Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. stiórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoóarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. • Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI , 27022. Algroiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf. Áskrif tarverð 6 mánuöi 330 kr. Verfl f lausasölu 30 kr. Helgarblað 36 kr. t Nýjar húsnæðistillögur Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk nokkra sérfróða flokksmenn til þess fyrir mánuði að vera sér til ráöuneytis um þann vanda, sem húsnæðislánakerf- ið stendur frammi fyrir. Vandi húsbyggjenda er eitt helzta mál þessara daga. Þar ræða menn bæði, hvernig leysa skuli hinn brýna vanda, sem þúsundir manna standa frammi fyrir um þessar mundir, og „framtíðar- músík”, hvernig staðið skuli að málum í lengri framtíð. Starfshópur sjálfstæöismanna komst að þeirri niður- stööu um framtíðina, að útlánastefna Byggingarsjóös ríkisins verði að falla í nýjan farveg, eigi aö takast að efna loforð um, að húsnæðislánakerfið standi undir verulegum hluta fjármögnunar viö fyrstu kaup íbúðar- húsnæðis. Skapa veröi þeim, er sækja um lán til fyrstu húsnæðis- kaupa, ótvíræöan forgang umfram aðra láns- umsækjendur. í annan stað sé brýnt, að horfið verði frá þeirri útlánastefnu Byggingarsjóðs, að mismuna um- sækjendum eftir því, hvort sótt er um lán til nýbyggingar eða til kaupa á eldra húsnæöi. Starfshópurinn telur nauðsynlegt, eigi þetta að takast, að draga verulega úr eða taka fyrir lánveitingar til annarra en þeirra, sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn. Samhliða þessu verði jafnaður sá munur, sem nú er á fjárhæðum nýbyggingarlána og lána til kaupa á eldra húsnæði, þó að teknu tilliti til yfirtekinna lána og láns seljanda. I tillögum í framhaldi af þessu áliti segja sjálf- stæðismenn, að lán til kaupa á eldri íbúðum skuli hækkuð í 70 prósent af nýbyggingarlánum. Stærstur hluti nýbyggingarlána skuli greiddur strax eftir að fokheldisskýrslu hafi verið skilað. Sjálfstæðismenn hafa á kjörtímabilinu heitið því, að „stefnt skuli að” hækkun lána til þeirra, sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn, í 80 prósent af byggingarkostnaði staöalíbúðar, og veröi lánin til 42ja ára. Sjálfsagt verður örðugt að ná þessu marki. Mörg rök má færa til þess, aö þeir skuli fá forgang, sem byggja eða kaupa húsnæði í fyrsta sinn, eins og segir í tillögum sjálf- stæðismannanna. Á borði félagsmálaráðherra liggja til- lögur um skerðingu lána, hafi umsækjandi fengið lán áður hjá Byggingarsjóði. En varlega verður að fara í öllum slíkum breytingum. Til dæmis gæti mörgum þeim, sem hafa byggt á síðustu árum, verið gróflega mis- munað. Þeir stæðu þá frammi fyrir því að hafa ekki verið í þeirri kynslóð húsbyggjenda, sem fengu lán á silfurfati, þegar vextir voru undir verðbólgustigi, og fá heldur ekki að njóta þeirrar hækkunar lána, sem sjálfstæðismenn boða nú til þeirra, sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn í framtíðinni. Þetta fólk hefur því keypt minni íbúðir en ella, en fær síöan ekki lengur lán til að stækka við sig, taki þær reglur