Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 6
6 DV MÁNUDAGUR 27. FEBRUAR1984 Neytendur Neytendur, Neytendur Frískamín heilsuvökvi Neytendur Ef nýr vísitölugrundvöllur verður samþykktur veröur „vísitölufjölskyldan” 3,66 að stærð, en er nú sem stendur 3,98. VÍSITÖLUFJÖLSKYLDAN Hefur minnkað — verður 3,66 en hef ur verið 3,98 „Þetta er gert vegna þess aö núgild- andi neyslukönnun er byggö á neyslu- könnun sem gerð var á árunum 1964 og ’65. Síöan þá hafa neysluvenjur okkar breyst mikið og er hún því löngu orðin úrelt,” sagði Vilhjálmur Olafsson þegar DV spurði hann hvers vegna stefnt væri að því að taka í notkun nýja vísitölu. En viðskiptaráðherra hefur nú lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um vísitölu framfærslukostnaðar. I þessu frumvarpi er gert ráð fyrir þvi að tekin verði í notkun nýr vísitölu- grundvöllur sem byggður er á neyslu- könnun er gerö var 1978 og 79. Þátt- takendur í könnuninni voru 176 fjöl- skyldur frá höfuöborgarsvæðinu og fimm kaupstaðir úti á landi. Meðal stærö þessara f jölskyidna var 3,66 en í núgildandi vísitölu er stærö hennar 3,98. Ef frumvarpið verður samþykkt mun þetta verða stærö vísitölufjöl- skylduokkar. Breyttar neysluvenjur Ef báðar þessar vísitölur eru fram- reiknaðar til verðlags, miðað við febrúarbyrjun nú í ár, kemur í ljós að mikiU munur er á þéim. Neyslan hefur aukist og neysiuvenjurnar breyst. Heildarútgjöld fjölskyldnanna sem Samkvæmt upplýsingum frá skóla- rannsóknadeild menntamálaráðuneyt- isins er engin lína gefin þaðan um notk- un skriffæra í skólum. Astæöa fyrir því. að leitað var svara um þetta mál þar, er fyrirspum frá foreldri, um hvaða kröfur séu gerðar til skriffæra við skriftarkennslu. Taldi þetta foreldri áð kröfur um lindarpennakaup nemenda frá skólunum væru óraunhæfar og kostnaðarsamar. Hvaða skriffæri bömin nota við skriftarkennslu er í höndum hvers kennara. Töluvert hefur borið á notkun tússpenna og kúlupenna, en skiptar skoðanir em á meðal kennara um notagildi slíkra penna við skriftar- kennsluna. Og telja margir að t.d. kúlupennar eyöileggi rithöndina. tóku þátt í neyslukönnuninni em 588,789 krónur, miðað við 351.719 krónur hjá þeim sem þátt töku í þeirri gömlu. Vægi matvara er minna nú en áður og nemur hlutur þeirra 21,4 prósentum miðað við 32,2% í núgildandi vísitölu. Neysla nýmjólkur hefur minnkað úr 940 1 í 598 1, á kartöflum úr 250 kg í 98 kg og á sykri úr 79 kg í 49 kg. Taka verður tillit til þess að vísitölufjölskyldan hefur minnkað og þessar tölur ná einungis yfir þá neyslu sem fram fer á heimilunum. En neysla utan heimilisins hefur stórlega aukist, miöaö við núgildandi vísitölu, s.s. neysla í mötuneytum og veitingahúsum. Þá hefur orðið veruleg aukning á neyslu nautakjöts, svína- kjöts og fuglakjöts. Einnig hefur neysla á gosdrykkjum og sælgæti aukist stórlega. Hlutur bílsrns er mun meiri nú en áður. I núgildandi vísitölu áttu bara rétt rúmlega helmingur fjölskyldn- anna eigin bifreiö en nú, samkvæmt nýju vísitölunni, eiga allar fjöl- skyldurnar eigin bifreið. Hlutur bílsins verður 16,1 prósent en er nú 11,1 prósent. Utgjöld vegna tómstundaiðkunar hafa •eukist verulega og stafar það m.a. af því að kaup á tækjum hafa En sífellt eru aö koma á markaðinn nýjar tegundir skriffæra og margar eru þær ódýrar. Að minnsta kosti mun ódýrari en vönduðu lindarpennamir sem voru taldir nauðsynlegir við skriftarkennslu fyrir tveimur áratug- um eða svo. I dag eru til úrvals pennar á tæpar þrjú hundruð krónur (meö blekhylki) og reyndar er verð á slíkum pennum niður í eitt hundraö krónur. Ein nýjung kom á markaöinn sl. haust og það er einnota fjaðrapenni frá Pental. A þeim penna er sami oddur og á lindarpenna. Kostar einn slíkur penni 53 krónur og hefur likað mjög vel við skriftarkennslu, þannig að þessi út- gjaldaliður foreldra og nemenda getur veriðílágmarki. -ÞG aukist, s.s. sjónvarpstækjum, hljóm- tækjum, myndavélum, video og alls kyns útbúnaði, samfara tómstundunum. Aðrir liðir sem hafa aukist