Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 13
hW)r CTAfTtfCra^ VO CTTTnArTTF/T/KTkA \JH DV. MÁNUDAGUR 27. FEBRUAR1984. gf 13 Af 22 rafveitum selja 10 rafmagn til heimilisnota dýrar en Orkubú Vestfjarða. 10 selja þaö ódýrara og ein rafveita selur þaö jafndýrt. Hitun á íbúðarhúsnæði (miðað viö 36000 kwháári): kr /kwh Hitaveita Reykjavíkur 0,38 Hitaveita Suðurnesja 0,66 OrkubúVestfjarða 0,82 Rarik 0,82 Rafveita Akureyrar 0,92 Rafveita Keflavíkur 1,05 Hitaveita Akureyrar 1,02 Hitaveita Akraness ogBorgamess 1,02 Af 22 rafveitum greiða notendur 17 veitna hærra orkuverð vegna hitunar á íbúðarhúsnæði en hjá O.V., notendur þriggja veitna greiða lægra orkuverð og notendur einnar veitu þaö sama. Af 31 hitaveitu greiða notendur 9 þeirra hærra orkuverð en notendur' hjá O.V., notendur 18 veitna greiöa lægra verð og notendur þriggja veitna það sama. Þegar Orkubú Vestfjarða tekur til starfa árið 1978 er sex sinnum dýr- ara að hita upp hús á Vestf jörðum en með hitaveitu í Reykjavík og heimilisrafmagn var 80% dýrara fyrir vestan. Síðan hefur orkuverð hækkaö mjög mikið, þó mun meira í Reykjavík, og er staðan nú, sex árum síðar þannig að þaö er ríflega tvöfalt dýrara að kynda íbúðarhús á Vestfjörðum en í Reykjavík og raf- magn til heimilisnota er nú 20% dýr- ara fyrir vestan. Ef tekiö er dæmi af 400 m3 vel einangruöu einbýlishúsi með 4 íbú- um og árlegri orkunotkun 36.000 kwh er samanburður við olíu og Hitaveitu Reyk ja víkur sem hér segir: kr. á ári Oniðurgreidd olía 52.100 Niðurgreidd olía 37.600 OrkubúVestfjarða 30.000 Hitaveita Reykjavíkur 13.700 Gjaldskrá Orkubús Vestfjarða hefur verið óbreytt frá 1. ágúst 1983, ef undanskildar eru auknar niöur- greiðslur ríkissjóös á orku til hitunar íbúðarhúsnæðis. Villandi blaðaskrif Svo sem getið var í upphafi hafa komið fram villandi upplýsingar í blaðaskrifum að undanfömu og munu hér á eftir rakin nokkur dæmi þar um. I grein á neytendasíðu DV fyrir stuttu frá Kristjáni Ágústssyni, Bolungarvík, eru birt ljósrit af orkureikningum fyrir tímabiliö 10. des. 1983 — 10. jan. 1984, og var heimilisnotkun 814 kwh og kostaði 3.290,90 kr. og húshitun 7041 kwh og kostaði 5.932,35 kr. Þessir reikningar eru í sjálfu sér réttir en krefjast þó skoðunar í víðara samhengi áður en dómur er felldur um orkuverö á grundvelli þeirra. Næsta mánuð á undan var notkun viðkomandi aðila áætluö og var sú áætlun nokkuö of lág og kom því til uppgjörs eftir álestur skv. fyrr- greindum reikningum. Áætlunin næsta mánuð á undan var vegna heimilisnotkunar 330 kwh og reikningsupphæð kr. 1.423,60 og vegna húshitunar 3260 kwh og reikningsupphæð kr. 2.827,20. Raunhæfara hefði verið hjá greinarhöfundi að taka a.m.k. viðmiðun af þessum tveim mánuðum en þó engan veginn nóg ef hann ætlar síðan að yfirfæra þennan kostnað á alla mánuði ársins því að hér er um kaldasta tímabil ársins að ræða. Réttast er að nota heildamotkun viðkomandi á sl. ári og sjá hvað hún kostar hann skv. gildandi gjaldskrá og finna út frá því mánaðarlegan kostnaö, svo sem gert er hér að neðan. Af þessu dæmi má sjá að orku- kostnaður heimila á Vestfjörðum er um 70% hærri en í Reykjavík en ekki tólffaldur (1100%.hærri) eins og Kristján Ágústsson lætur liggja að í grein sinni. Frá Flateyri kom frétt þess efnis að orkureikningar fyrir tímabilið 15. des. 1983—15. jan. 1984 væra á bilinu 6.000-12.000 kr. Meöaltal allra reikninga vegna hitunar íbúðarhúsnæðis umrætt tímabil var kr. 3.600 og meðaltal allra reikninga vegna heimilisnotk- unar var kr. 1.600 en vissulega eru til dæmi um einstaka notendur sem fengu reikninga á bilinu 6—12 þúsund krónur. Lokaorð Svo sem fram hefur komiö er það mitt mat að orkukostnaðurinn taki of stóran skerf af ráðstöfunartekjum heimilanna og hvað er þá til ráða? Mitt svar við þeirri spurningu er þríþætt: 1. Bætt einangran húsa og breyttar og betri notkunarvenjur íbúanna, þannig aö dregið sé úr orkusóun. Hér þurfa stjómvöld aö koma til meö styrki og hagstæð lán til orku- sparandi aðgerða og gera þarf stórt átak til að gera notendum orkunnar ljóst á hvern hátt þeir geti dregið úr orkunotkuninni. 