Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985.
3
œ. Lögreglumaðurinn
1 spennti upp boðin
„Við náum ekki upp í nefið á
okkur fyrir reiði,” sagði Reynir
Traustason, stýrimaöur á togaran-
um Gylli frá Flateyri, eftir uppboð á
smyglvarningi á laugardag.
Eins og menn muna fundu toll-
verðir þrettán myndsegulbandstæki,
ýmis heimilistæki og fleira við leit í
togaranum á Flateyri þann 5. mars
siðastliðinn. Góssiö var boðið upp á
Isaf irði á laugardag.
„Við í áhöfninni vorum ákveðnir í
aö fá öll tækin aftur, hvað sem það
kostaði. Þaö var ákveðið aö fram-
kvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins
byði fyrir okkur alla til að skapa ekki
ringulreið. Við vorum ákveðnir í að
taka þetta allt til baka og gerðum
mönnum grein fyrir því. Við bjugg-
umst við að fá hvert myndbandstæki
fyrir svona 20 til 25 þúsund krónur,”
sagði Reynir Traustason.
„Það var múgur og margmenni í
húsi Bifreiðaeftirlitsins þar sem upp-
boðshaldarinn bauð góssið upp.
Flestir voru komnir til aö sjá okkur
taka við tækjunum aftur.
Svo gerðist þaö að nokkrir starfs-
menn embættisins, óeinkennisklædd-
ir lögregluþjónar, sem stóðu þama í
hnapp, fóru að spenna öll boð upp.
Það var sérstaklega einn þeirra sem
bauð glórulaust á móti okkur. Hann
bauð til dæmis 43 þúsund krónur
staðgreitt í myndbandstæki sem
hægt var aö fá út úr búð á ísafirði
fyrir 44 þúsund krónur og með
afborgunum.
Oneitanlega vaknaði sú spuming
hvort þetta værí gert að undirlagi
embættisins. Okkur þykir sérkenni-
legt aö starfsmaður embættisins sé
að bjóöa svona, jafnvel þótt hann sé í
sínum frítíma,” sagði Reynir.
Þrátt fyrir há boð lögreglumanns-
ins fengu skipverjar öll myndbands-
tækin en yfirleitt á tvöfalt hærra
verði en þeir höfðu gert ráð fyrir.
Tækin voru slegin þeim fyrir 40—50
þúsund krónur. Áður vom þeir búnir
að greiða sekt til sýslumanns-
embættisins.
„Með iimkaupsverði, sektinni og
uppboðsverðinu var þetta svona á
bilinu 90 til 110 þúsund krónur sem
við borguðum samtals fyrir hvert
tæki,”sagðiReynir.
Er nema von að þeir skuli vera æfir?
„Okkur finnst vera tekið frekar
harkalega á okkur. Við skiljum ekki
hvers viö eigum að gjalda. Menn
hafa getaö sótt þetta til fógeta eftir
ákveðinn umþóttunartíma og samiö
við hann. En nú em nýir tímar. Þaö
er víst kominn nýr sýslumaöur.
Við erum engir smyglarar í okkur
og vorum ekkert að fela þetta vel.
Þetta voru bara heimilistæki. Við
vorum ekki að smygla vímuefnum,”
sagði Reynir. -KMU.
Mikilösá
bókamarkaði
Mikil aösókn hefur verið á hinum
hefðbundna bókamarkaði Félags
íslenskra bókaútgefenda sem opnaður
varumhelgina.
Að sögn Önnu Einarsdóttur, for-
stööumanns markaöarins, hefur verið
stöðugur straumur af kúnnum enda er
boðið upp á mikinn f jölda bóka á lágu
verði, jafnvel innan við 100 krónur.
Bryddað er upp á ýmsum nýjungum,
svo sem bókatilboöum o.fl.
Markaðurinn er haldinn í húsi Vöru-
markaðarins við Eiðistorg á Sel-
tjamarnesi og er opinn á venjulegum
verslunartíma, auk þess sem opið er
fram á kvöld og um helgar.
-IJ/DV-mynd GVA.
Kviknaði í
þegarreynt
var að draga
bfl í gang
Eldur kom upp í gömlum bíl sem
verið var að reyna að draga í gang í
Heiðargerði í Reykjavík klukkan
15.20 á laugardag. Logaði í vélarhús-
inu.
Slökkvilið Reykjavíkur kom
fljótt á vettvang og kæfði eldinn.
-KMU.
Vegna ótrúlega lágs innkaupsverðs og hagstæðra samninga getum við boðið
FIAT 127 STATION á þessu frábæra verði eða á aðeins
kr. 239.000,-
á götuna m/ryövörn og skráningu.
FIAT127 STATION
sameinar þægindi fólksbílsins og flutningsgetu sendibilsins á sérstaklega
smekklegan hátt. Heil ósköp af plássi til flutninga, afturhurðin opnast alveg
niður að gólfi og með því að leggja aftursætið fram er hægt að flytja mikið af
plássfrekum vamingi.
Opið í dag, laugardag, kl. 13—18.
EGILL
VUHíALMSSON HF.
j m zjmwa mami
Smidjuvegi 4, Kópavogi. Simar 77200 - 77202.
FRAMHJÓLADRIF
Nú búinn aflmikilli 1050 cm vél, framhjóla-
drifinn, með fimm gíra. Verulega vandaðar
innréttingar. Sérstaklega styrktur fyrir erfiðar
aðstæður. Aksturseiginleikar FIAT 127
fólksbúsins eru auðvitað alþekktir í gegnum
árin og STATION 127 hefur þá alla og
kannski ögn fleiri.
VERÐ SEM SLÆR ALLT UT