Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 23
Iþrótfi? íþróttir íþróttir Islandsmótið íkraftlyftingum: KR-ingarnir úr Jaka- bóli stóðu fyrir sínu Fyrsta Islandsmeistaramót unglinga undir 23ja ára aldri í kraft- lyftingum var haldið í íþróttahúsi Hveragerðis á laugardaginn. Fjöldi áhorfenda fylgdist með mótinu. Sér- staklega athyglisvert var hve margir keppendur voru í þyngstu flokkunum en slíkt er sjaldgæft í öðrum löndum, t.d. var enginn keppandi í + 125 kg flokki á síðasta heimsmeistaramóti og aðeins 1 í 125 kg flokki. Keppendur komu frá 4 héraðssam- böndum en ekki mættu þó allir til leiks sem skráöir voru, t.d. kom aðeins 1 frá UIA, Garðar Vilhjálmsson, bróðir íþróttamanns ársins 1983. Aðrir' keppendur UIA náðu ekki flugi. Garðar stóð sig mjög vel og varð Islandsmeistari. Sérstaka athygli vakti árangur hans í réttstöðulyftu, 260 kg, en Garöar lyfti ölium þyngdum sem hann reyndi við. Vestmanneyingar stóðu vel fyrir sínu og hrepptu 2 titla, margir sterkir strókar koma ætíð frá Eyjum. Akur- eyringarnir hafa ekki langan æfinga- feril að baki en reynsluleysi háöi þeim sérstaklega. Aðaluppistaða mótsins voru KR- ingarnir úr Jakabóli, höfuðvígi kraft- lyftinganna. Þeir unnu til 5 Islands- meistaratitla. Sá stærsti þeirra, Torfi Olafsson, var meiddur og því langt undir sínu besta en hin nýja stjarna kraftlyftinganna, Hjalti Arnason KR, 21 árs, sló í gegn á mótinu og vann til eignar bikar gefinn af Hveragerðis- hreppi fyrir besta stigaárangur eftir haröa keppni við félaga sinn, Halldór E. Sigurbjörnsson, KR. Sérstaklega athyglisverður var árangur Hjalta í réttstöðulyftu, 320 kg, aðeins 20 kg frá heimsmeti unglinga. Urslit: Flokkur 67,5 kg HB BP RL Samtals. Björgúlfur Stefánsson, IBV 160,0 100,0 170 430,0 kg Flokkur 75 kg Gunnar Hreinsson, IBV 170,0 100,0 210 480,0 kg Bárður B. Olsen, KR 167,5 95,0 185 447,5 kg Ölafur Sveinsson, KR 150,0 102,5 180 432,5 kg Flokkur 82,5 kg Bjarni J. Jónsson, KR 200,0 112,5 210 522,5 kg Flokkur 90 kg Birgir Þorsteinsson, KR 207,5 122,5 215 545,0 kg Magnús Stcindórsson, KR 210,0 100,0 215 525,0 kg Flokkur 100 kg Garðar Vilhjálmsson, Höttur 200,0 130,0 260 590,0 kg Ari Jóhannsson, KR 170,0 110,0 185 465,0 kg Arngrimur Konráðsson, IBA _ _ _ Flokkur 110 kg Halldór E. Sigurbjörnsson, KR 310,0 180,0 230 720,0 kg Flokkur 125 kg Hjalti Arnason, KR 290,0 172,5 320 782,5 kg Matthías Eggertsson, KR 230,0 150,0 270 650,0 kg Flokkur + 125 kg Torf i Olafsson, KR 270,0 130,0 300 700,0 kg Helgi Eðvaldsson, IBA 210,0 105,0 220 535,0 kg VERÐ- LAUNA peningar. Fynr SKIÐA íþróttir og allar aðrar íþróttagreinar. íþróttir íþróttir DV MANUDAGUR 27. FEBRUAR1984 Verð kr. 50 Með áletrun og borða. Sendum burðargjaldsfrítt um allt land. Pantið tímanlega. 