Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 10
10 .<‘8eiHAOHa3'íí.Y£JHJOAniWÁM VG DV MÁNUDAGUH 27. FEBRUAR 1984 Utlönd Utlönd Útlönd Útlönd Maria Mangonde veitir forstöðu bráðabirgðabarnaheimili fyrir börn sem fundist hafa úti i skógunum. Þurrkur, hungur, skæruliðar og hvirfilvindar hafa leikið ibúana grátt. En drengirnir þrir á myndinni munu lifa af, lofarhún. „Ástand þeirra varmiklu verra." Miklar þjáningar fólks í Mósambik: Þurrkur, hvirfílvindar og skæruliöar leggjast á eitt Maria Mangonde, ekkja og fimm barna móöir, rekur bráðabirgða- bamaheimili fyrir sjötíu munaðar- laus börn, er fundist hafa ein og yfir- gefin í skógum Mósambik, foreldra- laus, nafnlaus og heimilislaus. ,,Biaframagar" Flest barnanna eru með uppbólgna „Biaframaga”, greinilegt merki um vannæringu og efnaskort. Þrír litlir drengir, sennilega á f jóröa ári, liggja á mottu í skugganum af tré. Þeir liggja alveg kyrrir, hljóöir og lítið lifsmark virðist meö þeim. Maria Mangonde fullvissar um að takast muni aö bjarga lífi þeirra þó að ekki sé auövelt aö ímynda sér það. Hún segir að þeir séu á batavegi, ástand þeirra hafi áður veriö miklu verra. Þetta er í Macuacua, litlum bæ með um það bil fimm þúsund íbúum í Gaza-héraöinu í Mosambik, rúm- lega 200 kílómetra fyrir austan höfuðborgina Maputo. Macuacua og nágrenni er bara einn af mörgum stööum í suðurhluta Mósambik sem á síöastliðnum þremur til fjórum árum hefur mátt þola gríöarlegan þurrk, útbreitt hungur, fjandsamlega uppreisnar- menn frá Suöur-Afríku og nú síðast hvirfilvindinn „Domoina”. Maria Mangonde hafði sjálf verið nærri því að láta lífið í þessum hörm- ungum er „heimavamarlið” Macuacua fann hana og kom henni til hjálpar. Flest bömin á barna- heimilinu hafa h'ka fundist af hern- um. Tekist hefur að bera kennsl á nokkur barnanna og foreldrar þeirra hafa sótt þau en reiknað er með að flest hinna séu munaöarlaus. „Domoina" hvirfílvindur Fréttamaður sænska blaðsins Dagens Nyheter kom til Macuacua einni viku eftir að „Domoina” hvirfilvindurinn hafði herjað á Suð- austur-Afríku. Tæplega áttatíu kíló- metra fyrir sunnan Macuacua Uggja tugkílómetra breiðir hrísgrjóna- og maísakrar og sykurplantekror í Limpdalnum sem nú er allur undir vatni. En í Macuacua er jafnþurrt og áður en hvirfilvindurinn kom inn yfir landið frá Indlandshafi. Það regn sem þá féll saug þurr sandjörðin fljótt í sig og eina gagniö, sem regnið gerði, var aö vatnsból fylltust og það hjálpaði fólkinu tU að slökkva sárasta þorstann. Ibúar Macuacua bölva hvirfilvind- inum sem flutti með sér stór högl sem feUdu bæði hálfþroskaöa- og þroskaöa acajou-ávexti td jarðar. Uppskera, sem lofað hafði mjög góðu, eyðilagðist í einu vetfangi. Hinir safarUtu acajou-ávextir eru ríkir af vítamínum. Þá má bæði borða eins og þeir koma fyrir og breyta þeim í vín eða áfengi. En eftirsóknarverðust eru tveggja til þriggja sentímetra. löngu fræin sem köUuö eru „cashew” hnetur, mikið notuð af Bandaríkjamönnum út í kokkteila. Helsta útfíutnings- varan eyðilagðist Acájou-hnetumar eru ein helsta út- flutningsvara Mósambik og ein aðal- tekjulind landsins. Macuacua og um- hverfi er eitt drýgsta ræktunarsvæði Gaza-héraðsins. Nú er hins vegar svo komið fyrir þessu svæði að hinn 80 kilómetra langi vegur frá Xai-Xai, höfuðstað héraðsins, er nær allur manna. En nú eru liönir tveir mánuðir frá því að Macuacua bárust nokkrar hjálparsendingar í formi matvæla. Þar tU fyrir skömmu höfðu um 10 þúsund manns safnast saman í Macuacua í leit að hjálp en þegar matvælasendingamar hættu hélt fólkið á ný út í skógana til að freista þess að draga fram lífið á berjum, rótumoglaufi. 