Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Síða 32
44 DV. FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Sally, ekkja Richards Burtons, hefur neitað öllum tilboðum um út- gáfurétt á dagbókum hins >• látna ieikara. Þar mun vera að finna lýsingar á ástarævintýrum hans í gegnum árin og ýmislegt um samlíf hans og Elísabetar Taylor. Sally segir að útgáfa dagbókanna myndi valda svo mörgum óþægindum að þær væru betur óút- gefnar. Joan Kcnnedy segir nú hverjum sem heyra vill að hún sé óánægð og einmana og sé i leit að nýjum fylgdarsveini. Krakkaskarinn er nú aliur farinn að heiman þannig að Joan ætti að hafa tíma til að þreifa fyrir sér á markaðnum. Jack Nicholson var orðinn eitt- bvað óöruggur með sig og lét þvi sctja upp sérstakan öryggisbúnaö fyrir jafnvirði cinnar milljónar króna á heimili sínu. Aðallega var hann þó að láta verja lístaverka- safn sitt sem metíð er á 120 mill- jónir króna. HoUywoodstjörnur'nar eru mjög með hugann við Hvíta húsið um þessar mundir. Nú hefur heyrst að Warren Beatty ætli sér i framboð fyrir demókrata. Honum mun hafa misboðiö mjög stórsigur Reagans i síðustu kosningum. Stjórnar- ráðsfólk á árshátíð Starfsmannafélag Stjórnarráösins hélt árshátíö sína um síðustu helgi. Var þar margt manna saman komið og er örugglega óhætt aö segja að sjaldan komj fulltrúar svo mikils valds saman á einn staö utan þessa árshátíö. Þarna voru saman komnir flestir starfsmenn Stjórnarráösins, ráöu- neytisstjórar og embættismenn ríkisins auk ráöherra og forseta Islands. Væntanlega hafa menn rætt yfir glasi um hvaö haföist upp úr kjaraátökum vetrarins og ráöuneytis- stjórar getað rætt viö undirmenn sína um hvor leiöin sé betri, — Kjaradómur eöa verkföll. En af svip flestra má ráða að þeir skemmtu sér vel. Skipperinn ræðir við stýrimennina. Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra á varðskipum og þjóð- hetja i þorskastriðum, ræðir við ráðherrana Geir Hallgrimsson og Sverri Hermannsson. Þessir drógu sig saman til skrafs og ráðagerða. Frá vinstri Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneyti, Halldór Sigurðsson, rikisendur- skoðandi, Jón Sigurðsson, forstjóri járnblendiverksmiðjunnar, Höskuldur Þarna eru örugglega einhver viðskiptamál á dagskrá. Þórhallur Asgeirs son, ráðuneytisstjóri viöskiptaráðuneytis, Matthias Á. Mathiesen við skiptaráðherra og Sigrún Þ. Mathiesen, eiginkona Matthiasar. Jónsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti, Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari og Sigurður Þorkelsson ríkisféhirðir. DV-myndir Bj. Bj. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra á tali við Vigdísi Finnboga- dóttur, forseta Íslands. Til hliðar stendur Guðmundur Benediktsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu. Því miður þekkjum við ekki nöfnin á þessum tveimur ungu konum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.