Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Page 18
18
DV. MANUDAGUR 25. MARS1985.
„Og tók þá Steindór
steininn úr”
Meö auglýsingu sinni,
„Neytendur”, sem Bifreiöastöö
Steindórs birtir í DV mánudaginn 18.
þ.m., þykir mér langt um of gengiö í
hamförum Steindórsmanna. Fyrst
og fremst falsa þeir mvnd af leigubíl
og láta líta svo út sem billinn sé frá
Bifreiöastöðinni Hreyfli. I ööru lagi
byggist auglýsingin á fullyrðingum:
„vitið þiö... ” þetta og hitt, en þar
koma fram fullyröingar sem engan
veginn standast.
Bifreiðastöð
Steindórs
Eftir aö stofnandi Bifreiöastöövar
Steindórs, Steindór Einarsson, féll
frá ráku erfingjarnir stöðina meö til-
teknum f jölda bifreiöa. Eftir því sem
erfingjum fjölgaði viröist hafa
reynst erfiöara aö reka þessa stöö.
Svo fór aö lokum að stöðin var seld
en þá þegar komu fram athuga-
semdir varöandi leyfin fyrir bílun-
um. Nú um margra ára skeiö hefur
sú regla veriö í heiðri höfö aöfalli bif-
reiöarstjóri frá má ekkja hans gera
út leigubíl í þrjú ár frá láti mannsins
en síöan er leyfinu skilaö inn og getur
úthlutunarnefnd atvinnuleyfa þá út-
hlutaö því á ný. Steindór Einarsson
féll frá áriö 1967 og ekki var óeölilegt
aö stööin starfaði áfram aö óbreyttu.
Þegar stööin er seld er kippt
endanlega grundvellinum undan því
að gera bíla út í skjóli þeirra leyfa
sem hún hafði veriö með og voru í
reynd löngu útrunnin. Kaupendurnir
gera samt út og eftir miklar deilur
fer svo að hæstaréttardómur fellur
þeim í óhag, þeir eru ólöglegir og far-
ið er aö tala um lokun stöðvarinnar.
Næst gerist það viö úthlutun atvinnu-
leyfa aö nokkrir Steindórsmanna,
sem misstu starfiö meö hæstaréttar-
dóminum, fá ný leyfi og veröa þar
Kjallarinn
KRISTINN
SNÆLAND
LEIGUBÍLSTJÓRI
meö löglegir. Þaö skrýtna sem gerist
þá er aö viö þaö aö veröa löglegir
leigubílstjórar flytja bilstjóramir
sig nær allir frá Bifreiöastöö Stein-
dórs yfir á hinar stöövamar. Eftir
sátu aöeins tveir menn með gildandi
leyfi til aksturs leigubila og vitan-
lega var ekki hægt aö reka stööina
áfram með aðeins tveimur bílum.
Reyndar ók þriöji bíllinn áfram frá
stöðinni en sá var ólöglegur og hefur
nú eftir miklar deilur hætt akstri.
Videoleigan
Til þess aö standa undir kostnaöi
vegna kaupanna hafa Steindórs-
menn nú videoleigu í húsakynnum
stöðvarinnar og er ekkert um það aö
segja i þessu sambandi.
Sendibílastöðin
Næsta ráö, sem Steindórsmenn,
sem þá eru aöeins orðnir þrír, og þar
af einn ólöglegur, gripa til er aö
stofna sendibílastöö í húsakynnum
leigubilastöðvarinnar. Yfirlýst ætlun
þeirra var að reka sendibílastöð,
einkum með litlum bílum, fyrir smá-
skutl og minni farangur og þá á
lægra gjaldi. Þetta þótti mér góö
hugmynd og fagnaöi þessu framtaki
þeirra félaga, enda er mér af ýmsum
orsökum annt um aö nafnið „Bif-
reiðastöð Steindórs” haldist á góöu
og vel reknu akstursfyrirtæki. Það
kom síðan í ljós aö þeir félagar ætl-
uöu sér ekki aö stunda þann akstur
frá sendibílastöðinni sem þeir höföu
þó fengiö leyfi fyrir hjá borginni.
