Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 48
FASTEIGNASALA BOLHOLTI 6 Simar 38877, 687520 og 39424 Við fljúgum ántafar- innanlands sem utan LEIGUFLUG íf-fo Sverrir Þóroddsson REYKJAi'lKURFWOVELU <928011 ^ 97(122 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR _______ÞVERHOLTIII___ OCC11 RITSTJÓRN OUU I I SÍDUMÚLA 12-14 ÁKUREYRI SKIPAGÖTU 13 AFGREIÐSLA (96)25013 BLAÐAMAÐUR (96)26613 Snjóflóðahætta í Ólafsvík: Heilsu- gæslan á hættusvæði? „Heilsugæslustöðin í Olafsvík er kannski á hættusvæði varðandi snjó- flóð en um hin húsin er ekkert hægt að fullyrða,” segir Hafliði Jónsson veðurfræðingur. Hann bendir á að vitað sé að snjó- flóö hafi falliö yfir þaö svæöi sem heiisugæslustöðin stendur á um 1920. „Snjóflóðið sem féll nú á dögunum stöövaðist hins vegar rétt ofan við húsið,” segir Hafliði. En það er ekki nóg aö snjóflóð hafi faliið á einhverju svæði til aö það sé flokkað sem hættusvæði. Til dæmis er ekki vitað að snjóflóð hafi fyrr fallið þar sem þaö féll á dögunum. „Það veit enginn hvað er hættu- svæöi, eihs og hefur sýnt sig á undan- fömum árum. Og það er ekki nóg að huga bara að þeim farvegum sem snjóflóö hafa fallið eftir áður þegar farið er aö skipuleggja vamir gegn snjóflóðum,” segir Hafliöi Jónsson veðurfræðingur. -SþS Lucky Strike í rannsókn Hannsóknarlögregla ríkisins hefur fengið til rannsóknar meintar óiög- legar augiýsingar fyrir vindlinga- tegundina Lucky Strike. Annars vegar er um að ræða myndskreytta grein í tímaritinu Samúel og hins vegar auglýsingaspjöld sem sett voru upp í sölutumum og verslunum víða um borgina. Lögreglan í Reykjavík mun hafa fariö í verslanir þar sem þessi spjöld voru og fjarlægt þau. Kæmaðilinn er reykingavarna- nefnd. -GB LUKKUDAGAR 26. febrúar: 5299 Hljómplata frá Fálkanum að verðmæti kr. 400. 27. febrúar: 1390 Hljómplata frá Fálkanum að verðmæti kr. 400. Vinningshafar hringi í síma 20068 Albert Guðmundsson fjármálaráðherra: „Forsætisráöherra kominn á flótta „með afskipti ríkisstjómarínnar af kjarasamningum” „Eg hef ekki boðið BSRB sömu samninga og VSI og ASI sömdu um en ég hef lýst mig reiðubúinn til við- ræðna. Samráðherrar mínir ákváðu að mér fjarstöddum að blanda ríkis- sjóði beint og óbeint í kjarasamning- ana. Þeir hljóta að hafa gert sér grein fyrir hvar finna á fé til þess að bjóða BSRB sama. Og þá ekki síst forsætisráðherra, sem virðist nú raunar kominn á flótta með þessi af- skipti,” segir Albert Guðmundsson fjármálaráðherra. „Ef hægt er að færa til innan fjár- laganna í þeim tilgangi að bjóða BSRB launahækkanir sem svara til 7 eða 8% útgjaldaauka ríkissjóðs á ár- inu í staðinn fyrir þau 4% sem við höfum talið hámarkið hingað til, og eins til þess að borga sérstaklega um 300 milljónir, þá getur það veriö gott og blessað. En það hlýtur að hvíla á herðum samráðherra minna aö benda mér á leiðimar og hvar þeir vilja færa til innan sinna ráðuneyta. Eg hef séð hugmyndir um að borga þessar 300 milljónir með hluta af niöurgreiðslum. Það þýðir einfald- lega skref aftur á bak í baráttunni við veröbólguna og ég ætla ekki að gerast bandamaður hennar. Nú virð- ist ekki einu sinni eiga aö halda það skilyrði að allir samþykki samning- ana. Forsætisráðherra