Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR14. MAÍ1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍOUM5ULA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Vandi í stjómarsamstarfi Landsmönnum mun ljóst af fréttum síöustu vikna, að talsverð vandræði eru komin upp í stjórnarsamstarfi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Áberandi ágreiningur hefur ekki einungis staðið um söluskatt á kókómjólk, mangósopa og jóga. Flokkana greinir á um frumvarpið um húsnæðismál, hvort Búseti og slík samvinnufélög njóti þeirra réttinda, sem frum- varpið kveður á um. Deilur standa um framtíð Fram- kvæmdastofnunar og sjóðakerfisins. Deilt er um aukn- ingu bindiskyldu innlánsstofnana í Seðlabankanum. Hér eru nokkur mál nefnd og sum stór. Auk þess kemur til frumvarpið um kosningalög. í því máli standa öflugir framsóknarmenn gegn afgreiðslu málsins nú. Segja má, að auðvitaö séu ágreiningsmál líkleg til að koma upp í samsteypustjórn og enginn segir, að stjórnin sé að springa. En breyting hefur orðið. Sá friður, sem ríkt hefur milli stjórnarflokkanna lengst af kjörtímabilsins, virðist úti. Þess í stað eru sumir stjórnarliðar farnir að skima í aðrar áttir. Ríkisstjórnin hefur náð góðum árangri í baráttu viö verbólgu, en án verulegra breytinga á því kerfi, sem veröbólguna elur. Því kraumar verðbólgan undir niðri. Ráðamenn í stjórnarsamstarfinu segja, að nokkur tíma- mót séu um þessar mundir í stjórnarsamstarfinu. Nú þurfi að fara að snúa sér aö öðrum og varanlegri úr- ræðum. Sumir stjórnarliðar, einkum í liði sjálfstæðis- manna, vilja gera nokkrar mikilvægar kerfisbreytingar. Það á til dæmis við um landbúnaðarmálin og sjóðakerfið. Hvort tveggja eru málaflokkar, þar sem gróörarstíur spillingar og óstjórnar í efnahagsmálum okkar er að finna. Frásagnir af gangi þessara mála síðustu vikur sýnir styrk „Framsóknarafturhaldsins”, sem hindrar breytingar. Slíkt afturhald er sterkt í báðum stjórnar- flokkunum. Ríkisstjórnin stendur á tímamótum. Talað er um, að fram skuli fara „framhaldsstjórnarmyndunarviðræður”, sem sumir kalla svo löngu orði. Með því er átt við, að sáttmáli stjórnarflokkanna frá stjórnarmynduninni fyrir ári verði endurskoðaður og færður til betri vegar. Tekið verði á kerfinu. En þetta er augsýnilega aöeins vilji sumra stjórnar- liða. Deilurnar um sjóðakerfið og framtíð Framkvæmda- stofnunar lofa ekki góöu. Líklegast virðist, að afturhalds- mennirnir ráöi því, að við engu verði hróflað. Slíkar hugmyndir hafa orðið til þess, að sumir í forystuliði sjálfstæðismanna hafa „þreifað” fyrir sér hjá stjórnarandstööunni með það fyrir augum, hvaða kostir yrðu, ef svo kynni að fara, að slitnaði upp úr núverandi stjórnarsamstarfi. Spurningin, sem þessir sjálfstæðismenn leggja fyrir stjórnarandstöðuna, er þessi: Mundu stjórnarandstöðu- flokkarnir hlaupa í fang Framsóknar og mynda með henni nýja ríkisstjórn, ef þessi yrði öll? í þessu felst nokkur viðvörun til Framsóknar. Önnur viðvörun kemur fram í síðasta helgarblaði DV. Þar segir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins: „En við erum auðvitað opnir fyrir því að starfa með öðrum flokkum og það er að sjálfsögðu ekkert lögmál, að Framsóknarflokkurinn eigi alltaf að vera í ríkisstjórn.” Næst er að sjá, hvort framsóknarmenn taka slíkar viðvaranir til greina, svo að ríkisstjórnin megni að vinna að uppbyggingu — eða ekki. Haukur Helgason. » * * * *■* ** Æ V « > '■4. » * • £ « % • * « • •: « ■« # « t mMTKMXM-M'JK- S 't K • ~*~r „Sama úttekt átti að fara fram á öllum tækjakosti Landhelgisgæslunnar og um leið úttekt á fyrrverandi, núverandi og framtiðarverkefnum Landhelgisgæslunnar." Þyriukaup Land- helgisgæslu 1 Dagblaðinu laugardaginn 28. apríl fæ ég smákveðjur frá Benóný Asgrímssyni, þyrluflugmanni Land- helgisgæslu, þar sem hann gagn- rýnir mig og starfsbróður minn fyrir buil og reyndar líka fyrir að ljúga. Þau tvö atriði, sem Benóný nefnir, eru annars vegar seinkun á afhendingu Dauphin-þyrlunnar til bandarísku strandgæslunnar, og or- sakir þessarar seinkunar, og hins vegar reynslan af þeim þyrlum, sem Landhelgisgæslan íslenska vill kaupa. Reynsian af