Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 48
48
DV. MANUDAGUR 25. MARS1985.
Andlát 1 Tilkynningar
Hallgrímur Gunnar Isleifsson lést 14.
mars sl. Hann fæddist í Reykjavík 19.
apríl 1910. Foreldrar hans voru hjónin
Isleifur Sveinsson og Sigríöur Hall-
grímsdóttir. HaUgrímur kvæntist ekki
né eignaðist afkomendur. Síöustu
tuttugu árin starfaöi hann hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga viö
lagerstörf. Utför hans veröur gerö frá
Fossvogskirkju í dag kl. 13.30.
Jón Þórarinn Halldórsson frá
Bolungarvík, Drápuhlíö 6 Reykjavík,
andaðist 22. mars sl.
Helgi Kristjánsson vörubílstjóri, Stór-
holti 26 Reykjavík, lést í Landakots-
spítalanum fimmtudaginn 21. mars.
Viggó E. Gíslason vélstjóri lést
fimmtudaginn21. mars.
Guðmundur Guðmundsson, Kirkju-
garösstíg 8, veröur jarðsunginn frá
FossvogskapeUu í dag, mánudaginn
25. mars, kl. 15. Jarösett veröur í
kirkjugarðinum viö Suðurgötu.
Davíö Oskar Grímsson húsgagna-
smíöameistari, Bergstaöastræti 25, er
lést 16. mars í EUiheimilinu Grund,
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju þriöjudaginn 26. mars kl. 15.
Sigrún Guðmundsdóttir, Borgarheiöi
20 Hverageröi, áður tU heimdis í
Hlíöartungu, Ölfusi, andaöist í Land-
spítalanum 22. mars.
Úifar Kjartansson frá Vattarnesi viö
Reyöarfjörð andaðist í sjúkrahúsi
Vestmannaeyja 22. mars sl.
SigurUna Agústa Sigurðardóttir,
Miötúni 3, sem andaðist 16. mars sl.,
verður jarösungin frá Fossvogskirkju
þriöjudaginn26. marskl. 13.30.
Karl Björgúlfur Björnsson frá Reyðar-
firöi, sem andaöist í Hrafnistu 17. þ.m.,
verður jarösunginn frá Fossvogs-
kirkju26. marskl. 10.30.
Tapað -fundið
Lyklar fundust
Lyklar fundust á hring, þrír saman, á bíla-
stæöi viö Landspítalann 22. mars, um kl.
15.00. Upplýsingargefur Friögeira Benedikts-
dóttirísíma 71502.
Grá papparúlla tapaðist
Sl. sumar tapaöist grá papparúlla með vinnu-
teikningum, líklegast á Gunnarsbraut. Finn-
andi vinsamlega hafi samband við Dagbók
DV. Fundarlaun.
BELLA
Ég varö aö senda allt í hreinsun
sem ég á svo það yrði tilbúið um
helgina.
Lionsklúbburinn Njörður
gefur St. Jósefsspítala tæki
Nýlega gaf Lionsklúbburinn Njörður St.
Jósefsspítala Ultrasonix generator ásamt
fylgihlutum. Tækin eru ætluð til meðferðar á
sjúklingum með nýrnasteina en sá sjúkdómur
er algengur. Talið er að á annað þúsund
Islendinga fái nýrnasteina á ári hverju og þar
af þurfa nokkur hundruð á aðgerð að halda til
aö losna við þá. Tækin brjóta nýrnasteina
með hátíðni hljóðbylgjum. Má með þeim ná
steinunum án opinnar skuröaögeröar sem
gerir það að verkum að sjúklingarnir eru mun
fljótari að ná sér á eftir.
Myndin er tekin er Steinar Petersen, for-
maöur Njarðar, afhenti yfirlækni spítalans,
Olafi Erni Arnarsyni, tækið.
Stjórn St. Jósefsspítala þakkar af alhug
vinsemd og rausnarlegar gjafir Lionsklúbbs-
insNjarðar.
Lögvernd
I^ugardaginn 16. mars siðastliðinn voru
stofnuði Reykjavík samtökin „Lögvernd”.
Formaður samtakanna er Anna Kristjáns-
dóttir. Markmið samtakanna er meðal
annars að vinna almennt að endurbótum i
íslensku réttarfari og stuðla að því að ein-
staklingar nái rétti sínum án tillits til stöðu
eða félagslegra aðstæðna.
Samtökin munu einnig beita sér fyrir
almennri umræðu um neðanjarðarhagkerfið,
svo sem okurlánastarfsemi og eiturlyf jasölu.
Viðtalstimi samtakanna verður mánudaga
og þriðjudaga milli klukkan 19 og 20 í sima
13829.
