Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 8
8
DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Sartzetakismeö
nægatkvæði
Christos Sartzetakis, forsetaefnl
sósialista i Grikklandi, hefur
tryggt sér nsgan stuðning til að fá
kosningu í embætti um næstu helgi.
Þegar kosið var um forseta ó
gríska þinginu á föstudag hlaut
Sartzetakis 181 atkvæði. 200 at-
kvæði voru nauösynleg svo hann
náði ekki kosningu en i þriðju at-
kvæðagreiðslunni þarf hann aðeins
180atkvæði.
Atkvæðagreiðslan er leynileg. En
sósialistar gruna einhverja sinna
manna um að hafa greitt atkvæði
gegn Sartzetakis. Á föstudag prent-
uðu þeir atkvæðaseðla i mismun-
andi litum til þess að eiga auðveld-
ara með að fylgjast með sínum
mönnum. Seðlar fyrir Sartzetakis
voru blóir en hvítir fyrir þá sem
höfnuöu honum.
Ihaldsmenn náöu ekki upp i nefið
á sér fyrír reiði og einn þeirra
reyndi að stela kjörkassa.
250drukknuöu
Ottast er aö 250 manns hafi
drukknað þegar ferja sökk í stormi
á Buriganga-fljóti nálægt Dakka í
Bangladesh á laugardagsnótt. A
ferjunni voru fleiri en 300 manns en
næstum 100 tókst að synda í land.
Hugsanlegt er taliö að fleiri hafi
komist af og þorpsbúar í nálægum
byggöum hafi skotiö yfir þá skjóls-
húsi.
Hausarfjúka
íMoskvu
Mikhaíl Gorbatsév, hinn nýi leið-
togi Sovéta, ætlar ekkert að bíða
með að endurnýja stjómarforust-
una í Moskvu. Um helgina var til-
kynnt aö 74 ára gamall orkumála-
ráðherra hefði dregið sig í hlé og 55
ára gamall maður verið skipaður í
hans staö. Fyrir helgi var skipt um
fyrsta ritara kommúnistaflokksins
i Kirov-héraðinu.
Stjórnarerindrekar taka til þess
að orkumálaráðherrann rétt komst
hjá því að verða rekinn þegar hann
lét miðnefnd flokksins fá faisaðar
skýrslur meðan Bréznev var enn
við völd.
Á morgun fundar þing rúss-
neska lýðveldisins og þá gætu fleiri
hausar fokið.
Sovéti fékk hæli
Sovéskur stjórnarerindreki í
Nýju Delhí, Igor Gheja, hefur feng-
ið hæli í Bandaríkjunum sem póli-
tískur flóttamaður. Gheja hvarf
eftir gönguferð í Delhí fyrir um
viku. Bandaríkjamenn segja að
hann hafi sótt um hæli hjá banda-
rísku sendiráði „utan Indlands”.
Kona Gehja og bam búa enn i
húsakynnum Sovétmanna í Delhí.
Lögregla í Indlandi leitar enn aö
morðingjum annars sovésk stjóm-
arerindreka. Vladislav Kitrisénko
var skotinn til bana á fimmtudag.
Um 100 útlendingar, flestir Afgan-
ir, hafa verið handteknir í tengsl-
umviðmorðið.
Villafnema heriög
Mohammad Khan Junejo hlaut
einróma stuðningsyfirlýsingu ný-
kjörins þings í Pakistan sem for-
sætisráðherra landsins. Sam-
kvæmt nýrri stjómarskrá valdi Zia
Ul-Haq forseti hann á laugardag.
Ottast hafði verið að þingið
kynni að sýna Zia mótþróa með því
að hafna forsætisráöherranum. En
Junejo er vinsæll stjómmálamaður
frá Sind-sýslu og átti auðvelt með
að fá stuðning þingsins.
Junejo sagði aö borgaraleg
stjórn og herlög ættu ekki saman
og því ætti að afnema herlög sem
fyrst.
Samkvæmt stjómarskrá Zia
hefur forseti landsins mikil völd.
Þegar þing landsins var sett var
Zia settur i embætti forseta til
fimm ára. Hann rændi völdum 1977
og tók þáverandi forseta landsins
af lifi. Það var Zulfikar Ali Bhutto.
Verkfall í Danmörku:
Sjúklingar sendir út
af spítala í Álaborg
Ákvörðunar um lög gegn verkfallinu að vænta í dag eftir ríkisstjórnarfund
Verkfallsvaktin þarf að halda á sér hita í Danmörku að minnsta kosti fram
á fimmtudag en þá er líklegt að lög verði sett gegn verkfailinu.
Frá Kristjánl Ara Arasyni, frétta-
ritara DV í Kaupmannahöfn:
Fastlega er búist við að danska
stjómin muni setja lög gegn verkfall-
inu sem nú hefur lamað danskt
atvinnulíf. Þaö byrjaöi í gær.
A laugardag fundaði Schliiter for-
sætisráðherra meö leiötogum Róttæka
flokksins en þeirra atkvæði þarf hann
til aö minnihlutastjóm hans geti aflýst
verkfallinu meö lögum.
Stytting vinnuviku
Um 300.000 launþegar á almennum
vinnumarkaöi lögðu niður vinnu í gær.
