Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Qupperneq 13
DV. MÁNUDAGUR14. MAÍ1984. 13 Bætt aðstaða brota- þola í nauðgunarmálum Ofbeldi er birting alls hins versta í mannlegu eðli, og nauðgun er ofbeldi af alvarlegasta tagi, enda varða slík brot þyngstu refsingu eða allt að ævi- löngu fangelsi. Eðli nauðgunarbrota er hins vegar slíkt, aö kona, sem orðið hefur fyrir nauðgun, er á marg- an hátt í verri aðstöðu en þolendur annars konar brota. Ráöa þar miklu viðhorf samfélagsins, sem valda því jafnvel, að þolandi treystir sér ekki til að kæra verknaðinn. Meiríhluti brota ekki kærður Enskar og bandarískar kannanir benda til þess, að mikill meirihluti nauðgunarbrota sé ekki kæröur, og er ástæða til aö ætla, að líkt sé á komið hér á landi. Til þess liggja ýmsar ástæður, en ein meginorsökin mun vera sú, aö konur treysta sér ekki til að ganga í gegnum þá niður- lægingu, sem fylgir kæru og rann- sókn málsins. Þá er algengt, að brotaþoli veigri sér við að kæra af hlífð viö afbrotamanninn, sem hún í mörgum tilvikum þekkir. Og enn má nefna ástæðu, sem ef til vill er óhugnanlegust, og hún er sú, aö kona, sem verður fjrir nauðgun, á það jafnvel á hættu, að fjölskylda og vinir snúi við henni baki. Hún kýs því fremur að láta kyrrt liggja, særð á líkama og sál. Réttiæting gerenda Margir eru þeirrar skoðunar, aö sönnunarbyrði brotaþola í nauðgunarmálum sé ankannaleg, því þaö sé fyrst og fremst konunnar að sanna sakleysi sitt, en ekki af- brotamannsins. Þá er atferli brota- þola í nauðgunarmálum, bæði fyrir og eftir brotiö og meðan á því stóö, dregiö fram í dagsljósiö i ríkari msli en við rannsókn annars konar brota. Má til dæmis benda á aðstöðumun konu, sem verður fyrir nauðgun, og manns, sem rændur er á götu úti. Ætli það þætti ekki einkennilegt, ef sá rændi væri spurður í þaula um, hvort hann hefði veitt viðnám, hvort hann hefði veriö ríkmannlega klædd- ur, hvaða ástæður lægju til þess, að hann heföi verið einn á ferli úti á götu á þessum tíma sólarhrings, hvort hann væri þekktur fyrir að vera ör- láturáféo.s.frv. Algengt er, aö gerandi réttlæti nauðgunarbrot með því að þolandi hafi beinlínis valdið því með ögrandi framkomu, auk þess sem brot gegn kynfrelsi kvenna eru í hugum margra tengdari kynlífi en ofbeldi og þannig fremur sett í samband við eitthvað ánægjulegt en rangt og sárs- aukafulit. Getur þetta gengið svo langt, að vitnað sé til þeirrar fárán- legu goösagnar, að allar konur hafi ómeövitaöa löngun til að láta nauðga sér. Sönnunarbyrðin er þung Nú er alls ekki víst að kæra um nauögun leiði til ákæru. Skortur á sönnunum veldur því oft, að kæra er látin niður falla. Sé konan ekki blá og marin, í rifnum fötum og helst með sönnun verknaðarins í fæðingarvegi sínum, getur sönnunarbyrðin reynst henni óviðráðanleg. Stöðug upprifjun hroðalegs atburðar getur reynst allmikil hér á landi kemur árlega fram fjöldi nauðgunarkæra. I svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn undirritaörar i sameinuðu þingi 6. mars sl. komu m.a. fram eftirfar- andiupplýsingar: Frá 1. júli 1977 (þegar Rannsóknarlögregla ríkisins hóf starfsemi) til 31. des. 1983 skráði Rannsóknarlögregla ríkisins alls 126 kærur. Af þeim kærum voru 82 sendar ríkissaksóknara til frekari meðferðar. 