Kirkjukvöld í
Laugarneskirkju,
Mótettukór Hallgríms-
kirkju syngur
Þriöjudaginn 26. mars veröur kirkjukvöld i
Laugarneskirkju, en þaöhefst kl. 20.30.
Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir
stjórn Haröar Askelssonar. Kórinn mun flytja
verk eftir Joh. S. Bach. Einnig mun Haukur
Guölaugsson, söngmálastjóri þjóökirkjunnar,
flytja stutt erindi um Baeh en á þessu ári er
einmitt haldiö hátíölegt 300 ára afmæli hans.
Laugarneskirkja vill meö þessum hætti
taka þátt í hinum fjölþættu hátíöahöldum á
Bach-ári og heiöra minningu hins mikla
meistara kirkjutónlistarinnar.
Kirkjukvöld á föstu er orðiö árviss hátíö í
l^augarneskirkju og hvet ég safnaöarfólk og
aöra sem njóta vilja aö fjölmenna til há-
tíðarinnar. Fátt hæfir föstunni betur en sam-
koma sem þessi þar sem okkur gefst næöi til
aö hlýöa á þaö besta sem völ er á úr bók-
menntum tónlistarinnar og íhuga tóna
föstunnar úr Heilagri ritningu.
Jón Dalbú Hróbjartsson
sóknarprestur.
Grikklandsvinir funda
I kvöld, mánudagskvöldið 25. mars kl. 20.30,
efnir hið nýstofnaða félag Grikklandsvina til
fundar uppi á lofti í veitingahúsinu Gauki á
Stöng í tilefni af þjóðhátíðGrikkja. Formaður
félagsins flytur fyrirlestur og á éftir munu
þrír Islendingar leika grísk lög. Þeir eru
Haraldur Arngrímsson, Hilmar Hauksson og
Matthias Kristiansen. Allir velunnarar Grikk-
lands eru velkomnir á fundinn.
Draugasónatan
Leiklistarfélag Menntaskólans viö Sund sýnir
Draugasónötuna eftir August Strindberg
mámidaginn25.3. kl. 20.30,
þriöjudaginn26.3 kl. 20.30,
miövikudaginn 27.3. kl. 20.30,
fimmtudaginn 28.3 kl. 20.30.
Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. Leikritiö
hcfur hlotiö góöar undirtektir sem frækilegur
sigur ungs áhugafólks.
Fyrirlestur í vínfræðum,
vinsmökkun
Jean Rabourdin vínfræöingur, prófessor við
vínakademíuna í París, flytur fyririestur á
ensku um Bordeaux-víntegundir og vín-
smökkunartækni i veislusalnum Þingholti,
Hótel Holti, Bergstaðastræti 37,
miðvikudaginn 27. og fimmtudaginn 28. mars
kl. 16. Betra er að taka frá miða í Franska
bókasafninu í síma 23870 milli kl. 17 og 19.
Uppákoma í
Austurstræti
I tilefni af 66 ára afmæli Póstmannafélags
Islands hyggst „Bréfberaleikhúsið Dúfan”
vera með smáuppákomu í Austurstræti
þriöjudaginn 26. mars kl. 15.
Styrktarfélag vangefinna
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Bjark-
arási við Stjörnugróf laugardaginn 30. mars
nk.kl. 14.00.
Venjuleg aöalfundarstörf. Kaffíveitingar.
Stjórnin.
Minningarspjöld
Minningarkort Félags
velunnara Borgarspítalans
fást í uppiýsingadeild í anddyri spítalans.
Einnig eru kortin afgreidd í síma 81200.
Um helgina
Um helgina
Drauminn vantar enn
Ingólfur Hannesson, íþróttafrétta-
maöur sjónvarps, hefur veriö gagn-
rýndur nokkuö í lesendabréfum. Eg
verö aö segja, aö hann var hress-
andi, þegar hann lýsti leik Vikings og
Barcelona í gærkvöld. öll þessi:
„Hvemig er þetta hægt?” og „Aldeil-
is”, hjá Ingólfi áttu vel viö hinn mjög
svo ótrúlega mikla sigur Víkings.
Lýsing Ingólfs var óvenjuleg og hitti
ímark.
Þannig fengu áhugamenn um
íþróttir, stór hluti landslýös, sinn
skammt í gær. Handboltaleikur úr
Evrópukeppni bikarhafa, undanúr-
slitum, og einnig bein útsending frá
úrslitaleik Mjólkurbikarkeppninnar.
Enski lýsandinn var aö vísu ekki eins
ákafur og Ingólfur.
