Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Síða 28
28 íþróttir íþróttir 13V. MANufiAó£jkT4.'MÁl íáö. íþróttir íþróttir LIVERPOOL MEISTARI ÞRIÐJA ÁRIÐ í RÖD — og alls hef ur félagid tryggt ser Englandsmeistaratitilinn fimmtán sinnum — Birmingham f éll niður í 2. deild ásamt Wolves og Notts County — Kevin Keegan skoraði í sínum síðasta leik með Newcastle Liverpool tryggði sér enska meistaratitilinn í knatt- spyrnu þriðja árið í röð með því að gera jafntefli gegn Notts County á laugardaginn. Er þetta í fimmtánda skiptið sem Liverpool vinnur titilinn. Meistarar Liver- pool voru vel að sigrinum komnir, þeir höfðu forystu í 1. deildinni í nær allan vetur en Manchester United veitti þeim samt harða keppni allan tímann. Er þetta í sjöunda skiptið á síðustu tíu árum sem Liverpool vinnur enska meistaratitilinn, glæsilegur árangur hjá einu besta félagsliði Evrópu, ef ekki heims. Meistarar Liverpool þurftu aöeins eitt stig til þess aö tryggja sér meistaratitilinn þegar þeir mættu Notts County á Medow Lane. En heimamenn voru ekkert á því aö iáta meistarana tryggja sér stigið dýr- mæta baráttulaust, þeir börðust af miklum krafti og voru betra liðiö framan af leiknum. Á 15. mínútu átti Trevor Christie hörkuskot rétt fram- hjá marki Liverpool og Bruce1 Grobbelaar varöi mjög vel frá Steve Hunt skömmu síöar. En meistararnir ÚRSLIT Urslit uröu þessi í ensku knattspyrn- unni á laugardaginn: 1. DEILD: Birmingham—Southampton 0—0 Coventry—Norwich 2—1 Everton—QPR. 3—1 Ipswich—Aston Villa 2—1 Leicester—Sunderland 0-- 2 NottsC.—Liverpool 0—0 Stoke—Woives 4—0 Tottenham—Man.Utd. 1—1 Watford—Arsenal 2—1 WBA-Luton 3—0 WestHam—Nott.For. 1-2 2. DEILD: Barnsley—Carlisle 2—1 Cardiff—Sheff.Wed. 0-2 C. Palace—Blackbum 0—2 Fulham—Oldham 3—0 Grimsby—Cheisea 0—1 Leeds—Charlton 1—0 Man.City—Cambridge 5—0 Middlesb.—Huddersfleld 0—0 Newcastle—Brighton 3—1 Portsmouth—Swansea 5—0 Shrewsbury—Derby 3—0 3. DEILD: Boumemouth—Bradford 4—1 Brentford—Walsall 1—1 Bumley—Wimbledon 0—2 Gillingham—Scunthorpe 1—1 Hull—BristolR. 0-0 Lincoln—PortVale 3—2 Millwall—Exeter 3—0 Oxford—Rotherham 3—2 Plymouth—Orient 3—1 Preston—Bolton 2—1 Sheff.Utd.—Newport 2-0 Wigan—Southend 1—0 4. DEILD: Aldershot— Darlington 0—0 Bury—Swindon 2—1 Doncaster—Crewe 1—0 Hartlepool—Reading 3—3 Halifax—Colchester 4—1 Hereford—York 1—0 Mansfield—Northampton 3—1 Peterborough—Chester 1—0 Tranmere—Stockport 1—0 Wrexham—Chesterfield 4—2 náöu síðan smám saman tökum á leiknum og á síðustu mínútu f.h. þurfti Mick Leonard, markvöröur Notts County, að taka á öllu sínu til þess aö verja hörkuskot frá John Wark. I síöari hálfleik var mest um baráttu á vallarmiðjunni og lítið um marktæki- færi en meistararnir höfðu samt alltaf undirtökin. Þrem mínútum fyrir leiks- lok átti Ronnie Whelan hörkuskot af um 20 metra færi en boltinn straukst viö utanverða stöng á marki Notts County. Leiknum lauk því meö marka- lausu jafntefli og þaö nægöi Liverpool til tryggja sér meistaratitilinn. Eftir leikinn brutust út mikil fagnaöarlæti meöal stuöningsmanna Liverpool, sem og leikmanna. Áhorfendur á Medow Lane voru 18.745, sem er mesti áhorfendafjöldi þar í vetur. Liðin sem léku voru þannig skipuð: Notts County: