Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Page 16
16
DV. FIMMTUDAGUR1. DESEMBER1983.
Spurningin
Notar þú endurskinsmerki?
Anna Jónsdóttir ritari: Ekki ég sjálf,
ég er oftast á bíl. Hef þó eitt á úlpu
stráksins míns.
Kristín Ársælsdóttir húsmóðir: Nei,
yfirleitt ferðast ég ekki gangandi í
myrkri.
Ester ísieifsdóttir húsmóðir: Nei, ég
er alltaf í ljósri úlpu. En það er samt
full ástæöa til þess, ég læt börnin vera
meðmerki.
Páll M. Rikharðsson nemi: Oftast er
það, já, en í dag gleymdi ég að skipta
því yfir á þessa úlpu sem ég er í núna.
Helga Gunnlaugsdóttir saumakona:
Já, á hverjum degi þegar ég fer út að
ganga.
Garðar Oddgeirsson deildarstjóri: Já,
það geri ég til að sjást betur. Þetta er
mikið öryggismál.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Hundahald:
Eitt á yfir alla
að ganga
Þuríður Bergmann kom við á ritstjóm-
inni:
Ég er ein þeirra sem halda hund hér
í Reykjavík vitandi það að slíkt sé
bannaö með lögum. I sumar var ég svo
á göngu meö hundinn minn, vel heftan,
og var ég þá kærð. Fór málið til lög-
reglustjóra sem sendi það, eftir aö
hafa yfirheyrt mig um málið, til Saka-
dóms. Þar var mér boðin dómsátt, sekt
aö kr. 6500 sem ég hafnaði. Fór málið
þá fyrir rétt þar sem ég var dæmd til
að greiða fyrrnefnda upphæð ásamt
málskostnaöi. Ef ég greiði ekki þá upp-
hæð fer málið til fógeta til lögtaksinn-
heimtu eða mér veröur gert að sæta
varðhaldi allt að átta dögum.
Það sem er verst við þessar aðfarir
er að margir fleiri en viö sem höfum
verið kærð halda hunda. Ekki er séð
ástæöa til að amast við þeim. Viö sem
eigum hunda og búum hér í Reykjavík
þar sem hundahald er bannað viljum
að þessum lögum sé breytt og hefur
Hundaræktunarfélagið sent borgar-
ráði tillögur um hvernig hátta mætti
reglum um hundahald í Reykjavík.
Hundurinn minn er sérstaklega vel
lioinn af nágrönnunum þar sem hann
geltir ekki. Engum gerir hann mein og
vinsæll er hann af börnum. Hann hefur
komiö í veg fyrir innbrot bæði hjá mér
og í næstu húsum. Það er því með öllu
óskiljanlegt hvers vegna lögreglan sér
ástæöu til aö kæra mig og hundinn
minn sem engum er nema til gagns og
gamans.
Það er von mín að við hundaeigendur
í Reykjavík, bæði háir sem lágir,
getum haft hunda okkar í friði sam-
kvæmt reglugerðum.
DV hafði samband viö Gylfa Jóns-
son, fulltrúa hjá lögreglustjóra, og
sagöi hann að lögreglan hefði aöeins
afskipti af þeim hundaeigendum sem
væru kærðir eöa væru á gangi meö
hunda sína. Þau kærumál fara til lög-
reglustjóra sem býður fólki aö losa sig
við hunda sína en annars færi málið þá
leiö sem Þuríður hefur talaö um.
Hundurínn Labbi Míró, sem
brófrítarí hefur nú veríð
kærður fyrir að halda, i
góðum fólagsskap.
Bréfritari treystir á að Sverrir Hermannsson efli iðnaðinn af þvi að hann
skapar atvinnu.
Iðnaðurinn er
okkar framtíð
Jóhann Þórólfsson skrifar:
Nú er ekki um annað meira talað en
fisktittina, þessa fáu sem eftir eru í
sjónum.
Hvenær ætla ráðamenn þjóöarinnar
að sjá aö ekki þýöir aö treysta ein-
göngu á fiskinn og fiskveiðar sem
okkar lifibrauð?
Við þurfum aö renna fleiri stoðum
undir okkar lífsafkomu og ég hefi fyrir
löngu sagt: „Viö eigum að snúa okkur
að iðnaöinum, þar eru mörg tækifæri.”
