Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 24
24 DV MANUDAGUR 27. FEBRUAR1984 DV MÁNUDAGUR 27. FEBRUAR1984 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþrótt íþróttir íþróttir Antwerpen féllíLiege — íbelgísku bikarkeppninni Frá Kristjáni Bernburg, fréttamanni DV í Beigiu: Antwerpen tókst ekki aö tryggja sér sæti í undanúrslit I belgisku bikarkeppninnar. Tapaði fyrir Standard 2—1 í [ Liege og því 4—3 samtals í báðum leikjunum. Ant-| werpen náði þó forustu í leiknum með marki Júgóslav-1 ans Petrovic á 26. mín. I byrjun s.h. var Labarde hins [ vegar rekinn af velli, fékk tvívegis gula spjaldið og leik-1 menn Antwerpen voru því 10 eftir það. Standard náði þá algjörum yfirburðum. Plessar | jafnaði úr vítaspymu og Horst Hmbesch skoraöi sigur- markiö. Auövitaðmeöskalla. Onnurúrslit: St. Nicholas-Beveren Lierse-Waregem Gent-Lokeren 1- 5 (1-7) 2- 2 (5—5) 3- 0 (5-1) Lierse komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á úti- velli. Daninn Larsen hjá Lokeren var rekinn af velli. Þaö er í annað sinn í vetur og á hann yfir höfði sér j strangt leikbann, jafnvel sex leiki. Þá var einn leikur í 1. deild. FC Liege sigraði Beringen 3—0. KB/hsím. Amór stóð Frá Kristjáni Bemburg, fréttamanni DV í Belgíu: Amór Guöjohnsen lék með varaiiði Anderlecht á laugardag. Lék hálfieikinn og komst ágætlega frá því. I Hann mun aftur leika með varaliöinu nk. laugardag og | á þá að leika í eina klukkustund. Arnór hefur ekki leikið með Anderlecht frá því hann slasaðist í landsleiknum við Ira á Laugardalsvelli í steptember. KB/hsím. Miklir yf irburðir hjá Valsmönnum Valsmenn unnu mjög auðveldan sigur á KR-ing- um er liðin léku í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Seljaskóla í gærkvöidi. Valsmenn skoruöu 83 stig en KR-ingar 74 og náðu KR-ingar mjög að grenna for- skot Valsmanna í lokin en tóku engu að síður of seint við sér. Vaismenn höfðu komist mest 22 stig fram úr andstæðingi sínum og það var meiri munur en KR-ingar réðu við. Staðan í leikhléi var 39—34 Val í vil. Leikur þessi var svo aö segja þýðingarlaus fyrir bæði liðin. Þau ættu bæði að hafa tryggt sér ör- uggt sæti í úrslitakeppninni í vor. Torfi Magnússon skoraði 23 stig fyrir Val en Kristján Ágústsson 21. Hjá KR var Jón Sigurðsson stigahæstur og skoraði 22 stig en langt var í næsta mann. Guðni Guðnason skoraöi 11 stig i leiknum. -SK. Haukarnir steinlágu Njarðvíkingar sigruðu Hauka með nokkrum yfir- burðum syðra á föstudagskvöldið, eða 94:75, eftir að hafa leitt í hléi, 48:39. Fyrir UMFN var þetta í raun- inni æfingaleikur. Þeir höfðu fyrir löngu tryggt sér réttinn í f jögurra liða keppninni og gátu því leyft sér aö reyna bæði leikmenn og ieikaðferðir án þess að hætta nokkru. Liðið hefur sjaldan verið sterkara sem heild en í þessum leik. Ailir fengu tækifæri tU að reyna sig og liðið var mjög iétt leikandi. Hitt er svo annað mál hvort baráttuandinn siævist ekki þegar lítið er í húfi og gæti það orðið dýrt spaug í lokabaráttunni. Haukarnir voru með daufara móti og þeir mega svo sannariega fara að vara sig. ÍBK og ÍR geta náð þeim að stigum og svipt þá bæði sæti i lokakeppninni og sætinu í úrvaisdeUdinni, ef alltferá versta veg. Framan af voru Haukarnir öUu ákveðnari og betri en eftir að Njarðvíkingar hertu tökin á Pálmari Sigurðssyni tók aö halla heldur undan fæti hjá Haukum. Heimamenn tóku forustuna úr 29:29 og var það