Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 16
16 DV. MÁNUDAGUR 14.MAI 1984. Spurningin Hvort hlustarðu meira á rás tvö eða rás eitt? Jón Skarphéðinsson bóndi: Rás 1, það er oftast kveikt á henni þar sem ég er. Eg kann nú samt ágætlega viö hina nýju stöð. Lára Daníelsdóttir hárgreiðslumeist- ari: Rás 2, mér finnst hún skemmti- legri og ég er ánægð meö þá stöö í alla staöi. Eg held bara að ég hafi ekki hlustað á rás 1 síðan hin byrjaði. Arinbjörn Sigurðsson rannsóknarlög- reglumaður: Eg hlusta á rás 2 þegar ég er nálægt útvarpinu. Það er líka ýmislegt ágætt í hinni rásinni. Lee Raynir: Eg hlusta á rás 1 þvi það eru þar ýmsir þættir sem ég vil ekki missa af. Benedikt Halldórsson nemi: Rás 2, hún er skemmtilegri. Eg hlusta mjög lítiö á hina stöðina. Þórarinn Bjarnason vélvirkl: Eg hlusta frekar á rás 2. Mér finnst þaö góö stöð og hin er líka góö á köflum. Þeir, könnuöust ekki viö að þeim heföi ver- ið boðinn þátturinn til sýningar. Ekkert var getið um í svari þeirra að umboðs- maður Ford Models á íslandi heiði einmitt boðið s jónvarpinu þennan þátt tfl sýningar ásamt því að leggja inn videóupptöku aö þættinum til athugunar og tekið fram, að ný kópía yröi keypt ef sjónvarpiö sam- þykkti sýningu! Þetta kemur frám í svari umboðs- manns Ford Models á Islandi i lesenda- bréfi í DV hinn 30. f.m. — Nú er ekki vansalaust ef forsvarsmenn sjón- varps, starfsfólk hjá hinu opinbera, eru berir að ósannindum en það virðist engu líkara en svo sé þegar málin eru skoðuð. Það er skoöun bréfritara að forstöðu- menn lista- og skemmtideildar sjónvarps verði að gera hreint fyrir sinum dyrum og svara opinberlega hvort sjónvarpinu hafi verið boöinn þessi þáttur til sýningar eða ekki. Ef sjónvarpið hefur ekki efni á aö kaupa slíka þætti á það aö koma fram. Það færi betur á því aö málefni sjónvarpsins væru rannsökuð niöur í kjölinn og kannað hvort okkur er yfir- leitt stætt á að vera að reka íslenskt sjónvarp. Ef satt er að tap sjónvarps hafi verið um 150 milljónir króna árið 1982 er það auövitaö svo alvarlegt að ekki verður viö unað og hefur endur- skoðun fariö fram í ríkisrekstri af minna tilefni. En við bíðum eftir svari forráða- manna lista- og skemmtideildar um Miss World keppnina og þættinum frá Eileein Ford. Þeir mættu einnig upp- lýsa um leið hver það er sem hefur úr- slitavald um stöðvun sýninga á Dallas- framhaldsþáttunum. Lista- og skemmtideild sjónvarpsins: Sjónvarpsnotandi skrifar: Þaö flokkast áreiðanlega ekki undir máltækið aö bera í bakkafullan lækinn þegar rætt og ritað er um íslenska sjónvarpið, fábreytileika þess og for- smán. Hér veröur vikiö að þeirri umræðu, sem átt hefur sér stað í blöðum, einkum lesendadálkum blaöa, bæði i Mbl. og DV vegna fyrirspurna notenda sjónvarps um að fá sýndan þátt um Miss World keppnina, svo og annan þátt svipaðs eðlis, frá keþpni Eileen Ford,, ,Face of the 80’S. Forsvarsmenn lista- og skemmtideildar sjónvarps hafa svarað því til um fyrri þáttinn aö sjónvarpið hafi ekki fengið hann til sýningar. Það svar segir ekkert um þaö, hvort sjón- varpiö hafi beðið um