Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 8
8 DV. MÁNUDAGUR 14. MAl 1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson og Guðmundur Pétursson Karpov fékk 3500 pund í verðlaun Anatoli Karpov, heimsmeistari í skák, fór með sigur af hólmi á hinu sterka alþjóðlega skákmóti í London sem lauk síöastliðið föstudagskvöld. I síðustu umferö geröi Karpov jafn- tefli við enska stórmeistarann John Nunn og hlaut því 9 vinninga úr 13 um- feröum, einum vinningi á undan landa sínum Polugaevskí og Bretanum Chandler. Fyrir sigurinn fær Karpov 3.500 ensk pund. Onnur úrslit í síöustu umferð urðu þau aö Ribli vann Miles en öllum öör- um skákum lauk með jafntefli, á milli Vaganian og Spellman, Seirawan og Timman, Chandler og Mestel, Polugaevski og Kortsnoj, Torre og Anderson. Lokastaðan á mótinu varð því þessi: 1. Karpov 9, 2.-3. Polugaevski og Chandler 8, 4. Timman 7,5, 5.-6. Ribli og Seirawan 7, 7.-8. Kortsnoj og Vaganian 6,5, 9.—11. Anderson, Miles og Speelman 5,5 og lestina ráku í 12.— 14. sæti Nunn, Mestel og Torre með 5 vinninga. Shultz gagnrýndí ákvörðun Sovét- manna George Shultz, utanríkisráðherra Bandarikjanna, réðst harðlega á Sovétríkin um helgina fyrir þá ákvörð- un þeirra aö taka ekki þátt í ólympíu- leikunum í Los Angeles svo og fyrir meðferð þeirra á sovéska andófsmann- inum Andrei Sakharov. „Akvörðun Sovétmanna, aö snið- ganga ólympíuleikana, er algjörlega óréttlætanleg. Hún kom jafnvel dygg- ustu stuðningsmönnum þeirra i opna skjöldu og olli þeim vonbrigðum,” sagðiShultz. Hann sagöi að Bandaríkin hefðu gef- ið Sovétríkjunum tryggingu fyrir því að ekki kæmi til neinna andsovéskra mótmæla á ólympíuleikunum eða í ólympíuþorpinu. Þá sagði Shultz að Bandaríkjastjórn heföi variö 50 mill- jörðum dollara til aö tryggja öryggi þátttakanda á leikunum. Um mál Sakharovs sagöi Shultz: „Þeir hafa brugðist viö tilraunum Andrei Sakharovs til að aðstoða konu sína við að komast úr landi til að leita sér læknishjálpar með því að loka þennan heimsþekkta vísindamann frá umheiminum, bera falskar ákærur á hendur henni og jafnvel meina henni aöfaratil Moskvu.” Bardagarnir geisa áf ram í Ubanon: Þjóðstjómin ekki fær um að stöðva átökin? Þjóðstjórnin nýja í Líbanon varð fyrir miklu áfalli um helgina er bar- dagar blossuðu upp að nýju aöfara- nótt sunnudags með þeim afleiðing- um aö a.m.k. átján óbreyttir borg- árar létu lífiö. Atökin nú um helgina draga úr vonum manna um að þjóö- stjómin sé í raun og veru fær um að stööva bardagana í landinu. Þjóöstjórnin, sem í eru fulltrúar allra helstu stríöandi fylkinga í land- inu, hélt sinn fyrsta ríkisstjórnar- fund síöastliðinn fimmtudag og hefur sá fundur verið talinn marka tíma- mót. Vera má að of snemmt sé að fullyrða að einhver verulega tíma- mót hafi orðið með myndun stjórnarinnar ef svo heldur fram sem horfir nú, að bardagamir haldi áfram. Það var á laugardagskvöldið sem sprengjum tók að rigna niður báðum megin viö „grænu línuna” svoköll- uðu, sem skiptir Beirút í austurhluta, þar sem hinir kristnu halda einkum til, og vesturhluta, þar sem íbúarnir eru einkum múslimir. Ekki frekar en oftast áður var það ljóst hverjir hófu átökin og kenndu hvorir tveggju hinum um. Sumir f jöl- miðlar í Beirút vildu rekja upptök bardaganna til ósættis sem orðið hafði innan þjóðstjórnarinnar nýju. Talsverðar róstur hafa verið í Panama undanfarna daga eða allt frá því að kosningar fóru fram þar fyrir einni viku, hinar fyrstu sem haldnar hafa verið í landinu í sextán ár. Á myndinni sjást stuðningsmenn Arnulfo Arias, hins 82 ára gamia frambjóðanda stjórnarandstöðunnar, veifa fánum. Arias hefur þrívegis verið kosinn forseti síðan 1940 en jafnan verið steypt af stóli af Þjóðvarðliðinu. Hann heldur því fram að brögö hafi verið í tafli í kosningunum