Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Page 13
DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985.
13
JAFNRETTl OG
„JÁKVÆÐ MISMUNUN”
Kjallarinn
— eru það andstæður?
1 umræöum á Alþingi að undan-
fömu hefur komið nokkuð við sögu
orðasambandið „jákvæð mismun-
un”. Ástæðan er sú að Alþingi fjall-
ar nú um tvö frumvörp um jafn-
réttismál. Annað frá ríkisstjóminni,
hitt er flutt af nokkrum alþingis-
mönnum úr öllum stjórnarandstöðu-
flokkum nema Samtökum um
kvennalista. Þeim var þó boðið að
flytja það frumvarp en þær höfðu
ekki áhuga á því samkvæmt rökum
sem Guðrún Agnarsdóttir hefur þeg-
ar gert grein fyrir í þessu blaði. I
frumvarpi þingmannanna eru fjöl-
mörg atriði á annan veg en í
stjórnarfmmvarpinu og þar er
meðal annars gert ráð fyrir að heim-
ilt sé aö grípa til ráðstafana til þess
að bæta stöðu kvenna til þess aö ná
jafnrétti. Það felur með öðrum orð-
um í sér heimild til „jákvæðrar mis-
mununar”.
Niðurstaða jafnréttisráðs
Jafnréttisráð hefur fjallað um
bæöi frumvörpin og kemst meðal
annars að þessari niðurstöðu:
„Ráðið mælir því með samþykkt
þingmannafrumvarpsins að við-
bættri 15. gr. 2. tölul. stjórnarfrum-
varpsins. Telur ráðið að nái það ekki
fram að ganga sé jafnvel betra að
una lengur við núgildandi lög en að
stjórnarfrumvarpið verði sam-
þykkt.”
Það skal tekið fram að jafnréttis-
ráð samþykkti ítarlega umsögn sína
um frumvörpin samhljóða svo að
dómur þess hlýtur að hafa verulegt
gildi.
Það sem meöal annars sætti
gagnrýni í þingmannafrumvarpinu
af hálfu talsmanna íhaldsins við um-
ræður á Alþingi var ákvæðið um
„jákvæða mismunun”. Friðrik
Sophusson og Olafur Þórðarson
gagnrýndu þetta ákvæði harðast,
einkum sá fyrmefndi. I ræðu minni
minnti ég meðal annars á eftirfar-
andi þróunarstig í setningu félags-
málalöggjafar á öldinni:
I fyrstu var um að ræða lög sem
banna að tilteknir hópar séu beittir
misrétti.
Næsta stig var setning laga um
jafnrétti.
Þriöja stigið er lagasetning sem
leysir af hólmi jafnréttislög um
stund og heimilar timabundið aö
konur njóti „jákvæðrar mismun-
unar”. Þingmannafrumvarpið
byggir á þeirri forsendu og það má
færa mörg rök að því að jafnréttis-
lögin eins og þau eru geti stuðlað að
því að festa í sessi ríkjandi karla-
veldi fremur en hitt. Þess vegna er
komið að þeim tímapunkti í okkar
þróun að sett verði lög sem heimili
jákvæða mismunun á tslandi.
En þá er komið að aöalefni þessar-
ar greinar. Það er að sýna fram á
hvernig þessum málum er háttað í
grannlöndum okkar.
Svíþjóð
I sænsku stjórnarskránni segir aö
ákvæði laga og reglna skuli ekki hafa
í för með sér mismunun fólks eftir
kynferði nema þegar tilgangur
ákvæðisins sé að stuðla að jafnrétti
kvenna og karla eða þegar ákvæðl
eigi við um herskyldu eða annars
konar þegnskyldu.
I jafnréttislögum í Sviþjóö er
þessu ákvæði fylgt eftir þvi þar er að
finna bein ákvæði sem heimila
jákvæðar aðgerðir til þess aö styrkja
stöðu kvenna sérstaklega.
