Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR14. MAI1984. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Duarte fyrsti kosni forsetinn Jose Napoleon Duarte bar sigur úr býtum í síðari umferð forsetakosning- anna í E1 Salvador og verður fyrsti maöurinn í 52 ár sem kemur til þess embættis eftir frjálsar kosningar í E1 Salvador. Hann ítrekaði loforð sitt til kjósenda um aö setja á laggimar sérstaka nefnd til þess aö leita uppi og útrýma dauða- sveitunum illræmdu og binda enda á mannréttindabrot. Duarte sagöi á fundi með blaða- mönnum í gærkvöldi að her iandsins hefði stofnað sérstaka nefnd til þess aö taka fyrir mannréttindabrot sem herinn hefur oftsinnis veriö sakaður um. Atkvæðatölur liggja nú fyrst fyrir og hlaut Duarte tæp 54% atkvæða en mót- frambjóðandi hans, Roberto D’Aubuisson, sem talinn er standa í tengslum við öfgasamtök hægrimanna og dauðasveitir þeirra, fékk um 46%. Dregur úr áfengis- neyslu Pólverja Pólverjar, sem löngum hafa verið í hópi mestu áfengisneytenda heimsins, innbyrtu 27 prósent minna áfengi á síöasta ári heldur en árið 1980. En áfengisneysla á vinnustöðum og sala áfengis á svörtum markaði heldur áfram, að því er aðstoðarforsætisráö- herra landsins skýrði frá í gær. Ráðherrann sagði að þessa minnk- andi áfengisneyslu mætti rekja til nýrrar áfengislöggjafar er gekk í gildi fyrir einu ári. 150 tonn af maríjúana Stjómarhermenn í Kólumbíu gerðu í gær upptæk 150 tonn af maríjúana sem senda átti til Bandaríkjanna og hand- tóku um leið 24 skæruliða hins vinstri- sinnaöa þjóðfrelsishers sem vörðu fíkniefnasendinguna. Talsmaður hersins sagöi að at- burðurinn í gær hefði átt sér stað við landamæri Venesúela og væri þetta mesta áfall sem skæruliðar hefðu orðið fyrir varðandi fíkniefnasmygl sitt. *• ■'* jjjtfay ■ Vandlátustu sóldýrkendur velja Riminisólina sumar eftir sumar; aögrunna strönd, afþreyingaraðstööu af bestu gerð, frábæra veitingastaði og eldfjörugt næturlíf. Héreigaallirfjölskyldumeðlimir ánægjulega daga, ekki síst þeir yngstu, því íslenski barnafarar- stjórinn sértil þess að smáfólkið nýtur hverrar stundar ekki síður en hinir fullorðnu. Skoðunarferðir til ógleymanlegra staða, s.s. Rómar, Feneyja og Flórens eru síðan góð ábót á líflegt strandlífið og gera Riminiferðina að stórskemmtilegri blöndu, þarsem ríflegum skammti af fróðleiksmolum er stráð yfir ómælt magn af sólskini. Dasmi Ur” verð: Brottför 28. júni 3,;-S42“"> 1984 20.200 ~——__4 barnaafs I 80.800 —----19,000 aöi/darféi afs/ 70'800 ~—----iSQO . 66.000 Verðpr.fa rþ. prðlækliunjay Verð frá kr. 16.200 miðað við sex manns í 3ja herb. ibúð í 11 daga. Barnaafsláttur allt að kr. 5.700’ Aðildarfélagsafsláttur kr. 1.600 fyrir hvern fullorðinn og kr. 800 fyrir börn. Verð fyrir hvern farþega í 6 manna fjölskyldu (miðað við hæsta barnaafslátt) kr. 11.332 11 og 21 dags ferðir Beint leiguflug til Rimini. VfiSS* Þli lifir lengi ÁGÓDU SUMARLEYFI rt,S«3 •Mapp .rtto,itoto'^nd ' rtposPó'UT • WnnS“™ 09 . . fcnulK ^ OU » hevWatoUS_ Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖUUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAQÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727 Loftárásir á olíuskip Ohuskip frá Kuwait, hlaöið 76 þúsund smálestum af eldsneytisolíu, varð fyrir eldflaug í gær þar sem þaö var á siglingu um Persaflóa. Engan sakaði um borð og síðar kom í ljós að skemmdir höfðu ekki orðið miklar. Herþota skaut eldflauginni aö olíu- skipinu en kennsl urðu ekki borin á flugvélina. Haldiö var að hún hefði veriðfrálrak. Þetta er þriðja arabíska olíuskipið sem verður fyrir loftárás á Persafló- anum á síöustu þrem vikum. — Hin tvö skipin höföu verið fermd olíu frá Iran. Loftárásin í gær kann að draga þungan dilk á eftir sér fyrir Iraka því að þeir hafa notið stuðnings Kuwait og Saudi Arabíu í stríðinu við Iran. — Kuwait-oliuskipið, sem varð fyrir árásinni í gær, var meö olíu frá Kuwait á leið til Bretlands. Skipið var statt utan þess svæðis sem hefur verið yfir- lýst stríðssvæði. Ahöfn skipsins er búlgörsk. RÆNDU NYGIFTUM HJONUM Lögreglan á Sri Lanka hefur leitað alla helgina ungra bandarískra hjóna sem rænt var þar fyrir fjórum dögum. Ræningjarnir, aðskilnaðar- sinna hryðjuverkamenn, hótuðu að taka þau af lífi í dag — eiginmanninn árla í morgun og eiginkonuna sex klukkustundum síöar, ef kröfur þeirra yrðu ekki uppfylltar. Tamilarnir, sem kalla sig frelsis- her alþýðu, krefjast tveggja milljón dollara í gulli og iausnar félaga sinna úrfangelsi. Ungu hjónin eru nýgift, en þeim var rænt af heimili þeirra í héraöinu Jaffna á norðurhluta Sri Lanka. Þar starfar maðurinn sem verkfræð- ingur. Ræningjar þeirra segja að þau séu útsendarar CIA, leyniþjónustu Bandarikjanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.