Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 22
22 DV. MÁNUDAGUR14. MAI1984 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir „Jú. hvað sagði ég 99 — sagði Kaltz, bakvörður Hamburger, þegar hann fékk fréttirnar um jafntef li Stuttgart Frá Hilmari Oddssyni, frétta- manni DV í V-Þýskalandi: — Þaö brutust út mikil fagnaöarlæti í búningsklefa Hamburger SV í Niirn- berg þegar leikmenn félagsins fréttu aö Stuttgart heföi orðið aö sætta sig við jafntefii gegn Frankfurt. „Þetta getur orðið okkur dýrkeypt” — sagði Helmut Benthaus, þjálfari Stuttgart Fró Hilmari Oddssyni — frétta- manni DV i V-Þýskalandi: — Þetta stig, sem við töpuðum til Frankfurt, getur orðiö okkur dýr- keypt. Það var sárt að tapa stiginu, sagði Helmut Benthaus, þjálfarl Stuttgart. — Það getur svo fariö aö við töpum stigi eöa stigum í Bremen. Þrátt fyrir þaö gætum viö orðiö meistarar meö því að leggja Hamburger SV aö velli í síðasta leiknum hér í Stuttgart, sagöi Benthaus. — Viö lékum vel í fyrri hólfleik, en strákarnir slökuöu siöan á i þeim seinni. Leikmenn Frankfurt notfæröu sér það og tryggðu sér jafntefli á elleftu stundu, sagði Benthaus. -HO/-SOS. • Uli Stein, markvörður Ham- burger, sagöi: — „Þessar fréttir gera sigur okkar (7—1) fyrst sætan.” • Manfred Kaltz, bakvöröurinn sterki: — ,,Jú, hvaö sagöi ég? Eg haföi það á tilfinningunni nú í vik- unni aö leikmenn Stuttgart myndu hrasa um einhvem þröskuldinn sem þeir ættu eftir aö yfirstíga — ó leiö sinni aö meistaratitlinum. ” • Emst Happel, þjálfari Ham- burger: — Þetta voru góöar fréttir. Strákamir eru klárir í lokaslaginn — þeir sýndu þaö í Niirnberg aö þótt þeir væru undir (0—1) gáfust þeir ekki upp — heldur léku vel. -HO/SOS. yMB. Buch wald — hinn efnilegi leikmaður Stuttgart, sést bér skalla knöttinn fram hjá Berthold, vamarleikmannl Frank- furt — og fyrir mark Frankfurt. Markvörðurinn Jurgen Pabl sá við fyrirgjöfinni og náði að bandsama knöttinn. Buchwald hefur tekið miklum framf ömm að undanförau og er nú í landsliðshópi V-Þjóðverja. Leikmenn Stuttgart sofnuðu á verðinum töpuðu mjög dýrmætu stigi þegar þeir fengu Frankfurt í heimsókn Frá Hiimari Oddssyni — frétta- manni DV í V-Þýskalandi: — Það vora niðurlútir leikmenn Stuttgart sem gengu af leikveili i Stuttgart þar sem þeir urðu að sætta sig við jafntefli 2—2 gegn Frankfurt. Stuttgart tapaði þaraa dýrmætu stigi sem félagið þurftl ekki að tapa. Jupp DerwaU, landsliðs- einvaidur V-Þýskalands, var meðal á- horfenda og sagði hann í leikhléi, þeg- ar staðan var 2—0 fyrir Stuttgart: — Maður sér það á Stuttgart að það er hvergi veikur hlekkur í liðinu. Já, þaö var ekki nóg fyrir leikmenn Stuttgart að leika eins og meisturum sæmir í aöeins 30 minútur. Kæruleysi varö þeim að falli — sigurvissan of mikil. Peter Reichert og Karl AUgöw- er skoruöu mörk félagsins á 8. og 21. mín. og reiknuöu allir meö stórsigri Stuttgart. 