Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 110. TBL.—74. og 10. ÁRG.—MÁNUDAGUR 14. MAÍ 1984. Manns saknað eftirað vélbátur fórst ígær: . Vélbáturinn Ástrún GK204 fórstí gær skammt vestan viö Höfn í Homafiröi. Tveir menn voru á bátnum. ÖÖrum þeirra tókst aö bjarga en hins er enn saknaö. Agnar Daöason, skipverjinn sem bjargaðist í gær, sagði svo frá aö hann hefði verið niðri í bátnum er segir bátsverji sem bjargað var úr gúmbáti óhappið varö og ekki vitaö af sér fyrr en í sjónum. Hann kvaðst ekki vita nákvæmlega hvað heföi gerst en taldi að báturinn hefði sprungið aö framanverðu og sjór flætt inn í hann. Þetta hefði gerst um tólfleytið. Hann kvaöst ekki vita nákvæm- lega hve langan tima hefði tekið að opna gúmbátinn, aðeins aö hann heföi verið lengi í sjónum áður en báturinn opnaöist. Er hann komst í gúmbátinn heföi hann lagst fyrir og klætt sig í álpokann. Hann hefði síöan legið í móki um daginn. Hann sagöi að báturinn hefði sokkið á innan við tveimur mínútum. Þeim heföi báðum tekist að komast að gúmbátnum í sjónum og báðir hefðu þeir reynt að opna hann. En áöur en það tókst örmagnaðist félagi hans. Ekki kvaðst hann hafa heyrt í nein- um flugvélum. Og er honum var bjargaö sagöist hann ekki hafa sofið í um tvo sólarhringa. Þess má geta aö sjórinn er nú um sjö gráðu heitur þar sem Asrún sökk. Hvorugur mann- anna var í björgunarvesti. APH/JR/JGH. Höfn. Ómar Fransson, skipverji á vélbátnum Æskunni, með árar úr bátnum sem fórst. Árarnar fundust um klukkan niu i gærkvöldi. Myndin var tekin um tvöleytíð ínótt þegar Æskan kom að landi. DV-myndir GVA. Mikið af honum dregið — segir skipstjórinn sem b jargaði Agnari „Hann stóö í gúmbátnum og veifaði til okkar þegar við komum aö honum. Það gekk vel að koma honum um borö, við tókum í hendumar á honum og kipptum honum upp,” sagöi Olafur Björn Þorbjömsson, skipstjóri á Sigurði Olafssyni SF 44, í gærkvöldi. Siguröur sagöi ennfremur aö manninum hefði verið mjög kalt og af honum dregiö eftir volkið. „Hann var bara á nærfötunum og bol. Haföi klætt sig úr peysu og buxum í gúmbátnum. Viö byrjuðum á því aö setja hann í föt og gáfum honum síðan heitt kaf fi." Gúmbáturinn fannst um tíu sjómílur vestur af Höfn. Hann haföi þá rekið um 20 sjómílur frá þeim stað sem talið er aö báturinn hafi sokkið, en þaö er um 3 sjómílur fyrir austan Hrollaugseyjar. Það var svo um klukkan hálfniu í gærkvöldi sem Sigurður Olafsson SF 44 kom inn til Hafnar. -JR/JGH Höfn. Játar tvær nauðganir —Sakadómur synjaði kröfu um gæsluvarðhald Þrír strákar sem fóru með Sigurði Óiafssyni í björgunina, við gúmmí~ bátinn sem Agnar bjargaðist úr, Davíð Sveinsson, Benedikt Gunnarsson og Frið- þór Harðarson. Myndin er tekin við gúmmíbátinn í húsi björgunarsveitarinnar i gærkvöidi. Á iitiu myndinni er Ólafur Björn Þorbjörnsson, skipstjóri á Sigurði Ólafssyni. Lögreglan handtók mann á fertugs- aldri aðfaranótt sunnudags og er taliö aö hann hafi nauðgaö einni stúlku og gert tilraun til aö nauöga annarri. Málsatvik vom þau aö um klukkan þrjú réðst karlmaður á stúlku sem var á gangi á Hverfisgötu á móts viö Snorrabraut. Hann tók hana kverka- taki og dró hana með sér afsíðis þar sem hann reyndi að nauðga henni. Stúlkan reyndi aö gera allt til aö komast úr greipum ódæðismannsins og tókst aö hrópa. Manninum hafði tek- ist aö rifa niöur buxur stúlkunnar þegar hann lagði á flótta. Hann hefur líklega orðiö hræddur um að fólk í ná- grenninu hefði heyrt óp stúlkunnar. Maður í nærliggjandi húsi sem heyrt hafði ópin kom skömmu seinna og hjálpaði stúlkunnijaökomast tillög- reglunnar. A meðan stúlkan var stödd hjá lögreglunni kom tilkynning um aö einhverjir atburöir væru að gerast neöar á Hverfisgötunni. Lögreglan fór strax á staðinn og kom aö manni þar sem hann var í þann mund aö koma vilja sínum fram við stúlku. Maðurinn tók á rás en náðist skömmu síðar. Talið er að þarna hafi verið að verki sami maðurinn og í fyrra skiptið. Að þessu sinni hafði maðurinn ráöist á aöra stúlku og dreg- iö hana meö sér inn í húsasund. Stúlk- an átti viö ofurefli að etja og gat litlum vörnum viö komiö og er talið að maðurinn hafi náð að koma vilja sinum fram í þetta skipti. Stúlkurnar sem urðu fyrir þessu ódæði eru fæddar 1959 og 1962. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglunni í morgun ját- aði maöurinn í gær á sig báða þessa verknaði. 1 gærkvöldi var lögð fram krafa um 30 daga gæsluvarðhald og var manninum gert að sæta geðrann- sókn. Sakadómur synjaði kröfunni um gæsluvarðhald en samþykkti að maðurinn sætti geðrannsókn. Rann- sókn þessa máls er aö mestu lokiö og, voru f jölmörg vitni yfirheyrð í gær. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.