Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Page 10
10 DV. MÁNUDAGUR14. MAI1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson Níutíu og sex þeirra gyöinga er liföu af útrýmingarherferö nasista á hendur gyöingum í síöari heims- styrjöldinni hafa nú rofiö áratuga þögn meö því að skýra frá skelfilegri reynslu sinni í nýútkominni bók. Þeir er segja frá í bókinni eru allir íbúar samyrkjuþorpsins Lochamei Hagetaot við landamæri Israels og Líbanon. Zvika Dror skráði frásagn- ir þeirra en hann er fæddur í Israel. Bók hans nefnist Vitnisburöir þeirra er liföu af og er næstum 1800 síður aö lengd. Frásagnir bókarinn- ar eru afskaplega átakanlegar þrátt fyrir að fjörutíu ár eða meira séu liö- in frá þeim atburöum sem þar er lýst. Áratugalöng þögn rof in í nýútgefinni bók í ísrael: Vitnisburður þeirra sem lifðu afgettóið Gyðingar er lifðu af útrýmingarbúðirnar voru yfirleitt mjiig illa á sig komnir er þeir voru frelsaðir. Einn sögumanna var aðeins 27 kíló. lík þeirra lágu enn í gryfjunum. Hvort sem mér líkaði betur eöa verr þá var ég lifandi og ég vissi að ég vildi halda áfram aö lifa,” sagöi hann. Dror sagði aö bókin hefði reynst mikil opinberun fyrir börn þeirra er komust af. Kynnast fortíð foreldranna „Þau kynnast þama ýmsu úr lífi foreldra sinna sem þau höfðu ekki hugmynd um áöur. Foreldramir skammast sín fyrir ýmislegt sem þeir geröu. Sumir finna til sektar- kenndar yf ir aö hafa komist af þegar svo margir af ástvinum þeirra dóu. En börnin finna aöeins til stolts,” sagðihann. Flestir sögumannanna komu frá borgum og þorpum í Póllandi og Litháen en nokkrir frá löndum Vestur-Evrópu, eins og Frakklandi og Belgíu. Flestir voru þeir á unglingsárum þegar stríöið braust út en nokkrir vom aðeins böm, tólf ára eöa yngri þegar þeir fengu aö upplifa skelfileg- ustu lífsreynslu sína. Lily Hundert var níu ára gömul 1942 þegar foreldrar hennar ákváöu aö smygla henni út úr Grodno- gettóinu í Póllandi svo hún gæti feng- iö hæli hjá fólki sem ekki var gyðing- ar. „Mamma klæddi mig. Eg varð aö skylda hennar faliö sig undir súö uppi á geymslulofti hússins meöan Þjóöverjamir fóru um bæinn í leit að gyöingum. „Viö heyrðum þá leita í húsinu, brjóta hluti og velta öllu um. Litla systir mín lét ekkert í sér heyra. Einn þeirra kom upp á loftið og kallaöi: „Gyðingar. Ykkur er óhætt aö koma út. Við gerum ykkur ekk- ert.” Þetta kallaði hann margsinn- is.”” Síöar þennan dag fóru móöir hennar og litla systir út að sækja vatn í þeirri trú aö hermennirnir væru á brott. Dror sagöist hafa veriö þeirrar trúar aö þaö væri léttir fyrir þá er lifðu af aö greina frá reynslu sinni. „Þar skjátlaöist mér. Þaö er ekki unnt að losa sig við reynslu sem þessa og á vissan hátt virðast sumir þeirra þjást meira á eftir. Núna vita allir um sársaukafyllstu augnablik þeirra og niðurlæginguna sem þeir máttu þola,” sagði hann. Boðskapur vonar En hann trúir því að hinn viövarandi boöskapur bókarinnar sé boöskapur vonar. „Hún sýnir hvemig mannsandinn er fær um aö standast ólýsanlegar þjáningar. Meðal þeirra skepna sem slátruöu saklausu fólki þúsundum saman vom þeir til sem aöstoöuðu fólk og björguðu því, ” sagöi hann. Gyðingar í gettóinu í Varsjá 1943. Margir sögumanna í bókinni voru þar. virka eðlileg. Hún horföi mjög fast