Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 9
DV MÁNUDAGUR 27. FEBRUAR1984 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Einn af sóknarprestum Varsjár bauð pólskum yfirvöldum byrginn meö andkommúnistiskri ræðu við messu í gærkvöldi. Aður höfðu stjómvöld haft uppi tilburði til þess að draga úr póli- tískum máflutningi í predikunarstól- umlandsins. Þúsundir drifu að St. Stainslaws- kirkju í miðborg Varsjár í gær til þess að hlýða á föður Jerzy Popieluszko, messa. Hann hefur verið opinskár stuðningsmaður „Einingar”, hinnar óháöu verkalýðshreyfingar Póllands. Pólskir prestar predika gegn yfirvaldi landsins Hann fordæmdi kommúnistastjóm landsins og kallaði hana „eina endalausa baráttu fyrír þvi að koma á guölausri valdstjóm”. Presturinn veittist ennfremur aö til- burðum til þess að ritskoða útgáfur kaþólsku kirkjunnar og lauk lofsorði á „Einingu” fyrir aöhafa byrjaðherferð fyrir því að Pólverjum yrði sagður sannleikurinn um sögu þeirra. Fyrr í þessum mánuði hafði Jozef Glemp kardínáli, erkibiskup Pól- lands, kallað séra Popieluszko fyrir sig og yfirheyrt hann um messuflutning hans. Við það tækifæri hafði kardínál- inn flutt annan stuðningsmann „Ein- ingar” í Warsjá, séra Mieczyslaw Novak, á milli sókna og sett hann yfir prestakall úti í sveit. Yfirmenn kirkjunnar em sagðir lítt hrifnir af því að prestar ögri kommúnistastjóm landsins um þessar mundir þegar sambúð kirkju og ríkis hefur farið batnandi. Fa.ðir Popielsuzko hefur veriö undir eftirliti fyrir misnotkun trúar- bragðafrelsis. Lögreglan hefur borið á hann að hann geymi skotfæri og sprengiefni heima hjá sér, sem prestur hefur borið á móti. — Hann hefur verið boðaöur til yfirheyrslu 6. mars. I messunni í gær fór hann þess á leit við sóknarbörnin að þau bæðu fyrir honum sérstaklega þann dag. Að minnsta kosti þrír prestar aðrir eru undir eftirliti fyrir að hafa „misnotað” predikunarstólinn. Mubarak fríð- mælist við Sýr- lendinga Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, lýsti því yfir um helgina að hann vildi koma á eðlilegum samskiptum milli þjóöar sinnar og Sýrlendinga. Hann sagðist einnig meta Al-Assad Sýrlandsforseta mikils. Sýrlendingar hafa ásamt Líbýu- mönnum staöiö ákveðið gegn hugmyndum hógværari arabaríkja um að rjúfa einangrun Egypta meðal arabaríkja sem varð til eftir að yfir- völd í Kairó gerðu friöarsamkomulag við Israel fyrir tilstilli Bandaríkja- manna árið 1979. Mubarak virtist í miklum sáttahug gagnvart Sýrlandi og Líbýu er frétta- maður júgóslavneska sjónvarpsins ræddi við hann fyrir heimsókn Mika Spiljak, forseta Júgóslavíu, til Egypta- lands. Glefsur úr viðtalinu voru birtar á forsiðu Al-Ahram, hins hálfopinbera málgagns egypsku stjómarinnar. Mubarak kvaðst viöurkenna að hann mæti sýrlensku þjóðina mikils og kvaðst vonast eftir eðlilegum sam- skiptum. Tsjernenko aukna áhersluá hugmynda- fræðina Konstantin Tsjemenko, hinn nýi leiðtogi Sovétríkjanna, hefur hvatt til þess að aukin áhersla