58 kærur leiddu til ákæru, og 44 þessara ákæra hafa þegar leitt til dóms. Algengasta refs- ing er fangelsi í 12—18 mánuöi. I einu tilviki var dæmt í 3 ára fangelsisvist. KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR ÞINGMAÐUR SAMTAKA UM KVENNALISTA Tillögur tíi úrbóta Núgildandi hegningarlög eru frá 1940, og að mati undirritaðrar er ekki þörf breytinga á þeim, hvað þessi mál varðar. Hins vegar er það • „Margir eru þeirrar skoðunar, að sönnunarbyrði brotaþola í nauðgunar- málum sé ankannaleg, því það sé fyrst og fremst konunnar að sanna sakleysi sitt, en ekki af brotamannsins. ’ ’ henni um megn, og stundum kýs hún heldur að ljúka málinu meö sátt en að f reista þess að fá afbrotamanninn dæmdan. En enda þótt fullvíst sé talið, aö dulin brotastarfsemi á þessu sviði sé sannfæring mín, aö aðstöðu brota- þola í nauðgunarmálum megi bæta. til muna, og er sú skoðun byggð á margháttuðum upplýsingum og umsögnum ýmissa, sem nærri hafa komið og best þekkja til. Því höfum við þingmenn Kvenna- lista lagt fram tillögu til þingsálykt- unar þar sem við leggjum til, að skipuð verði nefnd, er kanni, hvernig rannsókn og meðferð nauögunar- mála er háttað og geri tillögur til úr- bóta. Lagt er til, að í nefndinni eigi sæti fulltrúi Kvennaathvarfs, lögfræðing- ur, rannsóknarlögreglumaður, lækn- ir (sérfræðingur í kvensjúkdómum) og félagsráðgjafi eða sálfræðingur. Eðlilegt og s jálfsagt er, að nefndin sé aðmeirililuta skipuðkonum. Meðal úrbóta, sem til greina koma, má nefna eftirfarandi: — Lögreglu sé skylt að benda brota- þola á aöstoö Kvennaathvarfs eöa einhvers sambærilegs aðila þegar á fyrsta stigi kærumálsins. — Brotaþola sé tryggö lögfræðiað- stoð og aðstoð geðlæknis, félags- ráögjafa eða sálfræðings þegar á fyrsta stigi rannsóknar. — Læknirinn, sem skoðar brotaþola, sé kona. — Rannsóknarlögreglumaðurinn, sem yfirheyrir brotaþola, só kona. — Haldin verði námskeið fyrir þá sem aöstoða brotaþola og þá sem annast lögreglurannsókn vegna nauðgunarmála. Fá afbrot eru erfiðari viöfangs og hafa varanlegri áhrif á sálarlíf brotaþola en nauðgunarbrot. Það er einlæg von okkar, sem flytjum þessa tillögu, að hún verði samþykkt á yfirstandandi þingi og að með framkvæmd hennar verði aðstaða brotaþola í nauðgunar- málum bætt verulega. Island séö með gestsauga ,,. . . hvað þá að hægt sé að kaupa venjulegan mat, kjöt, fisk, grænmeti og ávexti nema i mjög litlu magni." „Þú litli fugl, sem langt um haf / á léttum vængjum svífur, / þú hlakkar nú, er hafi af / mitt hvíta ættland ( stígur; / Að h'ta kaldan klakageim / ’ þér kæra unun veitir, / og til að komast hingað heim / þú hinstu krafta þreytir. / Þ.Erl. Ætli mér hafi ekki veriö eitthvaö svipað innanbrjósts og farfuglinum í kvæðinu, sem ég kann frá því ég var lítil, þegar ég fluttist hingað til Islands eftir nokkurra ára dvöl á einu Norðurlandanna. Haföi saknað ættingjanna, vinanna og