Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 16
16 VI — DV MÁNUDAGUR 27. FEBRUAR1984 Spurningin Hver er uppáhaldsþátturinn þinn í sjónvarpinu? Ásgeir Sigurjónsson: Það eru fréttimar. Annars finnst mér Kastljós líka athyglisvert, svo eru framhalds- þxttirnir ágætir. Guðrún Olafsdóttir: Mér finnst nýi þátturinn á þriöjudögum skemmtilegur. Síðan eru Tommi og Jenni ágætir. Annars horfi ég ekki mikiðásjónvarp. Þórey Björgvinsdóttir: Ég horfi nú ekki mikið á sjónvarp. Annars eru framhaldsþættirnir ágætir, ég horfi yfírleitt áþá. Kolbrún Leifsdóttir: Eg myndi segja að iþróttaþættirnir væru skemmtileg- astir. Og svo náttúrlega fréttir. Annars eru framhaldsþættirnir ágætir. Ragnhildur Einarsdóttir: Egveitekki hvað ég á að segja. Mér fannst Dallasþátturinn skemmtilegur en nú er ég búin að fá leiða á honum. Sigurður Páll Sigurðsson: Mér finnst | bíómyndirnar á laugardögum j skemmtilegastar. Annars eru fram- haldsþættimir ágætir. Hans Ragnar Þór í starfskynningu spurði. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur MÁLGAGNIÐ í ÞORSKHAUS Anna Hulda skrifar: Ungur myndlistarkennari, Björgvin Björgvinsson, skrifaði kjallaragrein í DV mánudaginn 20. febrúar síðastlið- inn. Fyrirsögn greinarinnar var „Pólitísk f jölmiðlaeinokun” og fjallaði hún um stofnun hlutafélagsins Isfilm. Helst þá þátttöku Reykjavíkurborgar í fyrirtækinu. Þessi ungi myndlistar- kennari talaði um aö ,,þaö sem er hvað alvarlegast viö þetta stórfyrirtæki í fjölmiðlun er aö í því má greina mjög ákveðiö pólitíska einokun á vettvangi fjölmiðlunar hér í framtíöinni”. Og síðan var hluti greinarinnar um „afglöp” borgarstjórans í Reykjavík, Davíðs Oddssonar, í þessu máli. Umþannþáttinnsagðihann: „Egvil bæta því við að víða erlendis sjá valda- menn sig knúna til aö segja af sér emb- ætti fremji þeir pólitísk mistök. Þetta ætti Davíð Oddsson að taka sér til fyrirmyndar og segja af sér embætti borgarstjóra vegna þess að framkoma hans í þessu máli eru alvarleg pólitisk afglöp.” Eg vil leyfa mér aö benda þessum unga kratasyni á, já maöurinn er sonur stórkratans Björgvins Guð- mundssonar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Bæjarútgeröar Reykja- víkur, að hann hefur flett upp í röngum fræðum. Þess vegna fengiö rangar niðurstööur, heimatilbúinn sleggju- dóm um pólitísk afglöp. Kratakenningarnar, sérstaklega heimatilbúnar, eru líka fátæklegar. Sá stakkur er þröngur og heppilegar væri fyrir myndlistarkennarann að leita aö frjálsri hugsun og frjálsri skoðana- myndun, sem hann ræöir einnig um í greininni, annars staðar en á heima- velli. Þegar stjórnmálamaður sýnir mikla framsýni í starfi, eins og Davíð Oddsson gerir í þessu máli, er þaö að sjálfsögöu ofvaxið skilningi kratatitta úti í bæ sem hafa fengið nasasjón af rekstri Bæjarútgeröar Reykjavíkur í tíð stórkratans. Slíkir skilja ekki hvað er hér á ferðinni. Og auðvitað eru þeir hinir sömu sárir yfir því að vera fyrir utan þróunina í fjölmiölaheiminum. Þeir sem státa sig aðeins af málgagni sem kemst fyrir í einum eldspýtu- stokki eða þorskhaus. Berarhendur — Ijót auglýsing fyrír matvælaiðnað GRA skrifar: Það er ósjaldan að brugðið er upp myndum úr matvælaiðnaði okkar landsmanna, t.d. í fréttatíma sjón- varps af hinum ýmsu tilefnum. Þaö er ekki einungis þegar sýndar eru myndir úr fiskvinnslu aö þar er fólk sem handleikur fiskflök, rækju og skelfisk með berum höndum áður en hann er settur í umbúðir. Þetta á sér staö um fleiri þætti í vinnslu matvæla. Mest er þetta áber- andi þegar auglýsingamyndinni um aukið eftirlit