1500 manns hafa iátist Macuacua liggur í Manjacaze-hér- aði, þar sem 1500 manns hafa fram að þessu látið lífið af völdum þurrka og hungurs. Ibúafjöldi héraösins er svipaður og fjöldi Islendinga eða rúm 200 þúsund. Tuttugu prósent þeirra eða um 40 þúsund þarfnast neyöarhjálpar þegar í stað og þá er rétt að minna á að hér er bara um að ræða eitt af mörgum héroðum Mósambik sem orðiö hafa svo illa úti. Ibúum Macuacua er enn í fersku minni árás skæroliöa þann 16. maí 1982.1 þeirri árás létu sextán manns lífiö þar á meðal fimm starfsmenn Frelimo-stjórnarinnar. „Þeir eru vanir því aö spyrja fyrst um okkur Frelimomenn,” segir Sarmento Kuku, einn af embættis- mönnum héraðsins. „En mér tókst að komast undan. Eg heyröi byssu- skot í nágrenninu og flýði. En þeir eyðilögöu heimili mitt.” Sjúkrastofan brennd „Glæpamennnirnir”, eins og skæruliðamir ero kallaðir af íbúun- um, brenndu sjúkrastofuna til ösku og gamall maður fórst þar í logunum. Rétt hjá standa rústirnar af fæðingarheimilinu. Ljósmæðrom tókst aö tala skæroliðana á að hleypa þunguðum konum og nýfædd- um bömum út áður en eldur var bor- innaðhúsinu. Lítil rafstöð meö vatnsdælu, sem dældi vatni upp úr 40 metra djúpri borholu, hefur verið biiuö í tuttugu mánuði. Uppreisnarmennirnir sáu til þess aö stööin varö ónothæf. „En það vantar ekki nema c-inn varahlut og rafmagnsmann til að koma vél- inni í gang aftur,” segir Sarmento Kuku og konumar, sem eiga sæti í kvennaráði bæjarins, kinka kolli samþykkjandi. Konumar segja aö það vanti líka tilfinnanlega nýjan vörobíl í stað þess sem skæroliðarnir brenndu, einnig nokkrar dráttarvélar, nýtt maís-útsæði og grænmetisfræ „og þá mun okkur örogglega takast að koma matvælaframleiðslunni í gang á ný ef það bara kemur meiri rigning... ” „Heimavarnar- iiðið" fíúði Þegar skæruliðamir réðust á Macuacua flúði heimavamarlið vegna þess að „glæpamennimir” höfðu komið þeim orðrómi á kreik aö byssukúlur Frelimo væro alveg gagnslausar. En árangursrík sókn hersins í janúar 1983 hefur gefið „heima- vamarliðinu”sjálfstraust á ný. Trú fólksins á framtíöina hefur einnig aukist með því að vamirnar hafa verið tryggðar. Nokkurt uppbygg- ingarstarf hefur byrjað. I fyrra var fólkið allt of veikburða til að vinna sökum þurrksins og hungursins. „Glæpamennirnir” voru vanir að vinna saman í um hundrað manna hópum. I sókn Frelimo-hersins í fyrra náði hann að uppræta sjö skæraliðastöðvar í skógunum kringum Macuacua. Það þurfti fimmtíu vöruflutningabíla til að flytja burt öll vopnin úr þessum stöövum en þeim haföi veriö flogið með þyrlum frá Suður-Afríku að næturlagi. Árás skæruliða á jóiadag Skæruliðamir láta þó enn til sín taka á svæðinu og síðastliöinn jóla- dag sátu þeir fyrir og eyðilögðu flutn- ingabíl er flutti námuverkamenn til Suður-Afríku. Lítil járnbraut liggur meðfram veginum til Macuacua en langt er um liðiö síðan hún kom að gagni. Jámbrautin var lögð til að flytja acajou-uppskero og námuverka- menn. Otflutningur á acajou-hnet- um til Bandaríkjanna og námu- verkamanna til Suöur-Afríku hafa verið aðaltekjulindir héraðsins. En þessar tekjulindir hafa báöar orðið fyrir barðinu á efnahagslegu stríöi stjómarinnar í Pretóríu gegn Mósambik og skæruliðunum sem studdir eru af Suður-Afríku. Ofan á ógnir þeirra hafa svo bæst þurrkar og hvirfilvindar. þakinn brotnum og föllnum acajou- trjám. I Macuacua eru nokkrar verslanir í einkaeign og þar er margvíslegur vamingur á boöstólum. En hvaö getur fólkið keypt þegar það hefur ekki lengur acajou-hnetur til að borgameð? Versti þurrkurinn í manna minn- um hefur staðið nær látlaust frá 1981. Árið 1982 eyöilagðist meira að segja „kassavan”, sem er mjög lífseigur rótarávöxtur, sem þolir þurrk venju- lega mjög vel og er ásamt maísnum þýðingarmesta grannfæða fólksins. Árið 1983 gerði nokkrar smáskúrir og með neyöarhjálp á síöari helmingi ársins tókst að bjarga h'fi margra Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.