Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 7
DV. MÁNUDAGUR14. MAl 1984. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur SAMBANDIÐ HARMAR SÝKINGU í KARTÖFLUNUM vinna franskar kartöflur úr kartöflum en þaö veröur þó á einhverjum spott- prís og minnkar ekki mikið það tjón sem hlotist hefur af þessum inn- flutningi. Það tjón sem hlýst af þessum inn- flutningi er tæpast undir 1,5 milljónum og kemur það að sjálfsögðu í hlut neyt- enda aö borga þann brúsa þegar upp verður staðiö. Þaö hafa veriö gerð hrapalleg mistök í þessum kaupum á finnsku kartöflunum. Þó svo að geymsluþol þeirra hafi verið lítið er fátt sem er verjandi við þessi viðskipti. Við látum ósagt um þátt Sambandsins í þessu máli, um hann hefur verið fjallað áður. Þó var einn stjómar- mannanna, Eiríkur Sigfússon, sem taldi að það hefðu verið mistök að gera þennan samning við Sambandið og taldi einnig að Sambandið ætti að bera skaöann sem hefur hlotist af þessum innflutningi. Farið eftir mati Allar kartöflur sem koma hingaö til landsins eru metnar af matsmanni garðávaxta. Það kom skýrt fram hjá GV stjómarmönnum að það hefði verið farið í einu og öllu eftir þessu mati. En samkvæmt heimildum DV er margt sem bendir til þess að ekki hafi verið farið eftir þessu mati. Sýning GV bauð fréttamönnum að skoða húsakynni vérslunarinnar. Fyrst bar fyrir augu kartöflur sem vom á færi- bandi þar sem þær eru flokkaðar áöur en þeim er pakkaö. Það var samdóma álit fréttamannanna aö þeir hefðu ekki séð svo fallegar kartöflur í langan tíma. Og held ég að það hafi hvarfiaö að flestum að þessar kartöflur hafi verið sérstaklega valdar til sýningar. Þá var einnig valinn einn poki af handahófi úr pökkunarsalnum og inni- hald hans skoöað. Þær kartöflur litu nokkuð vel út, en í ljós kom að 2—3 kartöflur voru þó skemmdar þegar þær voru skoraar í sundur. -APH „Vegna umfjöllunar fjölmiðla nú undanfarið, um kaup á finnskum kartöflum hingað til lands, óskar innflutningsdeild Sambandsins að koma eftirfarandi á framfæri,” segir í bréfi sem borist hefur frá fyrirtækinu. Þar er greint frá aðdraganda að innflutningi þessum sem hafi verið sökum uppskerubrests hér á landi siöastliðiö haust. Þegar uppskeru- bresturinn var ljós hóf innflutnings- deildin fljótlega aö kanna verðlag og framboð á kartöflum erlendis. Ljóst var að framboð var mjög takmarkað í hinum hefðbundnu framleiðslulöndum Evrópu vegna mikilla þurrka í fyrra- sumar. I bréfi innflutningsdeildar- innar segir jafnframt aö Sambandið hafi ekki verið eini íslenski aðilinn sem var að leita hófanna um útvegun á kartöflum hingað til lands, „enda hverjum frjálst aö gerast umboðsaðili erlendra seljenda til Grænmetisversl- unar landbúnaðarins”. Samningar í desember Ummiðjan desember sl. gerði Græn- metisverslun landbúnaöarins samning um kaup á 2100 tonnum af kartöflum frá finnska fyrirtækinu Tuotelaari O/Y og er innflutningsdeild Sambandsins umboðsaðili þess fyrirtækis hér á landi. I samningnum var gert ráð fyrir að hið umsamda magn skyldi afgreitt i þremur jafnstórum sendingum með mánaöarlegu millibili. Samið var um fast verð er miðaöist við afhendingu farms í vörugeymslu kaupanda. Jafnframt er ákvæði í samningnum er kveöur á um ástand og heilbrigöi vörunnar og er finnskum yfirvöldum, nánar tiltekiö National Board of Agriculture Plant Guarantine Service, gert að annast þaö eftirlit í samræmi við gildandi reglugerðir í báöum löndunum. Hverri sendingu fylgdi vott- orðþessa aðila. Hringrot í miðsendingunni Skoöun fór fram á hverjum farmi við komu hingað til lands og við slíka skoðun kom í ljós að í farmi númer tvö væri að finna sýkingu er kallast hring- rot. Þessar kartöflur hafa nú veriö eyði- lagðar (um 50 tonn) og samkomulag náðst um bætur milli kaupanda og seljanda. Af hálfu seljanda var lögð áhersla á að þess væri gætt að allar reglur sem gilda í slíkum viðskiptum, svo sem vottorð um ástand og heilbrigði, væm í fullkomnulagi. Innflutningsdeild þykir miöur að sýking skyldi finnast i einni af sendingunum en ítrekar að við því máli var bmgðist á þann eina hátt sem rétt gat talist. -ÞG EV SALURINN I FIATHÚSINU EV-kjör eru landsþekkt sérkjör sem enginn annar býður því við lánum í 3.6,9, eða jafnvel 12 mánuði. EV-kjör erú kjör sem erfitt er að trúa en eru engu að síður staðreynd. Við bjóðum einnig ÓDÝRA BÍLA AN ÚTBORGUNAR. WILLYSJC577. WILLYS JC5'68. CHARADE '79. CQRHNA 78. HONDA CIVIC 79. MAZDA 323 77. ALFA ROMEO 78. FIAT127 76. DODGE CHARGER 74. FORD EC.LINE 74. FORD LTD 79. FIAT132 '78. 1929 notodlr bílar í eigu umbodssins - ALLT Á SAMA STAÐ EGILL , - SÍFELLD ÞJÓNUSTA VILHJALMSSON - YFIR HALFA OLD. Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Sími 79944—79775 1984

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.