Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 42
42
DV. MÁNUDAGUR14. MAl 1984.
Viðskiptavinir Vöruleiða hf
athugið
Fluttum 1. maí 1984 afgreiðslu okkar í Reykjavík frá Kleppsmýrarvegi 8
í nýtt húsnæði að Súðarvogi 14 (á horni Dugguvogs og Tranavogs).
Við munum sem áður kappkosta að veita fljóta og góða þjónustu.
Vinsamlega athugið að frá 1. maí verðum við með afgreiðslu fyrir Stefni
hf. til Akureyrar og nágrennis, Þórshafnar og Vopnafjarðar, Hveragerðis,
Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar.
Verið ávallt velkomnir, þökk fyrir viðskiptin.
Vöruleiðir hfSúðarvogi 14 (á horni Dugguvogs og Tranavogs).
Simi 83700, opið frá kl. 8— 18 alla daga nema föstudaga til kl. 17.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 110., 113. og 117. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Brekkulandi 8, Mosfellshreppi, þingl. eign Ásgeirs Guð-
mundssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins og
Arnar Höskuldssonar hdl. á eigninni sjáifri fimmtudaginn 17. maí 1984
kl. 17.00.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 110., 113. og 117. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Bugðutanga 1, Mosfellshreppi, þingl. eign Magnúsar Alberts-
sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni
sjálfri fimmtudaginn 17. maí 1984 kl. 16.30.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 87., 92. og 95. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Mosabarði 4,1. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Bjarna Ingimars-
sonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl. og innheimtu
ríkissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. maí 1984 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 87., 92. og 95. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni lóð við Krísuvíkurveg, Hafnarfirði, tal. eign Benedikts
Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjaröarbæjar á eigninni
sjálfri fimmtudaginn 17. maí 1984 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarf irði.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Öldugötu 48, 1. hæð t.v., Hafnarfirði, tal.
eign db. Guðmundu Gísladóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtu-
daginn 17. maí 1984 kl. 14.15.
Bæjarfógetinn í Hafnarfírði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á mb. Hafsteini K.E. 85,
þingl. eign Árna Eðvaldssonar, fer fram við bátinn sjálfan í Kefla-
víkurhöfn að kröfu Jóns Hjaltasonar hrl. og Landsbanka íslands
fimmtudaginn 17.05.1984 kl. 15.
Bæjarfógetinn í Keflavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Vallargötu
15, efri hæð og risi, í Keflavík, tal. eign Halldórs Pálssonar, fer fram á
eigninni sjálfri að kröfu Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. fimmtu-
daginn 17.05.1984 kl. 11.15.
Bæjarfógetinn í Kefiavík.
Ályktun fulltrúa á aðalf undi Kaupfélags Eyf irðinga:
Sparísjóður Svarfdæla 100 ára:
Menningarsjóður stof naður
i tilefni af mælisins
Sparisjóður Svarfdæla varð 100 ára
1. maí og héldu heimamenn vel upp á
afmæliö. I húsakyrinum sjóösins var
opiö hús eftir hádegi. Ekki svo að
skilja að hægt hafi verið að ganga í
peningaskápana heldur voru salar-
kynni til sýnis. Þar hafði verið komiö
upp stórglæsilegri sýningu á íslenskri
og erlendri mynt og seðlum. Þarna
voru til dæmis allir íslenskir seðlar frá
upphafi. Eyfirska safnarafélagið,
AKKA, stóð fyrir sýningunni og áttu fé-
lagsmennimir alla seðlana nema einn.
Hann lánaöi Seðlabanki Islands og
þurfti Sparisjóöurinn að tryggja grip-
inn fyrir eina miiljón króna vegna
norðurferðarinnar.
Talið er aö um 1000 manns hafi litiö
inn í Sparisjóðinn frá 13—18 og hafðist
vart undan að bera að kaffi og með því
handa öllum skaranum.
Um kvöldiö hélt Sparisjóðurinn
hátíðarveislu í Víkurröst þar sem boð-
iö var gestum úr svarfdælskri byggð
og fulltrúum nágrannasparisjóða.
Fjölmargar ræður voru fluttar og
Samkór Dalvíkur söng. Veislunni
stjórnaði Hilmar Danielsson, for-
maður stjómarSparisjóðsins.
I upphafi veislunnar var tilkynnt sú
ákvörðun aukafundar ábyrgðarmanna
Sparisjóðsins frá því um morguninn að
stofna Menningarsjóð Svarfdæla. Til-
gangur hans er að veita styrki til hvers
konar menningar- og mannúðarmála í
byggðum Svarfdæla. Sem stofnfé lagði
Sparisjóðurinn fram 500 þúsund
krónur og samþykkt var aö veita 200
þúsund af hagnaði síðasta árs til út-
hlutunar á þessu ári.
