Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Page 6
6 DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985. 1 SBF (071 Sænskir bremsuborðar í vörubíla og m.a. Volvo 7 10 12 framhj. kr. 1430,- afturhj. kr. 1680,- búkkahj. kr. 1190,- Scania 110-141 framhj. kr. 1220,-, afturhj. kr. 1770,-, búkkahj. kr. 1220, TANGARHÖFÐA 4 sími 91-686619 Verslun með varahluti í vörubíla og vagna ISUZU isuzu TROOPER - lúxusvagn í bæjarakstri, ósvikið hörkutól á fjallvegunum og allt þar á milli. Þetta er einstakur bíll, búinn þægindum fólksbílanna, krafti og styrk jeppanna og farþegarými fyrir allt að 9 manj^ án þess að nokkurs staðar þrengi að! isuzu TROOPER , á fáa sína líka! | Kynntu þér verð og greiðslukjör f - við tökum flestar gerðir notaðra bíla upp í og það bjóða fáir betur í góðum greiðslukjörum. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Nemar i Hótel- og veitingaskólanum önnum kafnir við gerð veisluréttanna. Neytendur Neytendur Neytendur Lífið er saltfiskur... — vegleg kynning BÚR og Hótel- og veitingaskóla íslands á margs konar saltf iskréttum „Islendingar kunna bara eina og hálfa aöferð við að matbúa saltfisk, þeir sjóða saltfiskinn og einn og einn steikir hann,” sagöi Gísli Reynisson, starfsmaður G.ö. dreifingar, sölu- fyrirtækis Bæjarútgerðar Reykjavíkur á fiskmeti á innanlandsmarkaði. Tilefni þessara ummæla var vegleg kynning sem BUR hélt á saltfiski og margvíslegum réttum sem má matbúa úr þessari gömlu undirstöðufæðu okkar Islendinga. Fór kynningin fram f síðustu viku í húsakynnum Hótel- og veitingaskóla Islands í samvinnu við kennara og nemendur sem sáu um alfa framreiðslu á þeim lostætu réttum er framvorubornir. Vilja breyttar neysluvenjur Að sögn Gísla Reynissonar er BUR á næstu vikum aö setja á markaðinn innanlands sérstaklega afvatnaðan saltfisk í samræmi við breyttar kröfur neytenda um aukin gæði í innlendri saltfiskframleiðslu. Gísli sagði aö fram að þessu hefði allur saltfiskur hérlendis verið meira og minna af- vatnaður allur á sama tíma, þykkildi heföu verið afvötnuð á sama tíma og þunnildin sem auðvitað væri ekki nógu gott. Þunnildin hefðu komiö út hálf- dauf en þykkildin brimsölt. • Að sögn Gísla miðar þetta nýja framtak BUR að því að fá landsmenn til að læra að meta betur þennan gamla rótgróna rétt og reyna að auka hlutdeild saltfisksins í neysluvenjum landsmanna með því að koma á fram- færi skemmtilegum og tiltölulega ein- földum saltfiskréttauppskriftum. Hér er um einfalt og ódýrt hráefni að ræða sem hægt er að matreiða á margvís- legan hátt. Saltfiskréttir í hávegum hafðir erlendis I löndum Suður-Evrópu og Mið- og Suður-Ameríku hefur neysla á saitfi.ski löngum verið gömul hefð og mikil f jöl- breytni í allri matargerð. Mörg þessara landa flytja inn töluvert magn af íslenskum saltfiski og er hann, af þeim sem til þekkja á þessum erlendu mik-kuöum, undantekningarlaust talinn besta mögulega hráefniö. Norskur saltfiskur hefur líka verið vinsæll enda kannski betur þekktari en sá íslenski sökum umfangs nonskra útflutnings- aðila. I löndum kaþólskra er saltfiskur aðalveislumaturinn á jólum og páskum enda í samræmi viö hefðir kirkjunnar um bann við neyslu á kjöt- meti vegna föstunnar í kringum þessar tvær mestu trúarhátíðir kristinna Jón Friðrik Snorrason bauð gesti velkomna og flutti stutta tölu um salt- fiskframleiðsluna I landinu. manna. Þeir Islendingar sem dvalist hafa erlendis, í suðlægum löndum, á föstunni þekkja eflaust af eigin raun alla þá fjölbreytni sem til staöar er í matreiðslu saltfisksins og hve vel hann bragðast eftir að búið er að matreiöa hann. Menn gretta sig ekki lengur og segjast ekki borða saltfisk heldur spegla sig í tómum diskum og biðja um meira á meðan eitthvaögefst. íslenskar uppskriftir fagmeistara Á kynningunni voru bomir fram níu mismunandi saltfiskréttir jafnmargra íslenskra matreiðslumeistara. Vissi enginn hvaöa réttur var frá hverium nema hvað þeir voru númeraðir. Var það síðan hlutverk sérstakrar dóm- nefndar aö velja þrjá réttina er bestir og einfaldastir þættu. Eftir að nemendur Hótel- og veit- ingaskólans höfðu á fagmannlegan hátt borið gestum fram réttina voru úrslit í samkeppninni gerð heyrin- kunn. I fyrsta sæti varö réttur frá mat- reiðslumeisturum Hótel Loftleiða. I öðru sæti réttur f rá Gildi h/f. I þriðja sæti réttur frá veitinga- húsinu Torfunni. (Sjá meðfylgjandi uppskriftir.) Stutt yfirlit saltfiskverkunar Við upphaf kynningarinnar flutti Jón Friörik Snorrason, nemi í Hótel- og veitingaskólanum, stutta tölu þar sem hann gerði grein fyrir þeirri saltfisk- verkun sem tíðkast hefur á fslandi í gegnum aldirnar og tengdi það nútímanum og þeirri auknu tækni sem nú er til staðar, þó að grunnhugmynd allrar saltfiskverkunar geti auðvitað ekki mikið breyst í timans rás. Þaðkom m.a. fram hjá Jóni Friðrik að stundum gekk mönnum erfiölega að ná í salt hér áður fyrr en reyndu þá í staðinn að nota sérstaklega unnið þang. Guðmundur Eiríksson kom á fót þangbrennsluverksmiðju árið 1853 og var askan af þanginu notuð sem salt. Ekki er það þó vitað hvort það salt var einhvem tíma notað við saltfiskverkun enda ekki það mikil saltfisk- framleiðsla á þeim tíma. Eftir að gestir höfðu sporðrennt hinum mismunandi saltfiskréttum og dómnefnd skilað áliti sínu vildu forráöamenn Bæjarútgerðar Reykjavíkur nota tækifæriö og þökkuðu Hótel- og veitingaskólanum fyrir aöstoðina við kynninguna og veittu nemendum og forráðamönnum skólans veglegan þakkarskjöld til eignar. hhei.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.