Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 5
DV MÁNUDAGUR 27. FEBRUAR1984 5 BÍLSKÚRSBRUNI OG BIFREIÐASLYS Á EGILSSTÖÐUM Maöur slasaöist illa á andliti í hörð- um árekstri sem varö á gatnamótun- um viö pósthúsiö á Egilsstöðum fyrir helgina. Þar skullu saman tveir bílar og meiddist ökumaöur annars þeirra en hinn slapp. Báðir bílarnir skemmd- ust og er annar tahnn nánast ónýtur. Hvorugur ökumannanna var í bíl- belti. Heföi þaö sjálfsagt bjargaö miklu því sá sem slasaðist skall við höggið á hurðapóstinn og svo í fram- rúðuna. Þá uröu miklar skemmdir á bílskúr í bruna á Egilsstööum. I skúrnum var bifreiö og uröu á henni töluveröar lakk- skemmdir auk þess sem eldur komst í ryðvamarefni í brettum. Taliö er aö kviknað hafi í út frá gömium elementrafmagnsofni sem var í gangi á gólfinu og hafi eldurinn náö aö læsa sig í plast sem var rétt hjá honum. -klp- Líknarfélög gefatil sjúkrahúsa Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauöa kross Islands hefur gefið til kvennadeildar Landspítalans vand- aöa skurösmásjá og Svölurnar hafa gefið rafskurðtæki af bestu gerö til notkunar viö aögerðir á konum sem eiga viö ófrjósemivandamál aö stríöa. Einnig hafa Soroptimista- klúbbamir í hyggju að gefa vönduö handverkfæri til þessara aögeröa. Um þaö bil tíundu hver hjón eiga við ófrjósemivandamál að stríða. Aðgerðir hafa fram aö þessu skilað lélegum árangri en nú á siðustu Meöfylgjandi mynd var tekin árum hefur árangur batnaö meö því þegar gjafimar voru afhentar. aö beita fullkomnarí verkfærum. HRÞ/SPS Nýtt húsnæði Blindrabókasafnsins Blindrabókasafn Islands hefur tekiö til starfa í nýjum húsakynnum í félags- miöstöö félagsins aö Hamrahlíö 17. Innan safnsins starfa þrjár deildir, tæknideild, sem framleiðir bókakost safnsins, útláns- og upplýsingadeild, sem þjónar sjónskertum og öðmm þeim sem vegna fötlunar geta ekki not- iö hefðbundinna bóka, og námsbóka- deild, sem útbýr námsefni handa fólki sem er viö nám utan grunnskólastigs. Forsaga safnsins er sú aö í október 1975 geröu Blindrafélagiö og Borgar- bókasafn meö sér samning um fram- leiöslu og dreifingu hljóðbóka. I sam- komulaginu fólst m.a. aö Borgarbóka- safn heföi meö höndum hljóðbókaþjón- ustu fyrir landiö allt. Brátt kom í ljós gífurleg þörf fyrir hljóöbókaþjónustu, einkum meöal aldraðra, og hefur út- lánum síf jölgaö ár frá ári. Sem dæmi má nefna aö frá 1980 hefur fjölgun lán- þega og þar meö útlána numið um 160%. Utlán á síðasta ári voru rúm 23.000, en bókatitlar eru aöeins tæplega 1300 og eintakaf jöldi safnsins innan viö 4000 bækur. Áriö 1982 voru samþykkt á Alþingi lög um Blindrabókasafn Islands. Sú stofnun tók til starfa í ársbyrjun 1983 en fram að þessu hefur útláns- og upp- lýsingadeild haft aðsetur endurgjalds- laust í húsnæði Reykjavíkurborgar. Safniö hefur yfirtekiö bækur, tæki og önnur gögn sem áöur voru eign Blindrafélagsins eöa sameign þess og Borgarbókasafns. Auk hljóöbókanna veröa til útláns í safninu blindraleturs- bækur, um200 bindi. Starfsmennsafnsins eru nú sex í fullu starfi. Auk þess hafa verið 2—3 laus- ráönir í hlutastörfum. Höggmyndasýning fyrir blinda og sjónskerta verður sett upp í tengslum við opnun Blindrabókasafns Islands. Þar sýna Ragnar Kjartansson, Grím- ur Marinó Steindórsson, Hallsteinn Sigurðsson, Helgi Gíslason og Rúrí. Sýningin er í anddyri Félagsmiðstööv- arinnar aö Hamrahlíö 17. -KJ Myndar= starf MEÐ MÖGULEIKA J Á HREYEINGU DV óskar eftir að ráða frískan starfsmann til léttra sendistarfa innanhúss og til starfa í myndasafni blaðsins. Vinnudagurinn hefst klukkan 7 að morgni með sendistörfum en klukkan 10 tekur við vinna í myndasafni, fram eftir degi svo sem um semst. Þeir sem áhuga hafa á þessu starfi hafi samband við fréttastjóra DV í síma 86611. TEPPIN Við erum í takt við verðbóiauna! LÆKKA LÆKKA LÆKKA LÆKKA LÆKKA SÍÐUMÚLA 31 tfXxrls Fatamarkaður §L/0' Hverfisgötu 78. Beint fyrir aftan Kjörgarð. Opið mánud. til föstud. kl. 12 Fínar vörur — Frábært verð. Næg bilastæði. Tískuverslunin — 18. Laugavegi 118 Sími 28980 'STÆRSTA nmsSWK i lA uniic Uiiu f in HtlMS VERSAND Kaupið vandaðar vörur Hja Otto Versand er vorið gengið i garð. Nýi Otto Versand listinn er 1068 litprentaðar siður, með öllum hugsanlegum vörum sem hugsast getur og sem hvert heimili þarfnast. Otto Versand er ein stærsta póstverslun i heimi og með þeim ódýr- ustu, með mjög öruggt afgreiðslukerfi. Otto-listinn er nauðsynlegur á hverju heimili og útgjöldin lækka. Hringdu eða skrifaðu eftir lista og þú hefur Evróputiskuna inni istofu. Einfalt, þægilegt og öruggt. Takmarkað magn af listum eftir Vid vi/jum minna viðskiptavini okkar á Stór-Reykjavikursvædinu, sem eiga frían /ista, á að sækja hann sem fyrst á Tunguveg 18 i Reykjavik. Siminn þar er 33249.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.