Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 28
28 DV MÁNUDAGUR 27. FEBRUAR1984 !f? IAUSAR STÖÐUR HJÁ 'IV REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa hjá borgarverkfræöingnum í Reykjavík, Skúlatúni 2. Starfs- kjör samkvæmt kjarasamningum. Gjaldkera. Starfsmann á ljósprentunarstofu. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri borgarverkfræðings í síma 18000. Umsóknum ber aö skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðu- blööum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 5. mars 1984. jjJÍitlIBÖÍ® LOFTHREINSITÆKI Er þurrkur í hálsi og nefi? Er rafmagn í teppum? Er loftið þurrt og þungt? BONECO rakatæki með rafmagnsblæstri, köldum eða heitum, er lausnin. Eigum einnig ódýra raka-bakka til að hengja á ofna. BONECO RAKATÆKI BONECO fæst víða í verslunum. Hljóðlaus. Hreinsa loftið. Einföld í notkun. Henta bœði fyrir heimilið og vinnustaðinn. Fyrir allt að 100 fermetra. Heild sölubirgðir. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Simi 91 35200 SENDINGAR AF JAK0BSDALS- GARNI NYTT: 80% KIDDM0HAIR- > GARN, TÍSKULITIR. Nýjung: Mohair og bómull. SJÓN ER SÖGU RÍKAR/ PÓSTSENDUM DAGLEGA - INGÓLFSSTRÆT11 Sími 16764 Húsnæðislánakerfíð er forgangsverkefni ■— segir Guðmundur Einarsson sem borið hef ur f ram fyrirspurn um fjármögnun þess Albert ráðleggur að fresta húsbyggingum Ef innlendur lánamarkaöur bregst þá veröur rikisstjómin aö endur- skoöa útlánastefnu sína og það mun bitna á Húsnæðisstofnun eins og öörum, sagöi Albert Guömundsson fjármálaráöherra í umræöum um lánsf járlagafrumvarpiö i gærkvöldi. I lánsfjáráætlun er gert ráö fyrir aö Byggingasjóður ríkisins veröi fjármagnaöur meöal annars meö sölu rikisskuldabréfa aö fjárhæö 200 milljónir króna, lántöku hjá Atvinnu- leysistryggingasjóöi aö fjárhæö 115 milljónum króna og 200 milljón króna framlagi rikissjóös af fjárlög- um. Þetta er tæpur helmingur af heildarfjárþörf sjóösins á árinu. Sala rikisskuldabréfa hefur gengiö mun verr en gert var ráö fyrir og i umræöum á Alþingi i gær sagöi Albert aö hann ætti erfitt með aö sjá að Atvinnuleysistryggingasjóöur gæti séö um sitt framlag enda heföi hann ekki gert þaö á siðasta ári. Sagöi Albert aö erlend lán yröu ekki tekiníþessuskyni. f bréfin seljast ekki eru engir peningar til. Þá er betra aö segja fólkinu þaö heldur en aö blekkja þaö," sagöi Albert í samtali viö DV og sagöist ráöleggja fólki aö fresta framkvæmdum viö húsbyggingar um eitt ár eöa svo.__ JSS/ÖEF „Telur ráöherra aö fjármögnun húsnæðislánakerfisins sé tryggö á viðunandi hátt á fjárlögum og meö frumvarpi til lánsfjárlaga fyrir 1984?” Þannig hljóöar fyrirspurn til félags- málaráöherra sem Guömundur Einarsson, þingmaöur Bandalags jafnaöarmanna, hefur lagt fram á Alþingi. „Þaö er mín skoðun aö húsnæðis- lánakerfið sé forgangsverkefni sem veröi ekki látið liða fyrir fjárskort frekar en mennta- og heilbrigðiskerf- iö,” sagöi Guðmundur Einarsson í samtali við DV. „Þetta er spuming um þaö hvort ríkissjóöur hafi þetta fjár- magn sem til þarf, en samkvæmt áætlun Húsnæðisstofnunar þarf Byggingasjóður ríkisins 1.772 milljónir króna á þessu ári. Og ef svo er ekki þarf þá aö gefa út viövömn til hús- byggjenda um aö bíöa og sjá. Þetta dæmi lítur ekki beinlínis björgulega út.” Guðmundur sagöi aö í áætlun sem Húsnæðisstofnun heföi gert í þessum mánuöi þyrfti ráöstöfunarfé Bygginga- sjóös ríkisins að nema 1.772 milljónum króna þar af 1.366 milljónum króna til útlána. Hins vegar væri fjármögnun sjóösins ekki áætluö nema 1.516 milljónir króna þannig aö fjárvöntun sjóösins væri um 270 milljónir króna miðað viö núverandi áætlanir. Aö auki væri gert ráö fyrir aö f jármögnun yröi þannig aö 200 milljónir kæmu úr ríkis- sjóði, 115 milljónir