gildi, sem starfshópur sjálfstæöismanna boöar. Annars eru einnig í tillögum starfshópsins gagn- merkar hugmyndir um skattamál húsbyggjenda. Ákvæðum skattalaga verði breytt í þá veru, að hluti inn- borgana á sérstaka, bundna húsnæöisreikninga verði skattfrjáls. Tímamörk vaxtafrádráttar húsbyggjenda verði rýmkuð. Þá er ennfremur lagt til, að stofnaður verði nýr lána- flokkur við Byggingarsjóð ríkisins, sem fjármagni byggingu þjónustuíbúöa fyrir aldraöa. Margar tillögur sjást nú um húsnæðismál. En menn leysa ekki vandann án þess að fá nýtt fjármagn til mála- flokksins. Haukur Helgason. „Fullt hús matar en finnast hvergi dyr á” Frá upphafi síöari heimsstyrjald- ar hafa átt sér stað ótrúlegar fram- farir með íslensku þjóðinni. Fram- faraþróun, sem aðrar þjóðir gengu í gegnum á einni til tveimur öldum, höfum viö hespað af á 50 árum. Það hefur veriö gaman aö taka þátt í þessum breytingum, gaman að sjá stórbyggingar rísa, vegi lagöa og bætta, fjölbreytni í atvinnuháttum aukast, menningarlíf blómstra. Þjóðin hefur notið þessara framfara. Og þó aö þær hafi kostaö hvern þegn mikiö strit vitum við að það hefur verið þess virði. Fórnar/ömb framfaranna Framfarimar hafa kostaðalla erf- iði og fómir en sumir hafa orðið að gjalda þær dýrara verði en aðrir. Þeir hafa lagt heilsuna aö veði og tapað, margir orðið fatlaðir ævi- langt. Sú fötlun þarf ekki að vera sýnileg, t.d. af völdum hjarta- og lungnasjúkdóma. Ýmsir atvinnu- sjúkdómar, t.d. gigt og bakveiki, leiða til fötlunar. Ötaldir em jjeir sem sakir langvarandi þrældóms verða farlama á ævikvöldinu. Og sumir veröa jafnvel fómar- lömb framfaranna. Hinir glæstu bíl- vegir bjóða hraðakstri og slysum heim, svo að dæmi sé tekið. 400 manns munu nú vera bundnir hjóla- stólum á Islandi og bætist einn í þann hóp á þriggja mánaða fresti vegna bílslysa. 18—19 ára ungmenni eru þar í miklum meirihluta, þ.e. korn- ungt fólk sem á langa ævi framund- an. En öll eigum viö hlutdeild í fram- förunum. Við eigum stórbyggingar, vegina, menningarlífið og atvinnu- vegina saman og eigum öll rétt á að njóta þess og taka þátt x því. Enn er langt í /and Fyrir hálfri öld vom ekki í gildi mörg lagaákvæði sem fjölluðu um réttindi fatlaðra enda var aldar- háttur annar þá. A síðustu 15 árum hefur átt sér stað gjörbreyting á mál- efnum fatlaðra. Umfjöllun fjölmiðla og almenn umræða um þau hefur orðið meiri og s jálfsagðari. Hin sterku samtök fatlaðra hafa lyft grettistaki og viðhorf fólks hefur breyst. Alþingi, ríkisstjómir og sveitarfélög hafa sinnt málefnum fatlaðra betur, lög, reglugerðir og þingsályktanir hafa verið gefin út og samþykkt. Orð eru til alls fyrst og lög og reglugerðir em undirstaða fram- kvæmda. Því má fagna mörgum framfarasporum sem hið opinbera hefur staöið að. Við eigum þó langt í land aö búa svo í haginn að fatlaöir Kjallarinn SIGRÍÐUR ÞORVALDSDÓTTIR VARAÞINGMAÐUR KVENNALISTA geti ferðast um og haft tækifæri til atvinnu, náms og frístundaiðkana á borð viö aðra þegna þjóðfélagsins. Otal margt þarf að gera til aö létta fötluðu fólki umferð innanhúss og ut- an. Margar minniháttar breytingar kosta sára lítiö og ætti hiö