helst að verki Hreiðar Hreiðarsson, ungur pUtur sem skoraði drjúgum, ásamt því að vera sterkur í vörn. Árni Lárusson og Valur Ingi- mundarson sáu svo um framhaldið eftir aö Hauk- arnir virtust alveg heiiium horfnir, ásamt Gunnari Þorvarðarsyni þjálfara, og náöu Njarðvíkingar um tíma 26 stiga mun, 89:63, þegar langt var liðið á leik- inn. Maður leiksins: Valur Ingimundarson. Stigin: UMFN. Valur Ingimundarson 28, Árni Lárusson 16, Gunnar Þorvarðarson 13, ísak Tómas- son 9, Ingimar Jónsson 9, Hreiðar Hreiðarsson 13, Kristinn Einarsson 2 og Júlíus Valgeirsson 2. Haukar. Pálmar Sigurðsson 28, Kristinn Kristins- son 11, Reynir Kristjánsson 10, Sveinn Sigurbergs- son 10, Ölafur Rafnsson 6, Eyþór Arnarson 4, Hálf- dán Markússon 4, Henning Henningsson 2. Dómarar voru þeir Sigurður Valur Halldórsson og Gunnar Valgeirsson og dæmdu þeir iýtalaust. emm Islandsmeistarar í innanhússknattspyrnu 1984: Knattspyrnuféiagið Þróttur Reykjavtk. DV-mynd Óskar Örn Jónsson ísfirðingarnir voru menn mótsins — en Þróttarar urðu íslandsmeistarar f innanhússknattspyrnu 1984 Það voru ferskir strákar í Iiöi ís- firðinga sem stálu senunni á íslands- mótinu í innanhússknattspyrnu, en mótiö fór fram í Laugardalshöllinni um helgina. Þeir lögðu hvern and- stæðinginn af öörum að velli og þegar upp var staðið í gærkvöldi var það aðeins Þróttur frá Reykjavík sem náði að sigra Vestfirðingana skemmtilegu 8—7 í úrslitaviðureign mótsins. I undanúrslitunum léku Isfirðingar gegn Keflavík og sigruöu 6—5 í spennandi leik. Þróttur og Breiðablik áttust viö í hinum undanúrslitaleikn- um og sigruðu Þróttarar næsta auðveldlega 9—5. Og til úrslita léku síðan Isfirðingar og Þróttarar og var leikurinn æsispennandi og skemmtilegur fyrir áhorfendur sem voru fjölmargir í Höllinni. Flestir voru þeir á bandi Isfirðinga sem höfðu með einstakri frammistööu sinni á mótinu unniö hug og hjörtu áhorfenda. Það var hinn lunkni leikmaður, Kristinn Kristjánsson, sem skoraði fyrsta mark leiksins með blátánni eins og oft er sagt og kom hann vörnum hinna ýmsu liöa oft í opna skjöldu með þessum snöggu og föstu skotum sinum. Ungur efnilegur leikmaður í Þrótti, Pétur Amþórsson, jafnaöi leikinn fyrir Þrótt en í kjölfariö fylgdu tvö falleg mörk frá Guðmundi Magnússyni og þar með var staða Isfirðinga oröin vænleg. Pétur skoraði einnig annaö mark Þróttar en Kristinn var enn á ferð stuttu síðar og staðan 4—2 tBl í vil. Fimmta mark sem Isfirðingar skoruðu eða reyndar skoruðu ekki var sjálfsmark Þróttara og Páll Olafsson handknattleiksmaöur skoraöi tvö mörk fyrir Þrótt, Kristinn eitt skömmu síöar fyrir Isfirðinga og staðan í leikhléi því 6—4IBI í vil. I síöari hálfleik var minna um skoruð mörk en Þróttarar þó öllu frískari uppi við mark Isfirðinga. Pétur Amþórsson skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks fyrir Þrótt og Sverrir Pétursson skoraði síðan þrjú mörk í röð og tryggöi Þrótti sigur í leiknum þar með því mark Isfirðinga í síðari hálfleik varð aðeins eitt og Þróttarar því Islandsmeistarar í innanhúss- knattspyrnu árið 1984. I kvennaflokki sigruðu knatt- spymudrottningarnar af Skaganum örugglega og voru greinilega með langbesta iiðið á mótinu. Þess ber þó að geta að í lið Breiðabliks vantaði þær Erlu Rafnsdóttur og Guðríöi Guöjóns- dóttur en ástæöu þess er getið hér á öðmm stað. Vora tilburðir stúlknanna í IA oft hinir skemmtilegustu og greinilegt