Leonard, Hodgson, Clarke, Richards, Hunt, Harkouk, Chidozie, O’Neil, Christie, Goodwin og McParland. Liverpool: Grobbelaar, Neal, Kennedy, Lawrenson, Hansen, Whelan, Dalglish, Lee, Rush, Souness og Wark. Örlagavaldurinn Mick Ferguson Miöframherji Coventry City, Mick Ferguson, var sannkallaöur örlaga- valdur í baráttunni um þriöja fallsætiö í 1. deild á laugardaginn. Ferguson þessi er leikmaöur hjá Birmingham City en var lánaöur í einn mánuö til Coventry City. Hann skoraöi sigur- markiö fyrir Coventry gegn Norwich og tryggöi þar meö liðinu áframhald- andi veru í 1. deild en sendi jafnframt með þessu marki Birmingham niöur í 2. deild, þar sem þaö náöi aðeins jafn- tefli gegn Southampton. Ferguson gengur síðan aftur til liös viö Birming- ham í næstu viku og leikur í 2. deild á næsta keppnistímabili. Hvemig skyldi kappanum líöa þessa dagana? En svona er nú knattspyrnan. En þaö gekk mikiö á í baráttunni um aö foröast fallsætiö og munaöi oft mjóu aö illa færi fyrir liðunum sem í hlut áttu. Þaö blés ekki byrlega fyrir Coventry eftir hálftíma leik gegn Norwich á Highfield Road því þá náði Norwich forystunni meö marki John Deehan úr vítaspyrnu, en Coventry varö aö sigra í leiknum til þess aö forðast fall. Aðeins itveimur mínútum eftir aö gestirnir náðu forystunni jafnaði Coventry meö marki blökkumannsins Dave Bennett. Á 72. mínútu skoraöi síöan Mick Fergu- son sigurmarkið meö hörkuskalla eftir fyrirgjöf frá Bennett. Það sem eftir liföi leiktímans reyndi Coventry af öll- um mætti aö halda fengnum hlut og var gífurleg taugaspenna í lokin. Hafa þessar mínútur örugglega veriö þær lengstu í lífi Bobby Gould, fram- kvæmdastjóra Coventry, og hjarta hans hefur eflaust hætt að tifa rétt sem snöggvast þegar Rosenoir átti skot í stöngina á marki Coventry á síðustu minútu leiksins. • Þaö munaöi ekki miklu aö Birming- ham gæti forðast falliö í 2. deild en leik- menn þess sóttu látlaust allan leikinn gegn Southampton á St. Andrews og voru mjög óheppnir aö sigra ekki í leiknum. Billy Wright átti hörkuskot í stöngina á marki Southampton í f.h. og Nick Holmes bjargaöi á marklínu skalla frá Noel Blake í þeim síöari en inn fyrir marklínuna vildi knötturinn ekki og því uröu örlög Birmingham að falla í 2. deild. Þeir Noel Blake og Billy Wright voru bókaðir í leiknum fyrir grófan leik. W.B.A. og Sunderland björguðu sér á síðustu stundu W.B.A. tókst aö bjarga sér frá falli í aðra deild meö því aö vinna öruggan sigur á lélegu liöi Luton Town. Albion haföi algera yfirburöi í leiknum frá fyrstu mínútu til þeirrar síöustu. Þrátt fyrir aragrúa af marktækifærum tókst heimamönnum ekki aö skora í f.h. En á 63. mínútu tókst þeim loks aö brjóta ísinn, þá skoraöi Tony Morley með þrumuskoti eftir sendingu frá besta manni vallarins, Steve Hunt, sem átti frábæran leik. A 86. minútu bætti Cyril Regis öðru markinu viö með skalla eftir hornspyrnu og á síöustu mínútu leiks- ins skoraði Steve McKenzie þriöja markið og gulltryggöi öruggan sigur. Á sama tíma vann Sunderland góöan sigur gegn Leicester City á Filbert Street (2—0) og bjargaði sér frá falli. Maguire skoraði fjögur mörk fyrir Stoke Stoke City vann öruggan sigur gegn fallliði Ulfanna á Victoria Ground í Stoke og tryggöi sér um leið áfram- haldandi veru í 