Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Side 19
DV. FIMMTUDAGUR1. DESEMBER1983. 19 Kammerleikar Sinfóníunnar Kammcrtónleikar Sinfónkihljómsveitar íslands í Gamla bfói 26. nóvember. Stjórnandi: Klauspeter Seibel. Einloikari: Einar Grétar Svcinbjörnsson. Efnisskrá: Johann Sebastian Bach: Svíta nr. 4; Antonio Vivaldi: Fifllukonsert í D-dúr, nr. 6; Igor Stravinsky: Dumbarton Oaks; Wolfgang Ama- deus Mozart: Eine Kleine Nachtmusik. Kammertónleikar á vegum Sinfóníu- hljómsveitarinnnar eru fyllilega tíma- bært fyrirbæri. Nú hefur hljómsveitin vaxiö svo að henni hentar oft ekki aö leika ýmis kammer og sinfónísk verk sem minna liðs krefjast. Rétt er þó aö athuga aö hér lendir hún í öflugri sam- keppni viö ýmsa aöila sem iönir hafa veriö aö plægja þann akur sem kammermúsíkin er. Miðjan yst á palli Það veröur aö segjast eins og er aö ekki var hún rétt boruleg byrjunin á tónleikunum. Hikandi strengir og ósamtaka trompetar sáu til þess. Tónlist Eyjólfur Melsted Hljómsveitarmenn sem vanir eru að sitja í upphækkunum eiga greinilega í vandræöum með aö finna sig þegar þeir sit ja á flötu gólf i allir í sama plani. Fyrir styrka stjórn Klauspeters Seibel tók leikurinn þó á sig aöra mynd og þegar kom aö fiðlukonsertinum var samspilið orðiö ágætt. Skrýtin fannst mér sú ráöstöfun aö hafa sembalinn ystan á palli og þannig hætt á sambandsleysi milli continuo- raddanna og einleikarans. Hér kom þaö að vísu ekki að sök, þökk sé hæfum flytjendum. Einar lék Vivaldi meö glæsibrag. Tónn hans er fínlegur, en þróttmikill undir niöri. Fimin og tæknilegt öryggi kom best fram í hrööu köflunum en tónöryggiö og mýktin í öörum kaflan- um, Largo. Þaö er mikill kúltúr í leik Einars Grétars og tími til þess kominn að einhver segi þaö upphátt að íslenskt músíklíf hefur engin efni á að missa hann aftur úr landi. Erfiður draugur við að glíma Nafn setursins Dumbarton Oaks veröur ódauðlegt með konsertinum i Es-dúr, sem þar var frumfluttur fyrir hálfum fimmta áratug. Raunar voru fleiri verk Stravinskys frumflutt þar, en nafnið festist viö þennan nútíma- lega concerto grosso. Flutningur hér á landi hlýtur ætíð aö miöast viö frum- flutning konsertsins í febrúar fyrra árs. Því þótt hér væri í mörgu vel spilað og flytjendur aö hluta þeir sömu stóöst leikurinn nú frumflutningnum ekki snúning. Minningin um hann er í þessu tilfelli erfiður draugur viö aö glíma. Einfeidnin best Að lokum — Eine kleine Nacht- musik, síðasta serenaða Mozarts — lokið hinn tíunda ágúst átjánhundruö áttatíu og sjö. Fangfylli af yndislegri músik. Hinn sanni, mikli Mozart. Strengirnir léku hana vel. Kláran svip einfeldninnar, auöheyrilega hand- bragö Seibels hljómsveitarstjóra, mátti vel greina. Þar þykir mér rétt að farið, því flúr Mózarts þarfnast ekki aukaskrauts frá flytjandans hendi. Þaö var þegar allt kom til alls vel af staö farið á fyrstu kammertónleikun- um af fjórum, sem Sinfóníuhljóm- sveitin stendur fy rir í vetur. EM CRAFTS USA Síöastliöinn mánuö hefur staöið yfir á Kjarvalsstööum sýning á bandarísk- um handiönaði sem borið hefur yfir- skriftina CRAFTSUSA. Merkilegt fyrirtæki Hún er sannarlega athyglisverö sýningin sem frú Pamela Sanders Brement hefur staðiö fyrir ásamt fjölda fyrirtækja og einstakljííga. Þar gefur aö líta bandarískán nútíma handiönaö: matarstell /ur postulíni, gólfmottur, hnífa, húsgogn, leðurvörur og margt fleira. En.ilraun eru þaö ekki munimir sem ptu hrífandi. Hand- iðnaðurinn er yfirleitt lítt frumlegur varningur, spm