í fiskiðnaði bregöur fyrir. Það er sennilega í þeirri mynd sem lögð er áhersla á „hvert óvarlegt hand- tak.. . ”o.s.frv. Gott og nauðsynlegt slagorð en þaö stingur í stúf að sjá hluta af fólkinu við vinnslu með hanska á höndum en annað sem notar berar hendumar. Það er löngu liðin tíð alls staðar í hinum iðnvædda heúni í kringum okkur aö fólk noti berar hendur við hráefnisvinnslu, aö ekki sé nú talað um matvæli á lokastigi vinnslu svo sem við pökkun, frágangogafgreiðslu. Ekki þarf að kenna um óhentugum eða óþægilegum hönskum eða því aö þeir séu ekki til. Mörg ár eru síðan þunnir, glærir hanskar voru teknir í notkun við hvers konar matvælaiðnaö til aö hlífa bæði starfsfólki og mat- vælum og til að koma í veg fyrir óhöpp sem geta orðið fyrirtækjum dýrkeypt. Þær myndir, sem sýndar eru á opin- berum vettvangi, t.d. í auglýsinga- bæklingum eða fréttum frá vinnslu- stöðum sem framleiða matvæli til út- flutnings, geta ráðið úrslitum um við- tökur og vinsældir þeirra vara sem um ræðir. Það hefur oft reynst erfitt aö venja Islendinga við viðteknar reglur og skyldur sem annars staðar þykja sjálf- sagðar. Myndirnar af berhenta fólkinu í fiskiðnaði sanna það. Iðnaður er ekki allur á eina bókina lærður og þótt í sumum greinum séu vörur verðmætar, sem hægt er að stimpla á „handmade”, á það ekki við um matvæli til útflutnings, hvaö sem öðru líður. Þar á best við að auglýsa að mannshöndin hafi þar hvcrgi komiö nærri, a .m.k. ekki óvarin. Þaö er hörmulegt til þess að vita aö starfsfólki skuli það í sjálfsvald sett hvort það notar hanska við frágang og pökkun á fiski eða ekki. Starfskraftur sem bregður sér frá færibandavinnu í slíkum iðnaði getur víða komið við áður en hann tekur upp þráðinn að nýju. Og ekki er víst að hann fylgi þá reglum í þeirri ferð sinni frekar en hann skirrist við að nota hanska. Nóg um þaö að sinni. En hér hlýtur opinbert eftirlit að taka upp þráðinn og sinna sinni skyldu. Heimsmetstilraun í göngu Tveir frá höfuðborgarsvæðinu skrifa: Við skrifum vegna greinar sem kom í lesendadálki DV 14. febr. 1984. Eig- andi þeirrar grein'ar er „einn sem er á móti því að kasta skít á landsbyggð- ina”. Og okkur langar aö koma með nokkrar athugasemdir. Bréfritari segist eitt kvöldið hafa gengiö frá Hlemmi upp í Breiðholt (sem eru litlir 10—12 km) á 40—50 minútum. Ef það er satt þá langar okkur tii að óska þér til hamingju með þennan frábæra árangur. Heimsmetiö í 20 km göngu er 1 klst., 20 mín. og 6,8 sek., þaðsamsvarar80mín. og6,8 sek. Ef þú margfaldar með 1/2 þá færðu 40 mín. og 3,4 sek. Þú ert hér með aö ógna heimsmeti í 10 km göngu en ert örugg- lega nýbakaður Islandsmeistari í 10 kmgöngu (SjánánaríHeimsmetabók Guinness, bls. 280). Þótt þiö Vestfirðingar séuðmiklir göngugarpar og með fjöllin rétt við bæjardyrnarþá erþetta ótrúlegt. Einnig segir þú aö 90% af öllum öku- mönnum (um það bil 55.000 ökumenn) á höfuðborgarsvæöinu fari á nælon- skyrtum út í ófærðina og á nauðasköll- óttum dekkjum, sem er í meira lagi ýkt. Og svo að lokum má benda á aö bíll- inn er þarfasti þjónninn hér á höfuð- borgarsvæöinu, tii dæmis um f jöldann hafa mælst 35.000 bílar á sólarhring á Bilafjöldinn hefur mælst 35.000 á sóiarhring á Breiðhoitsbrautinni en þó má gera ráð fyrir því að svo hafi ekki verið þegarþessi mynd var tekin. Breiðholtsbraut við Fáksheimilið og mýrarbraut í Fossvogi og auk þess númeri fastir í ófæröinni í höfuöborg- um 25.000 bílar á sólarhring á Kringlu- hafa oft sést bílar með utanbæjar- inni. Afgreidsla til fyrirmyndar Sigríður