Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 31
DV. MÁNUDAGUR 27. FEBRUAR1984. 31 Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar: Umsóknir um fjár- hagsaðstoð hafa aukist — segir Guðrún Kristinsdót tir félagsráðgjaf i Samúel kærirríkið fyrir eitursölu: Þetta er gamankæra — segir ríkissaksóknari „Eg lít á þetta sem gamankæru. Kæran liggur hérna á boröinu hjá mér og ég sé ekki ástæðu til að ana að neinu,” sagði Þórður Bjömsson ríkissaksóknari aðspurður um kæru tímaritsins Samúels á ríkiö vegna tóhaks- og áfengissölu þess. I kærunni er vitnað til greina í lög- um sem kveða svo á um að óheimilt sé aö flytja inn eöa selja nautna- vörur sem ætla megi að séu skaö- legarheilbrigði manna. „Eg ætla að þeir Samúelsmenn séu að þessu vegna þess aö þeir hafa sjálfir verið kæröir fyrir vind- lingaauglýsingar og vilja halda umræöunni lifandi. Ef þeim væri alvara hefðu þeir átt að snúa sér beint til Alþingis og fara fram á að lögum þeim sem heimila ríkinu að flytja inn og selja áfengi yrði breytt eða þau numin úr gildi,” sagði rik- issaksóknari. „En ég svara þessu erindi meö tíð og tíma líkt og öðrum.” -F.IR. „Því er ekki að leyna að við höfum orðið vör við greinilega aukningu á umsóknum um fjárhagsaðstoð,” segir Guðrún Kristinsdóttir, félagsráðgjafi hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar. Strax í maí í fyrra fór að bera á þessari aukningu og hefur hún haldið áfram jafnt og þétt síöan. „Umsóknir hafa aukist bæði hjá f jölskyldum og einstaklingum, þó frek- ar meira hjá einstaklingum og þá sér- staklega yngri skjólstæðingum okkar, á aldrinum 17—26 ára,” segir Guörún. Stór hluti þeirra sem sækja um að- stoö eru atvinnuleysingjar, öryrkjar og sjúklingar eða ailt aö áttatíu af hundraði umsækjenda. „Þetta segir kannski nokkuö um ástandiö hjá þessum hópum. Margt af þessu fólki lifir ekki af þeim bótum sem það fær,” segir Guðrún. Félagsmálastofnun er frekar þröng- ur stakkur skorinn hvað varðar rými til aðstoðar þessu fólki og segir Guörún að flestum starfsmönnum stofnunar- innar finnist allar fjárupphæðir mjög naumar. „Það er ákveðin pólitfk í þessu og sjálfsagt eru margir sammála því að hafa þessar upphæðir lágar en ég er þeirrar skoðunar að þaö væri hægt að veita raunhæfari aðstoð með því að hafa þetta aðeins ríflegra. Þannig tel ég að stofnunin geti betur rækt þaö hlutverk sitt að vera uppbyggjandi í starfi sínu því eins og er eru upphæð- irnar þaö lágar aö við byggjum enga uppmeðþeim,” segirGuörún. Þar að auki telur Guðrún að það starfsfólk stofnunarinnar sem sinnir þessari einstaklingsbundnu þjónustu sé of fátt. „Alls eru það 15 stöðugildi sem eiga að sjá um þessa þjónustu á vegum borgarinnar. Fimm manns sjá um Breiðholtshverfi, fjórir mið-austurbæ- inn og fimm og hálft stöðugildi er fyrir mið- og vesturbæ. Þetta er hreinlega of fátt fólk því við eigum líka að sinna áfengismálum og barnavemd og það tekur sinn tíma líka,” segir Guðrún. Nokkuö er um aö félagsmálastofnun verði að vísa frá fólki sem ekki uppfyll- ir þær kröfur sem gerðar eru til styrk- þega. En þrátt fyrir aö fólk þetta fái ekki fjárstyrk frá stofnuninni er því hjálpað á ýmsan máta. Mikið er um að starfsfólk stofnunarinnar aðstoði fólk sem er í fjárkröggum við að semja um sínar skuldir, skipuleggja greiðslu- áætlanir og f leira í þeim dúr. „Synjun á f járhagsaðstoð þarf ekki að þýða synjun á aðstoð,” segir Guð- rún Kristinsdóttir, félagsráðgjafi hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborg- ar. -SþS FRISKK /MÍN Nýr heilsuvökvi fyrirbömog fulbröna. Frískamín er blanda rík af A-, B-, C- og D-vítamínum. Hæfilegur skammtur uppfyllir vítamínþörf allra aldurshópa. Dagleg notkun Frískamíns kemur í veg fyrir vítamínskort á vaxtarskeiði barna og unglinga. Frískamín með fersku ávaxta- bragði fæst í næstu matvöruverslun. r—-----------" [ Nafnspjöld og alls konar skírteini L DISKORT IARDARHAGA 27 a22680^ ■ B ■ ■ IH "ATHÍ........= Prantum allskonar J, sjálflímandi miöa og merki. ■ LÍMMERKI | Síðumúla 21 sími 31244. !■■■■■■■■■■■■! ,\ ii GEYSJR Bíla I eiga Car rental Borgartún 24 (hom Núatúnsl Sími 11015, á kvöldin 22434, Sækjum — Sendum — Aðeins að hringja — Nýir og sparneytnir bílar. Tegund og árgerð daggj Kmgj Lada 1500 station árgerð 1984. 500 5,00 Opel Kadett (framdrif) árgerð 1983. 600 6,00 Lada Sport jeppar 1984 Subaru 4 WD 1984 800 Allt verð er án söluskatts og bensins AIWA* HLJÓMUR FRAMTÍÐARINNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.