráðgert er að flytja sýninguna milli heilsugæslustöðva hér í Reykjavík og um land allt. Kvenfélag Kópavogs verður með félagsvist þriöjudaginn 22. nóvember kl. 20.30 í félagsheimilinu. Allir vel- komnir. Prjónabók Gefjunar Annaö árið í röð gefur Iðnaðardeild Sam- bandsins út prjónabókina Gefjun. I þessari bók er að finna 19 uppskriftir úr hespulopa, þ.e. peysur, legghlífar, húfur, vettlinga o.fl. 1 þessum uppskriftum eru m.a. notaðir nýir litir sem Iðnaðardeildin kynnir nú í haust. Líkt og fyrri bókin kemur þessi samtímis út á 5 tungumálum, þ.e. íslensku, ensku, frönsku, þýsku og dönsku. Þar sem um ólíka markaði er að ræða er leitast við að hafa upp- ,skríftlr með hefðbundnu islensku mynstri og einnig uppskriftir með léttu yfirbragði líðandi stundar. I hinum hefðbundnu mynstrum er þó ekki eingöngu notast við náttúrulitina svoköll- uðu. Prjónabók sú er kom út á síðasta ári hefur gengið mjög vel. Hafa selst rúmlega 100 þús. eintök af henni í hinum ýmsu löndum. Það er von okkar aö þessi nýja bók muni fá svipaðar móttökur á helstu mörkuöum okkar á næsta sölutimabili. Iönaðardeild Sambandsins, ullariðnaður. Ný verslun Katel, Laugavegi 20b. Nýlega var opnuð verslunin Katel á Lauga- vegi. Fást þar gömul afsýrð húsgögn, gamlir kolaofnar, gelleríplaköt auk mynda og myndaramma, leirmunir eftir Kolbrúnu Kjarvai, sem er nýflutt heim frá Danmörku og skreytingar úr íslenskum jurtum og fjöru- gróðri. 75 ára er í dag, mánudaginn 21. nóvem- ber, frú Þuríður Filippusdóttir, Löngu-, hlíð 3 hér í Rvík. Hún dvelur nú á heimili dóttur sinnar vestur í Banda- ríkjunum og er heimilisfang hennar þar: 3036 S. Hoover II. 102 Los Angeles California 90007 USA. 75 ára er í dag, 21. nóvember, Ingiberg- ur Sveinsson, fyrrv. strætisvagna- stjóri. Hann ætlar að taka á móti gestum á heimili sonar síns í Efsta- sundi 66 hér í Rvík. á afmælisdaginn. Ingibergur var kvæntur Edith Rassmussen, sem látin er. Þeim varð þriggja bama auðið. Auk þess áttu þau fósturdóttur. 60 ára er í dag, mánudaginn 21. nóvember, Guðmundur Kristjánsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur. Siglingar Akraborgin siglir nú fjórar ferðir daglega á milli Akra- ness og Reykjavíkur. Frá Ak. FráRvik:. Kl. 08.30 Kl. 10.00 Kl. 11.30 Kl. 13.00 Kl. 14.30 Kl. 16.00 Kl. 17.30 Kl. 19.00 BELLA Þessi öryggisvörður er allt of stór, við cttum að taka að okknr að bjarga hon- om.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.