Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 21
DV MÁNUDAGUR 27. FEBRUAR1984 Framleiðsla dömu- binda í undirbúningi r a Akureyri Ákveöið hefur veriö aö hefja fram- leiðslu dömubinda á Akureyri og er unnið aö stofnun fyrirtækis þar aö lút- andi. Að sögn Finnboga Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Iðnþróunarfélags Eyja- fjaröar, hefur undirbúningur staðið síöanísumar. Þá var leitað eftir því aö félagið athugaði möguleika á slíkri framleiðslu. Lá fyrir greinargerð um það rétt fyrir jólin. Nokkrir aöilar sýndu málinu áhuga og var niðurstað- an sú að eigendur Brauögerðar Krist- jáns Jónssonar og Co munu stofna og reka fyrirtækið. Finnbogi sagði að sér litist mjög vel á aö þessir aöilar tækju framleiðslu dömubindanna að sér. Þeir hefðu staðið sérlega vel að upp- byggingu bakarísins og hefðu mjög gott sölukerfi um allt land sem kæmi sér vel í að byggja upp markaðinn. Júlíus Snorrason, einn eigandi brauðgerðarinnar, sagði að gert væri ráö fyrir að dömubindin kæmust á markaö með vorinu. Samvinna væri viö sænska fyrirtækiö Dandi sem væru stærstu framleiðendur dömubinda þar í landi. Þeir veittu tækniaöstoð, útveg- uöu hráefni og seldu vélar. Dandi er framleiðandi vélanna sem til þarf. Is- lensku dömubindin, sagði Júlíus, aö væru sömu tegundar og þau sænsku, en eru framleidd með íslensku nafni. Nokkrar konur hér á landi notuðu nú slík bindi til reynslu og hefðu þau reynst vel. Kvaðst hann vonast til að íslenska framleiðslan yrði undir mark- aðsverði. Ekki er ákveöiö með húsnæði fyrir verksmiðjuna, en skrifstofa og dreifi- kerfi brauðgerðarinnar munu nýtast fyrir hana. Fjárfesting vegna fram- leiðslu dömubindanna er áætluð 5 milljónir króna. I framleiöslunni sjálfri er gert ráð fyrir 3 starfsmönn- um. -JBH/Akureyri Þægindi frá Auping Einnig í > þitt rúm Nýi þverspennti sjúkrabotninn frá Auping sem lagar sig að líkamanum. Með einu handtaki lyftist höfðalagið sjálfkrafa upp sem er mjög þægilegt t.d. fyrir bókaorma, sjónvarpssjúklinga eða kaffiþyrsta (morgun- kaffi). Einnig er hægt að lyfta upp fótalagsmegin og þá líður þreytan þægilega úr fótunum. Einnig eigum við USA dýnukerfið sem reynst hefur sér- staklega vel fyrir brjósklossjúklinga og baksjúkl- inga. Al/ar nánarí upplýsingar veitum við i verslun okkar. komfortabeP auping Lancer er otrulega sparneytinn bill. Aðeins 5,51100/km í utanbæjarakstri (1500GLX). □ Mjög lágur vlndstuöull = 0,38. jTTTTI D Ha9stæö Þungadreifing á framhjól. VELimm? ** D Církassi meö 5 hraöastig - þar af einn yfirgír. VcLDUK. Hiutfall millí orku og þunga mjög hagkvæmt. Léttarí vél meö betri nýtingu. ÚR STJÓRNSTÖÐINNI: íbjúgt mælaborö meö nýstár- legu fyrirkomulagi mæla og rofa. — Allt til aö auka á öryggi og vellíöan þeirra, sem í bílnum eru. 1984 ARGERÐIN FRA MITSUBISHI 5 manna „drossía" með framhjóladrifi 6 ÁRA RYÐVARNARÁBYRCÐ UR BETRI STOFUNNI: í Lancer '84 skiptir vaxtar- lagiö engu. Meö ótal mögu- leikum á stillingu, veröa sætin jafn þægileg fyrir alla. H -r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.