Hvaö er orðiö af framhaldsþáttum
á sunnudagskvöldum? Við höfum nú
fátt af framhaldsþáttum nema Sho-
gun með merkilegum útlistunum á
fornum pyntingaraöferðum og hinn
ósigrandi Derrick. Islenzkt fjöl-
skyldulíf skortir enn átakanlega
svipmyndir frá striti lúxusfólks í
henni Ameríku, drauminn um Dallas
eða Dynasty. Dallas var orðinn
þreytandi um skeið, en full þörf er aö
gleðja landann með nýjum slíkum
þáttum, sem sýna „fallega fólkið”
reyna aö koma hvert öðru í skítinn.
Haukur Helgason.
Bera Nordal listfræðingur:
Auka má menning
ar- og barnaefni
Eg horfi talsvert á sjónvarpiö og
þá einkum fréttaþætti og dagskrá
um listir og menningu. Mér finnst
bara alls ekki vera nóg um slíka dag-
skrárliði hjá sjónvarpinu. Svo hef ég
fylgst meö Shogun. Kvikmyndirnar í
sjónvarpinu eru að mínu mati ekki
nægilega góöar. Þaö er of mikiö af
hreinum afþreyingarmyndum. Mér
finnst aö þaö eigi aö sýna betri
myndir sem skilja eitthvaö eftir.
Það eru einkum helgarþættir í út-
varpinu sem ég fylgist meö. Oft er
góöur fróöleikur í þeim, eins og í
þætti fréttamannanna á laugardags-
eftirmiðdögum sem er mjög góöur.
Dagskráin á rás 2 er of einhæf. Eg er
orðin hundleiö á henni. Þetta er
engin þáttagerð sem á sér staö þar.
Eg vil aö menningar- og bamaefni
veröi aukið bæði hjá útvarpi og sjón-
varpi. Þaö mætti t.d. sýna fræöandi
efni fyrir böm í sjónvarpinu á
morgnana og síðdegis.
Ferðalög
Páskaferðir
Ferðafélagsins
4.-8. apríl: Landmannalaugar —
Skíöaganga frá Sigöldu inn í Laugar
(um 25 km). Vélsleöar flytja
farangur. Gönguferðir og skíöagöngu-
ferðir, s.s. í Hrafntinnusker, Kýlinga
og víðar. Gist í sæluhúsi Fl í Land-
mannalaugum. I sæluhúsinu veröa
húsverðir sem taka á móti ferðamönn-
um og þeir sem hafa í huga aö gista í
Landmannalaugum í páskavikunni
ættu aö hafa fyrirhyggju aö panta gist-
ingu á skrifstofu Fl.
4.-7. apríl: Snæfellsnes — Snæfells-
jökull — ath. 4 dagar. Gist í íbúöarhúsi
á Arnarstapa, frábær aðstaöa, stutt i
sundlaug. Gengiö á Snæfellsjökul,
fariö í Dritvík, Djúpalón og víöar.
4.-8. apríl: Króksfjöröur og nágrenni.
Gist á Bæ í Króksfirði í svefnpoka-
plássi. Gengið á Vaðalf jöll, um Borgar-
land, út á Reykjanes og víöar. Afar
skemmtilegt og forvitnilegt svæði,
léttar gönguferöir.
4.-8. apríl: Þórsmörk (5 dagar).
Gönguferöir daglega. Gist í Skag-
fjörðsskála.
6.-8. apríl: Þórsmörk (3 dagar).
Ferðamenn athugiö að Ferðafélagið
notar aUt gistirými i Skagfjörösskála
um bænadaga og páska.
Allar upplýsingar og farmiöasala á
skrifstofu Fl Oldugötu 3. Pantiö tíman-
lega, takmarkaöur sætafjöldi í sumar
ferðirnar.
Ný fyrirtæki
Sto&iaö hefur verið félagiö FrostfUm
hf. í Reykjavík. Tilgangur félagsins er
gerö sjónvarps- og kvikmynda ýmiss
konar, bæöi heimildarmynda og leik-
inna mynda, gerö auglýsinga fyrir
sjónvarp, kvikmyndahús og aöra fjöl-
miöla, ráögjöf, útgáfustarfsemi, rekst-
ur fasteigna og annar skyldur atvinnu-
rekstur. I stjórn eru: Karl Oskarsson,
formaður, Rekagranda 6, Reykjavík,
Ágúst Baldursson, Melhaga 9, Reykja-
vík og Baldur Ágústsson, Hlíöargeröi
21, Reykjavík. Stofnendur auk ofan-
greindra eru: Oskar Valgarösson,
Hólastekk 2, Reykjavík, og Helga Guö-
björg Baldursdóttir, Boöagranda 18,
Reykjavík.
Stofnaö hefur verið félagiö Skipeyri
hf. í Reykjavík. Tilgangur félagsins er
sala tækja og véla, rekstur verkstæðis
og varahlutaþjónusta, skipaþjónusta,
kaup og sala fasteigna og lánastarf-
semi. I stjóm eru: Olafur Vignir Sig-
urösson, formaöur, Deildarási 15,
Reykjavík, Jónína Jóhannsdóttir, s.st.
og Jóhann S. Olafsson, s.st. Stofnend-
ur auk ofangreindra eru: Stefán B.
