Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 38
38 DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985. Volvo 244 GL árg. 1982 og 264 útlit Þetta stórglæsilega eintak er til sölu Aukahlutir: sumardekk á sportfelgum, útvarp + kassetta, turbo, klukka, rafmagn í útispegli og loftneti, aukamælar, hillur, allur upphækkaður, pluss í sætum, lit- að gler, sjálfskiptur, vökvastýri, sílsalistar, spoiler, gardínur í afturrúðu, kastarar o.fl. Ýmis skipti koma til greina, jafnvel á dísilbíl. Upplýsingar í síma 19141 eða 687676. SMÁMJGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA ÞLTátt kost á aö kaupa og selja allt senl gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna paö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum,.hvarvetna er DVIesiö. Eínkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö f/npressuöum seölum. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringjr...27022 Við birtum... Það ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00— 14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 e (3 ER SMÁALfGLÝSlNGABLAÐfD Hús Hennes við Kalmannsvelli, DV-mynd Haraldur. HENNESTÍSKAN Á AKRANESI Frá Haraldi Bjarnasyni, Akranesi: Hennes hf., ný fataverksmiðja Hen- sons hf., tók til starfa á Akranesi fyrir skömmu. Hennes hf. er til húsa í ný- byggðu 807 fermetra einingahúsi viö Kalmannsvelli. Einingar í húsiö voru steyptar í skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi en það fyrirtæki var aöalverktaki við byggingu hússins. Auk Þorgeirs og Ellerts hf. unnu fjöl- margir undú-verktakar á Akranesi að byggingu hússins og var byggingatími þess aðeins tæpir 6 mánuðir, en fram- kvæmdir hófust 15. september sl. og var húsið formlega tekið í notkun þann 8. marssl. Henson sportfatnaður hf. hefur starfað frá árinu 1969, fyrst einvörö- ungu í Reykjavík en árið 1983 stofnaði fyrirtækið útibú á Seíossi og nú, tveim- ur árum seinna, bætist Akranes í hóp- inn. A löngum tíma hefur verið fariö meira inn á framleiöslu á tískufatnaði og mun nýja verksmiöjan á Akranesi verða með stóran hluta þeirrar fram- leiðslu. Forstööumaður hinnar nýju verk- smiðju er knattspymukappinn kunni, Sigurður Lámsson, og verkstjóri er Björg Hraunfjörð. Nú hafa um 20 manns hafiö störf hjá Hennes hf. en starfsmönnum mun fjölga til muna þegar starfsemin kemst í fullan gang. AUs starfa nú um 100 manns hjá Hen- son hf. í verksmiðjunum þremur. —EH Páskaeggjasiðurinn ekki gamall hér TaUö er aö Björn Björnsson, sem stofnsetti Bjömsbakarí, hafi veriö fyrstur til að framleiöa súkkulaði- páskaegg á Islandi. Mun þaö hafa ver- ið í kringum 1920, að því er segir í Sögu daganna, bók Arna Bjömssonar þjóð- háttafræðings. Þar er einnig getið um að hin kristna páskahátíö hafi blandast saman við eldri vorhátíðir sem haldnar hafi verið frá ómunatíð um svipað leyti. Af þess- um sammna eru óteljandi páskasiðir í Evrópusprottnir. í bókinnisegirm.a. „Páskaeggin eru eitt þessara fyrir- bæra. Um þetta leyti taka fuglar aö verpa og af því hefur einhvem tíma orðið til einskonar eggjahátíð. Ber þá að hafa í huga að eggið er mikið frjó- semistákn auk þess að vera góðgæti. Sú tilbreytni tengist síöar páskunum og á páskadagsmorgun fengu börnin að fara út í skóg að safna eggjum sem síðan mátti boröa en neysla eggja var bönnuð á föstunni eins og kjöts. Þegar borgir stækkuðu varð örðugra að finna egg með néttúrlegum hætti. Þá tók fullorðna fólkið upp á því að fela egg í görðum, svo að börnin heföu eitthvað aö finna. Var þá víða svo látið heita að páskahérinn kæmi með eggin og feldi þau, þótt önnur dýr séu einnig nefnd til.” Þá segir einnig: „Að því kom að í stað eggja til átu var tekið að útbúa skrautleg páskaegg. Innihaldið var sogið úr egginu og skurnin síðan máluð eða myndskreytt meö öðrum hætti. Þetta handverk er þróaðist er líklega elst meðal slavneskra þjóða enda geta mörg talist listaverk. Þegar sælgætisiðnaðinum óx fiskur um hrygg var tekið að hagnýta páska- eggin í hans þágu. Eldra stig þess er egglaga öskjur fylltar með sælgæti. Yngra stigiö eru svo súkkulaðieggin sem nú em almennust. Málshættirnir sem inni í þeim eru eiga sér einnig langa sögu, því álíka vísdómsorðum var stundum smokraö inn í áðumefnda eggjaskurn.” Þá segir einnig í bókinni að það hafi aldrei orðið algengt hér á landi að skreyta hænuegg. Nú á síðari árum hefur það færst í vöxt að hænuegg séu lituö, þau eru þá gjarnan soðin og borðuð á páskadag- inn. A.Bj. Akureyri: Húsið Strýta gef- ið Ferðafélaginu Akureyrarbær gaf Ferðafélagi Akureyrar um síðustu áramót hús meö því skilyrði að það yrði f jarlægt af sín- umstaö. Hús þetta hefur gengiö undir nafninu Strýta og stóð það á horni Gránufélags- götu og Glerárgötu. Vegna breikkunar Glerárgötunnar þurfti Strýta að víkja ásamt fleiri nærliggjandi húsum. Að sögn Guðmundar Björnssonar, formanns Ferðafélagsins, er Strýta um 25 fermetrar að flatarmáli á einni hæö og með risi. Ætlunin væri að fara með hana eitthvað upp á öræfi og nota sem sæluhús. Hefði komið til tals að setja Strýtu upp í Laugarfelli. Fyrir nokkrum dögum var Strýta fjarlægð af grunni sínum þar sem hús- ið hefur staðið síðan það var byggt á þriöjatugaldarinnar. JBH ■ / \ WjM / . tisáJ/>sÆi| ►--------------► Strýta ferðbúin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.