Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 4
» wei f'AT'mr-í'ir:! v: SMOAnfmAM v< 4 DV MÁNUDAGUR27. FEBROAR1984 Samningaviðræðum íslendinga, Norðmanna og EBE lauk án niðurstöðu: Efnahagsbandalagið vill fá hlut af íslandsloðnunni — beitir hagsmunum Grænlendinga fyrir sig f málinu Viðræðum Islendinga, Norð- manna og fulltrúa Efnahagsbanda- lags Evrópu um skiptingu loðnu- stofnsins á hafsvæðinu viö Island, Jan Mayen og Grænland er lokiö án þess að komist yrði að niðurstööu. Ákveðið var að halda viöræðum áfram í Bergen snemma í maí. Til grundvallar þessum viöræðum lá sameiginleg skýrsla vísinda- manna þjóöanna frá í maí í fyrra um dreifingu loðnunnar á þessu svæöi út frá fjórum mismunandi forsendum. Metinn var allur stofninn, veiöanleg- ur hluti hans, fjöldi einstaklinga og heildarþyngd stofnsins. Eftir því hvaða forsendur eru not- aðar meta menn hlut Islands á bilinu 73% til 86% en viö þetta mat er stuöst viðhlutokkarnúsemer85%. Sútala var fundin í samningum okkar við Norðmenn árið 1980 og við teljum enn í gildi. Skv. honum eiga Norð- menn!5%. Tala okkar byggist á því hversu mikill hluti stofnsins er talinn innan okkar lögsögu en vísindamenn hafa ekki tekiö afstöðu til skiptingar stofnsins á milli Jan Mayen-svæðis- ins og Grænlandssvæðisins. Það er inn um þessa smugu sem EBE hyggst nú troða sér með hugs- anlegan hlut Grænlendinga að vopni og sýna samningamenn þess fulla hörku í málinu eftir því sem DV kemst næst. Tefla þeir fram tveim Grænlendingum í samninganefnd sinni. Menn velta fyrir sér þessum ákafa EBE í málinu þar sem Græn- lendingar ganga úr bandalaginu um næstu áramót. En glöggir menn þykjast hins vegar sjá að þarna sé veriö aö skapa dönskum nótabátum tækifæri, sem síðar verði samnings- atriði við Grænlendinga, eða þama náist kvóti sem hægt verði að versla með. Eftir því sem DV kemst næst standa íslendingar fast á sínu hlut- falli, svo og Norömenn, en EBE vill hluta af veiðum beggja. -GS. Næg atvinna hefur veríð á Djúpavogii vetur og óvenjumikið um aðkomufólk i fiskvinnslunni. D V-mYndir Jón A. Garðarsson. Djúpivogur: NÝR BÁTUR, NÆG VINNA Frá Jóni A. Garðarssyni, fréttaritara DV á Djúpavogi. Búlandstindur h/f á Djúpavogi hef- ur fest kaup á skipinu Pétri Inga KE 32 frá Keflavík og kom þaö til nýrra heimahaga aðfaranótt síöastliðins fimmtudags. Pétur Ingi er 214 tonn. Hann verður skíröur upp og fær heitiö Stjörnutindur SU 159 og fer á netaveið- ar. Búlandstindur á fyrir Mánatind SU 95, 102 tonna bát, og togarann Sunnu- tind SU 59. Mánatindur hefur stundað línuveiðar frá áramótum og er afli hans orðinn 65 tonn að verðmæti 820 þúsund krónur. Sunnutindur hefur fengið 520 tonn frá áramótum. Ekkert atvinnuleysi hefur verið á Djúpavogi það sem af er vetri og að jinaði starfa milli 120 og 130 manns hjá Búlandstindi. Aðkomufólk hefur aldrei veriö fleira, eða 30—35 manns. Þessi fjöldi er m.a. vegna síldarvinnsl- unnar en hér var saltað í 16 þúsund tunnur. Nú er verið að vinna að breytingum á húsnæði fyrir rækjuvinnslu hjá Bú- landstindi og er stefnt að því að verk- smiðjan verði komin í gagnið í apríl. Rækjan sem þar veröur unnin fæst úr Berufirði og einnig verður þar unnin úthafsrækja. -GB Pótur Ingi KE 32 frá Keflavik kominn til nýrrar heimahafnar á Djúpavogi og fær nafnið Stjörnutindur. Eigandi bátsins er Búlandstindur h tf. I dag mælir Pagfari Idagmælir Dagfari I dag mælir Dagfari Þvert á móti hefði hann greitt alla reikninga frá skólanum með giöðu gerði til að halda friðiun. Sá sem brest við af hörku þegar honum er hótað er ófriðarsinni. Skiptir þá engu þótt hann hafi lög og regiur sin megin. Friðinn verður að halda og hvaða máli skipta þá sextíu þúsund krónur milli vina? Því miður er ófriðarvilji bæjar- stjórans í Hafnarfirði ekkert eins- dæmi. Reykvíkingar geta litið sér nær. Ekki lyftir Davíð borgarstjóri litla fingri til að halda friðinn meö því að láta Reykjavíkurborg kaupa Fjalaköttinn fyrir nokkra tugi millj- óna. Þetta er þó réttmætiskrafa