Jónsdóttir, Seltjarnarnesi, skrifar: Vörumarkaðurinn á Seltjamarnesi býöur upp á alls konar vöruúrval og afgreiðslufólk er með afbrigðum lipurt og leiðbeinandi þar til kemur aö kass- anum. Þar sitja fyrir ungar stúlkur með fýlu- og nánast frekjusvip og sömu framkomu. Svo brá þó viö í gær, þann 21. febrúar, að ég fór þangað tii að versla. Vora tveir kassar opnir, númer tvö og þrjú. Flýtti ég mér að kassa númer tvö þegar ég sá hver sat við kassa þrjú. Þar var þá fyrir stúlka sem sýndi framúrskarandi kurteisi, lipurð og alúölegheit og ber að þakka henni. Svo undrandi varð ég og ánægð aö strax þegar heim kom hringdi ég og talaði við verslunarstjórann og fékk nafn stúlkunnar. Vil ég aö fram komi að nafn hennar er Rúna. Mættu hinar kassadömumar taka hana til fyrir- myndar. Veit ég um marga hér á Seltjarnarnesi sem af þessum sökum versla í matvöraverslun JL-hússins. Þar þarf ekki að standa, þótt biðröð sé, hálfskjálfandi bíðandi eftir ónotum þegar greitt er. Þar er einnig allt til mikils sóma og fólki hjálpaö út, já alla leiö út í bifreið meö poka sína, ef svo ber undir. Þökk sé „kassastúlkunni” Rúnu í Vörumarkaðnum og vonandi að hún haldi þessu áfram. 17 DV MANUDAGUR 27. FEBRUAR1984 Husqvarna - mest selda saumavélin á íslandi Nýtum göt- uríbróðemi Hlaupari úr Breiðholti hringdi: Sagðist maðurinn iðulega fara út að hlaupa um miðnætti og hlypi þá á göt- unum því búið væri aö nota peninga skattborgara til að moka snjónum upp á gangstéttir. Sagði hlauparinn að bíl- stjórar þyrftu að hafa í huga þá stað- reynd að í þessu tíðarfari væru göt- umar einu umferðaræðarnar og þær þyrftu akandi, fótgangandi og hlaup- andi aö nýta í bróðemi. Hægtað hlera Utvarpseigandi hringdi: Eg vil benda þeim sem eiga nýju bílasímana á aö tala ekki saman eins og þeir séu að tala á lokaðri línu. Þannig er mál meö vexti að með ákveðnum viðtækjum, sem til eru víða, má hlera öll þessi samtöl í bílasím- unum. Þessi viðtæki eru þau sem hafa skalann VHF eöa mjög háa tíöni (very high frequency). Liverpool of of t Henry Alexander Henrysson skrifar: Við erum hér tveir úr Hlíðunum og okkur langar til að benda á það að Liverpool er einum of oft í ensku knatt- spymunni. Okkur finnst einnig of mikið aö hafa tvær beinar útsendingar með Liverpool í vetur. Leik Everton og Liverpool, sem sjónvarpað verður beint 3. mars, er alveg hægt að sleppa og sýna í þess stað leiki t.d. með Arsenal eða Southampton. Þess má geta að aðalleikur með Arsenal hefur aðeins verið á dagskrá einu sinni í vetur en Liverpool er í annaö hvert skipti. NÝTT SÍMANÚMER í NÝ)U HÚSNÆÐI Á NÝ)U ÁRI 687700 Við fiuttum okkur um set ínýtt glæsilegt húsnæði, eða yfir portið láttu sjá þig Velkomin. HUSA SMIDJAN Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 91352ÖO Nýkomin vorlínan af Baby-Kit tilsniðnum barnafatnaði frá Husqvarna. Vekjum sérstaka athygli ó hinum vinsœlu lánskjörum okkar vifl saumavólakaup, sem er ca helmingur út, eftirstöðvar lánum vifl vaxtalaust í tvo mánufli. EV- SALURINN Á 3. HÆÐ í FIATHÚSINU 800 FERMETRA SÝNINGARSALUR ENGIN ÚTBORGUN JÚ - Þaðer STAÐREYND Talsvert magn af notuðum bílum sem greiða má á 3,6,9 eða jafnvel 12 mánuðum. BARA HRINGJA - SVO KEMUR ÞAÐ HRINGIÐ - KOMIÐ - SK0ÐIÐ Opiö kl. 9—19 virka daga, laugardaga kl. 10—16 sífelld þjónusta-sífelld bílasala 1929 ALLT Á SAMA STAÐ 1984 notodir bílor EOÍLL * ©Í9f« umbodssins VILHJÁLMSSON HF Smíðjuvegí 4c — Kópavogi — Sími 79944 Lesendur Lesendur SPARIÐ - SAUMIÐ SJALF MEÐ HUSQVARNA VERÐ FRÁ KR. 9.800.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.