að þar fara framtíðar knatt- spymukonur. Vals-stúlkumar urðu í öðra sæti og Breiðablik í því þriðja. Alls tóku 64 lið þátt í mótinu sem var vel skipulagt í alla staði. Engar tafir og á mótanef nd KSI heiöur skilinn fyrir gott starf. En það sama er ekki hægt að segja um þá sem dæmdu leiki mótsins. Allir dómararnir að þeim Eysteini Guðmundssyni og Guðmundi Haraldssyni undanskildum áttu ekki góða leiki og æfingaleysi greinilega í hámarki hjá mörgum. -SK. m % Jón Oddsson kom nokkuð mikið við sögu á innanhússmótinu um helgina. Hann lék með Breiðabliki og stjóraaði síðan liði Isfirðinga. Johnston i landsliðið —Watf ord-leikmaðurinn kominn í skoska landsliðshópinn Maurice Johnston. Miðherji Watford, Maurice John- ston, sem hefur skorað 17 mörk í 20 leikjum fyrir lið Elton John, var i gær valinn i skoska landsliðshópinn gegn Wales í bresku meistarakeppninni. Leikurinn verður á þriðjudagskvöld. Skoski landsliðseinvaldurinn, Jock Stein, kallaði á Johnston eftir að í Ijós kom að þeir Peter Weir og Gordon Strachan, báðir Aberdeen, gátu ekki leikið gegn Wales vegna meiðsla. Maurice Johnston var nær óþckktur þegar Watford keypti hann fyrir nokkrum mánuöum. Það voru kaup vetrarins á Bretlandseyjum. hsim. Raenar briðii besti á N-löndum — Ragnar Guðmundsson setti stórglæsilegt Islandsmet á jóska meistaramótinu f sundi um helgina Í800 og 1500 mskriðsundi Ragnar Guðmundsson, sonur Guðmundar Harð- arsonar sundþjálfara, lætur ekki að aér hæða þessa dagana. Vart líður sá dagur að hann setji ekki íslandsmet og hann gerði ekki undantekningu á þessu um helgina. Það var á jóska meist- aramótinu að Ragnar setti tvö ný íslandsmet í skriðsundi. Og það sem meira er, hann setti þau bæði í sama sundinu, 1500 metrum. Ragnar lenti í öðra sæti og fékk tímann 16.11,8 mín. en eldra metið átti hann sjálfur og var þaö 16.41,1 mín. Ragnar bætti því Islandsmet sitt um rúma hálfa mínútu, frábær árangur svo ekki sé meira sagt. Tími Ragnars fyrstu 800 metrana er einnig nýtt Islandsmet. Nýja metið 8.34,6, eldra metið var 8.48,8 mínútur og átti það Ingi Þór Jónsson frá Akranesi. Þessi árangur Ragn- ars í 1500 metra skriðsundi mun vera þriöji besti tími sem náðst hefur á Norðurlöndum í aldursflokki þeim sem Ragnar keppir í en hann er aðeins 16 ára gamall og gerir það árangur hans ennþá glæsilegri. Þaö má svo fylgja hér með að Ragnar synti einnig 400 metra skriðsund og var alveg viö eigið Islandsmet, synti á 4.09,3 mín. Systir Ragnars, Þórunn Guðmundsdóttir, gefur „stóra” bróður ekkert eftir. Hún er 14 ára og hefur á undanfömum dögum sett mörg Islandsmet. Og það síðasta kom hjá henni um helgina. Þá synti • hún 800 metra skriðsund á 9.41,58 mín. og er greinilegt á Öllu að hún á eftir aö láta mikið aö sér kveða í framtíðinni. Sömu sögu er að segja um Ragnar og er árangur hans mjög góður hjá ekki eldri sundmanni. -SK. Ragnar Guðmundsson. HSI setti stúlkunum stólinn fyrir dyrnar — Guðríður Guðjónsdóttir og Erla Rafnsdóttir fengu ekki að leika með liði r sínu á Islandsmótinu íinnanhússknattspyrnu um helgina Mikil óánægja ríkti meðal nokk- urra stúlkna um helgina í Laugar- dalshöll er þar fór fram íslandsmótið í innanhússknattspyrnu. Breiðablik gat ekki teflt fram sínu sterkasta liði vegna þess að þær Erla Rafnsdóttir og Guðriður Guðjónsdóttir máttu ekki leika með liðinu. Ástæðan er sú að HSt bannaði stúlkunum að leika i tslandsmótinu