36.000 áhorfendur uröu fyrir miklum vonbrigðum í seinni hálfleiknum þegar kæruleysiö var allsráðandi hjá Stutt- gart. Frankfurt tók leikinn í sínar hendur og enginn lék betur en hinn 17 ára Thomas Berthold sem var besti maöur vallarins. Hann minnkaöi muninn i 2—1 á 85. mín. og síðan skallaöi hann knöttinn til Uwe MiiUer, sem skoraði jöfnunarmarkiö 2—2 á 91. mín., eöa aðeins nokkrum sek. áður en dómari leiksins flautaöi til leiksloka. Asgeir Sigurvinsson var tekinn úr umferð í leíknum — einn leikmaður Frankfurt hafði hann í strangri gæslu. Ásgeir náöi ekki aö njóta sín og varð þar af leiöandi ekki sá stjórnandi og skipuleggjari sem hann hefur verið aö undanfórnu. Asgeir fékk góða dóma þrátt fyrir aö vera tekinn úr umferð og eitt blaöanna sagöi aö þaö heföi komiö i ljós hvað Asgeir væri þýöingarmikiU fyrir Stuttgart sem næöi sér ekki á strik ef Asgeir ætti ekki sniUdarleik eins og að undanfömu. -HO/-SOS. I Markamet í V-þýskalandi i Frá HUmar Oddssyni, fréttamanni DV í V-Þýskalandi: — Það voru skoruð 53 mörk í BundesUgunni á laugar- daginn, sem er mesta skor i 21 árs sögu hennar. Gamla metið var 47 mörk, sem voru skoruð í einni umferð 1967. Nú hafa alls verið skoruð 1029 mörk i V-Þýskaiandi. Það var Thomas von Hessen sem skoraðl 1000. markið þeg- ar Hamburger vann Nurnberg 6—1. -HO/-SOS. j „Eg hengi ykkur 99 — ef þíð tapið, sagði Udo Lattek, þjátfari Bayern, við leikmenn sína fyrir leikinn gegn Kaiserslautern — Frá Hilmari Oddssyni — frétta- mannl DV í V-Þýskalandi: — Bayern Miinchen hefur ekki enn gefið frá sér venina um að verða V-Þýskalands- meistari. Fyrir leik Bayera gegn Kaiserslautern i Miinchen sagði Udo Lattek, þjálfari Bayera, við sína menn: — Ef Hamburger og Stuttgart tapa stigum og við töpum einnig þá mun ég hengja ykkur. Karl-Heinz Rummenigge, sem hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum aö undanfömu og skorað 25 mörk í Bundesligunni sagöi fyrir leikinn að möguleikamir væru enn fyrir hendi hjá Bayern að veröa meistari. — Ég mun leika í samræmi viö þaö, sagöi Rummenigge, sem kraföist þess aö allir leikmenn Bayem lékju á fullu og gæfu allt sem þeir ættu í lokabarátt- unni. 18.000 áhorfendur sáu Rummenigge skora mark (1—0) eftir aöeins 60 sek. Svíinn Thorbjöra Nilsson jafnaði 1—1 og Wolfgang Wolf kom Kaiserslautern yfir 1—2. Rummenigge jafnaöi 2—2 meö skalla rétt fyrir leikhlé og síöan fiskaði hann vítaspymu í byrjun seinni hálfleiksins, þegar Hans-Peter Briegel felldi hann inni í vitateig. Rummenigge hefur alltaf óttast Briegel, enda alltaf auglýst einvígi þeirra þegar Bayem og Kaiserslaut- em hafa leikiö. Þetta var síöasta ein- vígi þeirra því að Rummenigge er á förumtilltalíu. Wolfgang Klaus, sem fer frá Bayern til Sviss eftir þetta keppnistímabil, skoraði 3—2 úr vítaspymunni og síöan skoraöi danski leikmaöurinn Sören Lerby 4—2 úr vítaspymu og þaö var Karl Del’Haye sem gulltryggöi síöan sigurBayem5—2. -HO/-SOS. URSLIT Urslit urðu þessi í V-Þýskalandi á laugardaginn: Niiraberg-Hamburger Stuttgart-Frankfurt Braunschweigh-Diisseidorf Mannhelm-Bielefeld Bochum-Leverkusen Gladbach-Uerdingen Bayera-Kaiserlautera Köln-Dortmund Offenbach-Bremen 1-6 2—2 4— 1 0-2 2-1 7—1 5- 2 5—2 3-7 Karl—heinz Rummenigge er hér búinn að senda knöttinn f netið hjá Kaiserslautera — eftlr aðeins 60 sek., og fagnar marki sinu. Það er varaarmaðurinn Wolf sem liggur á vellinum. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir ■ IL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.