Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 32
32
DV. MÁNUDAGUR 27. FEBRUAR1984.
Nauðungaruppboð annaö og síðasta á fasteigninni Miðtúni 1, efri hæð, í Keflavík, tal. eign Guðmundar Bjarna Daníelssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Guðjóns Armanns Jónssonar hdl. miðvikudaginn 29.2.1984 kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Keflavík.
Nauðungaruppboð annaö og síðasta á fasteigninni Sólvallagötu 44,1. hæð í austurenda, í Keflavík, þingl. eign Bjarndísar S. Jóhannsdóttur, fer fram á cigninni sjálfri að kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl. miðvikudaginn 29.2. 1984 kl. 11.30. Bæjarfógetinn í Keflavík.
Nauðungaruppboð sen auglýst hefur verið í Lbl. á m.b. Guðfinni KE—19 þingl. eign Sig- urðar Friðrikssonar, fer fram við bátinn sjálfan í Njarðvíkurhöfn að kröfu Landsbanka Islands fimmtudaginn 1.3.1984 kl. 10.15. Bæjarfógetinn í Keflavik.
Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á Hraðfrystihúsi Keflavíkur við Vatns- nesveg í Keflavík, þingl. eign Hraðfrystihúss Keflavíkur hf., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Framkvæmdastofnunar ríkisins o.fl. fimmtudaginn 1.3.1984 kl. 11.00. Bæjarfógetinn í Keflavík.
Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Framnesvegi 1 í Keflavík, þingl. eign Hraðfrystihúss Keflavíkur hf., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Utvegsbanka Islands fimmtudaginn 1.3.1984 kl. 11.15. Bæjarfógetinn í Keflavik.
Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á m.b. Freyju GK—364, tal. eign Inga Gunnarssonar og Halldórs Þórðarsonar, fer fram við skipið sjálft í Keflavíkurhöfn að kröfu Byggðasjóðs fimmtudaginn 1.3.1984 kl. 15.45. Bæjarfógetinn í Keflavík.
Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á m.b. Jarli KE—31, þingl. eign Jarls hf., fer fram við skipið sjálft í Njarðvikurhöfn aö kröfu Haralds Blöndal hrl. fimmtudaginn 1.3.1984 kl. 10.30. Bæjarfógetinn í Keflavík.
Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Fitjabraut 6a, íbúð merkt 0102, þingl. eign Rósu Reynisdóttur, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. og Njarðvíkurbæjar miðvikudaginn 29.2. 1984 kl. 10.30. Bæjarfógetinn í Njarðvík.
Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Akurbraut 2 í Njarðvík, þingl. eign Sveinbjöras Sveinbjörassonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Guðjóns Armanns Jónssonar hdl. og Hafsteins Sigurðssonar hrl. fimmtudaginn 1.3.1984 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Njarðvík.
Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Þórustíg 3, efri hæð, í Njarðvík, þingl. eign Jóns Viðars Gíslasonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. fimmtudaginn 1.3. 1984 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Njarðvík.
Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Borgarvegi 4, efri hæð og risi, í Njarð- vik, þingl. eign Gunnars Harðarsonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl. og Guðmundar Markússonar hrl. föstudaginn 2.3.1984 kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Njarðvík.
Patreksfjörður:
Sjúkrahúsið færný tæki
Frá Elinu Oddsdóttur, fréttaritara
DV á Patreksfirði.
Sjúkrahúsi Patreksfjarðar áskotn-
aöist góður gripur laugardaginn 18.
febrúar. Það var lyftibaðvagn, sem
Lionsklúbbur Patreksfjarðar gaf.
Agúst H. Pétursson, fonnaður klúbbs-
ins, afhenti hann fyrir hönd' lions--
manna. Ulfar B. Thoroddsen tok við
honum fyrir hönd sjúkrahússstjórnar
og afhenti síðan Sigríði Karlsdóttur
hjúkrunarforstjóra.
Sigríður sagði að árið 1981 hefði
starfsmannafélag sjúkrahússins hafið
söfnun til endurbóta á baðherberginu
sem var þá orðiö mjög gamaldags.
Kveikjan að þeirri söfnun hefði verið
20 þúsund krónur sem Snæbjöm Thor-
oddsen, bóndi í Kvígindisdal, gaf í því
skyni. Leitaði starfsmannafélagið til
einstaklinga, kvenfélaga og lions-
klúbba í Vestur-Barðastrandarsýslu. I
þeirri söfnun safnaöist fyrir lyftibaði
og lyftistól.