frá Atvinnuleysis- tryggingasjóði, 525 milljónir frá lífeyrissjóöunum meö skuldabréfa- kaupum og 200 milljónir frá sérstakri f járöflun ríkissjóös í formi seldra ríkis- skuldabréfa. Sagöi Guðmundur aö þaö orkaöi mjög tvímælis hvort þessar fjáröflunarleiöir skiluöu sínu f ramlagi. „Atvinnuleysistryggingasjóður átti á siöasta ári aö skila 76,3 milljónum til Húsnæöisstofnunar en hann skilaöi þá engu. Þaö er stór spurning hversu ábyggileg þessi áætlun er í ár. Og ef hann skilar þessu ekki mun þá ríkis- sjóöur ábyrgjast þessar greiöslur? Lífeyrissjóðirnir skiluöu í fyrra 267 milljónum króna. Nú er gert ráö fyrir aö þeir skili 97% hærri upphæð. En lífeyrissjóðirnir gætu haft ýmsa betri möguleika á innlendum fjármagns- markaöi en kaup á skuldabréfum Húsnæðisstofnunar. Síöan er sérstök fjáröflun sem fjármálaráöuneytiö ætlar aö afla meö sölu skuldabréfa á innlendum fjármagnsmarkaöi aö upphæð 200 milljónir, Það eru hreinar getsakir um hverju þetta getur skilað,” sagði Guðmundur Einarsson. „Þarna eru tveir liöir sem eru sér- staklega opnir. Þaö þarf aö koma fram afdráttarlaus yfirlýsing um aö ríkis- sjóöur muni ábyrgjast þetta fjármagn eöa hvort húsbyggjendur eiga aö taka yfirlýsingu fjármálaráðherra alvar- lega og fresta húsbyggingum um eitt ár” ÓEF Sauðárkrókur: HITALEIÐSLUR í FLUGBRAUT ■wwzmmmm Flugmálastjórn hefur fengiö fyrir- tækið Fjarhitun til aö hanna hitaleiðsl- ur í Sauöárkróksflugvöll. 1 jaðri flug- vallarins er uppspretta sem gefur nægilegt heitt vatn. „Hitaleiðslur myndu losa okkur viö ísingarvandamáliö og spara snjóruön- ing upp aö ákveönu marki,” sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri í sam- taliviö DV. Pétur sagði aö Flugmálastjórn vildi aö hönnun hitaleiðslna væri lokið áöur en lagt y röi út í malbikun Sauöárkróks- flugvallar. „Viö höfum verið aö velta vöngum yfir því aö gera það sama viö Reykja- víkurflugvöll,” sagði flugmálastjóri. -KMU. Hitaleiöslur eru víða í gangstéttum og bilastæöum í Reykjavík. Þessi mynd var tekin þegar leiðslur voru lagðar í Austurstræti. Hæstiréttur þyngdi refsingu tveggja vanaafbrotamanna — sakfelldir fyrir mörg brot, þar á meðal alvarlegar líkamsárásir Hæstiréttur þyngdi nýlega refsingu tveggja manna, sem í Sakadómi Reykjavíkur höföu fengiö skilorðs- bundna dóma fyrir fjölmörg afbrot; líkamsárásir, þjófnaöi og skjalafals. Þykkur bunki skjala fylgir máli þessu. Fjalla þau um 25 afbrot sem fimm menn alls áttu aðild aö. Ríkis- saksóknari áfrýjaöi einungis dómum yfir tveimur mönnum; Axel Gunnari Olafssyni og Hannesi Þóri Hávaröar- syni. „Báöir ákæröu hafa langan brota- feril aö baki, einkum Hannes Þórir. Veröa báöir aö teljast vanaafbrota- menn,” segirídómiHæstaréttar. I dómnum eru tilgreindar vísvitandi b'kamsárásir ákæröu sem ollu þeim semuröufyrir verulegu tjóni á líkama og heilbrigði. Segir aö aöferöir þær. sem ákæröu beittu hafi veriö hættu- legar. Hæstiréttur dæmdi Hannes Þóri í 15 mán. fangelsi og Axel Gunnar í 10 mánaöa fangelsi. Ekki þótti réttinum efni til þess aö skilorðsbinda refsingu þeirra þar sem þeir væru sakfelldir fyrir mörg brot, þar á meöal alvarleg- arlíkamsárásir. Málið dæmdu hæstaréttardómar- amir Þór Vilhjálmsson, Guömundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson, Magnús Þ. Torfason og Sigurgeir Jóns- son. Þeir Guömundur og Sigurgeir skiluðu sératkvæöi. Þeir vildu, með til- liti til þess hversu alvarleg brot væri um aö ræöa, sérstaklega stórháskaleg- ar líkamsmeiðingar, og svo meö tilliti til brotaferils ákæröu og fjölda brot- anna, dæma Hannes Þóri í 24 mánaöa fangelsi og Axel Gunnar í 18 mánaöa Fangelsi. Refsingu Axels Gunnars vildu þeir skilorösbinda vegna breyttra haga hans. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.