Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 35
DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985.
35
Trúnaðurbrotinn:
Nafnalisti fór á flakk
Getur maður, sem leitar sér að at-
vinnu meö aöstoð ráðningarfyrir-
tækis, veriö öruggur um að með upp-
lýsingar hans veröi farið sem trúnað-
armál? Samkvæmt upplýsingum DV
hafði fyrirtæki, sem leitaði að starfs-
manni, látið nafnalista ganga um
fyrirtækiö og gátu allir sem þar unnu
séð hverjir sóttu um atvinnu. Þetta
kom sér afar illa fyrir einn um-
sækjanda sem var skráður á listann
en hann var að athuga möguleikana
áöörustarfi.
DV hafði samband við Hagvang,
sem í þessu tilviki hafði milligöngu
um kynningu umsækjenda og spurði
hvemig farið væri með persónulegar
upplýsingar fólks.
Þórir Þorvarðarson, f orstöðumaður
ráöningarþjónustu Hagvangs, sagði
að farið væri með allar upplýsingar
sem trúnaðarmál. „Þetta gengur
þannig fyrir sig aö fólk kemur til
okkar og gefur upplýsingar um
menntun og annað sem að gagni þyk-
ir koma. Umsækjandinn getur ráöiö
því hvort gætt verður nafnleyndar
eða hvort nafn hans kemur fram á
lista sem forsvarsmanni fyrirtækis-
inserkynntur.
A þessum lista er ekkert annað en
nöfn einstaklinganna sem óska eftir
atvinnu. Ef fyrirtæki óska eftir að
ráða fólk með milligöngu Hagvangs
er boðaður fundur með talsmönnum
fyrirtækisins sem fær nafnalistann í
hendur en ekki aðrar upplýsingar.
Þær hafa starfsmenn Hagvangs einir
í höndunum.” Olafur Öm Haralds-
son framkvæmdast jóri sagði að hefði
nafnalisti komist á flakk í fyrirtæk-
inu hefðu forráöamenn fyrirtækisins
brotið trúnaö því að á nafnalistanum
stæði skýrum stöfum „trúnaðar-
mál”. Þetta væri veikur hlekkur,
sagði Ölafur, en Hagvangur yrði að
treysta atvinnurekendunum. „Ég
harma að þetta skuli hafa átt sér
stað og vil taka það fram að hér er
um algert undantekningartilfelli að
ræða.”
—ÁE
Höfum opnað nýja skóverslun
15% afsláttur af öllum skóm
ATH. AÐEINS TIL ÞRIÐJUDAGS!
AUSTURSTRÆTIÍO
SÍMI 27211