Sigríður sagði einnig að þessi gjöf
lionsmanna setti punktinn yfir i-ið,
baðherbergið væri nú búiö góðum tækj-
um og væri mikill munur á aöstöðu,
fyrir bæði sjúklinga og starfsfólk.
Við þetta tækifæri voru einnig afhent
6 ný sjúkrarúm sem starfsmanna-
félagið safnaði fyrir hjá einstaklingum
og kvenfélögum í sýslunni.
Það kom fram í máli Bolla Olafs-
sonar, forstöðumanns sjúkrahúss og
heilsugaslustöðvar, að mikill munur
væri á verði á slíkum tækjum ef félaga-
samtök keyptu þau heldur en ef sjúkra-
hús keyptu þau beint. Sjúkrahúsin
þyrftu að greiða miklu hærra verð.
Einnig kom fram hjá Bolla að rekstur
sjúkrahússins væri mjög erfiður.
Mætti þar nefna ástand hússins sem er
orðið gamalt og mjög illa farið. Orku-
notkun væri mjög mikil af þeim ástæð-
um eða um 10% af öllum tekjum
sjúkrahússins.
Mikil þörf er á að klæöa húsið utan og
einangra það. Einnig þarf að endur-
bæta miöstöðvarkerfið og tengja það
fjarvármáveitu til að reyna að ná
niðurkostnaði.
Heilsugæslustöðin er stór og
myndarieg bygging. Hún er vel búin
tækjum, en kostnaöur viö rekstur
hennar er mikill, sennilega sá mesti á
landinu, miðað við íbúafjölda. Má þar
að mestu um kenna stærð hússins og
kemur upphitunarkostnaðurinn inn í
dæmið. Sveitarfélög í Vestur-Baröa-
strandarsýslu greiöa allan rekstrar-
kostnað heilsugæslustöövarinnar.
Tveir læknar starfa við stöðina og
sinna heilsugæslu á Bíldudal, ásaint
stööu læknis við sjúkrahúsiö, sem þeir
skipta á milli sín. Hjúkrunarforstjóri
heilsugæslustöðvarinnar er Erla Olafs-
dóttir.
Læknaskipti hafa verið mjög tíð og
mikið um að sjúklingar hafi verið
sendir til Reykjavíkur. Sú breyting
hefur þó orðið á að síðan í nóvember
hefur verið hér starfandi sérfræðingur
í skurðlækningum og kvensjúkdómum,
Einar Jóhannsson, og hefur hann gert
ýmsar skuröaðgerðir í gamalli skurð-
stofu sjúkrahússins. I nýrri viðbygg-
ingu, eða á þaki heilsugæslustöðvar-
innar, er ný skurðstofa en í hana
vantar öll tæki ennþá. Ásamt Einari er
hér starfandi ungur læknir, Björn
Einarsson, en hann mun vera á förum
um næstu mánaöamót.
Sjúkraþjálfara vantar og alla
aðstöðu fyrir hann, en segja má að það
sé ómissandi að hafa sjúkraþjálfara
viðöllsjúkrahús.
Tannlæknir er nú með fasta búsetu
hér og hefur hann aöstöðu í heilsu-
gæslustööinni. Hingað til hafa tann-
læknar verið hér stuttan tíma í senn og
hefur fólk því þurft að fara til Reykja-
víkur, jafnvel mpð tannpínu í einni
tönn.
Vonandi fer að rætast úr í heilsu-
gæslumálum hér í læknishéraöinu.
Fólk horfir á þetta stóra vel búna hús,
hristir höfuðið og minnist fyrri tíma
þegar gerðar voru stórar skuröað-
geröir á litla sjúkrahúsinu, jafnvel
gert aö höfuðkúpubrotum. Þá var
aöeins einn læknir hér, presturinn var
svæfingalæknir og ljósmóðirin
aðstoðaði. En nú er pöntuö sjúkraflug-
véltil Reykjavíkur.
Lionsmenn og starfsfólk sjúkrahússins með nýja iyftibaðvagninn sem sjúkrahúsinu var gefinn fyrir
skömmu. DV-myndElin Oddsdóttir.
GRASSPRETTA BETRI
EFTIR HVÍTÁRFLÓÐ?