nú og í gær var frá því skýrt að úrslita úr kosningunum væri ekki að vænta í þessari viku. Líbýa: Sakar Breta og Bandaríkin um stuðning við hryðju- verkamenn Líbýa sakaöi í gær Bandaríkin og Bretland um að styðja við bakiö á hryðjuverkaöflum sem beindu spjót- um sínum gegn Líbýu innan landa- mæra þess og utan. Italskir og belgískir stjómarerind- rekar í Trípólí sem gæta hagsmuna Bandaríkjanna og Bretlands þar voru í gær kallaðir til utanríkisráðuneytisins þar sem þeim vom afhent mótmæli til ríkisstjórna Bandaríkjanna og Bret- lands. Fréttastofan Jana sem frá þessu skýrði gat ekki um hvers konar hryðjuverkastarfsemi væri átt viö en Líbýustjórn hefur áöur haldið því fram aö vopnaður hópur sem öryggissveitir Líbýu stráfelldi síðastliðinn þriöjudag hafi verið þjálfaður í Súdan og síðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Kraf ist krufningar á líkum skæruliða Buckinghamhöll borgar brúsann Israelskur rannsóknardómstóll, er rannsakar dauöa arabaskæmliðanna fjögurra er féllu eftir að hafa tekið strætisvagn herfangi í Israel í síðasta mánuöi og farþega hans sem gísla, hef- ur nú gefið fyrirskipun um að lík tveggja skæruliðanna verði krufin. A.m.k. einn skæruliöanna er talinn sjást lifandi á ljósmynd þar sem hann er leiddur á brott af ísraelskum her- mönnum eftir að þeir höfðu frelsaö gislana. Aður hafði ísraelski herinn sagt að allir skæruliöamir hefðu fallið í áhlaupinu. Lagt hefur veriö bann við því í Israel að sú mynd sem hér um ræðir verði birt. Buckingham-höll hefur lofaö að borga blaðaljósmyndara 1200 dollara í skaöabætur vegna tjóns sem hann varð fyrir þegar Andrew prins sprautaði málningu yfir hóp Ijósmyndara í Los Angeles fyrirskömmu. Andrew prins, sem síðar baðst afsökunar á tiltækinu, beindi málningarsprautu aö hópi ljós- myndara hinn 17. apríl síöastliðinn með þeim afleiöingum aö nokkrir ljós- myndarar sem fylgdust með prinsinum uröu útataðir í málningu. Einn ljósmyndaranna hefur nú fengiö staðfest með skeyti frá Buckingham- höll að tjón hans, metið á 1200 dollara, verði bætt honum að f ullu. Ferdinand Marcos, forseti Filippseyja, ásamt konu sinni. Marcoserspád sigriíþingkosn- ingunumídag Ferdinand Marcos, forseti Filipps- eyja, virðist öruggur um að vinna sigur í þingkosningunum sem fara fram þar í landi i dag, þrátt fyrir reiði almennings yfir morðinu á Benigno Aquino stjórnarandstöðu- leiðtoga og þrátt fyrir bágboriö efna- hagsástand í landinu. Kosningabaráttan, hin fyrsta síð- an herlög voru afnumin fyrir þremur árxun, hefur einkennst af ofbeldi, ásökunum um að brögð séu í tafli og óeiningu stjórnarandstööunnar um hvort hún eigi að taka þátt í kosning- unum. Oeiningin innan stjómarandstöð- unnar er henni mikill fjötur um fót auk þess sem henni hefur ekki tekist að nýta sér þá óánægju sem ríkir meðal almennings yfir morðinu á Aquino og efnahagskreppunni. Fréttaskýrendur telja að Unido, sem er stærsti stjómarandstöðu- flokkurinn í landinu, muni tæpast fá umtalsvert fylgi fýrir utan höfuö- borgina Manila og bendi þvi flest til að Marcos vinni sigur. Stjórnin í Kabúl sakarBandarikin umafskiptasemi Afganistan sakaði Bandaríkin um helgina um vaxandi thlutun í innan- rikismál Afgana og tilkynnti síðan í gær aö afganskt íþróttafólk myndí ekki taka þátt í ólympíuleikunum í Los Angeles. Þar meö varð Afganist- an sjöunda þjóðin til að hætta við þátttöku í leikunum. Athygli vakti að árás Afganistan á Bandaríkin kom aðeins þremur dög- um fyrir heimsókn George Bush, varaforseta Bandaríkjanna, til Pakistan. I útvarpinu í Kabúl á Skæruliðar i Afganistan. laugardag sagði að leyniþjónusta Bandaríkjanna hefði á síðastliðnu ári varið einum milljarði dollara „til eyðileggingarstarfsemi innan Afgan- istan.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.