Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR 27. FEBRUAR1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð i lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Afstaða Alberts Albert Guðmundsson fjármálaráðherra hefur væntan- lega komizt að þeirri niðurstöðu, þrátt fyrir tvíræðar yfir- lýsingar, að ekki sé rökrétt, að ríkisstjórnin fari frá og efnt verði til kosninga, þótt „rammi” stjórnarinnar hafi verið sprengdur í kjarasamningunum. Rammi ríkisstjórnarinnar gekk út á, að launahækkan- ir yrðu ekki umfram fjögur prósent á árinu sem heild. Þegar þeirri launahækkun, sem um samdist milli Alþýðu- sambands og Vinnuveitendasambands, er dreift á árið allt koma út tæplega þrjú prósent meira en þetta. Albert Guðmundsson lét fyrir nokkrum vikum frá sér fara mjög ákveðnar yfirlýsingar um, að ríkisstjórnin ætti að fara frá og efnt skyldi til kosninga,yrði ramminn sprengdur. Nú hefur það orðið. Hann var erlendis, þegar samningurinn var gerður, og aðrir ráðherrar ákváðu, að fallast á þær niðurstöður og gefa fyrirheit um yfir þrjú hundruð milljóna ríkisstuðning við þá, sem kröppust hafa kjörin. Við heimkomuna lýsti f jármálaráðherra því fyrst yfir, að hann gæti naumast boðið opinberum starfsmönnum jafnmiklar hækkanir og alþýðusambandsmenn höfðu samið um. Hann breytti þeirri stefnu fljótlega. Rétt var hjá ríkisstjórninni að segja frá ákveðnum „ramma”, sem æskilegt væri, að kjarasamningar miðuð- ust við. Nauðsynlegt var að útskýra þær hættur, sem efnahag þjóðarinnar stafaði af því, að launahækkanir yrðu meiri en þetta. En sveigjanleiki er einnig nauðsynlegur. Eftir mikla kjaraskerðingu var ekki unnt að búast við, að launahækkanir á árinu yrðu aðeins f jögur prósent. I stað þess að harma samninginn, verður að horfa til þess, að hann er í aöalatriðum hófsamlegur. Samningur- inn stofnar efnahagnum ekki í hættu, eins og vel hefði get- að orðið raunin. Kjarasamningurinn sýnir, að samninga- menn Alþýðusambandsins hafa gert sér góða grein fyrir því, hve fánýtt var fyrir launþega að seilast lengra og hrinda verðbólguskriðu af stað. Samningurinn er góður í ljósi þess, að í verkalýðs- hreyfingunni eru margir, sem hefðu viljað ganga lengra án tillits til þjóðarhags og bíða jafnvel enn færis að stofna til vinnudeilna. Samningurinn er hagstæður, þegar skoð- að er, að helzta forystulið Alþýðubandalagsins hamaðist gegn honum en vildi grípa tækifærið til að klekkja á ríkis- stjórninni. Við samningsgerðina kom fram, að ekki var unnt að bæta kjör hinna tekjulægstu án þess að ríkisstjórnin byði fram stuðning þeim til handa, eins og gert var. Fjármála- ráðherra á að sjálfsögðu þá kröfu á hendur samráðherra sinna, að þeir bregði nú ekki fæti fyrir tilraunir til að f jár- magna þær aðgerðir án þess að auka hallann á ríkissjóði. Það mætti gera á einfaldan hátt með samsvarandi minnkun niðurgreiðslna og/eða útflutningsuppbóta á landbúnaðarafurðir. Albert Guðmundsson á heiður skilinn fyrir aðhald að ríkisrekstrinum eftir því sem honum hefur verið fært. Menn skilja áhyggjur hans af þróun mála. Fyrir samn- inga stefndi í að minnsta kosti 400 milljóna króna halla á fjárlögum. yfirstandandi árs eftir mikinn halia í fyrra. Miklu skiptir fyrir framvindu mála, að f jármálaráðherra haldi áfram utan um hlutina. Haukur Helgason. ORKUVERÐÁ VESTTJÖRÐUM Aö undanfömu hafa birst í blaöinu greinar og fréttir um hátt orkuverð á Vestfjörðum og víðar. Vissulega er orkuverðið hátt og tekur allt of stóran hluta af ráðstöfunartekjum fólks, á þaö skal engin dul dregin. Hins vegar hafa í þessum skrifum komið fram mjög villandi upplýsingar þar sem orkukostnaður heimila er talinn margfaldur miðað við þaö sem raunverulega gerist. (13.000 kr. á mánuði alla tólf mánuði ársins.) Það er engum greiöi geröur að telja þennan kostnað miklum mun hærri en hann er, nógu hár er hann samt. Eg mun því hér á eftir reyna að draga fram nokkrar staðreyndir í því skyni að raunhæfari mynd fáist af því hver orkukostnaðurinn í raun og veru er. KRISTJÁN HARALDSSON ORKUBÚSSTJÓRI, VESTFJÖRÐUM. Orkubú Vestfjaröa og Fjóröungs- samband Vestfirðinga hafa nú í sameiningu ákveðið að gera úttekt á orkunotkun allra íbúðarhúsa sem kaupa orku af O.V. og mun síöan verða haft samband viö þá hús- eigendur þar sem orkunotkun er talin óeðlilega mikil. Þessi könnun er viöamikil og tekur langan tíma og vinna viö hana er rétt nýhafin. Þó get ég nefnt dæmi úr henni frá Þingeyri. Þar eru samkvæmt niðurstöðum athugunarinnar 47 íbúöarhús, af 116 sem könnunin tók til, með óeðlilega mikla orkunotkun, þ.e.a.s. yfir 100 