En ennþá trúa menn á það að allt sé
fullt af fiski og endalaust hægt að moka
honum upp eins og menn haga sér nú
skynsamlega þar eöa hitt þó heldur.
Iðnaöurinn hlýtur að taka við ef ekki
á að verða hér atvinnuleysi. Ég treysti
á Sverri Hermannsson og forystu hans
því aö hann hugsar um þjóðarhag en
ekki eigin hagsmunapot eins og Stein-
grimur. Og þá dettur mér í hug að
spyrja: Á ekki aö fara að taka
ákvörðun um kísilmálmverksmiöjuna
á Reyðarfirði? Ætlar ríkisstjórnin ekki
að fara að gera eitthvað í því?
JSverrir vildi stóriðju við Reyðarfjörö
fyrstur manna og nú veröur hann að
reka vel á eftir og ég verö að treysta á
aö aörir þingmenn Austurlands standi
viö hlið hans í þessu máli. Eg veit að
vinur minn Helgi Seljan mun gera það
því að hann er þjóðhollur maður. En
hér duga engin vettlingatök og þing-
menn verða að vakna og hætta að
hugsa um eigin bitlinga en huga aö því
að efla iðnaðinn sem allra víðast um
landið. Iðnaðurinn skapar atvinnuna
og hann er okkar framtíð og það verða
menn og hljóta að skilja.
M.a. Steingrímur gæti farið út úr
fína bílnum og fariö að hugsa um
þetta.
Taprekstur útgerðarinnar
Höröur Ándrésson skrifar:
Það hefur verið rætt að strika út
skuldir útgerðarinnar og láta
almenning borga, en hefur þjóöin efni
á því þegar laun verkamanns eru um
12.000 kr. á mánuði? Nei, og þess
vegna þarf að grípa til annarra úr-
ræða.
Ástandið á miðunum er ekki gott í
dag en það hlýtur að skána. Það er
ekki nóg aö það fiskist, það veröur líka
að selja aflann en þó aö bæði fiskist og
nógur markaður sé eru mörg útgeröar-
fyrirtæki rekin með tapi. Hvert fara
peningarnir þegar vel gengur?
Eg þekki til útgeröarmanns sem
aldrei átti eyri en hann átti krónu. Ot-
gerðin hans var alltaf í topprekstri, féð
fór í viöhald skipanna og annað sem
kom útgeröinni til góða. Maður þessi
gerði út í f jölda ára en þá var líka fiski-
leysi af og til. En útgerðin var rekin á
þann skynsamlega hátt aö aldrei urðu
nein veruleg vandræði. Svo eru aftur
útgerðarfyrirtæki sem aldrei standa
undir sér, sama hvað góöærin eru mik-
il. Skilst mér að afrakstur þeirra fari í
tóma vitleysu en ekkert til viðhalds
eða annars.
Ef strika á út skuldir útgerðarfyrir-
tækja verður fyrst aö fara ofan í kjöl-
inn á rekstri þessara tapútgerðarfyrir-
tækja. Þá kæmi margt skrýtið í ljós.
En í dag er ástandið orðið slæmt og
ansi hart að komast ekki á veiðar
vegna þess aö ekki eru til peningar
fyrir olíu. Fjöldamörg skip fá ekki olíu
nema gegn staðgreiðslu og finnst mér
olíufélögin vel hafa efni á að lána til
skamms tíma.
Það er skoðun mín að þeir útgerðar-
menn sem leika sér fyrir það fé sem
meö réttu ætti að fara til útgerðarinnar
ættu ekki aö fá neina útstrikun skulda.
Það á ekki að leyfa þeim mönnum að
gera út sem gera það einungis í þeim
tilgangi að spila á kerfiö. Aftur á móti
á að styðja við bakið á hinum sem
reyna að standa sig betur. Eg vil biðja
Albert Guömundsson aö taka orð mín
til greina þó að hitt væri einfaldast að
strika út skuldirnar, slíkt væri líkt góð-
menni eins og Albert því að þjóðin hef-
ur ekki efni á þessu í dag.
— þ jóðin hef ur ekki efni á slíku
„ Við erum búnir að teija þé, "gæti pllturinn vorið oð kalla en brifritari segir
að ótækt só að útgerðln sé rekln með tepl þeger vel fiskast.