Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Side 37
DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985. 37 Alþingi Hlutabréf í sementi Meö lögum frá 1948 veitti Alþingi ríkisstjóminni heimild til þess aö koma upp hér á landi verksmiðju til vinnslu sements. Á grundvelli þessara laga var siðan reist sementsverksmiöja á Akranesi, og hefur hún veriö rekin frá árinu 1958 sem sérstakt ríkisfyrirteki undir yfirstjórn iðnaðarráöherra. Nú hefur veriö iagt fram nýtt frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um Sements- verksmiðjurikisins. Þar stendur m.a. í 1. gr. laganna aö rikisstjóminni veröi heimilt aö ’ákveöa fjárhæö hlutabréfa meö það í huga að almenningur geti keypthlutifélaginu. Olíustyrkir Þegar lög um greiösiu olíustyrks voru fyrst sett áriö 1974 var litið á að um verðlagsmál væri aö ræöa. Framkvæmd laganna er því i viöskiptaráðuneytinu. Nú hefur veriö lagt fram frumvarp til laga um breytingu á gildandi lögum um jöfnun og lækkun hitunar- kostnaöar. Breytingin er sú aö iðnaöar- ráðherra veröi falin framkvæmd laganna. Um þetta hefur oröiö samkomulag og er frumvarpið til aö lögfesta samkomulagiö. Eölilegt þykir aö fela iönaöar- ráöuneytinu aö sjá um greiðslu olíustyrkja, meöal annars með tilliti til þess aö leggja veröur áherslu á aö menn skipti sem mest yfirá rafhitun í staö oliuhitunar. Oiiustyrkir voru í fyrstu um 95 þúsund talsins en eru nú rúmlega 10 þúsund. Hitaveita Stefán Benediktsson, Bandalagi jafnaðarmanna, hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum Hitaveitu Reykjavíkur. Til viðbótar 1. gr. vill flutningsmaöur aö veröi: Borgarstjóm Reykjavíkur (er Bæjarstjóm) rekur hitaveitu er nefnist Hitaveita Reykjavikur. Verkefni fyrirtækis- ins er að virkja jarðhita i þeim tilgangi aö selja heitt vatn til upphitunar og framleiöa og selja rafmagn.” . Frumvaip þetta er flutt i þeim tilgangi að afla Hitaveitu Reykjavikur sams konar heimildar til raforkuframkvæmda og önnur sambærileg orkuver hafa þegar, til dæmis Hitaveita Suöurnesja. Útboð Tillaga til þingsályktunar um könnun á hagkvæmni útboða og nánari reglur um framkvæmd þeirrahefurveriölögðframí sam- einuðu þingi. Flutningsmenn hennarem: HelgiSeljan (AB), Jón Kristjánsson (F), Skúli Alex- andersson (AB), Karvel Pálmason (A); og Steingrimur J. Sigfússon (AB). í tiilögunni segir: „Alþingi ályktaraöskora á ríkisstjómina aö gera ítarlega könnun á hagkvæmni útboöa og þvi hvort aðrar leiðir séu ekki heppilegri og æskilegri fyrir byggðarlög og þjóöarheild. Sérstaklega veröi athuguö áhrif útboða á byggðaþróun í landinu og samhliða heildarhagkvæmni þeirra verði litiö til röskunar á rekstri ýmiss konar þjónustu á landsbyggðinni.” Vegaáætlun Vegaáætlun árin 1985—1988 hefur veriö lögð fram á Alþingi. Samkvæ'mt henni veröur 1650 millj. kr. veitt til framkvæmda í vega- málum, til viðhalds og þjónustu. Aætlunin fyrir næsta ár hljóðar upp á 2430 miUjónir króna, 2480 millj. kr. 1987 og 2530 miUj. kr. 1988.1 ár er þungaskattur, ein fjáröflunar- leiðin til vegaframkvæmda, áætlaöur 410 mUljónir króna. Bensingjald 845 miUj. kr. og aðrar tekjur af bensini 130 mUlj. kr., önnurframlög265 miUj. kr. Lagter til aö fjárveiting til vegamerkinga á árinu veröi 4 mUljónir króna. -ÞG Mszdð 323 Glæsilegur, rúmgóður 5 manna fjölskyidubíll meö framdrifi. MEST FYRIR PENINGANA Opið laugardag frá kl. 10—4 BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99 Eftirfarandi búnaður fylgir Mazda 323 DeLuxe: Rúllubelti — Stillanleg hæð á f ramsæti með mjóhryggsstillingu — Sportrendur á hliðum — Heilir stuðarar með rauðri innfelldri rönd — Öryggisljós að aftan — Litað gler í rúðum — Niðurfellanlegt aftursætisbak í tvennu lagi — Handgrip í lofti — Tauáklæði á sætum — Quarts klukka — 60A rafgeymir — Sérstök hljóð- einangrun í farþegarými — 3 hraða rúðuþurrkur — Halogen aðalljós — Stokkur á milli framsæta — Blást- ur á hliðarrúður — Spegill í sólskyggni hægra megin — Farangursgeymsla klædd í hólf og gólf — 3 hraða miðstöð — Útispegill — Baksýnisspegill með næturstillingu — Þurrka og sprauta á afturrúðu — Hituð afturrúða — Opnun á afturhlera og bensínloki innan frá — Ljós í farangursgeymslu (HB) — Barnaöryggis- læsingar — Vindlakveikjari og margt fleira. Verð með öllu þessu aðeins kr. 337.900 til öryrkja ca kr. 237.900. DEMPSEYMMfiKEPEfiCE leikara, góða myndatöku, hraða atburðarás, hnyttni og smáskammt af rómantík. Michael Brandon leikur Jim Dempsey. Hann hefur meðal annars leikið í Rich £t Famous á móti Jacqueline Bisset, Lovers and Other Strangers á móti Diane Keaton, Promises in the Dark á móti Marsha Mason, A Change of Sea- sons á móti Shirley MacLaine. Glymis Barker leikur Harriet Makepeace. Hún á að baki litríkan feril í sjónvarpsþáttum ásamt myndum eins og Wicked Lady, Tangier, The Hound of the Baskerwilles og Yesterday's Hero. Væntanleg á allar góðar myndbandaleigur næstkomandi miðvikudag. Einkaréttur á íslandi: ’lt Dreifing: iMnorhf Sími45800. Jim Dempsey er leynilögreglumaður í New York og er sendur til Englands á laun en hann hafði náð of góðum árangri, svo góðum að starfsfélagar hans voru ekki óhultir fyrir honum. í Englandi fær Dempsey hina fögru Harriet Makepeace sem starfsfélaga, en hún hefur náð ótrúlega skjótum frama innan Scotland Yard. Hún beitir hefðbundnum aðferðum ensku lög- reglunnar, en Dempsey er vanur hinum harð- neskjulegu aðferðum New York borgar. Af þessum sökum gengur samstarfið heldur brösuglega í fyrstu, en brátt fá þau um nóg annað að hugsa. Dempsey og Makepeace hefur allt til að bera sem gerir góða mynd að frábærri mynd: Úrvals-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.