Litlu sendibílarnir tóku sumsé aö
birtast viö skemmtistaöi borgarinn-
ar meö laus-merki uppi og tóku far-
þega. Meö þessu þótti öðrum bílstjór-
um ljóst aö stofnun sendibQastöðvar-
innar var aðeins yfirskin, í þeim til-
gangi aö geta enn stundaö fólksflutn-
inga ólöglega.
Þaö er miður ef svo fer aö Bif-
reiðastöð Steindórs veröi aö loka
endanlega en svo hlýtur að fara ef
Steindórsmenn halda uppteknum
hætti. Leyfi til reksturs sendibila-
stöðvarinnar var gefið út tQ eins árs
og sé þaö misnotaö hlýtur þaö að
veröa þegar afturkaUaö eöa a.m.k.
ekki endurnýjaö.
Linkind yfirvalda
Þrátt fýrir aö lög og reglugerðir
varðandi akstur frá Bifreiðastöö
Steindórs hafi marg ítrekað veriö
brotin hefur þaö furöulega gerst aö
svo virðist sem yfirvöld séu gersam-
lega úrræöalaus eöa haldi a.m.k. vís-
vitandi að sér höndum í þessu máU.
Stööin var jafnvel rekin út á þaö aö
samgöngumálaráöherra veitti henni
„umþóttunartíma”. Sagt er aö
borganstjóri, Davíö Oddsson, sé
röggsamur, það reynir á það í þessu
máli. Ætlar Davíö að líöa aö sendi-
bílastöð, sem hann veitir leyfi, sé í
reynd rekin sem leigubQastöö eða á
aö fara eins í þessu máU og hunda-
máiinu að yfirvöld iyppist niöur fyrir
lögbrotum og ofbeldi aðeins ef nógu
margir fremja og nógu oft.
Auglýsingin
Auglýsingin, sem er tUefni þessar-
ar klausu og birtist á ábyrgö
Bifreiöastöövar Steindórs, er marg-
falt lögbrot og sýnir betur en nokkuð
0 „Þaö kom síðan í ljós aö þeir
félagar ætluöu sér ekki aö stunda
þann akstur frá sendibílastöðinni sem
þeir höföu þó fengið leyfi fyrir hjá borg-
inni.”
\ 1 V A i. : ■; VT A i
f 1 1 'n í I~1 1 ■ 1 1 í \ •'
Vitiö þið.
aft 3C% í <v j 'fc'.jo' ó tttffiQtorí (áCO fJOC
. L>K OÍ> S«ínw» wstnlifrs&x- titúa. *>••«'««:•. >>:• I!«
cy fcö <í' k«>n.m rom I<xr
.. cjt r trsty.CW trt.> : >fc>yuO<! (SáJSt'.íi&í; í> vs;}!
Mt ttr-nKiMVrxlKwit ivt&JA'M-ó álá» *sc :
. u& pitö ttt fc> <;••».( '*A~<S tCttt
Oi ÍO 3 •:< svöxrvoW ■
c(t Vr ty íl-lp'íO •»g>ti>»-yjfu.-<!
. cC 'ft'ccir. '?/■ attM&JtiWÍKii #fc> tóættee&Jf
. tík #>i.-ck.ir.c(hrtr.«(í- Wtto oí> Ue*tmrt I$*•?.*■*<»•»
eft t*e*s OH *■■&& gjcí-3~c»:c if^rgMatsiaa f > aö ttse trj fcw**
e£> 5*80 ifjxfíiints . »'*>>, cjj aötcn í;)C>*ííí.>ipvtw oC
Vitiö þiö...
.. »6 v-.ð blðjuro *k*l u«> ro(!Í«>fxS, hOkSut vSJym vift ** o* Wur.cc oMnnu ukfcw i mJSO
. að *íKx(i I6k> n«rlo<x3«r r4«w I Oab œ*rapf8rs »fcw>kun«rt>>>(!«a?
