Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 7
DV MÁNUDAGUR 27. FEBRUAR1984 7 Neytendur Neytendur Skuldabréf: Vextirnir breytast ekki — nema samið sé um slíkt „Ef þaö er tekið fram í skulda- bréfasamnmgnum breytast vextirn- ir þegar þeir hækka eða lækka, annars ekki,” sagði Eiríkur Guðna- son, viðskiptafræðingur hagfræði- deildar Seðlabanka lslands, þegar DV innti hann eftir því hvaða reglur giltu um vaxtabreytingar á skulda- bréfum þegar almennir bankavextir breytast. En það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum aö vextir haf a verið lækkaðir allmikið upp á síðkastið. Þegar vextirnir lækka lækka einnig vextir á útgefnum skuldabréfum þar sem kveöið er á um þaö í skulda- bréfasamningnum. Nú er það svo að allmörg skuldabréf hafa verið gefin út með föstum vöxtum, sem ekki eru miðaðir við hæstu lögleyfða vexti. Algeng skuldabréf, sem gefin eru út með þessum hætti, eru t.d. skulda- bréf í sambandi við útborgun á eftir- stöövum á fasteignum. Þegar verðbólgan geisaði hér þótti kaupendum það kjarakaup að semja um fasta vexti upp á 20 prósent. Slíkir samningar komu þá illa út fyrir þá sem voru að selja. Hæstu lögleyföir vextir á skulda- bréfum um þessar mundir eru 21 prósent. Ekki er þó taliö líklegt aö þeir lækki nú í bráð. En ef efnahagsþróunin verður sú sama og hún hefur verið er líklegt að þessir vextir lækki. Til að varpa ljósi á þetta má hugsa sér að vextir lækki t.d. niður í 16%. Þá kemur upp sú staða að vextir á skuldabréfum eftir- stöðva af fasteignum veröa með hæstu vextina. Þetta er staða sem hefur ekki komið upp í fasteigna- viöskiptum í langan tíma. I nær öllum fasteignaviðskiptum hafa seljendur tapað á viðskiptunum á meðan verðbólgan hefur aðstoðaö kaupendur við aö minnka af borganirnar. Nú eru sem sagt líkur á því að halla fari á hina hliöina. Dómstólar ákveði Eiríkur Guðnason sagði að kæmi ágreiningur upp um þessi mál yrðu dómstólar aö skera úr um það hvað sé réttiátt í þessum efnum. DV hafði samband við ýmsa aðra, sem tengjast þessum málum, og kom fram að þessi mál hefur borið á góma og var álit þeirra á einn veg að vöxtunum yrði ekki breytt þar sem ekki væri getið um slíkt í samning- um. Þó virðist sem ekki séu allir á sama máli um þetta. Okkur tókst þó ekki að ná tali af neinum sem hefur gagnstæða skoðun á þessu máli. Það er ijóst að þeir, sem semja um fasta vexti á skuldabréfum, taka þátt í einskonar happdrætti því að vextimir geta einnig hækkað á öðrum skuldabréfum. Viðmælendur okkar töldu að nú væri skynsamlegt aö menn gerðu þannig samning, þegar gefin væru út skuldabréf, aö samið væri upp á það að vextirnir breyttust í samræmi við vaxta- breytingar þær sem Seölabanki Islands ákveður hverju sinni. -APH Frægustu tísku- frömuðir heims skreyta módel sín kúlu festinni, semætt hefur um alla Evrópu. Margar gerðir. KREDITKORT PÍAN ER EKKI POTTÞÉTT NEMA FESTIN FYLGI Hjá okkur eruð þið aiitaf velkomin. Sendum ípóstkröfu um landallt. GJAFAHÚSIÐ, Skólavörðustig 8, sími 18525. KJARAKAUP Litur: blátt, loðfóðruð. Stærðir: 36—39. Áður kr.T&KL. Nu kr. 850. Lrtur: blátt rúskinn, loðfóðruð. Litur: grátt / vinrautt, fóðruð. Stærðir: 36—40. Áður kr.~M8S~ Núkr.675. jÆ Litur: naturleður, vatnsvarið. Stærðir: 36—42 og 45—46 i Áður kr.T.265* k Núkr.650. Stærðir: 36—39 Áðurkr.TMO. Núkr. 850. Uturbeige, fóðruð. Stærðir: 36—40. Áður kr.T. 186.4 Nú kr. 675. Litir: rautt eða m bláttleður. I Stærðir: 36—40. Áður kr.T4S6.j Núkr.695. Æ Utur: brúntleður vatnsvarið. Stærðir: 36-39 41-45 Áðurkr. T*58. Núkr.650. Litur: gráblátt leður. Stærðir: 36—40. Áður kr.TTTS. Æ Núkr.695. ® Litur: flöskugrænt' rúskinn Stærðir: 36—40. Áður kr.TOn., h^ Núkr. 695. A Litur: Oökkbrúnt leður. Litur: brúnt, fóðruð. Stærðir: 36-41. Áður kr.Tr&UL, Núkr.650. Utír: brúntleður. Stærðir: 36—42. Áður kr’OBSr. Núkr.495. Utír: rautt eða brúnt leður, loðfóðruð. Stærð: 31/2—71/2. Áður kr.Tm^ . Vií kr. 2.270. I Utír: blátt, I - imHTijl Cn« brúnt eða ■ beinhvitt. “ it'- „■/•“"iJS loðfóðruð. ^ j 1 Stærðir:37—38 fiBBBjjplEf Áður kr.TrSOS. Núkr.475. Litur: svart leður, loðfóðruð. Stærðir: 42—45 Áður kr.TfM. Núkr. 1.270. Litír: hvitt eða dökkblátt leður Stærðir: 36—40. Áður kr.TTTSw 1 *lúkr.350. Utír: blátt, raút eða gult leður. Áður kr.T.770. Núkr.850. Skóverslun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.