Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 30
30 DV. MÁNUDAGUR14. MAl 1984. »Scotch« Málningarlímbönd Pökkunarlfmbönd. Margar breiddir. KÍSILMALMVERK SMIÐIA ARDBÆR —þótt miðað sé viA 18 mills í raforkuverð Athuganir á hagkvæmni kísil- málmverksmiðju á Reyðarfirði sýna að verksmiðjan getur skilaö veru- lega meiri arðsemi en áður var áætlaö. Nú er áætlaö að hún geti skilað 18,5% arösemi af eigin fé og 12,6% arösemi eftir sköttun. Megin- orsakir þessarar auknu arðsemi eru einkum lægri stofnkostnaður og lækkun hráefniskostnaðar, launa, flutningskostnaöar og tekjuskatts. Stofnkostnaðurinn er nú áætlaður 65 milljónir Bandaríkjadala eða tæp- ir tveir milljaröar islenskra króna. Þessar upplýsingar komu fram í máli Sverris Hermannssonar er hann mælti fyrir þingsályktunartil- lögu um að veita ríkisstjóminni heimild til að taka ákvörðun um aö reisa og reka kisilmálmverksmiðju og leita samvinnu við erlenda aðila um eignaraðild. Sagði Sverrir að áður en framkvæmdir hæfust við verksmiðjubygginguna myndi rikis- stjómin að sjálfsögðu leita til Al- þingis um leyfi til lántöku. Forhönnun verksmiðjunnar er nú lokiö og viöræður viö erlenda aðila um byggingu og rekstur verk- smiðjunnar eru komnar nokkuö á veg. Nú þegar liggur fyrir svar frá fyrirtæki sem reiðubúiö er til viðræðna um þátttöku í byggingu verksmiðjunnar og rekstri og annað fyrirtæki er tilbúið til frekari viðræðna þegar ákvæði raforku- samnings liggja fyrir. Iðnaðarráöherra sagði að hinum erlendu aðilum hefði verið gerð grein fyrir að framleiðslukostnaður raforku frá nýjum virkjunum væri 18 til 20 mills á kilóvattstund og væri það grundvöllur raforkuverðs til verkmsiöjunnar. I öllum áætlunum og arðsemireikningum væri miðað við 18 mills. Gert er ráð fyrir að raforkuverðið veröi verðtryggt en það myndi þó ráðast af kaupskyldu- ákvæöum, hlutfalli afgangs- og forgangsorku og hvemig gagn- setning verksmiðjunnar félli aö byggingu virkjana. Iðnaðarráðherra sagði aö þó kæmi til greina aö tengja raforkuverðið að einhverju leyti markaðsverði kísilmálms og taka til- lit til erfiðrar greiðslustöðu verk- smiðjunnarfyrstuárin. OEF SUMARTÍSKAN (GARNIKOMIN Nýjar sendingar afbómuHargarni. \ Nýjar uppskriftir. verð frá kr. 51,00 50 g. Slétt 100% bómull verð frá kr. 33,00 50 g. Bómull/acryl verð frá kr. 41,00 50 g. RÍÓ REIMAGARNIÐ Ennfremur ullargarn og ullarblöndur ýmiss konar, t.d. ull/silki, ull/acryl og móher blöndur alls konar. Já, listinn er næstum ótæmandi. Sjón er sögu rikari. Póstsendum daglega. - INGÓLFSSTRÆTI 1 Simi 16764 éT m m' m.' Æ M æ? jc áe~ m m: mr m is ar je m mné, I FLESTAR GERÐIR BIFREIÐA. HLY TEYGJANLEG EFNI í FJÖLBREYTTU LITAÚRVALI BENSINSTÓÐVAR SKEUUNGS SKELJUNGSBÚÐIN SÍÐUMÚLA Maímót hestamanna Eldjárn frá Hvassafelli verður meðal sýningaratriða á hestasýningu i Garðabæ. DV-mynd EJ Mikill hugur er í hestamönnum á Islandi þessa dagana. Hestar hafa verið þjálfaðir' í vetur fyrir átök sumarsins og árangurinn fer að skila sér á hesta- mótum næstu mánuðina. Skipuleg hrossaræktun hefur skilaö betri ein- staklingum þannig að hestar fá sífellt hærri einkunnir og meðalárangur hefur hækkað: Nú sjást hestamenn ekki á truntum. Flestallir eiga háreista töltara. Hestamannafélög halda um þessar mundir hestamót sin árlega. I mai eru auk firmakeppna; gæöingakeppni Gusts í Kópavogi 12.—13. maí, íþrótta- mót Fáks í Reykjavík 31. maí og gæðingakeppni Mána í Keflavík 31. maí. Auk þess eru tvö meiriháttar hestamót í nágrenni Reykjavíkur. I Garöabæ verður haldin þriggja daga hestasýning. Þar koma fram glæsileg- ir verölaunahestar, svo sem Vængur frá Kirkjubæ, Hlynur frá Akureyri, Hrímnir frá Hrafnagili, Eldjárn frá Hvassafelli, Þorri frá Höskuldsstöðum og Kristall frá Kolkuósi. Auk þess verður afkvæmasýning Náttfara 766 frá Ytra-Dalsgerði auk annarra sýn- inga. Einnig verður vörusýning í tengslum við þetta mót sem verður haldiö dagana 18.-20. maí næstkom- andi. A Selfossi verður haldið opið mót í hestaíþróttum dagana 26.-27. maí. Má búast við fjölda keppenda þar með góða hesta. Þar verða einnig á sunnu- deginum 27. maí kynntir stóöhestar frá Stóðhestastöðinni í Gunnarsholti. E.J. Tvær Ijóðabækur frá Máli og menningu: RÆFLATESTAMENTIÐ OG TVÍBREITT (SVIG)RÚM Ut hafa komið hjá Máli og menn- ingu tvær ljóðabækur: Ræflatesta- mentið eftir Isak Harðarson og Tví- breitt (svig)rúm eftir Gyrði Elíasson. Isak Harðarson hefur áður gefiö út ljóðabókina Þriggja orða nafn sem hlaut viðurkenningu Almenna bóka- félagsins 1982. Ræflatestamentið er lýsing á mannlífi á atómöld. Ljóðin eru mörg lögð í munn „ræflum” af einhverju tagi en uppreisn gegn vana og sljóleika er sjaldan langt undan. Gyrðir Elíasson hefur áöur gefið út ljóöabókina Svarthvít axlabönd sem kom út 1983. Tvíbreitt (svig)rúm skiptist í þrjá hluta og sýnir samtíma okkar eins og skáldið skynjar hann í hnitmiðuðum smáljóðum. Formiö getur líka verið bæði myndrænt og merkingarbært því Gyrðir ieikur sér aö því stundum að setja ljóöin upp á nýstárlegan hátt. r t 0' U M > M r M M M' M M M M l ^ ^}| aulnslar SÆTA ÁKLÆÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.