eru: Kostnaður við húsnasði, feröalög og barnagæslu. Endurskoðuð á fimm ára fresti I frumvarpinu er gert ráð fyrir því að vísitölugrundvöllurinn verði endur- skoðaður á fimm ára fresti. Kauplags- nefnd skal ákveða hvernig sú endur- skoðun fer fram og ákveður hvort þörf sé á að gera nýja neyslukönnun. Nú eru reyndar liörn fúnm ár síðan þessi neyslukönnun var gerð sem lögö er til grundvallar ný ju vísitölunni. Vilhjálmur Olafsson sagði að líklega yrði þessi grundvöllur ekki endur- skoöaður fyrr en á næsta ári. Arið 1983 væri ekki heppilegt til að kanna neyslu- venjumar vegna þess aö ætla mætti að þær hefðu breyst verulega á því ári vegna kjaraskeröingarinnar og gæfi því ranga mynd af neyslunni. Hins vegar væri ekki óöelilegt að árið 1984 yrði notað til viðmiðunar því að þá mætti búast viö aö neyslan væri komin í fastari skorður. -APH Frá Lýsi hf. er kominn nýr heilsu- vökvi meö ávaxtabragöi á markaöinn sem heitir f rískamín. Er heilsuvökvinn í 240 ml flöskum og kostar flaskan um fimmtíu krónur. .Pramleiðsluþróunin á frískamíni hefur tekið um þaö bil hálft ár,” sagði Baldur Hjaltason, efnafræðingur fyrir- tækisins, er viö leituðum upplýsinga um vökvann. „Heilsuvökvinn er ekki í samkeppni viö lýsið, þaö má segja að þessi framleiðsla sé viðbót viö lýsið.” Fleiri vítamín eru í heilsuvökvanum en lýsinu og engin fita, sem er aftur á móti í lýsinu. En fitusýrurnar í lýsinu eru fyrirbyggjandi t.d. fyrir kransæða- sjúkdóma og lækka kólesterol magniö í blóðinu. Frískamín er ríkt af A,B,C og D vítamínum og dagleg notkun kemur í veg fyrir bætiefnaskort. Það ætti ekki að standa í neinum að renna heilsu- vökvanum niður því að hann er bragð- góður. -ÞG Með daglegrí notkun frískamins heilsuvökvans á fólk á öllum aldrí aö veröa sprækt og hresst. DV+nynd: GVA. SKRIFFÆRIVIÐ SKRIFTARKENNSLU Bensfn: Verðið hæst á íslandi I nýútkomnu málgagni Félags islenskra bifreiöaeigenda, Okuþórs, er m.a. greint frá því að hér á landi sé að meöaltali 2,2 íbúar á hverja bif- reið í landinu. Þetta þýöir í raun að allmargar fjölskyldur hafi fleiri en einn bíl til umráða. Þá hefur einnig verið reiknaö út hver rekstrar- kostnaður meöal bifreiðar sé og er óhætt að fullyrða að hann sé nokkuð hár. Bensínkostnaður vegur þungt í þessum kostnaði. Bensínverð hér á landi er eitt það hæsta í Vestur- Evrópu. A sl. ári hækkað þaö um 61,6%, 1982 um 63,3% og 1981 um 42,0%. Þetta þýðir að verð á bensíni hefur hækkað um 274,7% á þessum þremurárum. Tafla 1. Verð 6.1. ’84 Iiind: Bandarikin Bretland Danmörk Finnland Frakkland Holland tsland Luxemborg Noregur Sviss Sviþjóð V-Þýskaland Tafla2 Verðálítra 22.90 (10. des. ’83) Krónur % Bensínverðcif 6,66 29,09 Opinbergjöld 13,21 57,68 Verðjöfnunargjald 0,31 1,35 Dreifingarkostn. 2,53 11,05 Tillag til innkaupar. 0.19 0,83 22,90 100,00 Verð Oktan líkr. tala: 10,23 93 16,21 90 17,79 90 17,05 92 15,22 90 16,33 90 22,30 93 12,40 90 18,55 93 17,15 90 15,01 93 13,53 91 Eins og sjá má á þessum töflum er þáttur opinberra gjalda 57,68% af bensínveröinu. 1 blaðinu eru nefndar tvær hugsanlegar leiöir til að lækka verðiö á bensíni. Annars vegar hag- kvæmara innkaupsverð eða lækkaða skatta. Bent er á að mögulegt sé aö hækka skatta á munaðarvöru s.s. áfengi og tóbaki og lækka sem því nemur verðið á bensíni. Þá er einnig taliö aö hægt sé að gera hagstæöari innkaup á bensíni en gert er nú. Ástæöurnar fyrir því aö Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur þörf á að bensínverð lækki er sú aö rekstrarkostnaður bifreiða er oröinn mjög hár. Sú tíö er liðin þegar bíll var talinn munaöur. Billinn þjónar mikilvægu hlutverki í samfélaginu þótt ástæða sé tH að nota hann í hófi þannig að hann verði ekki alls- ráðandi. En nú er svo komið að bíll- inn er munaður fjárhagslega og erfitt að gera sér í hugarlund hvemig bíleigendur geta yfirleitt rekiö bU. -APH Litrinn af bensínikostar nú 22,30 kr. og afþví fara 57,68prósent iopinbergjöld, þ.e. 13,21 króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.