. «ð víö vSjum ftuðra nb nýj«ni?«w og rramfémro, lá. R>krí»l5wt>8o« oko 0 K»s>! (a
pekkWT
1 15 80
St«>nddr«'
„Auglýsingin er lögbrot vegna þess afl hún er ósönn og vegna þess
afl í henni er beinn atvinnurógur af verstu gerfl."
annaö, hingað tU, örvæntingu Stein-
dórsmanna.
Auglýsingin er lögbrot vegna þess
aö hún er ósönn og vegna þess aö í
henni er beinn atvinnurógur af
verstu gerö.
Séu nefnd dæmi má fyrst nefna
myndina af bílnum sem birtist í
auglýsingunni. Þessi mynd er fölsuð
þannig að tekin er mynd af Benzbíl,
strikað yfir númeriö (sem var
erlent) en sett viö hlið þess L-merki
leigubQa, þá er teiknað Taxa-merki
á topp bQsins og loks teiknaö merki
Bifreiðastöðvarinnar Hreyfils í
framrúðu. Við þetta bætist síöan sá
atvinnurógur sem fram kemur í
eftirfarandi setningu, neðar í auglýs-
ingunni, og vísar til einmitt bUsins í
myndinni. Þar segir: „Vitiö þiö.. .
að þessi bíU kemur ykkur ekki aö
neinum notum þegar þiö þurfið mest
á honum aö halda, eins og i hálku og
snjó? ÞáerbílnumnefnUegalagt.”
Hér er vegið svo gífurlega að
atvinnuhagsmunum bifreiöarstjóra
á einni stöö aö skaöabætur, sem
Steindórsmenn munu þurfa aö
greiða, gætu hæglega riðiö þeim að
fullu.
Að lokum
Bensínsala í miðborginni hefur
löngum verið þy mir í augum margra
og oft verið rætt um að leggja þyrfti
slíkt niður. Tveir aöilar hafa, af
gamalli hefö, haft bensinsölur í miö-
borginni en þaö eru Olíufélagið h/f
og Bifreiöastöð Reykjavíkur. I staö
þess að loka þessum útsölustöðum
leyfir „Davíð” enn nýja bensínstöð
og þaö næst eldfimasta hluta mið-
borgarinnar, á Steindórsplaninu.
Saga yfirvalda í máli þessu er
sorgarsaga og saga Steindórs-
stöövarinnar er að verða sorgarsaga
tveggja manna.
Vonandi er saga Steindórs-
stöövarinnar ekki öll en þá þarf líka
aö fara að leikreglum lýðræðisþjóð-
félags.
Kristinn Snsiand.
Á ári æskunnar:
Eru vélar dýrmætari en æskan?
Ef dæma má af launum eru upp-
eldi og aðhlynning sjúkra stórlega
vaiunetin störf. i.aunakjör hjá tölvu-
fyrirtækjum og við sölumennsku af
ýmsu tæi lokka tö sín.
Með launastefnu sinni hefur rikis-
stjómin komiö af staö flótta vinnu-
afls tQ einkafyrirtækja. Sumir halda
þvi fram aö þaö sé markvisst bragð
frjálshyggjumanna til þess aö ná
besta fólkinu úr heQbrigðis- og
menntakerfunum og leggja þau í
rúst svo að hægt sé aö byggja upp
nýjar einkareknar stofnanir fyrir þá
sem eiga peninga. Pupullinn má svo
eiga gömlu stofnanimar.
Launaskrið í einka-
bransanum
Fyrir tveimur áram réð kaupfélag
úti á landi til sín ungan viðskipta-
fræöing með nær þreföld laun
menntaskólakennara. Viðsk'ipta-
fræöi er fjögurra ára námí háskólan-
um, jafnlangt og stysta nám mennta-
skólakennara.
Á sama tíma og þetta var höfðu
rafeindavirki og blaðamaður meö
háskólapróf hvor um sig sömu laun
og kennarinn. Nú er rafeindavirkinn
yfirborgaður og blaðamaðurinn
kominn meö fasta yfirvinnu og fríð-
indi. Kennarinn aftur á móti hefur
bætt við sig einum launaflokki (ca
800 krónur á mánuði) með því að
bæta viö sig ársnámi sem kostaði um
100.000 krónur.