Gíslason, Lindargötu 61, Reykjavík, og
Gísli Guöbrandsson, Laugarnesvegi
102, Reykjavík.
Stofnaö hefur veriö félagið Árlax hf.
í Kelduneshreppi, Noröur-Þingeyjar-
sýslu. Tilgangur félagsins er búskapur
meö fiskeldi sem aöalgrein og hvers
konar tilraunastarfsemi viö fiskeldi og
tengdan atvinnurekstur auk fram-
leiðslu. I aöalstjórn félagsins eru: Guö-
mundur Bjömsson, Grenimel 49,
Reykjavík, formaöur, Bjöm Guö-
mundsson, Lóni, Kelduneshreppi,
Markús Stefánsson, Barðavogi 7,
Reykjavík, Sveinn Þórarinsson, Kross-
dal, Kelduneshreppi, og Þorkell Sigur-
laugsson, Hofsvallagötu 61, Reykjavík.
I varastjórn félagsins eru: Bjöm Bene-
diktsson, Sandfellshaga, öxarfjaröar-
hreppi, Vilhjálmur Jónsson, Skildinga-
nesi 26, Reykjavík, Indriði Pálsson,
Safamýri 16, Reykjavík, Siguröur Jó-
hannesson, Hjarðarholti 1, Akureyri,
Ingimar Jóhannesson, Flókagötu 54,
Reykjavík.
Stofnað hefur veriö félagiö Ofna-
smiöja Kópavogs hf. í Kópavogi. Til-
gangur félagsins er ofnaframleiðsla,
rekstur ofnaverksmiöju, fasteigna og
önnur skyld starfsemi. I stjóm eru:
Ottó Eiösson, formaður, Þingaseli 3,
Reykjavík, Viktor B. Ingólfsson, Sel-
brekku 36, Kópavogi og Bjarni Eiðs-
son, Raufarseli 3, Reykjavík. Stofn-
endur auk ofangreindra em: Árni
Jónsson, Vesturströnd 1, Seltjamar-
nesi, Sigurjón Eiösson, Víöivangi 9,
Hafnarfirði, og Gunnar Sigurösson,
Núpabakka 17, Reykjavík.
IÓN L VANN LEIN
I níundu umferö alþjóölega skák-
mótsins á Húsavík, sem tefld var í
gær, urðu þau úrslit helst aö Jón L.
Ámason, skákskrifari DV, vann
Ameríkumanninn Antoní Lein ömgg-
legaeftir291eiki.
Með þessum sigri tókst Jóni aö
koinast upp aö hliö Ameríku-
mannsins í efsta sæti og hafa þeir nú
báöir sex og hálfan vinning eftir niu
umferðir.
I þeim tveimur skákum sem eftir
em þarf Jón L. aö fá einn og hálfan
vinning til þess að tryggja sér sinn
fyrsta áfanga aö stórmeistaratitli.
Hann á eftir að tefla við Karl Þor-
steins í dag og Askel Orn Kárason á
morgun.
Skák Jóns viö Lein fer hér á eftir,
það er athyglisvert hversu byrjun
Ameríkumannsins virðist ger-
samlega hafa mistekist.
Hvitt: Jón L. Áraason
Svart: Antoní Lein (Banda-
ríkjunum)
Skák
ÁsgeirÞ. Árnason
Spánski leikurinn, Berlinar vöm.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. 0—0
Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5
Rf5
Hið hefðbunda framhald. I fyrstu
umferð Húsavíkurmótsins lék
Lombardí hér 7. — Re4 gegn Jóni
sem er nýr leikur í stööunni. Sá
leikur var strax nefndur „Húsa-
víkurleikurinn”. Þó riddarinn stæði
tæpt tókst Jóni ekki að fanga hann,
og skákinni lyktaði með jafntefli
eftir miklar sviptingar.
8. Dxd8+ Kxd8 9. Rc3 Ke8 10. b3 h6
11. h3 a6 12. Bb2 Re7 13. Re4 Rd5 14.
Hfel Rf415. Hadl Re616. Rh4 Bd717.
Bcl Rc5 18. Rg3 Hd8 19. f4 Bc8 20.
Hxd8+ Kxd8 21.15 Be7 22. Rf3 g6?
(Afleikur í vondri stöðu: 22. Hg8
var skárra en svartur á engu aö
siðurerfitttafl).
23. e6 gxf5 24. exf7 Bd6 25. Bxh6 Bxg3
26. Bg5+ Kd7 27. He7+ Kd6 28. He8
Be629. Be7+.
og svartur gaf. Liöstap er fyrirsjáan-
legt.