vegna væntanlegra landsleikja í handknattleik viö Guríður. Erla. Bandarikin í næstu viku crlendis, en þær eru báðar leikmenn i landslið- inu. Þær Erla og Guðríður voru að von- um óánægðar með þessa framvindu mála þegar við röbbuðum stuttlega við þær í Laugardalshöllinni í gær. Sögðust ekki skUja svona ákvörðun. Þær Kolbrún Jóhannesdóttir og Sigrún Blomsterberg munu einnig hafa fengið samskonar meöferð hjá HSI. -SK. Blak: IS og HK sigruðu Línur i 1. deUd karla í blaki eru óðum aö skerpast. Þróttur hefur tryggt sér tslandsmeistaratitUinn fjórða árið i röð. I.iöiö hefur sigrað í öllum sinum leikjum tU þessa. Ölíklegt er að Iþróttafélagi stúdenta takist að ná öðru sætinu af HK. Félagið þarf að sigra í öUum ieikjum sínum sem eftir eru og HK að tapa öllum sínum til að liðin verði jöfn. Baráttan er á botninum mUIi Fram og Vikings. Fram hefur örlítið forskot. Víkingar hafa verið að sækja í sig veðrið meðan Fram-liðið hefur verið að dala. Lítur þvi út fyrir spennandi faUslag. Tveir leikir voru í deildinni um helgina. tS sigraði VUiing 3—0; 15—12, 15—11 og 15—5, og HK sigraði Fram 3—0; 15—7,15-6 og 15—5. Staðan i deUdinni er þessi: Þróttur 13 13 0 39—12 26 iHK 13 9 4 30—21 18 tS 11 4 7 21—26 8 Fram 13 3 10 21—36 6 Víkingur 12 2 10 17—33 4 1 blaki kvenna léku tS og Þróttur. StúdentaUðið sigraði 3—1; 15—7,15—3, 9—15 og 15—5. KA átti að leika tvisvar fyrir sunnan en komst ekki vegna veðurs. t 2. deild karla iéku Reynivík og Skautafélag Akureyrar á Dalvík. Reynivík sigraði 3—0; 15—0, 15—11 og 15—6. Þá vann A-lið KA B-liðið 3—0. Fyrir sunnan voru tveir leikir. Samhygð vann BreiðabUk 3—0; 15—13, 15—4 og 15—10. BreiðabUk lék einnig við B-lið HK og vann —3; 12—15, 15— 11,15-13,9—15 og 15-12. Fjögurra liða úrslitakeppni verður um sigurinn í 2. deUd. Úr Norðurlands- riðU koma KA og Reynivík. t SuðausturlandsriðU eiga Þróttur Nes- kaupstað og Samhygð mesta mögu- leika á að komast í úrsUt. -KMU. Styrkið og fegríð líkamann DÖMUR OG HERRARI NÝTT 4 VIKNA NÁMSKEIÐ HEFST 5. MARS. Hinir vinsælu horratímar i hádeginu Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértimar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértimar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböð — kaffi — og hinir vinsælu sólarium-lampar. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Júdódeild Ármanns Ármúlz* 12 Innritun og upplýsingar alla virka daga U ° kl. 13-22 í síma 83295. FYRIR FRAMTÍÐINA VESTURLAND Sjálfstæðisflokkurinn efnir til almenns stjórnmálafundar í félags- heimili Stykkishólms þriðjudaginn 28. febrúar kl. 20.30. Ræðumenn verða: Þorsteinn Pálsson al- þingismaður — formað- ur Sjálfstæðisflokksins. Friðrik Sophusson al- þingismaður — varafor- maður Sjálfstæðis- flokksins. Sigríður Þórðardóttir kennari. Almennar umræður. Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn I [þróttir íþróttir 1 [þróttir I [þróttir í [þróttir fþróttir ílannprbaberðluntn €rla Snorrabraut 44 — pósthólf 5249 Sími 14290. BÖRN AÐ LEIK Krosssaumur, stærð 34x44 cm Verð kr. 460,- 2 saman i pakkningu. HJÖRTURINN Stærð 68x93 cm, góhelínsaumur. Verð kr. 640,- FYRSTU SPORIN OG ÞAKKLÆTIÐ Krosssaumur, stærð 40x40 cm. Verð kr. 520,- 2 saman i pakkningu. SYSTKININ Krosssaumur, stærð 28x34 cm. Verð kr. 250,- ALLAR SAUMAÐAR í LJÓSAN JAFA, MEÐ BRÚNU. INNRÖMMUN OG FRÁGANGUR Á HANDAVINNU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.