nokkurra manna sem vilja ekki að þetta glæsilega og sögufræga hús verði rifið. Að vísu hefur nokkuð verið sótt að þessum húsfriðunar- mönnum. Jafnvel verið varpað fram spumingum þess efnis hvort nokkrir skattlausir skeggjúðar eigi að komast upp með kröfur á hendur samborgurum sínum af þessu tagi. Langflestum Reykvíkingum sé engin eftirsjá í þessum húshjalli, enda sé hann ónýtur og að hmni kominn hvort eð er. Enn eitt dæmi um átakanlegan skort á friðaruppeldi, en eflaust fara friðarsinnar með sigur af hólmi, enda ávallt reiðubún- ir að leggja allt í söluraar til að halda friöinn. Dagfari. Það er ljóti kallinn, þessi bæjar- stjóri í Hafnarfirði. Hann bara harðneitar aö borga sextíuþúsund- kall fyrir forláta ritvél sem nemendur Flensborgarskóla höföu keypt á bókasafn skólans og ætlað skattborgurum að greiða. En bæjar- stjóri belgir sig út og segir cnga f jár- veitingu frá bæjaryfirvöldum fyrir þessum kaupum. Svo bætir hann gráu ofan á svart með því að iáta seljanda ritvélarinnar taka gripinn til baka. Auðvitað brá nemendum og - kennurum Fiensborgarskóla harka- lega í brún þegar gerræði bæjar- stjóra spurðist út. Þessir hópar iögðu því niður allan innbyrðisskæru- hernað og f jölmenntu í kröfugöngu á fund bæjarstjóra. Eins og jafnan þegar stórviðburðir eru annars vegar vora fjölmiðlar látnir vita að stórtíðinda væri að vænta úr Firðin- um. Þótt Nútíminn hafi enn ekki séð dagsins Ijós lét Gamlitiminn sig-ekki vanta á staðinn, enda ótækt að mál- gagn forsætisráðherra fylgdist ekki með tímamótaviðburðum. Hálf for- síða Tímans og ein innsíða vom lagðar undir myndskreyttar frá- sagnir af ritvélarmálinu. I frásögn Tímans er vitnað í yfir- lýsingu frá nemendum og kennurum Flensborgarskóla. Hún er orðuð af hógværð og lítillæti eins og upphafið ber með sér: „I dag gerðist sá fá- Ritvél veldur óf riði heyrði atburður í skólasögu Islands að bæjaryfirvöld Hafnarfjarðar Iétu nema á brott ómissandi hjálpartæki af bókasafni skólans, ritvél bóka- varöar, sem fræðsluráö hafði gefið vilyrði fyrir að keypt yrði. Við undir- rituð, kennarar og nemendur við Flensborgarskóla í Hafnarfirði mótmælum þessum gerræðislegu vinnubrögðum yfirvalda....” í niður- lagi yfirlýsingarinnar er farið fram á að bæjaryfirvöld endurskoði afstöðu sína,...svo komast megi hjá frekari aðgerðum.” Þegar frásögn Timans af þessum „fáheyrða atburði” er lesin fer ekki hjá því að upp í hugann komi umræöur þær sem nú fara fram um friðaruppeldi. Af viðbrögöum bæjar- stjórans í Hafnarfirði er ljóst að ekki dugar að einbeita sér að dagheimil- um og skólum þegar friðaruppeldi er annars vegar. Það verður að leita ofar í aldursstigann. Máltækið segir að vísu, að það sé erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, en það má þó alltaf reyna. Ef bæjarstjóri hefði átt þess kost að fá friðaruppeldi hefði honum aldrei komið til hugar að efna til ófriðar við nemendur og kennara í Flensborg vegna ritvélarinnar. ■ Nemendur rlensborgarxkóli biða þess að fa aheyra hjá bæjarstjóra. Tímamynd G.E RITVELAFAR í HAFNARFIRÐI! —- miklar deilur vegna brottnáms ritvélar af bókasafni Flensborgarskóla ■ „VID VILJUM RITVf;i,, VID VIIJllM RITVfX, VID VIIJUM BÆJARSTJÓRANN....“ þelta óskruðu nemendur Flensborgarskólans fyrír utan bzjankrífslofur llafnaríjarðar í gærdag er þeir gengu á fund bxjantjóra til að afhcnda honum yfirlýsingu tegna brottnáms rítvélar af bókasafni skólans. Ijöldi nemenda var það mikill að öll umferð um Strandgöluna stöðvaðlsi meðan á aðgerðum þeirra stóð. Kitvél sú sem um ræðir var upphallega keypt á bókasafn skólans um áramótin og lóldu forráðamenn skólans sig hafa vilyrði Frzðslurads til kaupanna. Bsejarsljórinn aflur á móti segir að engin heimild hafa veríð til kaupa á rítvélinni og lél hann því Qaríægja hana. - FRI Sjá nánar á bls.5 ■ Starfsmaður Gísla J. Johnsen fjarlzgir ritvelina ur Flensborgarskóla. Skólastjórinn Krístján Bersi fylgir honum tÚ dyra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.