00 GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR &PÉTUR BREKKUGÓTU 5 600 AKUREYRI-23524 Broddi Kristjánsson — sigraöi í tveimur leikjum. Það á ekki af Diego Maradona, argentínska knattspyrnusnillingnum hjá Barcelona, aö ganga. 1 gær slasaðist hann enn einu sinni þegar stórlið spænsku knattspyrnunnar, Real - Madrid og Barcelona, léku i Madrid. Real Madrid sigraði 2—1 og stcfnir nú hraðbyri að spænska meist- aratitlinum. Maradona tognaði illa og nú er ekki víst að hann geti leikið með Barcelona gegn Man. Utd. í átta-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Fyrri leikur liðanna verður í Barcelona 7. mars. I leiknum í Madrid í gær skoraði spánski landsliösmaöurinn Juanito fyrsta mark leiksins eftir Real og uröu þá mikil læti því línuvörður haföi veifaö á rangstæöu. Dómarinn tók það ekki til greina. Maradona jafnaöi í síöari hálfleik en Real tryggöi sér sigur þegar knötturinn hrökk af Santiliana í marknet Barcelona. „Ef dómarinn hefði ekki komiö til heföi Real ekki sigrað okkur,” Maradona eftir leikinn. Urslit. sagöi Espanol-Sociedad 2-2 Valencia-Cadiz 1-1 Malaga-Zaragoza 0-1 Betis-Salamanca 1-0 Real M.-Barcelona 2-1 Valladolid-Atl. Madrid 1-2 Gijon-Sevilla 1-0 Murcia-Osauna 4-0 Kristjánsson sigraöi van Herbruggen 10—15, 15—8 og 17—14. Mulder sigraöi Jóhann 15—11 og 15—4. Warmoes vann Guömund 15—11 og 15—2. Sigfús Ægir og Jóhann sigruöu Bene og Bauduin 15—8 og 15—8 en Broddi og Þorsteinn töpuöu fyrir Herbruggen og Deruisseaux 15—12,10—15 og 10—15.1 þessari umferö vann Wales Finniand 4—1 og Austurríki vann Noreg 3—2. -hsim. BR0DDIVANN f 2 LEIKJUM — íThomas cup keppninni íbadminton íOstende Islensku keppendunum gekk ekki vel í Evrópuriðlunum í badminton, Thomas cup karlakeppninni og Uber cup kvennakeppninni, sem háð var í Ostende í Belgíu um helgina. I kvennakeppninni tapaði Island öllum sinum leikjum með 5—0 en í Thomas cup gekk islensku strákunum aðeins betur án þess þó að vinna sigur á mótherjalöndunum. Hins vegar sigraði Broddi Kristjánsson tvívegis í cinliöaleik — gegn Belgíumanni og Vestur-Þjóðverja. Danmörk og England höföu yfir- buröi á báöum mótunum og tryggöu sér rétt í úrslitakeppnina. Um helgina var einnig keppt í Kanada og Nýju- Delhi á Indlandi. Þaö vakti mikla athygli í Asíu-riölunum að Suður- Kórea komst í úrslitakeppnina bæöi í Thomas cup og Uber cup. Urslita- keppnin verður í Malasíu í maí. Uber cup Urslit í þeim leikjum Islands, sem DV hefur fengið í kvennakeppninni, Uber cup, urðu þessi. Danmörk-Island 5—0. Juul vann Þórdísi Eðwald 11—4 og 11—1. Sörensen vann Kristínu Magnúsdóttur 11—3 og 11—1. Mogensen vann Elísa- betu Þóröardóttur 11—2 og 11—1. Mogensen og Göttsche unnu Ingu Kjartansdóttur og Þórdísi 15—8 og 15— 11. Larsen og Abasobel unnu Kristínarnar, Magnúsdóttur og Kristjánsdóttur, 15—5 og 15—2.1 