Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Page 21
BJARM DAGUR/AUGL
DV, MÁNUDAGUR 25. MARS1985.
21
„Leiðinlegt fyrir hana en
spennandi fyrir okkur hin”
Herranótt:
Náðarskotið eftir Ray Herman, byggt á sögu
Horace McCoy.
Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson.
Búningar: Vilhjálmur Vilhjálmsson.
Lýsing: Ágúst Pétursson.
Tónlistarútsetn.: Jóhann Mornvek.
Leikstjóri: Viðar Eggertsson.
Sýnt í Broadway.
Þetta er jövla gott leikrit. Og stór-
kostleg hugmynd aö færa það upp í
Broadway þar sem leikmyndin er
þegar fyrir hendi og þar sem ramm-
inn utan um afþreyingu kreppu-
hrjáöra Reykvíkinga gerist varla
iðnvæddari. I Náöarskotinu segir frá
staurblönkum, atvinnulausum,
draumum fy lltum en meira og minna
vonlausum ungmennum, sem taka
þátt í maraþondanskeppni vegna
1000 dollara verölaunanna og mögu-
leikans á að koma sér á framfæri viö
útsendara bíólandsins Hollywood.
Áhorfendur flykkjast að og borga
peninga fyrir aö sjá krakkana berj-
ast fyrir lífi sínu, gera sér nauöung
þeirra að athlægi og afþreyingu rétt
eins og þau væru dauðateygð dýr í
búri. Keppninni stýrir Rocky, sem
lætur einskis ófreistaö til aö auka á
spennuna, hvort sem það er með því
aö reka keppendur áfram í svita
þeirra og blóöi eöa lýsa aðförunum
f yrir áhorfendunum.
„Leiöinlegt fyrir hana en spenn-
andi fyrir okkur hin,” segir hann
þegar einn keppendanna, kominn
sex mánuöi á leiö, verður aö yfirgefa
sviöiö til aö missa fóstriö baksviðs.
Keppnin stendur dögum saman:
keppendur veröa æ þreyttari og von-
lausari, samtök mæðra fyrir bættu
siögæöi skálma inn á sviöiö til að
mótmæla, lögreglan er á sveimi eftir
afbrotamönnum, hjúkrunarkona
gerir að sárum, miðaldra kona verö-
ur skotin. . . þaö vantar ekki aö eitt-
hvaö gerist! Athyglin beinist aö einu
pari fremur en öörum, Gloriu og Ró-
bert, hún bitur en full af sjálfsbjarg-
arheift, hann fullur meö bjartsýni
unglingsáranna. Örlög þeirra veröa
burðarás verksins, kynni þeirra, for-
saga, framtíðarhorfur. Og eins og
hrossi sem missir tilgang sinn
meö því aö fótbrotna, líknar Róbert
vinkonu sinni sem hefur misst bar-
áttuviljann. Leikritinu lýkur meö
fögrum orðum um frelsið, lýöræöið,
samkeppnina og einstaklinginn. Og
í þessari gamalkunnu hátiðarræðu
lofar Rocky að halda áfram aö
stjórna danskeppnum, vitandi sem
er að þjóöfélagið, draumaland frelsis
og lýöræöis, Kalifornía, hvar og hve-
nær sem er líklega, á eftir aö halda
áfram aö leika nógu marga nógu
grátt til aö nógu margir geti haft af
því spennu — nóga spennu til aö
Rocky græöi. Og allt meö leyfi borg-
aryfirvalda og yfirdrepsskap þeirra
sem berjast fyrir bættu siöferöi!
Augljóslega veröa ekki gerðar
sömu kröfur til áhugafólks og at-
vinnuleikaranna og augljóslega eru
þessu leikriti ekki gerö sömu skil af
Herranótt og crðið heföi í atvinnuleik-
húsi. En handbragö atvinnumennsk-
unnar leynir sér ekki í leikstjórninni;
sallafínar hreyfingar hvort eð var
hjá stóram rullum eöa smærri, t.d.
látbragð löggunnar, fas miöaldra
konu, spennan í skrokki Italans, láta-
læti dansstjórans, svo dæmi séu
nefnd, sem gætu þó orðiö fleiri. Hraö-
ar skiptingar milli tíma og rúms,
framsögn svo aö vel heyröist þrátt
fyrir glamur úr eldhúsi eöa þá staö-
reynd aö áhorfendur sitja allt um
kring svo stundum þarf aö tala frá
hluta þeirra. Viöar Eggertsson getur
veriö stoltur af árangrinum sem ber
Leiklist
Magdalena Schram
því vitni aö ekki var kastaö neins
staöar til höndum. Auðvitað var
framsögn stundum ábótavant en
aldrei svo aö textinn kæmist ekki til
skila og tilfinningamar á bak viö
hann. Þetta á þó ekki viö um söng-
inn, hann fannst mér ekki hafa tilætl-
uðáhrif, kannski vegna þess aösöng-
konunum var gert aö syngja of hátt.