er kominn á flótta undan því og ætlar að borga. Það eru ærin tilefni til þess að málin verði rædd á ný á næsta ríkis- stjómarfundi,” segir fjármálaráð- herra. HERB Helgi Óskarsson hélt til Rússlands árla sunnudags i aðra lengingaraðgerð sína. Með honum i för var Val- gerður Hansdóttir Lindberg sem einnig hyggst ganga undir slíka aðgerð. Hér veifa þau til vina og vanda- manna áður en þau leggja upp i hið langa flug. D V-m ynd E. Ó. Ránið hjá ÁTVR og Iðnaðarbankanum: Tveir hafa kært til hæstaréttar Faðirinn og annar bræðranna, sem úrskurðaöir voru í gæsluvarð- hald á laugardag vegna gmns um að- ild að ráninu hjá ÁTVR viö Lands- bankann á Laugavegi og ráninu í úti- búi Iðnaðarbankans í Drafnarfelli, hafa kært úrskurðina til hæstaréttar. Hinn bróðirinn hefur ekki kært sinn úrskurð. Það er sá bræðranna sem fékk lengra gæsluvarðhald eða til 14. mars, sem hefur kært gæsiuvarð- haldsúrskurðinn til hæstaréttar. Kærurnar hafa þegar verið sendar þangaö. RannsóknarlÖgregla ríkisins krafðist gæsluvarðhalds yfir föðurn- um og Öðrum bræðranna til 7. mars. Er Sakadómur Reykjavíkur úr- skurðaði þá í gæsluvarðhald var tim- innstytturtill.mars. Búið er að skipa réttargæslumenn yfir feðgunum. Kristján Stefánsson hdl. er verjandi föðurins. En þau Gunnlaugur Þórðarson hrl. og Edda Sigrún Olafsdóttir hdl. em réttar- gæslumenn bræðranna. -JGH Innbrotsþ jófar á f erð Nokkur innbrot munu hafa verið framin hér á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Brotist var inn í versl- unina Sundaval og Amarhraun en þar hafði líklega gleymst að setja í lás við lokun. Þá var brotist inn í 3 kennslustofur í Fellaskóla. Einnig var brotist inn í hús við Brekkugerði og tvö fyrirtæki við Ingólfsstræti 6. Tveir innbrotsþjófar voru handtekn- ir þar sem þeir voru i miðju kafi en hinmálinemírannsókn. APH Eyjamenn felldu samningana Samningur ASI og VSI var felldur á sameiginlegum fundi Verkalýðsfé- lags Vestmannaeyja og Verka- kvennafélagsins Snótar í gær með 83 atkvæðum gegn 37. Um 126 manns vom á fundinum en í báðum félögun- um eru á milli 700 og 800 félagsmenn. Að sögn Jóhönnu Friðriksdóttur formanns Snótar var mikill baráttu- hugur á fundinum. Réði mestu um að samningurinn var felldur að fé- lagsmönnum sem aö miklu leyti eru fiskvinnslufólk, finnst nú orðinn lítill munur á milli lágmarkstekna og bónusgreiðslna. Þá kom einnig fram óánægja með að unglingar á aldrin- um 16 til 18 ára skyldu vera lægra metnir en annað verkafólk. Félögin hafa sett fram sérkröfur sem ekki hafa fengist ræddar en þær ganga meðal annars út á að yfirvinna verði afnumin og næturvinna hefjist þegar klukkan 5 og að foreldrar geti notað veikindafrí vegna veikinda ungra barna sinna. Fundir verða í stjóm- um félaganna í kvöld þar sem tekin verður afstaða til áframhaldandi að- gerða. Um helgina voru samningarnir samþykktir hjá Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði og Verkakvennafé- laginu Framsókn í Reykjavík. Auk þeirra hafa Verslunarmannafélag Reykjavíkur, Verkalýðsfélag Borg- arness og Verkalýðsfélagið Rang- æingur samþykkt samningana en Verkamannafélagið Dagsbrún fellt. OEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.