í augu mín. . . Pabbi og frændi minn fylgdu mér aö giröingunni sem var í kringum gettóið. Þaö snjóaöi. Eg var vel búin. Eg var með rauða húfu á höföinu, fallega húfu. Eg var aö hugsa um húfuna þegar þeir leiddu mig aö girðingunni.” Enginn úr fjölskyldu hennar liföi af ofsóknirnar. „Ykkur er óhætt að koma útl" Gila Shmuelevitz var fimmtán ára gömul þegar Þjóöverjarnir skutu móöur hennar og fjögurra ára syst- ur. Allan þann dag hafði hún og fjöl- Mairka Agami var einn þeirra sem fékk aö reyna slíkt. Þýskur liös- foringi, sem hann þekkti lítillega, bjargaði honum úr hópi hundruða manna sem verið var að leiða fýrir aftökusveitimar. Nahum Korzfeld fékk hjálp frá SS- foringja í útrýmingarbúðunum. Hann reyndi aö gera aðbúnaðinn aöeins bærilegri fyrir það fólk sem hann hafði umsjón meö. Hann hætti aldrei neinu til aö bjarga gyðingum en sýndi af sér vott af vinsemd og þess er enn minnst með þökkum. Þegar búðimar voru frelsaöar var Korzfeld — átján ára — aðeins 27 kíló aöþyngd. Skelfingin endurlifuð „Þaö væri ómögulegt fyrir mig aö lýsa þeim sársauka, þjáningum og niðurlægingu sem er aö finna í bók- inni. Allt samfélagið hér endurlifir nú skelfingu þessara ára,” sagði Dror nýveriö í samtali viö frétta- mann Reutersfréttastofunnar. Loehamei Hagetaot (þeir er böröust í gettóunum) var stofnaö 1948 af nokkrum þeirra er lifðu af út- rýmingarherferðina. Fram til 1966 voru nær allir eldri íbúa þorpsins innflytjendur frá Evrópu er lifað höföu af ofsóknir nasistatímans. Þrátt fyrir sameiginlega fortíö þá forðuöust íbúarnir aö ræða saman um reynslu sína af stríöstímanum og þrátt fyrir að sumir þeirra væru þekktir leiötogar úr gyðingaupp- reisninni í gettóinu í Varsjá 1943. Tregða þeirra til aö ýfa upp gömul sár og sá sársauki sem fólst í því aö rifja upp þessa atburði dylst ekki í bókinni. Svefnleysi Dror segir aö margir sögumanna hafi þjáöst af vikulöngu svefnleysi eöa martröðum áður en þeir settust niöur meö honum til aö segja sögu sína. Aðrir reyndu í lengstu lög að Gyöingar á leið í útrýmingarbúöir. Margir þeirra er lifðu af eru fullir sektar- kenndar vegna ástvinanna sem dóu. komast hjá því að uppfylla loforð sín þrátt fyrir meirihlutaákvörðun þings samyrkjuþorpsins um að allir þeir er upplifaö höfðu ofsóknir nasista skyldu leggja sitt af mörkum viö samningu bókarinnar. ,,Allt fram á þennan dag lifi ég í minningunum um þaö sem henti mig,” segir Eva Feldenkreiz, pólsk- ur gyðingur, í upphaíi sögu sinnar. Sektarkersnd „Þaö er hræðilega erfitt fyrir mig aö endurlifa þaö allt. Sumt get ég einfaldlega ekki sagt þér. Meö mín- um eigin höndum sendi ég bróöur minn í hendur Gestapo. Eg vildi færa hann á ráöningarskrifstofuna til aö skrá hann til vinnu ef þaö mætti veröa til þess aö hann bjargaðist. En hann bjargaðist ekki og ég hef búið viö efasemdirnar og sektarkenndina allt mitt líf,” sagöi hún. Mairka Agami, annar sögumann- anna, sagði aö í hvert skipti sem hann tæki upp bók með myndum af Koretz, heimaþorpi hans í Póllandi, þá þjáöist hann af svefnleysi marga sólarhringa á eftir. „Eftir fyrstu smölun nasista í Koretz þá kom ég heim klukkan f jög- ur síðdegis og vissi þá aö flestir minna nánustu höfðu verið skotnir nokkrum klukkutímum áöur og að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.