finna má í búðarglugg- um flestrá verslunarhverfa. Og ís- lenskir liandiönaöarmenn standa vel, miöaúviö þá bandarisku. Hitt aftur á móti er meira spennandi, það er sjálf sýningin, umgjörö hennar og frágang- ur. Rýmiö í sýningarsal Kjarvalsstaöa hefur verið brotiö upp, deilt niöur meö ljósum sem stýra áhorfendum í gegn- um sviðsetningu hlutanna. Salurinn er óþekkjanlegur, hlýlegur, birtan mjúk og fjölbreytileg. Amerísk list Hér hefur ekkert veriö til sparaö. Myndlist GunnarKvaran Fyrirtæki og f jársterkir einstaklingar í „tveimur löndum” hafa tekið höndum saman og boðið upp á raunverulega sýningu — aö forminu til! Þessi fallega sýning sýnir okkur hvaö er hægt aö gera ef viljinn og fjármunimir eru til staöar. Og nú skulum viö aöeins vona aö þetta sé upphafið aö einhverju stærra og frú Brement beiti sér nú fyrir sýningu á raunverulegri list frá Ameríku, þar sem listin meö stóru L-i hefur veriö aö gerast síöastliöna áratugi! Að lokum er vert aö minnast á sýningarskrána sem er í raun heil bók. Þar er að finna grein eftir Lloyd E. Herman um handiönaö og texta um sérhvem handiðnaðarmann. Er frá- gangur og útlit hér til fyrirmyndar. GBK TRODNAR SLÓDIR Barnagaman. Þýflandi: Einar Bragi. Útgefandi: Iflunn. Iðunn sendir nú á markaö bókina Bamagaman, frásagnir úr sígildum verkum eftir erlenda höfunda. Bókin er unnin í samstarfi viö norska bókaút- gáfu, J.W. Cappelens Forlag a.s. í Osló og prentuö úti í Belgíu. Hér er á ferðinni safnrit í sama formi og bókaforlagiö Bjallan hefur gefið út: Berin á lynginu, 1977 og Gest- ir í gamla trénu, 1980; báöar skemmti- legar og vandaöar bækur sem orðið hafa mjög vinsælar af ungum lesendum og vonandi eiga eftir aö koma fleiri í því safni. Mikiö af efninu í safnritum Bjöll- unnar er stutt og auövelt viöureignar fyrir unga lesendur. Aftur á móti em sögurnar í Barnagamni allar töluvert langar, sumar langdregnar, og marg- ar hverjar ekki við hæfi ungra baraa. Barnagaman, nafnið á bók Iðunnar er fengið aö láni og hefur reyndar veriö notaö oftar en einu sinni áður. Barna- gaman, smásögur handa bömum meö mörgum myndum, kom út í Reykjavík 1916 og var þaö eins og hið nýja Barna- gaman safn erlendra sagna. 1959 kom Bókmenntír Hildur Hermóðsdóttir svo aftur út nýtt Barnagaman sem var n.k. leikja- og litabók. Loks má nefna lestrarbókina Bamagaman eftir Rann- veigu Löve o.fl. sem lengi var notuö viö lestrarkennslu og er víst víöa enn. Meö þessu nýja Barnagamni, sem á norskunm heitir Barnas Beste, eru gengnar slóöir sem aðrir hafa troöið en þaö breytir því ekki að þetta er hin eigulegasta bók í alla staöi. Góðir höfiuidar og margir vel kunn- ir íslenskum lesendum eiga þarna verk eöa brot úr verkum, svo sem Selma Lagerlöf, Leif Hamre, Kipling, Jonatan Swift og Grimmsbræður. Einar Bragi hefur þýtt öll þessi verk á afbragðs blæbrigðaríka og fallega íslensku sem er þarft innlegg handa islenskum börnum eins og erlent les- efni, misgott og misvel þýtt, streymir á markaðinn. Myndirnar í bókinni eru framúr- skarandi fallegar, allar eftir erlenda listamenn. Mættu íslenskir barnabóka- teiknarar og útgefendur gefa þeim auga og sjá hve vönduð vinna er þar boðin ungumnjótendum. HH ✓ V HÖFUM OPNAÐ SÉRDEILD MEÐ ÖLGERÐAREFNI ALLT TIL ÖL OG VÍNGERÐAR ÞAÐ BESTA FRÁ ENGLANDI TILBOÐSVERÐ Á BYRJENDASETTUM. LJNICAN l/erslunin ÆAr D ÞAÐ BESTA FRÁ DANMÖRKU SENDUM í PÓSTKRÖFU. - KREDITKORTAÞJÓNUSTA. Suðurlandsbraut30, sími 35320. y

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.