Noregur
Norsku jafnréttislögin eru ekki
jafnauðug af ákvæöum í þessum efn-
um og þau sænsku. Þó eru jákvæðar
aðgerðir af þessu tagi einnig
heimilaðar í Noregi, en í jafnréttis-
lögunumsegir:
„Mismunun kynjanna, sem er til
þess fallin aö auka jafnrétti í sam-
ræmi við tilgang laga þessara,
stríðir ekki gegn 1. tölulið (en sam-
kvæmt honum er mismunun óheim-
il). Sama gildir um sérstök réttindi
sem konur hafa vegna þess að að-
staða kvenna og karla er mismun-
andi.”
Danmörk
Skemmst er gengiö í dönsku jafn-
réttislögunum, 2. töluUður 11. gr.
hljóðarsvo:
„Atvinnumálaráðherra getur, eft-
ir að hafa leitaö umsagnar jafnréttis-
ráðs og ráöuneytis þess, sem málið
heyrir undir, heimilað aðgerðir sem
ekki eru i samræmi við 2.-8. gr. ef
tilgangurinn er aö stuöla að jafnrétti
karla og kvenna aðallega meö þvi aö
koma á jafnri stöðu tU starfa og
menntunar.”
Finnland
I Finnlandi eru svona ákvæði enn
ekki i lögum en þau hafa þetta ár
verið tU meðferöar í rUcisstjórninni
að tiUögu nefndar sem skilaði til for-
sætisráðuneytisins. Niöurstaða nefnd-
arinnar er þessi tiUaga: „Að-
gerðir, sem eiga að gilda tímabundið
tU hagsbóta fyrir annað kynið, og
sem gerðar eru í þeim tUgangi, í
samræmi við lög þessi, að stuðia að
jafnrétti kynjanna, skulu ekki teljast
fela í sér ólöglega mismunun. Unnt
er að krefjast umsagnar jafnréttis-
nefndar fyrirfram um aðgerðir af
þessu tagi. Ekki teljast heldur
verndandi aðgerðir fyrir konur um
meögöngutímann eða vegna fæðing-.
ar, né heldur ákvæði kjarasamninga.
um leyfi frá störfum vegna sjúkleika
bama, vera ólögleg mismunun þó
slík samningsákvæði víki frá lögum
þessum.”
Hver verður niðurstaðan
hór á landi?
Stjómmálaflokkamir veröa á
þessum vetri að gera upp hug sinn
varöandi tiUöguna um jafnréttismál.
Frumvarp þingmannanna verður tU
meðferöar samhliða stjómarfrum-
varpinu. Sjálfstæöisflokkurínn hefur
einn lýst andstöðu við þessi sjónar-
mið og verður fróðlegt að fylgjast
með afstööu annarra flokka. Afstaöa
Alþýöubandalagsins Uggur þegar
fyrir og kemur hún meðal annars
fram í lögum flokksins. Þar segir að
SVAVAR GESTSSON
FORMAÐUR
ALÞÝÐUBANDALAGSINS
aldrei skuU vera minna en 40% hhit-
faU af þvi kyninu sem fámennara er í
forystustofnunum flokksins. Að vísu
hafa konur og karlar verið nokkurn
veginn jafnf jölmenn á undanfömum
árum í miðstjóm flokksins og hefði
ákvæðið því eins getað tryggt f jölda
karla, minnst 40%. En það breytir
engu heldur hitt að þarna er reglan
um jákvæðar aðferðir til þess að
styrkja stöðu hóps sem hefur að jafn-
aöi lakarí aðstööu. Jafnréttisráð
bendir á mörg ákvæði í þessu sam-
bandi sem þegar eru lögleidd hér á
landi. Þá má og benda á að tillaga
um jákvæða mismunun var feUd á
Alþingi 1976 — fékk aðeins tvö
atkvæði. Það má þvi segja aö þessi
aðferð hér á landi sé lokuð fram-
kvæmdavaldinu. Þess vegna, ekki
síst, er brýnt að jafnréttislögin verði
endurskoðuö.
„Jákvæö mismunun” er ekki fall-
egt orðasamband en á bak við þaö
leynist góð hugsun: Að þjóöfélagiö
skuli jafnvel beita sérstökiun að-
gerðum tU þess að ná jafnrétti, einn-
ig þeim aö taka þá sem lakar em
settir fram yfir hina um tíma. Jafn-
rétti og „jákvæð mismunun” eru því
ekki andstæöur.