1. deild. En sigurinn geta þeir þakkaö Paul Maguire því hann skoraöi öll fjögur mörk Stoke í leiknum. Hann skoraði fyrsta markiö á 18. minútu með skalla eftir auka- spymu, annaö markiö geröi hann með glæsilegri hjólhestaspyrnu á 36. mínútu, þriðja og f jóröa markið komu í síöari hálfleik og bæði úr vítaspyrn- um á 59. mínútu og á 88. mínútu og þá eftir aö honum var sjálfum brugöiö innan vítateigs. Viöureign Stoke og Wolves var einnig athyglisverö fyrir þaö að þetta var síðasti leikurinn sem hinn litríki knattspyrnudómari Clive Thomas dæmir en hann er nú aö hætta störfum. Thomas hefur oft veriö mikiö í sviðsljósinu þegar hann dæmir og hefur fariö ótroönar slóöir í dómgæslu sinni og verið mikið gagnrýndur fyrir vikiö. Þótti hann oft á tíðum helst til duglegur aö bóka leikmenn fyrir minni háttar brot og fékk þá viöurnefniö „Clivethebook”. Burkinshaw kvaddi White Hart Lane Keith Burkinshaw, framkvæmda- stjóri Tottenham, stjórnaöi liði sínu í síöasta skipti í 1. deild þegar þaö lék gegn Manchester United á White Hart Lane. Leikur liöanna var frekar slakur og jafntefli sanngjörn úrslit. Bryan Robson var besti maöur vallarins og komst hann næst því aö skora í f.h. en þá átti hann hörkuskot rétt yfir mark Tottenham beint úr aukaspymu. Norman Whiteside náöi forystunni fyrir Manchester United á 59. mínútu eftir slæm mistök í vörn Tottenham. Whiteside lék í staö Frank Stapleton sem var meiddur. Sjö mínútum eftir aö Whiteside skoraöi fyrir United jafnaði Steve Archibald fyrir heimamenn meö sínu 26. marki á leiktimabilinu. Góðir sigrar hjá bikarúrslitaliðunum Everton og Watford, sem leika til úr- slita í ensku bikarkeppninni á laugar- daginn, voru ekkert aö hlífa sér fyrir leikinn heldur léku af miklum krafti og unnu sannfærandi sigra í leikjum sín- um. Everton er í miklu stuöi um þessar mundir og sigraði Q.P.R. næsta auð- veldlega á Goodison Park. Rangers haföi ekki tapaö í síöustu 10 leikjum fyrir þennan leik. Everton tók leikinn strax í sínar hendur og þurfti Peter Hucker tvívegis aö verja meistaralega frá Andy Gray í f .h. en rétt fyrir leikhlé tókst Everton loks aö skora og var þaö Kevin Richardson sem þaö geröi eftir fyrirgjöf frá Graeme Sharp. Q.P.R. jafnaði strax í upphafi síöari hálfleiks og var Gary Micklewhite þar aö verki. Everton tryggöi sér síöan sigurinn meö tveim mörkum síöasta stundar- fjórðunginn og skoraði Greame Sharp bæöi mörkin og var síöara mark hans sérlega glæsilegt en þá skoraði hann meö hjólhestaspyrnu. Everton er nú mjög sigurstranglegt í úrslitaleiknum á Wembley og gæti svo farið aö allir bikarar enskrar knattspyrnu höfnuðu í Liverpool. • Watford lagði Arsenal aö velli á Vicrage Road í grófum leik en Watford slapp meö alla leikmenn síná heila fyrir úrslitaleikinn. Arsenal náöi for- ystunni í leiknum á 26. mínútu með skallamarki Stewart Robson eftir hornspyrnu Brian Talbot. Marka- maskínan Maurice Johnston jafnaöi fyrir Watford á 42. mínútu eftir glæsi- lega stungusendingu frá John Barnes. Um miöjan síöari hálfleikinn skoraði' Watford síöan sigurmarkið og var George Reilley þar aö verki eftir fyrir- gjöf frá Nigel Callaghan. Arsenal lék án þeirra Charlie Nicholas og Tony Woodcock sem voru báöir meiddir og munar um minna. • Ipswich