Þeir vilja hærra kaup og styttingu
vinnuviku. Vinnuveitendur hafa boðið
tvö prósent launahækkanir, að sögn
verkalýðsfélaga.
Um helgina stöðvaöist aö mestu
vinna á flugvöllum og farþegar urðu að
bera allan sinn farangur þvi burðar-
menn eru í verkfaUi. SAS-flugfélagið
hefur hætt ferðum sínum til og frá
Kaupmannahöfn en erlend flugfélög
halda enn uppi ferðum.
I Alaborg höfðu 100.000 manns enga
miðstöðvarhitun vegna þess að heita-
vatnsstöö í hverfi einu varð uppi-
skroppa með eldsneyti.
Frá Jóni Einari Guðjónssyni, frétta-
ritara DV í Osló:
Norska dagbiaöiö hefur eftir á-
reiöanlegum heimildum að Arne Tre-
holt muni verða sleppt úr fangelsi yfir
páskana Lögreglan mun ekki hafa
neitt á móti því að hann fái frelsi þann
tíma. Ástæöan fyrir leyfinu mun vera
heilsa Treholts.
Hundruö heim
Aöalspitali Alaborgar varð aö senda
hundruð sjúklinga heim til sín vegna
Hann hefur verið í eimenningsklefa
síðan hann var handtekinn fyrir rúmu
ári. Samkvæmt heimildum Dag-
blaösins hefur fangeisislæknirinn stutt
þessa ósk Treholts um páskaleyfi.
Það er lögreglan sem ákveður
hvort Treholt fær þetta frí. Greinilegt
var, eftir réttarhöldin í siöustu viku,
þar sem hann svaraði spurningum sak-
þessa. Læknir sagði að gamalt fólk
sem væri í húsum án hita gæti veriö
hættkomiö.
sóknara mestan tímann, að hann
þarfnast afslöppunar. Spurningin er
bara um öryggi Treholts. Finna þarf
staö þar sem hann getur fengiö aö vera
í friði fyrir blaöamönnum og öðrum
sem vilja ná tali af honum.
Búist er við að lögfræöingur
Treholts muni senda skriflega beiðni
um leyfisveitinguna í þessari viku.
Nokkrar danskar eyjur einangruð-
ust þegar einkaferjur hættu að ganga.
Bændur urðu sums staðar aö hella
niöurmjólk.
Ríkisstjórnarfundur er í dag og er
talið að verkfallsbannið verði sam-
þykkt þar. I nótt sögðust þingmenn
Róttæka flokksins aldrei hafa verið
beðnir um aö taka þátt í setningu laga
gegn verkfallinu. En sjálfsagt mál
væri að stjórnin gengist fyrir slikum
lögum og þeir myndu þá taka afstöðu í
þinginu. Talið er ljóst að þar muni þeir
styðja þau lög.
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
og
Þórir Guðmundsson
Ellefu fórust
íum-
ferðarslysum
Frá Jóni Einari Guðjónssyni,
fréttaritara DV í Osló:
Ellefu létust um helgina í um-
ferðarslysum í Noregi. Þetta er því
einhver alversta slysahelgin þar í
landi.
Mesta slysiö varð í Þelamörk.
Móðir og brir synir hennar létust er
hún ók bíl sínum inn í stóran vöru-
flutningabíl.
Mikil hálka var um helgina og
talsverð snjókoma.
Treholt í páskafrí?
Fangelsisyfirvöld talin meðmælt því að Treholt fái að fara heim yfir páskana
S-A fríka fordæmd fyrir
dráp á blökkufólki
Þúsundir blökkumanna fylgdu í gær
til grafar fómarlömbunum sem lög-
Tíu drepnir um helgina en nítján í síðustu viku
regla S-Afríku skaut til bana í kröfu- Höfðahverfi í síðustu viku.
göngu við hverfi hvítra í Uitenhage í Líkfylgdimar lögðu leið sina í gegn-
Blökkumenn hlaupa undan táragasi lögreglunnar i Höfðaborg. Óeirðirnar kostuðu 10 manns lifið um helg-
ina og 19 i siðustu viku.
um Uitenhage i gær og hafði lögreglan
mikinn viðbúnaö þar en reyndi þó ekki
aö stöðva blökkufólkiö. Segir lögreglan
að allt hafi farið friðsamlega fram. —
Fréttamenn fengu ekki nærri aökoma.
Viða úti í heimi hafa menn fordæmt
hörku s-afrísku lögreglunnar sem í síö-
ustu viku skaut nitján blökkumenn til
bana í kröfugöngu hjá Uitenhage. Til
viðbótar voru tíu drepnir um helgina
eftir íkveikjur og gripdeildir hér og
þar.
Utvarp S-Afríku sagði í morgun að
búast mætti við endurteknum tilraun-
um til að kynda undir ólgu meðal
blökkufólks þar sem „yfirstandandi
pólitískar úrbætur” kippi forsendun-
um undan tilraunum byltingarsinna til
aö afla sér lýðhylli. Varaði útvarpið
við því að ofbeldi mundi beint að lög-
reglunni og yrði að taka slíkt föstum
tökum.
S-Afríka tók upp nýja stjórnarskrá á
síðasta ári þar sem hvítir veittu Ind-
verjum og kynblendingum einhverja
hlutdeild í stjórn landsins en útilokuöu
áfram blökkufólkiö sem er 73% ibúa S-
Afríku.