hann eða ekki fengið hann þótt eftir hafi verið leitað. Svar þeirra forsvarsmanna við spurningunni um þáttinn frá Eileen Ford, „Face of the 80’S” var það að Umrætt bréf þar sem umboðsmaður Ford Models á íslandi lýsir þvi yfir að hann hafi boðið sjónvarpinu Face of the Eighties' til sýningar. . v'. # \ .. Yf ‘ * , Faceof the80’s Var boðin sjónvarp- inu tr/ sýningar Katrin PáWdóttir, umbeðsmaðar Ford að keypt yröi ný kópta ef af sý Modeis á tsUndl, brtngdi: yrðL Eg rak augun i iesendabréf birtist i þeasum dáfl Va Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Er þar enginn ábyrgur? BYGGINGU ÚTVARPS- HÚSS VERÐIHÆTT 0453—2449 skrifar: Mikið hefur verið rætt og ritað um byggingu nýs útvarpshúss og það, þótt ótrúlegt megi virðast, allt jákvætt þangað til að nýverið sér einn þing- maður, Eyjólfur K. Jónsson, mann- dóm í sér til að rísa upp og flytja þings- ályktunartillögu um stöðvun byggingu eða sölu hinnar nýrisnu hallar. Otrú- legt er að sá stórgreifaháttur skuli rikja hér meðal ráðamanna aö ráöist er út í jafnbrjálæðislegar og óþarfar framkvæmdir eins og þeirrar aö byggja slíka höll þegar almenn laun í iandinu nægja varla til að brauöfæöa fólk og margir eiga ekki þak yfir höfuð- iö. Ekki er hægt að hugsa sér betri að- stöðu til að réttlæta gerðir sínar fyrir alþjóö heldur en þá sem forráðamenn RUV eru í en engu aö síður hefur ekki komið ein gild rökfærsla fýrir hinni brjálæðislegu byggingu enda eru þau ekki tU. Eða trúir því einhver maður aö umtalsverður spamaöur náist með samræmingu tveggja skiptiborða í eitt sem er eitt af því fáa sem sagt hefur verið þessari byggingu til réttlætingar. Aftur á móti hefur verið þagað um önnur atriði vel og vandlega eins og gríðarlegar bílageymslur og að sjónvarpið býr við mjög rúman húsa- kost, miöað við það sem gerist erlendis og að húsnæðisvanda útvarpsins heföi verið hægt að leysa með því að flytja fréttastofuna í eitthvert nærliggjandi hús og samtengja svo á mUU á einfald- an hátt, auk þess það tæki nokkra mánuöi að flytja hin nýju, fínu tæki sjónvarpsins á miUi sem einfaldlega þýðir að enn nýrri tæki verða keypt o.s.frv. . I framhaldi af þessu mætti svo spyrja hversu mörg ný atvinnutæki- færi mætti skapa fyrir þá peninga sem nú er fleygt í, auk útvarpshússins, Seðlabankahúsiö og Mjólkurstöðvar- húsið, í arðbærum atvinnugreinum eins og Ld. laxeldi o.fl. sem flutnings- maður tiUögunnar er mikiU hvata- maöur að. Það ætti svo að vera verðugt áhugaefni frjálsrar fjölmiðlunar í landinu að fylgjast með og upplýsa hverjir það séu sem standa með og á móti sUkum þjóðþrifatUlögum sem þessari, eða trúir því einhver heUvita- maöur aö gæði útvarps og sjónvarps- efnis batni viö tilkomu hallar sem þessarar, m.