Town hefur unniö hvern glæsisigurinn á fætur öörum nú aö undanförnu, sigruöu m.a. Manchester United á Old Trafford á mánudag. En á laugardaginn lögöu þeir Aston Villa að velli á Portman Road. Þaö var hinn frábæri Eric Gates sem náöi foryst- unni fyrir heimamenn á 26. mínútu en Peter Withe jafnaöi fyrir Aston Villa rétt fyrir leikhlé. En á síðustu mínút- unum tókst Mick D’Avrey aö skora sigurmarkiö og bætti enn einni skraut- fjöörinni í hatt Ipswich. • Nottingham Forest gulltryggöi sæti sitt í UEFA keppninni á næsta leik- tímabili með því að sigra West Ham á Upton Park. West Ham náði forystunni í leiknum um miöjan fyrri hálfleikinn meö marki Ray Stewart úr vítaspyrnu en nokkrum minútum síðar jafnaöi Garry Birtles fyrir Forest. I síðari hálfleik skoraöi Peter Davenport sigurmarkiö og West Ham tapaöi þar með sínum þriöja heimaleik í röð. Gengi liösins hefur verið afleitt aö undanförnu og veröur því dapur endirinn fyrir Trevor Brooking sem ætlar aö leggja skóna á hilluna eftir þetta leiktímabil. Hann leikur sinn síöasta leik meö West Ham gegn Everton í kvöld á Upton Park. Kevin Keegan kveður með marki fyrir Newcastle Þaö eru litríkir knattspymumenn sem nú leggja skóna á hilluna. Trevor Brooking, eins og áður er getið, og svo Kevin Keegan. Keegan lék sinn síöasta leik sem atvinnuknattspyrnumaöur meö Newcastle gegn Brighton á St. James Park á laugardag og skoraði fyrsta mark leiksins við gífurleg fagnaðarlæti áhorfenda. Þeir Gris Waddle og Peter Beardsley skoruöu hin mörkin tvö. I leikslok var Kevin Keegan hylltur mjög af áhorfendum. Veröur mikil eftirsjá aö honum af knattspymuvellinum en hann var einn snjallasti knattspyrnumaöur sem England hefur aliö. • Chelsea varö sigurvegari í 2. deild meö því aö sigra Grimsby Town 1—0. Þaö var markaskorarinn mikli, Kerry Dixon, sem skoraði eina mark leiksins. SE. II. DEILD Liverpool 41 22 13 6 72—31 79 Man. Utd. 41 20 14 7 71—39 74 Q.P.R. 42 22 7 13 67—37 73 Nott For. 41 21 8 12 74—45 71 Southampton 40 20 11 9 61—37 71 Arscnal 42 18 9 15 74-60 63 Totteoham 42 17 10 15 64-65 61 WestHam 41 17 9 15 60—54 60 Aston Villa 42 17 9 16 59-61 60 Everton 41 15 14 12 43-42 59 Watford 42 16 9 17 68-77 57 Ipswich 42 15 8 19 55—57 53 Sunderland 52 13 13 16 42—53 52 Leicester 42 13 12 17 65-68 51 WBA 41 14 9 18 48-60 51 Luton 42 14 9 19 53-66 51 Norwich 41 12 14 15 47-48 50 Stoke 42 13 11 18 44-63 50 Coventry 42 13 11 18 57—77 50 Birmingham 42 12 12 18 39-50 48 Notts C. 41 10 11 20 49-69 41 Wolves 42 6 11 25 27—80 29 2. DEILD Chelsea 42 25 13 4 90-40 88 Sheff. Wed. 42 26 10 6 72—34 88 Newcastle 42 24 8 10 85—53 80 Man. City 42 20 10 12 66-48 70 Grimsby 42 19 13 10 60-47 70 Blackbum 42 17 16 9 57—46 67 Carlisle 42 16 16 10 48—41 64 Shrewsbury 42 17 10 15 49—53 61 Brighton 42 17 9 16 69-60 60 Leeds 42 16 12 14 55—56 60 Fuiham 42 15 12 15 60-53 57 Huddersfield 42 14 15 13 56—49 57 Charlton 42 16 9 17 53-64 57 Barnsley 42 15 7 20 57—53 52 Cardiff 42 15 6 21 53-66 51 Portsmouth 42 14 7 21 73-64 49 Mlddlesbrough 42 12 13 17 41-47 49 C. Palace 42 12 11 19 42—52 47 Oldham 42 13 8 21 47-73 47 Derby 42 11 9 22 36-72 42 Swansea 42 7 8 27 36-85 29 Cambridge 42 4 12 26 28—77 24

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.