Ætlast menn svo til aö skólar
landsins fái menntaða kennara?
Verðmætamat nifteinda-
sprengjusmiða
Á sínum tíma, eöa um 1970, var
gerð alvarleg tilraun tQ að meta
störf hjá hinu opinbera með kerfis-
bundnu mati. Metnir voru þættir eins
og ábyrgð, áreynsla, framkvæði,
menntun o.fi. Þar gætir stórlega
þeirrar tilhneigingar að meta meira
ábyrgð á vélum en ábyrgö á fólki auk
þess sem fjárhagsleg ábyrgð skyldi
vera veruleg búbót.
í þessari stefnu birtist sama verð-
mætamat og meö smiöi nifteinda-
sprengjunnar, sprengjunnar sem
eyðir öQu kviku en þyrmir efnisleg-
um verðmætum. Enda varð ekki
samkomulag um ýmsa þætti starfs-
matsins.
Talsvert hefur verið farið eftir
þessu starfsmati í raun og er það ef-
laust skárri kostur en aö fara eftir
engu. Hins vegar breytist eðli starfa
og starfsmatið frá 1970 er því löngu
úrelt. Hvað varðar kennara sérstak-
lega hefur nefnd, sem nýlega endur-
mat kennarastarfið, komist að þeirri
niðurstööu að ýmsir þættir þess hafi
verið vanmetnir og getur undirritaö-
ur tekiö undir þaö eftir að hafa kynnt
sérþessiplögg.
Launakjör við uppeldi og
hjúkrun
Samkvæmt töfi'i frá launadeQd
fjármálaráöuneytisins um laun
háskólamenntaðra rötisstarfsmanna >
í BHM í desember sl. vora hjúkran-
arfræðingar lægst launaðir og þar
næst matvælafræðingar og kennar-
ar, en það era aöallega framhalds-
skólakennarar. Er þá miöaö við
mánaöarlaun samkvæmt taxta en
launadeildin hefur fjargviðrast mik-
iö meö vaktaálög og yfirvinnu-
greiöslur tQ að fela launamun fyrir
dagvinnu.
Af því aö mér eru launa- og starfs-
kjör kennara best kunn ræði ég þau
frekar en t.d. laun hjúkrunarfræð-
inganna. Kennarar þurfa að vinna af
sér hluta sumarsins með lengri
vinnuviku á veturna og fá ekkert
vaktaálag fyrir. Yfirvinnuþak er á
kennurum, einum stétta, sem auövit-
aö er nauösynlegt vegna gæða
kennslunnar en ekki sett á þess
vegna. Engar yfirborganir af neinu
tæi þekkjast svo sem eins og „lestím-
ar” verkfræðinga eöa óunnin yfir-
vinna. Þá fá kennarar ekki eyri fyrir
aö leggja til aðstööu heima hjá sér en
þaö sparar ríkinu aö sjálfsögöu stór-
fé. Og svona mætti halda lengi
áfram.
Kennaralaun í Japan
I iönríkinu Japan er í lögum að
kennarar skuli ávaUt vera í hópi
INGÓLFUR Á.
JÓHANNESSON
SAGNFRÆÐINGUR
.. OG KENNARI
þeirra rikisstarfsmanna sem hæst
laun hafi. Japanir hafa skibð aö góö
kennsla er undirstaða tæknifram-
fára. Ef rikisstjórnin á Islandi skQur
þaö fer hún a.m.k. ekki eftir því.
Kannski forsætisráöherra, sem á há-
tíöastundum hrópar um hugvit og
hátækni, beiti sér fyrir því aö kenn-
arar fái laun á viö ráöherra eða
biskup? IngólfurÁ. Jóhannesson
£ „Kannski forsætisráöherra, sem á
hátíðastundum hrópar um hugvit
og hátækni, beiti sér fyrir því að kenn-
arar fái laun á við ráðherra og
biskup?”