2. Aðgerðir stjómvalda til frekari lækkunar á orkuverði. 3. Sifelld endurskoðun á öllum rekstri Orkubús Vestfjarða. I þessu sambandi er þó rétt að benda á að rekstrarkostnaður O.V. fyrir fjármagnsgjöld og af- skriftir, að undanskildum orku- kaupum, era innan viö 20% af tekjum fyrirtækisins þannig að, svo dæmi sé tekiö, ef tækist að lækka rekstrarkostnaðinn um 5% gæti orkuverö lækkaðum 1%. Heimilisnotkun Húshitun 4.800 kwh 44.000 kwh O.V. 20.350 36.000 R.R./H.R. 16.600 1) 16.700 2) Samtals 56.350 33.300 Meðaltal á mánuði: 4.695 . ' 2.775 1) Rafmagnsveita Reykjavíkur 2) Hitaveita Reykjavíkur HUSHITUN Hlutur hvers mánadar í orkunotkun ársins Standa stjórnendur fiskvinnslufyrirtækja ráðþrota iregiugerðafióðinu? litið, vegna hættunnar á reglugerðar- breytingum fyrirvaralaust. Þessi skeröing á athafnafrelsi er hættuleg og að mínu mati beinlínis brot á athafna- frelsi. Menn undirbúa sig og leggja í kostnað samkvæmt gildandi lögum. Svo kemur reglugerðin og þrengir allt eða stöðvar jafnvel nær fyrirvara- laust. Þetta er mjög hættuleg þróun. Hvað er þá frjálst á Islandi í dag? I atvinnulegu tilliti er það nánast ekk- ert. Leyfi þarf til iðnaðarreksturs, verslunar, skólahalds o.s.frv. Hins vegar er nú stefnt að því að 1. mars nk. VERÐI FRJÁLS ÁLAGNING A MATVORU. Þetta er sérstaklega at- hyglisvert. Þaö er EKKI frjálst að framleiða vöruna, hvorki til lands né sjávar, en hins vegar er væntanleg frjáls álagning. Það er vonandi aö þetta skref verði til hagsbóta fyrir al- menning. En væri hitt ekki einnig til hagsbóta að leyfa mönnum að starfa hér frjálst að atvinnu en gera mönnum um leið grein fyrir því að þeir verða aö vera ábyrgir gerða sinna? Það sé sem sagt liðin tíð að koma kveinandi og kvartandi til opinberra aðila ef dæmið gengur ekki upp vegna vanhæfni í stjórnun og vegna rangra f járfestinga. tilteknu tímabili eöa heilu ári og gefa mönnum frelsi til þess að spjara sig innan opinberra áætlana. En því er alls ekki aö heilsa nú orðiö. I frumvarpi, sem nú er til umræðu á Alþingi, segir svo í 24. gr. framv.: „Sjávarútvegsráðherra er heimilt aö setja reglur um hvaöeina, er snertir framkvæmd laga þessara o.s.frv.” I landinu eru um 300 vinnslustöðvar og nokkur hundruð manns sem eru eða eiga að vera ábyrgir fyrir öllum rekstrinum og því er nær öruggt að eitthvað mun fara fram hjá sumum þegar reglugerðarflóðið skellur á ef þessi ákvæði verða að lögum. Menn standa því sennilega ráöþrota í skipulagningu, þegar til lengri tíma er 9 „Það er ekki frjálst að framleiða vöruna, hvorki til lands né sjávar, en hins vegar er væntanleg frjáls álagning...” Allt þetta leyfisbákn, sem nú er skolliö yfir og er í undirbúningi að stór- auka, kostar gífurlega fjármuni og væri vel þess virði að gera sérstaka „úttekt” á eftirlitskerfinu. Halda menn virkilega að þetta leyfisbákn leysi efnahagslegan vanda okkar? Ég hafna því. Frelsi til starfa og full á- byrgð í starfi er það sem mun reynast til lengdar farsælast fyrir okkur öll saman á hvaða sviði sem vera kann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.