Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 21
fc«0r tA/M > r
DV. MÁNUDAGUR14. MAl 1984.
ÍK*
21
Liverpool
meistari
þriðja
áriðíröð
28
Fyrst með íþróttafréttimar
Kevin
Keegan
ogCruyff
eru hættir
27
Kristján
stökk 7,74
25
Leikmenn
Stuttgart
sofnuðuá
verðinum
22
Knapp
„njósnar”
23
Kári Elísson.
Silfur
hjá Kára
— áEM
íkraftlyftingum
Kári EUísson frá Akureyri hlaut önnur
verðlaun á Evrópumeistaramótinu í
kraftlyftingum, sem háð var í
Fredrikstad í Noregi um helgina. Hann
keppti í 67,5 kg flokki og lyfti samtals
622,5 kg. Sigurvegarinn Pergelli frá
Bretlandi sigraði með samtals 647,5
kg. Einn annar Islendingur tók þátt í
keppninni, Hjalti Arnason, KR, í 125
kg flokki. Hann féll úr keppninni eftir
tilraunir sem dæmdar voru ógildar.
hsím.
[ Stjarnaní "j
! æf ingabúðir i
! tnv- |
! Þýskalands !
| — Við munum undirbúa okkur I
Isem best fyrir næsta keppnistíma-1
bö og höfum ákveðlð að fara íl
I æfingabúðir til V-Þýskalands, |
1 sagði Jón Asgcir Eyjólfsson, for- ■
I maður handknattlciksdeildar |
. Stjörnunnar. I
I Jón Asgeir sagði aö Stjaman færi ■ .
Itil V-Þýskalands 24. ágúst og kæmi I
heim 4. september. — Það verður *
Ileikið gegn liðum í „Bundes- j
ligunni” og einnig 2. deildariiöum í í
|þessariferð,sagði JónAsgeir. |
L__________________^J
Norðurlandamet hjá Oddi Í400 m íTexas:
Með betri tíma eftir
200 en íslandsmetið er
— Oddur hafði forustu þar til 50 metrar voru eftir í keppni við sjö blökkumenn.
Jones sigraði á besta heimstímanum íár
„Þetta var geysilega erfitt hlaup —
erfiðasta hlaup sem ég hef tekið þátt í.
Hraöinn var gífurlegur frá byrjun. Eg
var á fjórðu braut í úrslitahlaupinu en
keppendur átta. Hinir allir blökku-
menn. Þjálfari minn tók tíma á mér
eftir 200 metra og þar var ég rétt innan
við 21,3 sekúndur eða aðeins betra en
Islandsmetið á vegalengdinni. Það
segir mikið um hraðann. Eg hafði for-
ustu þegar við komum út úr síðustu
beygjunni og var enn fyrstur þegar um
fimmtíu metrar voru í mark. Þá komu
þeir Rod Jones, sem hljóp á sjöttu
braut, og Alian Ingram upp aö hliðinni
á mér — hvor sínum megin. Rod var
sterkastur á endasprettinum en keppn-
in alveg ótrúlega hörð og sjónarmunur
á næstu sætum. Við vorum einir fjórir
á sama metranum,” sagði Oddur
Sigurðsson, hlauparinn snjalli í KR,
eftir að hann hafði sett nýtt Norður-
landamet í 400 m hlaupi á miklu móti í
Austin í Texas á laugardag. Hljóp á
45,36 sek. og bætti Islandsmet sitt frá
mótinu í Iowa 28. apríl um 33/100 úr
sekúndu. Oddur var þriðji í hlaupinu í
Austin.
Rod Jones sigraði í hlaupinu á 44,94
sek., sem er besti heimstíminn á vega-
lengdinni í ár. Alan Ingram var annar
á 45,27 sek. Oddur þriðji á 45,36 og
Wiilie Coldwell fjórði á 45,38 sek. Sex
fyrstu hlupu allir innan við 46 sek.
Þessir hlauparar eru allir í fremstu
röö í Bandaríkjunum og timi Odds er
eflaust besti tími Evrópumanns á
vegalengdinni í ár. Það er frábært aö
verða í þriðja sæti í 400 m í keppni við
hina snjöllu, bandarísku blökkumenn á
vegalengdinni.
Aldrei verið í betri æfingu
,,Eg gerði mér góðar vonir um að
hlaupa vel innan við 46 sek. — jafnvel
þæta Islandsmet mitt — þegar ég hljóp
á 46,18 sek. í undanrásinni á föstudag
án þess að taka mikið á. Og það
heppnaðist í úrslitahlaupinu. Eg hef
æft geysilega vel í vetur og vor, aldrei
verið í eins góðri æfingu. Ég hef æft
mikið lyftingar með Oskari Jakobssyni
sem einnig stundar nám hér i Texas.
Þaö hefur eflaust reynst vel og ég hef
aldrei verið sterkari. Þá hefur það
eflaust talsverð áhrif að ég er með gott
heimili hér í Austin — hef búið nokkuð
lengi með bandarískri stúlku og traust
heimili er þýöingarmikið fyrir íþrótta-
mann,” sagði Oddur. Hann stundar
nám í íþróttafræöum við háskólann í
Austin. A eftir eitt ár. Varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1980.
Oddur tók síöustu prófin í vor við
skólann sl. þriðjudag.
„Eg keppi aftur hér í Texas um
næstu helgi. Síöan á bandaríska há-
skólamótinu í lok maí. Eftir það ætla
ég að taka mér hvíld frá keppni í
nokkrar vikur. Eg reikna með að fara
til Kalifomíu um miðjan júní og undir-
bý mig þar fyrir ólympíuleikana í LA.