verði lögð á hugmyndafræðilega vinnu meðal þjóðarinnar. Hvatningu sína setti Tsjernenko fram á fyrsta fundi framkvæmda- nefndar Kommúnistaflokksins undir hans stjóm fyrir helgina. Aö því er Tass-fréttastofan hefur skýrt frá þá lagði stjóm flokksins einnig á það áherslu á þessum fundi og gaf út um það tilskipun að bændur ykju afköst sín á þessu ári til þess að komfram- leiðslanykist. I ávarpi sínu til framkvæmda- nefndarinnar sagði Tsjemenko að flokkurinn ætti ekki lengur að láta sér nægja aö bæta efnahag landsins heldur aö beina athyglinni í auknum mæli aö hugmyndafræðilegum markmiðum kommúnismans. Castro sendi Banda- ríkjunum tóninn „Fidel Castro, forseti Kúbu, sagði um helgina að Kúba hefði styrkt varnir sínar til undirbúnings sérhverri bandarískri hemaðarárás „þar sem milljónir amerískra hermanna myndu látalífið.” Castro flutti þennan boðskap á þingi verkalýðshreyfingar Kúbu. Hann sagði að hálf milljón karla og kvenna hefðu á síðustu sex mánuðum verið vopnuð og sagði að ein og hálf milljón manna væri nú í kúbanska hemum. Bandaríkjamenn þyrftu að drepa sér- hvem íbúa eyjunnar til að sigra Kúbu. „En það er ómögulegt að sigra heila þjóð og áður en það gæti gerst myndu milljónir amerískra hermanna láta lífið,” sagði Castro. Hann sagði ennfremur að Bandaríkjamönnum skjátlaðist hrapallega ef þeir héldu að innrás þeirra á Grenada hefði veikt stöðu Kúbu, Nicaragua eða vinstri- sinnuðu skæruliöanna í E1 Salvador. Ferðirnar í dönsku sumarhúsin í Karlslunde og Karrebæksminde hafa ávallt selst upp á allra fyrstu mánuðum hvers árs og því ræður engin tilviljun. Vönduð og hlýleg húsakynni, fjölbreytt leikaðstaða og nálægð við spennandi áfangastaði í Danmörku, Þýskalandi og Svíþjóð, hefur öðru fremur skapað þann stóra hóp íslenskra ferðalanga sem hingað sækir sumar eftir sumar. Hverdagur felur í sér nýtt ævintýri, hvort sem þú nýtur lífsins heima í sumarhúsinu, kannar nágrennið í göngu- eða hjólreiðaferðum, kynnist margvíslegum staðháttum í fjölbreyttum skoðunarferðum eða bregður þér með fjölskylduna í draumagarð barnanna - Tívolí í Kaupmannahöfn. Og fyrir íslenska farþega í Karrebæksminde bíður bílaleigubíll frá Hertz til ókeypis afnota í eina viku. ?*mi Um verð: Brottför t5. júní1984 2 Un81’3 mur 14.900 59.600 Z20Q 52.400 ÍSQO 47.600 11.900 Verð frá kr. 12.800 miðað við fimm saman í húsi í 2 vikur. Barnaafsláttur 2ja—11 ára kr. 3 600. Aðildarfélagsafsláttur kr. 1.600 fyrir hvern fullorðinn og kr. 800 fyrir börn. Verð fyrir hvern farþega í 5 manna fjölskyldu (3 börn) kr. 9.520 Brottför alla föstudaga 2ja og 3ja vikna ferðir. Beint leiguflug á Kaupmannahöfn. Einkar hagstætt verð fyrir bílaleigubíla í 1, 2 eða 3 vikur.' ÞULIFIRLENGI ÁGÓÐU SUMARLEYFI harnaafs/. aði/darfé/.afs/. VerðPr. farþ. SmZ**r*'*° Verúimun m ?jsr HappO'*l"Sda9“ „d ^ ’ Mn9a''w'l“'W jWeosP°W' "&&**?* 1 Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727 Sumarhús í.. DANMORKU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.