Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR14. MAl 1984. 3 Báturinn Byr í höfninnl á Flateyri. Kartöfluundirskriftasöfnunin: Mjög mikil þátttaka — yfir 10 þúsund manns búin að skrifa undir „Viö gerðum lauslega könnun á þátttökunni í undirskriftasöfnuninni á laugardaginn og eftir þvi sem viö komumst næst var þátttakan þá orðin vel yfir 10 þúsund,” sagöi Jón Magnússon, formaöur Neytenda- samtakanna, i samtali viö DV. En eins og flestum er líklega kunnugt stendur nú yfir undirskriftasöfnun á vegum Neytendasamtakanna þar sem stjómvöld eru hvött til aö heimila frjálsan innfiutning á kartöflum og grænmeti á þeim tíma sem innlend gæðaframleiðsla annar ekki eftirspurn. I þeim verslunum þar sem list- arnir hafa veriö var okkur tjáð aö fólk heföi nær undantekningarlaust skrifaö undir, svo þaö er greinilegt að mikill áhugi er meöal neytenda í þessumáli,” sagöi Jón. Hann sagöi aö ráðgert væri aö söfnuninni lyki á mánudagskvöld. Þá yröi listunum safnaö saman og á þriðjudag fengi landbúnaöar- ráöherra þá í hendurnar. Listarnir munu því liggja frammi í flestum matvöruverslunum í dag og einnig er ætlunin aö fara á stærstu vinnu- staðina með listana. Jón sagði aö ætla mætti, eftir viötökum sem undirskriftasöfnunin heföi fengiö, aö þetta væri sennilega ein sú fjölmennasta sem fariö heföi fram hérlendis. Undirskriftasöfnun Varins lands heföi þó verið stærri. -APH. Flateyri: Nýrbátur i flotann Frá Reyni Traustasyni, fréttaritara DV á Flateyri: Nýr bátur, Byr IS-77,16 tonna eikar- bátur, bættist í flota Flateyringa í byrjun maí. Báturinn er keyptur frá Súgandafirði og er Hjálmar Sigurösson eigandi hans og skipstjóri. • Hyggst hann halda til handfæraveiða innan skamms. -FRI. Kveiktuí póst- kössum Um miðjan dag á laugardaginn voru ótíndir brennuvargar á ferö í Ár- bæjarhverfinu. Kveikt var í póst- kössum í þremur stigagöngum í fjöl- býlishúsum hverfisins. Ekki er talið að miklar skemmdir hafi oröiö af þessum íkveikjum og tókst íbúunum fljótt aö slökkva eldinn. Nokkur reykur mynd- aðist og tilheyrandi fnykur í stiga- göngunum. Sem betur fer er enginn póstur borinn út á laugardögum svo ekki skemmdust nein bréf. I póst- kössunum voru því aðallega dagblöð. -APH. Steindórs- málið í hæstarétti Mál Bifreiðastöövar Steindórs sf. gegn samgönguráðherra var flutt í hæstarétti fyrir helgina. I undirrétti töpuðu leigubílstjóramir á Steindóri málinu en þaö snýst um atvinnuleyfi. Búist er við dómi fljótlega. Málið er sótt gegn samgönguráo- herra fyrir hönd samgönguráöuneytis og úthlutunarmönnum atvinnuleyfa leigubifreiöarstjóra í Reykjavík. Arn- mundur Bachman flytur málið fyrir hönd Steindórs. Gísli Baldur Garðars-. sonerlögmaöurráöuneytisins. -KMU. Mótorhjól ogbíli skullu saman Mótorhjól og bíll lentu í árekstri í Lækjargötu síödegis á föstudag, rétt fyrir framan Skalla. ökumaöur mótor- hjólsins kastaöist töluveröa vegalengd viö áreksturinn og var fluttur á slysa- deild en ekki tókst að afla upplýsinga um hvort meiðsli hans heföu vérið alvarleg. Orðatiltækið tvöfaldur í roðinu hefur frekar neikvæða merkingu. Engu að síður segjum við að NISSAN CHERRY sé tvöfaldur í roðinu og okkur finnst að betri umsögn sé ekki hægt að fá. Tvöfeldni felst í þeirri staðreynd að CHERRY er óskafjölskyldubíllinn, rúmgóður, ótrúlega sparneytinn og toppendursölubíll. En vogir þú þér að kitla pinnann og beita bílnum ei eins gott að þú og aðrir nærstaddir haldi sér fast því undir hinu fágaða og Ijúfa yfirborði er ólgandi kraft- ur og vilji sem sæmir aðeins bestu og dýrustu gæðingum. Verð frá kr. 262.000,- IMISSAINI — mest seldi japanski bíllinn i Evrópu. Munið bílasýningar okkar laugardag og sunnudag kl. 2-5. Farsæld á faratæki frá NISSAN. _ i i INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560. -FRI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.