Kem ekki heim f yrr en eftir leikana.”
IMorðurlandamet
Eins og fyrr segir setti Oddur nýtt
Norðurlandamet í hlaupinu í Austin,
45,36 sek. „Það var skemmtilegt að ná
metinu af Finnanum og það var komið
til ára sinna,” sagði Oddur. Eldra
metiö, 45,49 sek., setti Marrku
Kukkoaho á ólympíuleikunum í
Einar náði sér
ekki á strik
— varð annar
íspjótkastiíTexas
Einar Vilhjátmsson náði sér ekki á
strik í spjótkastinu á mótinu i Texas á
föstudagskvöld — sama móti og Oddur
Sigurðsson setti Norðurlandametið í
400 m á. Einar var í prófum alla
síðustu viku, lauk þeim á fimmtudag
og var heldur stirður eftir þau. Allt of
lítill hraði í atrennunni. Hann varð
annar í keppninni, kastaði 81,52 m.
Sigurvegari varð Bretinn Roland
Breadstock sem kastaði tæpa 85
metra. Þessi Breadstock setti nýlega
nýtt breskt met 88,24 m, og er í mikilli
framför. Jisínj.
Oddur Sigurðsson — hlauparinn snjalli.
Miinchen 1972 og varð sjötti í úrslita-
hlauninu bar. Svíinn Eric Jösiö er með
þriðja besta tímann á Norðurlöndum
45,63 mín.
Oddur hefur bætt Islandsmet sitt í
400 m frá í fyrra, 46,49 sek., um eina
sekúndu og 13/100. Gífurlegar
framfarir þaö. I Iowa 28. apríl hljóp
hann á 45,69 sek. en i undanrásinni í
Texas á föstudag hljóp hann á 31/100
betri tíma en Islandsmet hans var í
fyrra án þess aö taka verulega á. Þaö
segir mikla sögu.
-hsím.
Óvissa með
B-keppnina
Norðmenn hafa leitað til aiþ jóðahandknattleiks-
sambandsins en ekkert svar fengið enn
Sú ákvörðun nokkurra austantjalds-
landa að taka ekki þátt í ólympíu-
leikunum i Los Angeles gæti haft áhrif
á B-keppni heimsmeistarakeppninnar
í handknattleik sem báð verður í Nor-
egi 1985. Island verður þar meðal þátt-
takenda.
Stjaman fær mikinn liðsstyrk:
„Mjög ánægðir að
fá Geir til starfa”
— segir Jón Ásgeir Eyjólfsson, formaður handknattleiksdeildar Stjömunnar
Geir Hallsteinsson, handknattlciks-
þjálfarinn kunni, sem hefur náð mjög
góðum árangri með FH-liðlð undan-
farin ár, hefur tekið að sér þjálfun
Stjörnunnar í Garðabæ. Geir gekk frá
samningum við Stjörnuna á laugar-
daginn. — Við erum geysilega ánægðlr
að fá Geir til starfa og það er mikill
hugur i strákunum, sagði Jón Asgeir
Eyjólfsson, hinn nýi formaður hand-
knattleiksdeildar Stjörnunnar.
Jón Ásgeir sagði að Stjarnan hefði
fengiö góðan liðsstyrk þar sem þeir
Eggert Isdal og Guðmundur Oskars-
son, sem léku með FH sl. keppnistíma-
bil, kæmu aftur til Stjömunnar og
einnig Guðjón Guðmundsson, fyrrum
leikmaður FH, sem leikur með Þórslið-
inu frá Akurey ri í knattspy mu.
Það þarf ekki að fara mörgum orð-
um um það að þessir þrír leikmenn
koma til með að styrkja Stjörnuliöiö
mikið.
Hermundur Sigmundsson mun ekki
leika með Stjörnunni næsta vetur — er
á förum til Danmerkur til náms og þá
hefur Bjarni Bessason ákveðiö aö taka
sér hvíld frá 1. deildarhandknattleik.
Hefur hug á aö leika meö sinum gömlu
félögum í IR í 3. deildarkeppninni. -SOS
Geir Hallsteinsson.
Sovétríkin og Austur-Þýskaland em
hætt við þátttöku í Los Angeles og
þegar þetta er skrifaö eru allar líkur á
að Tékkar fari að dæmi þeirra. Jafnvel
— og meiri líkur á þvi — einnig
Pólverjar og Ungverjar. Þessar þjóðir
hafa unnið sér rétt í handknattleiks-
keppni ólympiuleikanna. I reglugerð
fyrir B-keppnina í Noregi næsta ár er
reiknaö meö að tvær lökustu þjóðirnar
á ólympíuleikunum í Los Angeles
keppi í B-keppninni í Noregi.
Ef nú fer sem horfir verður hand-
knattleikskeppnin á ólympíuleikunum
í LA litið meira en nafnið ef austan-
tjaldsþjóðirnar keppa þar ekki auk
þess sem allt ruglast með B-keppnina í
Noregi. Hvaða tvær þjóðir frá A-
keppninni eiga aö taka þátt í mótinu í
Noregi?
Stjórn norska handknattleiks-
sambandsins hefur þegar velt þessu
máli fyrir sér og eins og staðan er í dag
veit enginn hvaö veröur. Norska hand-
knattleikssambandiö hefur snúið sér
til alþjóðasambandsins í von um aö
þar sé að fá einhverja lausn. Alþjóöa-
sambandiö hefur enn engu svarað —
vill fá frest og vita betur hver þróun
mála verður í sambandi við sumarleik-
ana. Norðmenn geta því ekki búist við
neinu svari frá alþjóðasambandinu
næstu vikurnar.
-hsim.