Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 48
Fréttaskotið 68-78-58 SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu efla vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist efla er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gœtt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. -MÁNUDAGUR 14. MAÍ 1984. Samningamakk um kosningalagafrumvarpið: Snýst umskiptingu þingsæta Allir þingflokkarnir fjalla nú um kosningalagafrumvarp formanna fjögurra gömlu flokkanna á Alþingi. Milli þingflokka þeirra stendur síöan mikiö samningamakk um reglur til þess aö skipta 63 þingsætum milli kjör- dæma og flokka. Efasemdir eru uppi um þá reglu stærsta afgangs sem tekin var upp í frumvarpiö. Er nú mest talaö um aö notast annaöhvort viö líka reiknireglu og undanfariö, sem kennd er viö d’Hondt, eöa með viðbótum kenndum viö Drupps, sem á aö tryggja minni flokk- um meiri möguleika í minni kjördæm- um. Urslit málsins liggja væntanlega fyrir í kvöld eöa á morgun, enda er ákveðið stefnt aö afgreiöslu málsins á þessu þingi. HERB Kartöfluáskorunin: Egilllónsson skrifaði undir „Þaö er rétt, ég hef undirritaö áskorunina um frjálsan innflutning á kartöflum,” sagöi Egill Jónsson, alþingismaöur og formaður land- búnaöamefndar, aöspuröur í samtali viðDV. Um nokkuö langt skeið hefur legið fyrir nefndinni aö afgreiða tillögur Eiðs Guönasonar og Eyjólfs Konráös Jónssonar um breytingar á fram- leiösluráöslögunum. Munt þú þá ekki í framhaldi af undirrituninni drífa málið út úr nefndinni? „Það hefur aldrei staðiö á mér. Sá dráttur sem orðið hefur á afgreiðslu málsins er vegna óska flutningsmanna sjálfra,”sagðiEgill. -KÞ. LUKKUDAGAR 12. MAÍ 21000 FLUGDREKI FRÁ I.H. hf. AÐ VEROMÆTI KR. 100,- 13. MAÍ 38418 HLJÓMPLATA FRÁ FÁLKANUM AD VERÐMÆTI KR. 400,- 14. MAÍ 49950 LEIKFANGAORMUR FRÁI.H.hf. AÐ VERÐMÆTI KR. 400,- Vinningshafar hringi í síma 2U068 Kappsigl'mg með kartöf/ur. öðruvísi mér áður brál ifMAMOTASAMNMGAR VH) KÓPAVOGSBÆ —húsmóðurstarf metið til starfsaldurs og vinnuskylda 60 ára og eldri minnkuð 1 sérkjarasamningi sem Starfs- mannafélag Kópavogsbæjar hefur gert viö bæjarstjóm eru ýmis tíma- mótaákvæði í samningum hér á landi auk þess sem samið var um meiri hækkanir en önnur stéttarfélög hafa náöfram. Samningurinn var samþykktur í bæjarstjóm Kópavogs á föstudags- kvöld. Samkvæmt honum er nú heimilt aö stytta vinnuskyldu þeirra sem eru 60 ára um 10% eða 4 klukku- stundir á viku og viö 65 ára aldur er heimilt að stytta vinnuskylduna um 20% og í báöum tilfeUum án skeröingar launa. Akvæöi þetta mun taka gildi í september. Þá er heimUaö aö þeir sem hafa haft heimUisstörf að aðalstarfi í 4 ár eða meira skuli fá þau metin tU fjögurra ára starfsreynslu viö störf í september. Viðmiðunarflokkur vaktaálags mun nú hækka úr 13. launaflokki i 15. flokk en þaö þýöir um 7 tU 8% hækkun vaktaálags. Þá er ákvæði um aö þeir sem þiggja laun eftir 8. tU 12. flokki fái eins launaflokks hækkun eftir árs starfsaldur og eftir 15 ára starfs- aldur kemur önnur hækkun um einn launaflokk. Siöan munu fóstrur hækka um einn launaflokk í desem- ber. Samningurinn gildir frá 1. mars síðastliðnum til 31. mars á þessu ári. Aö sögn Bjöms Þorsteinssonar, bæjarritara í Kópavogi, er áætlað aö sérkjarasamningur þessi þýði um 2 tU 3% hækkun á launaútgjöldum bæjarins. -ÓEF. Svo illa vildi til þegar loðnuskipið Örn KE var að sigla inn í höfnina i Rifi að skipið sigldi í strand. Atburður- inn átti sér stað á laugardagsmorgun og var fjara þá. Ástæflan fyrir strandinu mun vera sú að skipið sigldi öfugum megin við innsiglingarvita. En það fór betur en áhorfflist þvi skipifl losnaði af sjálfu sér um hádegisbilið sama dag. Skipið laskaflist ekki í strandinu og kafarar, sem látnir voru kanna kjölinn, gátu ekki greint neinar skemmdir. DV-mynd Ægir. um20% Mangósopi og kakómjólk munu nú aftur verða til sölu í verslunum en á 20% lægra veröi en áður. Þetta er samkvæmt samkomulagi sem gert var milii stjómarflokkanna, Mjólkursamsöiunnar og Mjólkur- bús Flóamanna á föstudaginn og Veröur þaö boriö upp í ríkisstjórn á morgun. Samkomulagið felur í sér að fram fari ítarleg athugun á verðmyndun mjólkurafuröa sem tilbúin veröi í haust og muni þá Alþingi taka ákvöröun um hvórt leggja eigi söluskatt og vörugjald á þessar umdeildu mjólkurafurðir. Fjármálaráöherra hefur falliö frá að leggja þessi gjöld á vörurnar að sinni gegn því aö þær lækkuðu um 20% og frumvörp Framsóknar- manna um niðurfellingu gjaldanna kom ekki til afgreiðslu á Alþingi. Mangósopi og kakómjólk hafa ekki verið til sölu í verslunum í tæpan mánuö. -OEF. TVO FYRIRTÆKIHAFA PANTAÐ KARTÖFLUR ætar kartöf lur um mið ja vikuna „Fyrir helgi fóm tuttugu tonn af nýjum, ítölskum og grískum kartöfl- um, sem við pöntuöum, um borð í skip og hingað til lands kemur sendingin um miðja vikuna,” sagöi Gísli V. Einarsson hjá Eggert Kristjánssyni hf./í viötali við DV í morgun. Nokkrar innflutningsbeiönir hafa borist landbúnaöarráöuneytinu um innflutning á kartöflum framhjá Grænmetisverslun landbúnaöarins. Samkvæmt reglugerð þarf aö leita umsagnar um slíkar beiðnir hjá Framleiösiuráöi Iandbúnaöarins. Veröa beiönirnar teknar fyrir þar á fundi á miðvikudag. Ekki þarf laga- breytingu fyrir þessum innflutningi, aöeins reglugerðarbreytingu. For- sætisráðherra hefur sagt aö leyfi þessi veröi veitt en á meðan beöið er staðfestingar á heimild til innflutn- ings á kartöflum hafa tveir aðilar pantað kartölfur erlendis og eru báöar pantanirnar væntanlegar um miðja viku. Fjörutíu tonn af nýjum kartöflum eru því væntanleg, 20 tonn sem Eggert Kristjánsson hf. hefur pantað og sama magn sem Hagkaup hefur pantaö frá Bretlandi og greint var frá í DV fyrir helgi. Forsvarsmenn beggja fyrirtækj- anna hafa sagt í viðtali við DV aö pantanir þessar hafi verið geröar í trausti yfirlýsinga ráðamanna um að innflutningsleyfi veröi heimiluð. -ÞG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.