Guöbjörg Daníelsdóttir hefur til aö
mynda fína rödd til aö skila sínu hlut-
verki en missti fótanna aö ósekju á
háu tónunum. Þar heföi e.t.v. mátt
bæta um betur. Hlutur hljómsveitar-
innar var bráövel gerður og
skemmtilegur. Af leikuranum era
manni stærri hlutverkin eölilega
minnisstæöust, svo sem eins og Hall-
dóra Bjömsdóttir í hlutverki Gloriu,
heift hennar kom afar vel fram og
ræðan yfir hausamótum siögæðis-
postulanna sterklega flutt. Sæinund-
ur Noröfjörö átti líklega erfiöast um
vik en lýsti vel ungæðishætti Róberts
enda féll hann í ralluna hvaö útlitið
varöar, hreinn og beinn og fallegur.
Mario Balthasar Kormáks var sann-
færandi og faglega haldið á talsmáta
og fasi, sömu sögu er raunar aö segja
um Ruby Sigurrósar Friöriksdóttur.
Stærsta hlutverkið, rulla Rockys,
var ekki bara í höndum heldur líka
skrokki og oröum Hilmars Jónsson-
ar, hann var aldeilis ágætur, þreyt-
andi eins og þulir af þessu tagi eiga
aö vera. Þá verð ég aö geta Brynku
og Böbba sem náöu sínu pari dásam-
lega vel. Lengri má listinn ekki
verða en öll geta þau sem fram
komu verið reglulega ánægö meö sig.
Lýsing skipti höfuðmáli í skiptingum
atriða og tókst þaö sérlega vel þó á
einstaka staö væri eins og leikararn-
ir ættu erfitt með að finna „spottið.”
„Stærsta hlutverkiö, rulla Rockys,
var ekki bara í höndum heldur líka í
skrokki og orðum Hilmars Jónsson-
ar, hann var aldeilis ágætur, þreyt-
andi eins og þulir af þessu tagi ciga
að vera!”
Dansinn var stórkostlega raunsær á
aö líta, sumir eins og liðugir kettir,
aðrir eins og trébrúður, rétt eins og
vera ber.
Sýningin var sem sagt nærri galla-
laus miöaö viö þær forsendur sem
hægt er aö gefa sér í áhugaleikhúsi.
, Þaö sem olli mér eiginlega mestum
vonrigöum vorum viö, áhorfendurn-
ir, sem heföum alveg mátt taka
meiri þátt. Nóg er til aö hlæja aö og
klappa fyrir og gráta yfir og salurinn
var býsna daufur i staö þess aö leika
áhorfendur aö maraþonkeppni ör-
væntingarinnar. Efiaust hefur
reyndin veriö önnur á framsýningu
þegar skólasystkinin fylltu húsiö.
Hvaö um þaö, takk fyrir skemmt-
unina, Herranótt, ég mæli meö
ykkur!
Ms
.................
BEINT FUiG ISOISKINIÐ
_ f „
3. APRIL: Orfá sæti laus í páskaferðina, en hún er í tvær vikur. Alveg
einstakleea þægileg ferð í spánska vorið.
17. ARRÍL: Þriggja vikna fejð með sérstökum 15% afslætti.
8. MAI: Ferð elan borgara. I ferðinni verður sérstakur leiðsögumaður
og hjúkrunarfræðingur þeim ætlaður. Ferðin er farin í samvinnu við
Félagsrpálastofnun Reykjavíkurborgar.
15. MAI: BENIDORM/MADRID - tveggia vikna ferð með viðkomu
í einstakri stórborg og á góðri sólarströnd. Vika á hvorum stað, á góðu
verði.
BENIDORM er á Suður-Spáni og einn vinsælasti, sólríkasti og snyrtilegasti staðurinn
á sólarströnd Spánar. Það er staðfest.
Gististaðir eru bæði íbúðir eða hótel með eða án fæðis. Pantið tímanlega og tryggið
ykkur sæti í sólskinið á ströndinni hvítu. Ferðaáætlun til BENIDORM: 3. og 17.
apríl / 8. og 29. maí / 19. júní / 10. og 31. júlí / 21. ágúst / 11. sept. 12. okt.
FERÐAÁÆTLUN 1985 . þú lest ferða-
bæklinginn okkar af sannri ánægiu. I honum
eru ferðamöguleikar sem Feroamiðstöðin
hefur ekki booið áður og eru mjög girnilegir
og freistandi.
Við bjóðum t.d. ferðir til Grikklands,
Frakklands, USA, Marokkó, Ítalíu, Spánar,
sumarhús í Þýskalandi, Danmörku, Frakkl-
andi og Englandi. Auðvitað færðu líka hjá
Ferðamiðstoðinni farmiða og hótel viljir pú
heimsækja Norðurlöndin eða stórborgir
Evrópu, Ameríku eða jafnvel Asíu! -
Þetta er bara brot af því sem FERÐAÁ-
ÆTLUN 1985 segir frá . . ! Hringdu í síma
28133 og við sendum þér hana í póstinum.
Strax!
FERÐAMIÐSTODIN
AÐALSTRÆTI 9
SÍM128133