Eins og alþjóð veit þá flæddi Hvítá
nýlega yfir bakka sína efst í Brúar-
staöalandi vestur eftir Hraungerðis-
hreppi þar til hún fellur aftur í far-
veg sinn norðan við Laugardæli.
Hvergi fer hún yfir þjóðveginn, sem
liggur þvert yfir Flóann. Slík flóö
sem þessi hafa oft komiö, allt frá
landnámstíö, og getur áin flætt upp
víðar en þarna, bæði á Skeiðum og
við Kaldaðames. Er langt síðan
bændur vildu gera þarna fyrirhleðslu
þó að ekki yrði úr því.
Menn höföu veitt því athygli, að
eftir árflóð var betri grasspretta
næsta sumar. Vildu þeir ekki missa
þau sumur og voru því ýmsir á móti
fyrirhleðslu. Hins vegar ollu flóðin
svo miklum usla, sem ekki var við
ráðið, að sú skoöun varö ofan á með
tímanum að gera ráðstafanir og
hlaða.
Það mun hafa ýtt undir þessa
framkvæmd er áin hljóp upp á sínum
vanalega stað á meðan stóð yfir
jarðarför í Hraungerðiskirkju á
árinu 1899. Svo mikið var flóöið aö
ófært var aö komast á bæi í efri hluta
sveitarinnar. Einn maður komst þó
heim á bæ í efri hlutanum, enda fór
hann strax og jarðarförin var búin,
og þótti það mikið þrekvirki. Sumir
komust ekki heim úr þessari jarðar-
fararf erö fyrr en eftir viku.
Eftir þetta var ákveðiö að safna
liði um allan Flóann og hef ja verkið á
næsta sumri. Gengust áhrifamenn
héraðsins fyrir þessum framkvæmd-
um. Þar á meðal var fremstur í
flokki Sigurður gamli Sigurðarson í
Langholti, framsýnn dugnaðar-
maður. Þess má geta að hann var
faöir Sigurðar ráðunauts sem
margir muna enn. Flóðiö, sem fyrr
var nefnt, stóð í heilar þrjár vikur,
en síðan hefur vamargarðurinn
ýmist afstýrt flóðum eða dregiö stór-
lega úr þeim. Flóðið, sem nústendur,
minnir þó á fyrri flóð, þar sem áin
hefur lyft sér svo mjög yfir garðinn
sem mun vera að mestu heíll. Áður-
nefndur garöur var hlaðinn úr torfi
og grjóti. Agúst Þorvaldsson, fyrr-
verandi alþingismaöur og bóndi á
Brúnastöðum, hefur átt þarna heima
í 70 ár, en hann er núna um áttrætt,
og segir hann aö þetta sé langstór-
kostlegasta flóðið, sem hann hafi séö
og ógjörlegt sé að segja til um hve
lengi það muni vara. Þegar þetta er
skrifaö, þann 15. febrúar, hefur
flóðið lækkað austan við Langholts-
afleggjara.
-Regína/Selfossi.
Egilsstaðir:
Aurbleyta
lokarflug-
vellinum
Egilsstaðaflugvöllur var lokaður
vegna aurbleytu tvo síöastliðna
sunnudaga. Af sömu ástæðum féllu
niður 16 ferðir á síðastliðnu ári-
„Þetta er mjög bagalegt fyrir
aðalflugvöllinn á svæðinu,” sagði
Rúnar Pálsson, umdæmisstjóri
Flugleiða á Egilsstöðum, í samtali
viöDV.
Rúnar sagði að á síðasta ári
heföu um 43 þúsund farþegar fariö
um völlinn og lendingar hefðu verið
á þriðja þúsund. Hann sagöi aö
brýnt væri að fá flugvöllinn í lag,
m.a. vegna öryggis í sjúkraflugi og
nefndi að Flugfélag Austurlands á
Egilsstöðum hefði farið í 150
sjúkraflugárið 1983.
Flugráð hefur ákveðið að láta
byggja nýja flugbraut vestan
þeirrar, sem nú er notuð, en póli-
tísk ákvöröun um það hefur enn
ekki verið tekin. Bygging slíkrar
flugbrautar tekur 2—4 ár og þarf fé
til hennar að koma af sérstakri
fjárveitingu. En þangað til að hún
kemur í gagnið þarf aö endurbæta
núverandi flugbraut og sagði
Rúnar að reyna ætti að fram-
k væma það eftir bestu getu.
-GB/ERH/Egilsstöðum.