kílóvattstundir til upphitunar á hverjum rúmmetra (skv. fasteigna- mati) yfiráriö. Þaö er trú mín aö meö bættri einangrun húsa og breyttum og betri notkunarvenjum megi ná fram 15— 20% sparnaði í orkunotkun en það þýðir fyrir alla Vestfirði um 15—20 milljón króna sparnaðá ári. Orkunotkun Orkunotkun til húsahitunar ræðst af mörgum ólíkum þáttum. Orkuþörfin ræöst að miklu leyti af stærð hússins, en annar ráöandi þáttur er útihitastig og er orkunotkunin mest yfir köldustu mánuðina, þ.e. desember, janúar og febrúar, og getur hún þá orðiö þre- föld miðað við hlýjasta sumar- mánuð. (Sjá mynd.) Staðsetning húsanna hefur einnig áhrif á orkunotkunina. Hús á Norður- landi þarf meiri orku til upphitunar en sams konar hús á Suðurlandi og jafnframt þarf meiri orku til aö hita hús sem stendur þar sem áveðra- samt er en hús sem stendur í skjóli. Byggingarlag húsanna hefur áhrif náttúruöflin svo og stærð og byggingarlag hússins miklu. En víkjum nú að þeim þætti orkunotkunarinnar þar sem hús- eigandi og/eða húsráöandi getur ráðiðmiklu um. Notkunarvenjur íbúa húsanna eru mjög mismunandi og þekki ég dæmi um tvö hús sem byggð eru eftir sömu teikningu af sama byggingaraðila og standa nánast hlið við hlið. Orkunotkun til upphitunar í öðru hús- inu er 60% hærri en í hinu. Meö góðri stýringu á hitastigi inni í húsunum og hóflegri notkun á heitu vatni er í mörgum tilfellum hægt að ná fram verulegum orkuspamaði. Einangrun húsa er mjög mismun- Gjaldskrá Gjaldskrá orkufyrirtækja segir til um hvert verð er á hverri seldri orkueiningu (kílóvattstund). Hár orkureikningur þarf því ekki að þýöa að orkuverðið sé hátt heldur gæti skýringar verið í því að leita að orku- notkunin sé mikil. Þó mikið hafi verið skrifað um hátt orkuverð á Vestfjörðum eru gjald- skrár Orkubús Vestfjarða langt frá því að vera þær hæstu sem í gildi eru og eru hér á eftir nefnd dæmi þar um. Heimilisnotkun (miðað við 4000 á orkunotkunina og ræðst hún af hlut- falli útveggjaflata og þakflatar á móti rúmmáli hússins. Orkunotkun í andi og fer nokkuö eftir aldri húsa og eru eldri húsin yfirleitt verr einangruö en þau sem nýrri eru. Illa kwháári): kr /kwh fjölbýlishúsum er því minni en í einangrað hús notar meiri orku en Akureyri 3,26 einbýlishúsum, miðaö við sama rúm- vel einangrað hús. Með bættri Reykjavík 3,46 málhúsnæðis. einangrun húss síns gæti margur OrkubúVestfjaröa 4,32 Húseigandi getur litlu ráðið um húseigandinn dregið verulega úr Rarik 4,32 framangreinda þætti, þar ráða orkunotkun hússins. Keflavík 4,85 Rikir atvinnu- frelsi á íslandi? Samkvæmt stjórnarskrá Islands skal sérhverjum þegn tryggt atvinnu- frelsi. I 69. grein segir svo: „Engin bönd má leggja á atvinnufrelsi manna, nema almenningsheill krefji, enda þarf lagaboðtil.” Er þessi mikilvæga grein í heiðri höfð á Islandi í dag? Eg hefi uppi efa- semdir um það, miðaö við þann hafsjó laga og reglugerða sem í gildi eru og í mjög veikamiklum atriðum banna alla starfsemi nema LEYFI sé veitt. Nú er svo komiö í allri starfsemi land- búnaðarins að leyfi þarf til að hefja búrekstur. Sama er að dynja yfir sjávarútveginn og í miklum mun öfga- fyllri stíl. Sem sagt, eftir ellefu hundruð ára búsetu í landinu, þar sem menn áður lögðu sig fram við að bjarga sér og sínum til lands og sjávar, er nú svo komið aö „kerfiskarlar” gefa út fyrirskipanir um hvaöeina sem þú, lesandi góður, mátt gera. Slíkur ara- grúi reglugerða til hindrana og tak- markana eöa leyfisútgáfu er í gildi aö jafnvel er ekki lengur unnt að birta JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON FYRRVERANDI ALÞINGISMAÐUR. lista um þetta með frumvörpum sem þó fjalla um grundvallaratvinnugrein landsmanna (sbr. frv. um ríkismat sjávarafurða). Réttmætt er að setja rammalög um atvinnustarfsemi en hitt orkar mjög tvímælis að mínu mati að reyra allt í útgáfu leyfakerfis og því síður er það réttlætanlegt að veita ráðherrum sívaxandi möguleika til útgafu reglugerða. Reynslan sýnir að það er mjög óheppilegt og hafa oft orðið leið mistök og menn lent í vandræðum þess vegna. Eða hvernig eiga menn úti um allt land að hafa möguleika á að fylg jast með öllu því reglugeröaflóði er tröllríður stjórnkerfinu nú til dags og nær eingöngu er til þess að leggja hömlur á athafnafrelsi manna eöa starfsemi? Fjöldi hagdeilda eöa hag- stofnana er í landinu og fjalla þær sitt á hvað um sömu tölur og gefa út mis- munandi niðurstöðu, svo undarlegt sem það nú er. Mætti því ætla aö góðar og gagnlegar upplýsingar væru til um hvaö æskilegt væri að aðhafast á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.