Islands, menningar, tungu og náttúru, þetta er mitt land, hér vil ég búa. En við svona flutning landa á milli gerist þaö, að maöur getur gert raunhæfan samanburð, ég sé allt í einu Island með „gestsauganu” hvort sem mér hkar það betur eöa verr. Heim- koman olh mér óvæntum vonbrigðum. Mér varð ljóst, aö dvölin erlendis hafði breytt skilningi mínum á því hvað góð lífsafkoma í raun er. Þarna úti voru laun nægi- lega há til að almenningur gæti framfleytt sér sómasamlega á allan hátt af venjulegum 40 klst. vinnuviku launum. Almenningur á Islandi veit, að það er ekki hægt hér á landi, hér veröa bæði hjónin jafnvel aö vinna tvöfalda vinnu- og sé verið að leysa þaö bráðnauösynlega hfsverkefni, sem er orðið aö þjóðarvandamáli og - íþrótt, að kaupa íbúö, er fjölskyldan hreinlega á kúpunni í lengri tíma, fleiri ár. A varla föt tU skiptanna, hvað þá aö hægt sé aö kaupa venju- legan mat, kjöt, fisk, grænmeti og ávexti nema í mjög litlu magni. Hér á minu 6 manna heimili er kindahakk, 1/2 kg, drýgt með haframjöli og haft til hátíðabrigða um helgar. Við erum svo lánsöm að hafa komist upp á aö borða hollmeti sem um leið er ódýrt, ýmiss konar baunarétti, hefðum við ekki kunnaö á þann mat, veit ég ekki hvemig við hefðum komist af. Áfengi, tóbak og kaffi er ekki notað á heimihnu, skemmtistaðir aldrei heimsóttir, hvað þá að við förum út að boröa eða bjóðum gestum í góðan mat eins og í útlandinu. Einstöku sinnum „splæst” í leikhús, tónleika eöa bíóferð. Það er allur munaöur- inn. Fyrir nær tvöfalda vinnu beggja hjónanna. Hvaö finnst ykkur? Kannist þið við þessa stöðu í peningamálunum? Það er sama hvemig reynt er aö spara, endar ná einfaldlega ekki saman. Hvernig f ara einstæðar mæður að? — Stórmarkaðir Þegar ég kom til Islands ’81 eftir búsetuna erlendis tók ég eftir því og undraðist jafnframt, hve marga stórmarkaði búið var að byggja. Kvikmyndahús, skemmtistaði og banka. Og enn er verið að bæta viö. — Kaupgleði almennings kom mér líka undarlega kæruleysisleg fyrir sjónir. Eg sá fólk í yfirfullum verslunum hreinlega sópa nauðsynja- og lúxusvöram niður í innkaupakörfur sinar, án þess svo mikið sem líta á verðmiðann. Þó aht væri mörgum sinnum dýrara hér en í nágrannalöndunum. Mér leið eins og vandræöalegum nískupúka innan um lætin þar sem ég stóð og rýndi á verðmerkingar. Mér þótti hka undarlegt aö sjá í einni og sömu stór- versluninni 4—5 teg. af hvítu hveiti, 13 teg. af kókómalti, margar teg. af wc pappir — og ég veit ekki hvað margar tegundir af næringarefna- lausu morgun „komi” handa böm- um o.s.frv., o.s.frv., Þar sem ég bjó úti, var úrvahð ekki svona mikið og „flott”, en öU nauðsynjavara fékkst og það á viðráðanlegu verði. — Nægir ekki 1 tegund af hvítu hveiti, ef hún er góð? Hver stjómar þessum meiningarlausa innflutningi á óþarfa vörum? Eg hugsaöi með mér, aö ef fólk hér gerði sér nægilega grein fyrir hve Ula er verið að leika það, mundi það efna til mótaðgerða. Standa saman gegn dýrtíöinni, kynna sér allt um sparnað ofan frá og niður úr; þ.e. frá embættismönnum og til hins al- menna borgara. Síðan ég kom heim