Svavar Gestsson
4 hverju lifa fslendingar?
Það dylst fáum, sem fylgjast með
fjölmiölunum og leggja sig eftir þeim
röddum sem þar kom fram að sá hópur
fer ört stækkandi sem ekki virðist hafa
hugmynd um það á hverju við lifum í
þessu landi. Fjölmörg dæmi mætti
nefna en hér læt ég nægja aö benda á
eitt sem mér finnst lýsa þessu betur en
margt annað sem þó væri full ástæða
aöminnastá.
Innflutningur
eða framieiðsla
16. tbl. Iðnaðarblaðsins, sem út kom
nú í vetur, er grein þar sem veriö er að
hvetja menn tU að fara út í innflutn-
ingsverslun, það sé gott innlegg í
atvinnuuppbyggingu landsins. 1 grein
þessari getur að líta m.a. eftirfarandi
klausur: „Því er vænlegast að láta
áróður gegn verslun sem vind um
eyrun þjóta. Hún er j afnmikilvægur at-
vinnuvegur eins og sjávarútvegur-
inn.” Og annarstaðar: ,,Svo lengi sem
fólk viU kaupa vörumar er um þjóð-
hagslega starfsemi að ræða.”
Þá hafiö þið það, það er þjóðinni
jafnnauðsynlegt að flytja inn eitthvert
skran frá Asíu eins og að draga fisk úr
sjó. Og ég sem hélt að Iðnaðarblaðið
værí eitt af fáum málgögnum iðnaðar-
ins á Islandi. Hugsanlega hefur greinin
átt að birtast í Frjálsri verslun en
óvart lent í skökku blaði hjá blessuðum
mönnunum á Frjálsu framtaki. Því
miður virðist rftja hin mesta deyfð í
herbúðum iðnrekenda sjálfra, heyrist
eitthvað þaðan eru það helst yfirlýs-
ingar þess efnis að staða iðnaðarins
„sé nokkuð góð” eða „fari heldur batn-
andi”. A sama tíma eru að leggjast
niður heilar iðngreinar og aðrir halda
sér gangandi á því að flytja inn sams
konar vöru og þeir eru aö fram-
leiða.Það erheldur óskemmtilegstaða
Kjallarinn
ÞORIR N.
KJARTANSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI,
VÍK Í MÝRDAL
að vera í samkeppni við eigin innflutn-
ing.
Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri
Iðntæknistofnunar Islands, heimsótti
atvinnufýrirtækin hér i Vík sl. sumar.
Hann hughreysti menn með því að nú
kepptu þeir við innflutninginn á jafn-
réttisgrundvelli.
Misrétti
Það jafnrétti er víst fólgið í því að
meðan erlendi iðnaðurinn nýtur beinna
ríkisstyrkja og alls konar aðstoöar
megum við greiða margfalt orkuverð,
einhverja hasstu vexti í heimi, rándýr-
an flutning á hráefni og svo mætti lengi
telja. Auk þess er allur hagnaður, ef
einhver er, gerður upptækur af ríkinu.
Fyrirtækin geta þar af leiðandi aldrei
átt neitt eigið fé og eru alltaf ofurseld
lánastofnunum og okurvöxtunum ef
þau ætla að fylgjast með í tæknivæð-
ingunni, sem er þeim líf snauösyn.
Eitt örfárra mála, sem allir stjórn-
málaflokkamir eru sammála um, er
þaö að efla þurfi iönaöinn í landinu og
hans samkeppnisaðstöðu. En það eru
ekkert nema orðin tóm, fram-
k væmdirnar láta á sér standa.
Svipaða sögu er aö segja af
landbúnaði og sjávarútvegi, þar lepja
menn dauöann úr skel, eins og í
iönaðinum en liggja þó undir stöðugum
ásökunum í þá veru að þetta séu allt
bónbjargarmenn og á framfæri skatt-
greiðenda. Persónulega þekki ég nokk-
ur dæmi um bændur sem veigra sér við
að heimsækja skyldmenni og kunn-
ingja sína á Reykjavíkursvæðinu
Hvaðan koma fjármunirnir?