Á þessum fundi ábyrgðarmannanna
var líka afhjúpað málverk Sigfúsar
Halldórssonar af fyrstu stjómarmönn-
umSparisjóðsins.
Þá var í kvöldveislunni einnig sagt
frá verðlaunabikar Taflfélags Dalvík-
ur. Hann er gjöf sjóðsins til minningar
um Svein Jóhannsson, fyrrverandi
sparisjóðsstjóra,sem er nýlega látinn.
Skal árlega haldiö skákmót þar sem
Gestir á sýningu Sparisjóðs Svarfdæla.
keppt verður um bikarinn og Spari-
sjóðurinn gefur öll önnur verðlaun
líka.
Ollu þessu til viðbótar var kynnt út-
gáfa á sögu Sparisjóðs Svarfdæla sem
Hjörtur E. Þórarinsson á Tjöm hefur
DV-mynd JBH
haft veg og vanda af. Ritið er um 80
blaðsíður að stærð og var því dreift
ókeypis á öll heimili í byggðarlaginu.
Aðrir sem kunna að hafa áhuga geta
fengið það keypt.
JBH/Akureyri
Gerð verdi úttekt á
gildi landbúnaðarins
Sérmál aðalfundar Kaupfélags Ey-
firðinga voru landbúnaðarmálin.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson, bóndi á
öngulsstöðum í Eyjafirði, hafði fram-
,sögu og Hákon Sigurgrimsson fram-
kvæmdastjóri Stéttarsambands
bænda, veitti upplýsingar um þessi
mál og tók þátt í umræðum.
A fundinum var samþykkt ályktun
og þar meöal annars talað um að p.á-
grannaþjóðir okkar hefðu taíið rétt aö
vemda landbúnað með margvislegum
aðgerðum eg greiöa niöur búvöruverð
til neytenda. Ekki sé raunhæft að Is-
lendingar skeri sig þar úr og því telji
fundurinn að umræður um land-
búnaðarmál í f jölmiðlum og á Alþingi
séu á villigötum. Þær hafi einkennst af
yfirboöum um hvernig skera megi
landbúnaðarframleiðsluna sem mest
niður á skömmum tima og órök-
studdutn fullyrðingum um háan
vinnslji- og dreifingarkostnað.
Fundarmenn töldu að ekki mætti líta
á landbúnað sem einkamál bænda og
vinnshistöðVa þeirra því skyndilegur
samdráttur í búvöruframleiðslu myndi
valda Verulegu atvinnuleysi og því
koma þyngra niöur á þéttbýli en dreif-
býli. Til að meta þau áhrif þyrfti að
safna upplýsingum til dæmis um
starfsmannafjölda og verðmætamynd-
un í búvöruiðnaði.
Fundurinn skorar á ríkisstjórnina aö
láta gera úttekt á þjóöhagslegu gildi
landbúnaðarins sem yröi notuð til aö
„marka ábyrga og öigalausa stefnu
um framtíð landbtóaðar á Islandi,
'fapiúg aö þörf jáá^ðaritts verði
mætt sem best á h^erjúm tínia,” segir
ísamþykkt kaupfélagsfundarins.
JBH/Akureyri
Hafa Færeyingar sett
heimsmet í spamaði?
Frá Eðvarð Jónssyni, fréttaritara DV í
Færeyjum:
Hver einasti Færeyingur, þar með
talin reifaböm og gamalmenni, á að
meðaltali sem svarar 250 þúsundum ís-
lenskra króna inni á bankareikningi
eða sparisjóðsbók. Sparifé í færeysk-
um peningastofnunum nemur nú alls
um 10 milljörðum íslenskra króna. Er
það rúmum 3 milljöröum meira en all-
ar erlendar skuldir Færeyinga saman-
lagðar.
Þessar upplýsingar komu fram í
skýrslum sem færeysku bankamir
lögðu fram nýlega. Færeyingar hafa
nú sennilega sett heimsmet í spamaði
því að sparifjáreign hér jókst um 23
prósent á síðasta ári. A sama tíma juk-
ust útlán aðeins um 17 prósent. Lausa-
fjárstaða peningastofnana hefur því
aldrei verið betri. Stærsti hluti útlána
hefur farið til að fjármagna hús-
byggingar og bílakaup. Verðbólgan
hefur minnkaö verulega í Færeyjum á
undanförnum árum eða úr 17 prósent-
um áriö 1981 í 5 prósent á síöasta ári.
-KÞ
Hólmanesið með karfa
og grálúðu
FráRegínuáEskifirði. Hér er búið að vera Mallorca-veður
Hólmanes SU 1 kom inn nýlega eftir undanfamar vikur. Heldur hefur
9 daga útivist með 185 tonn. Mestur kólnað síðustu daga.
hluti aflans er karfi og grálúða.