ö.o. að þarna sé verið að hugsa um hag almennings? íslenskt málfar Guðmundur Sigfússon skrifar. MiUi klukkan 8 og 9 mánudags- morguninn 30. aprU var ég aö hlusta eftir útvarpinu meö ööru eyranu. Þar voru hlustendur aö hringja inn og segja frá ýmsu. Meðal annarra hringdi kona, sem mér heyrðist segjast heita Erna. Hún hafði miklar áhyggjur af málfari Morgunblaðsins í sambandi við frétt, sem birtist i blað- inu þann 28. aprU og var um árekstur tveggja bifreiða. Ekki ætla ég að fara aö dæma um umrætt orðalag enda ætla ég mér ekki aö fjaUa um þaö. Ekki efast ég heldur um að þessari konu gangi gott eitt tU og vilji aö íslenskt málfar skipi verðugan sess í fjölmiðlunum. Það sló mig bara svo iUa þegar hún kvaddi útvarpsmanninn með oröinu „Okd”. Það var léleg íslenska. SUÐRIVIRDIST Attavilltur Vestri skrifar: Athugasemdir frá „Suðra” í les- endabréfi DV hinn 9. þ.m., svo og Hönnu við bréf Vestra undir fyrir- sögninni Helgislepja í höfuðborg, eru dæmigerðar fyrir þá móöursýki sem hleypur í sumt fólk þegar ýjað er að þjónustuleysi við íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Það er staðreynd, sem fáir mæla í mót, að hér á höfuðborgarsvæðinu, en þó einkum í Reykjavík, er þjónustuleysi ein stærsta félagslega meinsemdin. Hún er ekki eingöngu fólgin í lokun verslana um helgar, heldur líka fjölmörgum greinum þjónustu, sem annars staðar er talin sjálfsögð skylda við hinn almenna borgara. Hér má nefna bankaþjónustu, bensínafgreiöslur, sundstaði, o.fl. o.fl.----Það hefur enginn talaö um að verslunarfólk eigi ekki aö hafa sitt frí eins og aörir. Aðeins að verslanir skuli vera opnar. Þar á auðvitað að koma á vaktafyrirkomulagi. Að vöruverð þurfi að hækka, þótt slíkt fyrirkomulag sé haft á, er algilt viðkvæði. Þaö fyrirkomulag hefur hvergi annars staðar hækkað vöru- verð. Það eru f jölmargir aðilar, sem ein- mitt vilja þesskonar vinnu, sem kallast hlutastarf eöa helgarstörf. I þeim hópi eru kannski helst húsmæður, svo og skólafólk, sem vill drýgja tekjur sínar. Verslunarfólk ætti ekki að þurfa að sjá neitt rangt við það. Það er staðreynd að vaktavinnu er hægt að koma fyrir í verslun eins og öðrum greinum. Þannig er t.d. ástatt um afgreiöslumenn á bensínstöðv- um. En svo einkennilegt sem það er hafa olíuf élögin ekki séð ástæðu til að koma til móts við borgarana með fullnýtingu vaktafyrirkomulagsins og hafa opið allan sunnudaginn til miðnættis. Það er löngu liðin tíð að telja fólki trú um að einhver ein stétt manna vinni meira en önnur og hún beri sér- stakan hita og þunga umfram aðra landsmenn. Meira að segja sjómenn eru ekki lengur taldir til hinna sár- þjáðu á vinnumarkaðnum. Það hefur enginn í raun neina samúð með einni stétt manna um- fram aöra, aö því er snertir vinnu eða vinnuálag. Tæknin og mögu- leikar á vinnufyrirkomulagi hafa útrýmt krókódílatárum vegna vinnu- álags. Kaup og kjör einstakra stétta eru umræðu um þjónustu óviðkom- andi. Ef þar er maðkur í mysunni ættu viðkomandi að sakast við for- svarsmenn sinna verkalýðsfélaga. Það sem máli skiptir fyrir íbúa höfuðborgarinnar er það að helgidagar eru orðnir plága vegna þjónustuleysis, sem ekki hæfir svo stórum byggöakjarna árið 1984. — Þaö hafa margir tapað áttum vegna þessarar helgislepju og hræsni. Suðri er einn þeirra og er þaö svo sem nógu slæmt. En verra er þegar borgar- stjóm í heilu lagi hverfur í þokunni. Alltafnóg að gera i búðunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.