Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Page 20
20 DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 * «, „Frjálslyndi páfinn” Ævisaga Jóhannesar XXIII. vekur athygli á lítt þekktum staðreyndum um hann * dWssassm&msi:? ~ * m Péturskirkjan i Róm. Þegar Jóhannes páfi XXIII. uppgötvaði að embættis- menn Páfagarðs lögðu stein i götu hans sagði hann skrifræðinu strið á hendur. Jóhannes páfi XXM. hefur lengi verið í miklum metum meöal frjáls- lyndra manna í heimi hér, enda gerði hann ýmislegt til þessaöfæra kirkjuna til nútímalegra horfs. Margir hafa jafnvel lagt til að hann verði gerður að dýrlingi katólsku kirkjunnar. Þaö kann að koma nokkuð á óvart en nýút- iSilipSI v '' öllum samvinnumönnum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar. ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA komin ævisaga páfa í Bretlandi, sem full er af lofgjörð um hann, hefur oröið til þess aö vekja athygli á ýmsum glæsilegum staðreyndum um Jóhannes og páfadóm hans. Höfundur þessarar ævisögu heitir Peter Hebblethwaite og dregur hann fram í dagsljósiö sitthvaö sem ekki var áður vitað, enda fékk hann aögang að skjölum fyrrum ritara páfa, Monsjör Capovilla. Það er talinn styrkur bókar- innar, en á hinn bóginn er aðdáun höf- undar á páfa svo mikil aö hann hneig- ist til þess aö bera blak af honum, jafn- vel í hinum viðkvæmustu málum. Sætti sig við fasismann „Hann sætti sig viö fasismann vegna þess að hann var staöreynd,” skrifar Hebblethwaite, og bætir við: „Það væri timaskekkja aö ásaka hann fyrir slíkar skoðanir; það væri óheiðarlegt aö minnast ekki á að hann hefðihaftþær.” I bókinni kemur skömmu síöar fram að Roncalli (nafn Jóhannesar áður en hann var kjörinn páfi) hafi sagt um innrás Itala í Eþiópíu: „Stóri fiskurinn vill alltaf gleypa litla fiskinn,” og hlýtur slik yfirlýsing að teljast annað- hvort einfeldningsleg ellegar harð- brjósta. Hebblethwaite skýrir þessar og aðrar ámóta skoðanir Roncallis með því aö sem diplómat hafi hann „átt meira sameiginlegt með guð- spjöllunum en Machiavelli.” Roncalli þjónaði lengi sem diplómat Páfagarös á Balkanskaga og þar lærði hann að meta notkun þjóðtungu hvers svæðis við messur og sömuleiðis að virða aðrar trúarskoðanir en hina heilögu katólsku kirkju. Eftir aö hann settist á páfastól beitti hann sér fyrir því að umburðarlyndi kirkjunnar gagnvart hvorutveggja jókst. Hins vegar virtist hann ekki líklegur til stór- ræöa framan af. Er hann var skipaður útsendari Páfagarös í Frakklandi, þá sextíu og þriggja ára gamall, töldu fáir hann vera atkvæöamann á neinu sviöi og hann var eins og ævinlega trúr og dyggur sínum ihaldssama húsbónda, Píusi XII. Þess má geta að það var Píus sem árið 1948 fékk þá hugmynd aö kalla saman það kirkjuþing sem Jóhannes varð síðar frægur fyrir, en Píus taldi það myndu verða þungt í vöfum og hann gæti eins unniö störf þess sjálfur. „Vona að næsti páfl verði á móti mér” Píus haföist lítið aö síöustu ár sín á páfastóli og raunar var eitt af síðustu verkum hans að skipa Roncalli kardínála í Feneyjum árið 1953. Þegar Jóhannes XXIII. Píus lést þremur árum síðar var aöeins fimmtíu og einn kardínáli starf- andi innan katólsku kirkjunnar og flestir mjög aldraðir. Roncalli var sjö- tíu og sex ára en tuttugu og fjórir kardínálanna voru enn eldri. Það voru þessi gamalmenni sem kusu Roncalli páfa, einfaldlega vegna þess að ekki varð samkomulag um annaö. Roncalli átti að verða bráðabirgðapáfi og annað ekki. En Roncalli — Jóhannes XXIII. — kom þeim á óvart. Hann sagði skrif- ræðinu innan Páfagarðs stríð á hendur og loftaði út þar innan dyra. Frjáls- lyndi hans hefur oftast verið nefnt sem skýring, en Hebblethwaite kemur fram með aðra ástæðu. Fyrir daga flökkupáfanna var páfi fangi Páfa- garðs í fleiri en einum skilningi. Þegar Jóhannes komst að því að tilraunir hans til að sættast við Krússjof og Sovétríkin voru stöðvaðar innan Páfa- garðs og að ræður hans voru ritskoö- aðar af starfsliði hans þá hlaut hann að grípa til sinna ráða. Jóhannes sýndi að sumu leyti mikla ákveðni þegar hann gaf út páfabréfið fræga, Pacem in terris, og hleypti síðan kirkjuþinginu af stokkunum, en nú mun þó ljóst orðið að við hvort tveggja naut hann ómetanlegrar aðstoðar Montini kardínála (sem tók við af honum 1963 og kallaðist Páll XI.), og raunar vafamál hvort hann hefði komið þessu í gegn án hjálpar Montinis. Eftir að hjólin voru farin að snúast var Jóhannesi umhugaö um aö sveifla pendúlnum til baka — hann sagöist vona að næsti páfi yrði ,,á móti mér”. Niðurstaðan er í stuttu máh sú að án Jósúa hefði Móses verið lítilsmegnugur... VERÐTRVGGÐUR VÓRNGEGN VERÐBÓLGU Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur. /2/ Betri kjör bjóðast varla. <§>SaHIVÍnnubailldnil

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.