Nei, að sjálfsögðu hafa framleiðslu-
greinarnar skapað þessa fjármuni,
fólkið í þeim hefur unnið fyrir þessu og
á fyrst og fremst að njóta góðs af sínu.
striti. En nú er þessu alveg öfugt farið,
framleiðslugreinamar geta ekki greitt
mannsæmandi laun svo fólksflótti
blasir þar við og á hverju ætla menn þá
aölifa?
I athyglisverðri könnun á skiptingu
mannafla eftir starfsgreinum, sem
Magnús Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri VSI skýrði frá nú nýlega, bendir
hann á þessa geigvænlegu þróun. Og
einmitt þetta á eftir að versna á næstu
„ árum þegar fólkið sem nú ber að
stærstum hluta uppi iönað, landbúnaö
og sjávarútveg hverfur af vinnu-
^ „Eitt örfárra mála, sem allir
stjórnmálaflokkarnir eru sam-
mála um, er aö efla þurfi iðnaðinn í
landinu og hans samkeppnisaðstöðu.
En það eru ekkert nema orðin tóm,
framkvæmdirnar láta á sér standa.”
vegna þessara ásakana.
Ef þessar greinar fara svo fram á
einhvem stuðning stjómvalda ætlar
allt vitlaust að verða og þó sérstaklega
hjá innflutningsblokkinni og þjónustu-
geiranum mikla á Reykjav&ursvæð-
inu sem hefur góð ítök í fjölmiölunum
og er það óspart notaö. En hverjir
skyldu hafa framleitt þessa peninga
sem verið er að skipta? Varla innflutn-
ingsverslunin, bankakerfið eða hið
ofvaxna þjónustubákn ríkisins.
markaðinum. Þessir aldurshópar hafa
aö langmestu leyti aðeins hlotið grunn-
skólamenntun. Nú fer yfirgnæfandi
meirihluti unga fólksins í langskóla-
nám og veröi launakjörin í undirstöðu-
atvinnuvegunum áfram álíka og nú er
lítur þetta fólk ekki við slíkri vinnu, ef
marka má kaupkröfur háskólamanna
sem mjög eru í sviðsljósinu um þessar
mundir.
Nú á allra siðustu timum hefur oft
heyrst hvað menntun sé góð fjárfesting
fyrir þjóöfélagiö. Þetta er auðvitað
rétt ef menntuninni er beint inn á
réttar brautir. En því er ekki að heilsa
eins og málin standa í dag enda er þaö
skoðun mín að í menntakerfinu séu nú
framin einhver mestu fjárfestingar-
mistök sem gerð hafa verið á Islandi.
Allt of stór hluti nemenda leggur stund
á greinar sem aldrei verða annað en
byrði á þjóðinni.
Frumrannsóknir
Sárgrætilegast er þó að verk-
fræðingar og aðrir tæknimenntaöir
menn starfa fæstir að raunverulegri
verðmætasköpun þó slík menntun sé
að verða nauðsynleg í flestum fram-
leiðslugreinum. Þeir vilja heldur sitja
beggja vegna borösins við gerð útboða
á ýmsum verklegum framkvæmdum
en sú starfsemi miðast öll við það að
kreista sem mesta vinnu fyrir sem
minnsta peninga út úr þessum fáu
hræðum sem ennþá nenna að vinna
þau störf sem óumflýjanleg eru. Enn
aðrir velta fyrir sér draumórakennd-
um hugmyndum sem venjulega eru
svo dæmdar óframkvæmanlegar þeg-
ar búið er að fleygja í þær stórfé.
Það er hrein fásinna að halda að
Islendingar hafi efni á álíka rann-
sóknarstarfsemi og mestu iðnríki
heims. Þetta heyrist þó oft og þá helst
frá einhverjum sem langar að dunda
við þægilegar rannsóknir í nokkur ár
og auðvitað án allrar ábyrgðar á út-
komunni. Japanir komu fótunum undir
sitt iönaöarveldi með því að taka upp
bestu hugmyndir annarra. Það ættum
við að taka okkur til fyrirmyndar. En
þó sjálfsagt sé að huga að sem flestu í
sambandi við nýjar og arðbærar
starfsgreinar má ekki kippa fótunum
undan þeim sem fyrir eru. Það er allt
of dýrt.
Þórir N. Kjartansson