SA-365 N I fylgiskjali með greinargerö um kaup á leitar- og björgunarþyrlum fyrir Landhelgisgæsluna til Gunnars Bergsteinssonar, forstjóra Land- helgisgæslunnar, frá starfshópi um flugrekstur Landhelgisgæslunnar, segir svo um Dauphin SA-365 N, að flugtímar við lok ársins 1983 séu 180 þúsund, (ekki 150 þúsund, eins og Benóný Ásgrímsson segir). Aftur á móti segir í athugasemd neðanmáls, að þar sé lagður saman flugtími SA- 365 C og SA-365 N, sem eru tvær ólíkar geröir af Dauphin-þyrlunni. Af þessum 180 þúsund flugstundum hefur SA-365 C flogiö um 170 þúsund flugstundir, en SA-365 N um 14 þúsund flugstundir, en það er sú gerð, sem Landhelgisgæslan hefur mælt meö aö verði keypt, en ekki SA- 365 C. Benóný getur ekki snúiö út úr þessu og því tel ég að ásakanir um lygi þingmanna í þessu máli séu hér með hraktar. Garðar Sigurösson er fullfær um aö svara fyrir sig sjálfur, en þegar hann talaði um 80—100 klukkustunda flugtíma var hann að tala um þær flugvélar, sem hann skoöaði með þingkjörinni nefnd í Aberdeen á sl. hausti. Viðskipti Aerospatiale og strandgæslu Bandaríkjanna Hvað viðvíkur seinkun á afhend- ingu Dauphin-þyrlna til strandgæslu Bandarikjanna segir MacKinnon, forseti Aerospatiale Helicopter Corporation, í nýlegri grein, sem birtist í Fort Worth Star Telegram, aö endurskoða þyrfti hönnun vélar- innar að loknu reynsluflugi í Ölpunum. Komið heföi í ljós, að hiti á Kjallarinn STEFAN BENEDIKTSSON, ALÞINGISMAÐUR Í BANDALAGI JAFNAOARMANNA. unni og ég held að viðbrögð Benónýs þyrluflugmanns hafi aö nokkru sannaö réttmæti þessara efasemda. Benóný horfir nefnilega framhjá aöalatriöum gagnrýninnar og stekkur beint inn í þann hluta málsins, sem hann þykist hafa vit á, sem eru tækin sem hann á að fljúga, en við val á tækjum handa Land- helgisgæslu Islands þurfa náttúrlega að koma til álita miklu fleiri sjónar- mið heldur en eingöngu þeirra, sem fljúga tækjunum. Flugfélög ráöfæra sig við fleiri en flugmennina þegar þau leggja í kaup á nýjum flug- vélum. Höfuðatriði gagnrýni minnar er aö áður en menn fóru að velja þyrlu, þá átti að fara fram nákvæm úttekt á því, hver hafa veriö verkefni Land- helgisgæsluþyrlunnar, hver gætu verkefni hennar verið í dag og hver geta hugsanlega orðið verkefni hennar í framtíðinni. Sama úttekt átti að fara fram á öllum tækjakosti Landhelgisgæslunnar og um leið „Þar með tel ég mig vera búinn að svara ^ ásökunum Benónýs Ásgrímssonar um lygar og bull og vonandi þannig að hann geti sættsigviðþað.” loftinntaki vélarinnar orsakaði, aö snjór breyttist í krapa, sem færi síðan inn í aflvélina og ylli þar gang- truflunum. Hönnun inntaksins veröur breytt til þess að koma í veg fyrir, að bráðinn snjór komist inn í aflvélina sjálfa, sagði MacKinnon. Þar með virðist nokkuð ljóst, að það eru hlutar þyrlunnar sjálfrar, sem þarf aö endurhanna, en ekki afl- vélarinnar, þannig að ekki skiptir öllu máli, hvort um er að ræða ameríska eða franska aflvél. Þar með tel ég mig vera búinn að svara ásökunum Benónýs Asgríms- sonar um lygar og bull og vonandi þannig aö hann geti sætt sig við það. Gagnrýni Garðar Sigurösson sagði í ræöu sinni á þingi, að hann treysti ekki starfsmönnum Gæslunnar nú fremur en fyrri daginn til að velja heppi- legustu tækin handa Landhelgisgæsl- úttekt á fyrrverandi, núverandi og framtíöarverkefnum Landhelgis- gæslunnar. Til þessarar úttektar hefði ekki átt að spara og réttlætan- legt að keypt yrði aðstoö sérfróðra erlendra aðila um þessi málefni. Einnig átti að ganga frá hlutverki björgunarsveitar bandaríska sjó- hersins ef menn eru þeirrar skoðunar, að æskilegt sé að sú sveit gegni hlutverki á því sviöi hérlendis. Þessu hefði verið hægt að ganga frá með samningum á þeim tíma, sem liðinn er frá því að upp kom sú staða, að kaupa þurfti þyrlu. Að lokum get ég ekki annað en endurtekið það, sem ég sagöi í ræðu minni á þingi og olli Benóný svona miklum hugaræsingi, að ég tel að íslenskum sjófarendum sé lítili greiði geröur með því, aö íslenska Landhelgisgæslan taki að sér aö reynslufljúga nær því nýrri vél í greiðasemi við franska vini Alberts ráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.