sömu umferö vann Skotland Belgíu 4—1 og England vann Vestur-Þýskaland 5—0. Holland-Island 5—0. Coene vann Þórdísi 11—0 og 11—1. Kakiay vann Kristínu M. 11—5 og 11—6. Ridder vann Elísabetu 11—5 og 11—3. Kloet og Valk unnu Kristínarnar 15—7 og 15—3. Coene og Ridder unnu Þórdísi og Ingu 15—3 og 15—0. I sömu umferð vann England Skotland 5—0 og Vestur- Þýskaland vann Belgíu 5—0. Thomas cup I karlakeppninni urðu úrslit þessi, Thomas cup. Vestur-Þýskaland-Island 4—1. Broddi Kristjánsson vann Harald Klauer 7—15, 15—9 og 15—4. Kunstler vann Þorstein Hængsson 15—1 og 15— 5. Scherpen vann Guömund Adoifsson 15—8 og 15—8. Klauer og Treitinger unnu Brodda og Þorstein 15—4 og 15— 3. Kunstler og Frey unnu Sigfús Ægi Arnason og Jóhann Kjartansson 15—2 og 15—3. Onnur úrslit 24. febrúar. Svíþjóð-Wales 4—1, England-Austur- ríki 5—0, Wales-Holland 4—1, Danmörk-Irland 5—0. Skotland-Belgía 3—2. Holland-Finnland 4—1. Belgía-Island 3—2, Broddi MARADONASLAS AÐIST í MADRID — þegar Real sigraði Barcelona 2-1 Platini skor- aði tvívegis innbyrðisviðureign Torino-liða Franski landsliðsmaðurinn Michel Platini skoraði bæði mörk Juventus, þegar Juventus sigraði nágranna sína Torino 2—1 í 1. deildinni ítölsku í gær. Eftir sigurinn hefur Juventus nú fimm stiga forustu í deildinni. Franco Selvaggi náði forustu fyrir Torino á 36. mín. Platini jafnaði rétt fyrir hlé og skoraði svo sigurmarkið. 17. mark hans á leiktimabilinu. Meistarar Roma eru aö missa af titlinum. Tókst aðeins aö gera jafntefli 2—2 viö hitt Rómar-liðið, Lazio Udinese, tapaöi í Milano og Brasilíu- maðurinn Zico skoraöi ekki, þannig aö Platini hefur nú náö honum í marka- skoruninni. Báöir meö 17 mörk. Urslit. Aseoli-Napolí 2—2 Avellino-Genúa 3—1 InterMilano-Udinese 2—0 Juventus-Torino 2—1 Pisa-Fiorentina 1—1 Roma-Lazio 2—2 Sampdoria-ACMilano 1—1 Verona-Catania 3—0 Staða efstu liða er nú. Juventus 21 13 6 2 45-20 32 Roma 21 10 7 4 32-T9 27 Fiorentina 21 9 8 4 37—23 26 Verona Torino Schumacher í markinu Þýski landsliðseinvaldurinn Jupp Derwall hefur valið Iandsliðshóp sinn fyrir landsleikinn við Belgíu í Bríissel á miðvikudag. Harald Schumacher, Köln, er á ný í hópnum svo og Wolf- gang Dremmler, Bayern, sem valinn er í stað Manfred Bockenfeld, Diissel- dorf. Hópurinn er þannig: Markverðir. Schumacher, Burd- enski, Bremen og Rolender, Stuttgart. Varnarmenn. Augenthaler, Dremmler, Bayern, Brehme, Kaisers- iautern, Bruns, Gladbach, Bernd og Karl Heinz Föster, Stuttgart, og Her- gert, Uerdingen. Framverðir. Matthaeus, Gladbach, Meier, Bremen, Schuster, Barcelona, Stielike, Real Madrid. Framherjar. Allofs, Köln, Bommer, Diisseldorf, Rummenigge, það er Karl- Heinz, Bayern og Völler, Bremen. -hsim. Auglýsingastofa Einars PáJma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.