hefur enn frekar harðnað á dalnum. En nú er fólk að byrja að átta sig, loksins. Umræðuþátturinn í sjónvarpinu 1. maí sl. „Isiand — velferðarríki eða láglaunaland” — sýndi okkur þaö greinilega í svörum launþeganna sem teknir voru tali á vinnustað. Einnig samanburöur blaðakonunnar, sem búsett haföi verið í Svíþjóð, á kaupi og kjörum þar og hér. lsland er láglaunaland og vöruverð hér í engu samræmi við laun almennt. Það er ekki lengur „ófínt” að „viðurkenna” hve blankur maður er, þetta er staðreynd, sem öllum laun þegum er kunn. Og margt hefur breyst til batnaðar hvað varðar skilning al- mennings á þessum málum að undanfömu. Eg nefni t.d. neytenda- síður í dagblöðum, og ýmis sparnaöarráð; sparnaðarumræðu, þátttöku almennings í henni — og Neytendasamtökin, sem era aö eflast núna. Og viö erum smám saman að snúa frá flottræfils- hættinum sem fylgdi verðbólgutíma- bihnu, þegar lán voru tekin viðstöðu- laust og allt „reddaðist” einhvem veginn. Nú er þaö blákalaur veru- leikinn sem fólk verður aö horfast í auguviðhérognú. Samstaða Mikil samstaða almennings hjá frændum okkar á hinum Noröurlönd- unum sýnir okkur í beinum tölum, sem fram hafa komið í fréttum og í umræðuþætti sjónv. 1. maí sl., að það borgar sig að vera með í ráðum, þegar ráöamenn landsins eru að taka ákvarðanir. Allar ákvarðanir þeirravarða okkur, beinteðaóbeint. Eitt nýjasta dæmið um árangur sam- stöðu fólks hér, gegn ákvöröunum stjómvalda kom fram í fréttum nú í sl. viku; íbúar Seljahverfis tóku sig saman um að mótmæla lagningu vegar — m.a. yfir útivistarsvæði bama — þetta mótmælaskjal, afhent borgarstjóra, varö til þess aö fólkið fékk nánari upplýsingar um framtíöaráform og loforð um að breytingatillögur yröu teknar til athugunar. Ef íbúarnir hefðu ekkert gert í þessú máli sætu þeir nú eða síðar og RAFNHILDUR BJÖRK EIRÍKSDÓTTIR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR, BORGARSPÍTALANUM ergðu sig yfir hvernig komið væri. Hvaða gagn væri að því? Svona almenningssamstöðu ættum við aö geta sýnt á fleiri sviðum, svo þroskuð, gáfuð og menntuð sem við erum — (eða erum við ekki einmitt svo stolt af því?). Að ööram kosti telja ráöamennirnir sig hafa sam- þykki okkar, færa sér í nyt samstöðu. — og afskiptaleysi okkar. — Nú eiga lyf og læknisþjónusta að hækka í verði, það mál getur komið við okkur öh og mun koma haröast niður á þeim sem minnst mega sín — ætlum viö að láta það gerast — eða stöndum viö saman um að spoma gegn því? — Kaupæðið, sem ég minntist á hér að framan, er að renna af fólki, af sjálfu sér leiðir, í ljósi ofanskráðs. Enda góðs viti, að fólk hugsi sig um og athugi stöðuna. Þaö er undir okkur, almenningi, komið, hvernig á málum er haldið og hvort búandi verður í þessu landi, eða hvort af stað fer nýr landflótti. Ráðamenn þjóðarinnar eru ekki hugsanalesarar — opnum alla mögulega hagnýta umræðu, svo þeir fái aö vita minar og þínar tihögur, óskir, kröfur og rök. Þá fer að verða eitthvert vit í þessu... —.” Þú litli fugl,” — þú ert farfugl; — það gerir gæfumuninn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.