opinbera að ganga á undan og gefa gott for- dæmi um breytingar hið fyrsta. Ekki er alltaf nauösynlegt aö taka fé úr ríkiskassanum til slíkra minni að- gerða en eigi að ráðast í meiriháttar breytingar þarf til sameiginlegan sjóð okkar allra. Því ber nauðsyn til þess aö sjá fyrir föstum tekjustofni svo aö umbætur á stærri byggingum dragist ekki úr hömlu. Þjóð/eikhúsið erfht fötluðum Ein þeirra stórbygginga sem þarfnast slikra umbóta er Þjóðleik- húsið. Ekki var von til þess að sá mæti húsameistari, Guðjón Samúels- son, sem teiknaði Þjóðleikhúsið fyrir um það bil hálfri öld, gæfi gaum að því hvort hreyfihamiaðir ættu auö- sótt í húsið, hvað þá að gert væri ráð fyrir hreyfihömluðu starfsfólki. Slík- ur var tíðarandinn þá. Enda hefur hreyfihömluðum fjölgað til muna á þessum 50 árum, einkum ungu hreyfihömluðu fólki, eins og áður er sagt. Þjóðleikhúsið ber öll merki síns sköpunartíma, glæst borg álfa og ævintýra. En fyrir hreyfihamlaöa, unga semaldna, er það afar erfitt að- komu og umferðar. Allir sem þar hafa komiö vita um stiga, tröppur og mishæðir sem eru þar hluti af glæsi- legri heild en valda fötluðum erfiö- leikum. Lengi hefur veriö rætt um aö gera endurbætur á Þjóðleikhúsinu svo að koma mætti þar fyrir hjólastólum. En samkvæmt lögum á 1% sætarým- is aö vera ætlað hjólastólum svo að- koma og umferð fatlaðra í húsinu yrði greið. Tvisvar hafa verið gerðar áætlanir þar að lútandi og fé veitt á fjárlögum í þessu skyni en ekki orðið úrframkvæmdum. Þóvarkomiö upp snyrtiaöstöðu fyrir fatlaða á salar- hæð hússins, að vísu heldur þröngri, en til bóta samt. Að sögn húsa- meistara rikisins mun innan tíðar veröa þörf á að endurnýja snyrtiað- stöðu í kjallara Þjóðleikhússins og verður þá séð fyrir þörfum hreyfi- hamlaðra þar. Tillaga Kvennalistans Fyrir Alþingi liggur nú tillaga Kvennalistans um bætta aðstöðu hreyfihamlaðra til að sækja Þjóö- leikhúsið. Tillagan felur í sér að nýta það fé sem f járlög 1982, 1983 og 1984 gerðu ráð fyrir til slíkra breytinga en er ónotað vegna þess að ekkert varð úr framkvæmdum. Þetta fé mun nægja til aö lagfæra stétt utanhúss, smíða lítiðanddyriá austurhliö húss- ins, kaupa og koma fyrir lyftu meö 4 viðkomustöðum (múrbrot og gryfja meðtalin) og losa rými fyrir 8 hjóla- stóla á neðri svölum. Kostnaður við þetta er áætlaður 3.000.000 króna, en hönnunar- og umsjónarkostnað má áætla 10% af kostnaðarveröi. Þjóðleikhúsið er aðeins ein jjeirra mörgu stórbygginga, þar sem bæta þarf aðkomu og umferð fyrir fatlaða. Nú eru 35 ár liðin frá opnun þess og svo sannarlega kominn tími til að gera þessar úrbætur og færi vel á því að halda upp á afmælið meö þessum hætti. Þjóðleikhúsiö er sameign okkar allra og við eigum öll jafnmikinn rétt á því aö njóta þess sem þar fer fram. Eigum við ekki að sjá til þess að svo megi verða? Sigríður Þorvaldsdóttir, varaþm. Kvennalista. ,,En samkvæmt lögum á 1% sætarýmis að vera ætlað hjólastólum." 0 „Þjóöleikhúsiö ber öll merki síns sköpunartíma, glæst borg álfa og ævintýra. En fyrir hreyfihamlaöa, unga sem aldna, er þaö afar erfitt aökomu og umferöar.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.