Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985. 5 Þróunarsjóður eða félag? - ágreiningur innan stjórnarflokkanna Með haustsamkomulagi stjómar- flokkanna voru boðaðar ákveðnar skipulagsbreytingar og hafa albnörg frumvörp til laga verið í undirbún- ingi síðan. Sum frumvörpin hafa reyndar þegar veriö lögð fram á Al- þingi, önnur em enn í mótun. Vegna nýsköpunar í atvinnulífinu em nú þegar tilbúin drög að fjórum frum- vörpum. Ein eru drög að frumvarpi vegna þróunarfyrirtækis. Reyndar em þau tvenn, önnur að þróunarfé- lagi, hin að þróunarsjóði. Virðist sem ágreiningur sé uppi á milli stjórnarflokkanna um hvora leiðina eigi að fara, stofna þróunar- félag eöa þróunarsjóö. Þróunarfélagið yrði hlutafélag með þátttöku ríkisins, banka, trygg- ingafélaga, fjárfestingarlánasjóða, fyrirtækja og einstaklinga. Gert er ráð fyrir að hlutafé félagsins yrði að minnsta kosti 200 milljónir króna. Og að ríkið legði fram 100 milljóna kr. hlutafé á tveim árum en aö auki viöbótarfé til aö ná markinu ef nægi- legt fé safnast ekki frá öðrum aöilum. Með drögum að f ramvarpinu um þróunarfélag fylgir frumvarp um Framkvæmdasjóö Islands og um niðurfellingu laga um Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Samkvæmt því mun þróunarsjóður yfirtaka eignir og skuldbindingar núverandi Framkvæmdasjóðs. Hann mun jafn- framt annast lántökur fyrir fjárfest- ingarsjóði, verði leitaö eftir því. - Þróunarsjóöurinn, hinleiðin, erað þróunarfyrirtækið verði í eigu ríkis- ins og að það heyri undir forsætisráð- herra. Sem sagt ekki gert ráö fyrir fjársöfnun frá öðrum aöilum en rik- inu í þann sjóð. Forsætisráðherra skipaði þá stjómarmenn og vara- menn þeirra til eins árs í senn. Þróunarsjóðurinn mundi taka yfir allar eignir Framkvæmdasjóðsins líka eins og þróunarfélagið. Samkvæmt upplýsingum sem við höfum fengið er síðari leiðin, þróunarsjóðurinn, framsóknarleiðin. Sjálfstæðismenn vilja þróunarfélag- ið en hvor tveggja drögin em til um- fjöllunar hjá þingflokkunum tveim- ur. -ÞG Framkvæmdastofnunin. Verður efnt til nýs félags eða nafnbreyting lát- in nægja? Atriði úr Hvítum mávum. Góð aðsókn að Hvítum mávum Góð aösókn hefur veriö að Hvítum mávum, nýjustu kvikmynd Stuð- manna, það sem af er. Fyrstu sýning- arvikuna sáu myndina tæplega tíu þús- und manns. Myndin hefur verið sýnd á f jórum stööum á landinu, á Seyðisfirði, Akureyri og tveim stöðum í Reykjavík. Þess má geta að aösóknin þessa fyrstu sýningarviku er töluvert meiri en var fyrstu vikuna á söngva- og gleðimyndina Með ailt á hreinu sem sýnd var fyrir tveimur árum. -ÞJV Hamingjuóskir Marantz Útvarpsmagnari: 2X 30 vatta (8 ohm hátalarar) eða 2X40 vatta (4 ohm hátalarar) FM, MW og LW útvarpsbylgjur. Segulbandstæki: Með samhæfðu og léttu stjómkerfi og dolby- suðeyði. Plötuspilari: Hálfsjálfvirkur, reimdrifinn með vökvalyftu og léttarmi. Hátalarar: 2X50 vatta góðir hátalarar. Skápur: Tækjunum góðu er haglega komið fyrir í skáp á hjólum. Skipholti 19, Reykjavik, S: 29800 Með samstæðu II kemur SÉR-MAGNARI 2X33 vatta (8 ohm hátalarar) eða 2X43 vatta (4 ohm hátalarar) og SÉR-UTVARP með FM, MW og LW bylgjum. Þetta er kraftmeiri samstæða með meiri fjölbreytni. Plötuspilari, segulbandstæki, hátalarar og skápur eru sömu og fylgja samstæðu I. Stað- greiðsluverðið er 31,980 krónur. eða, með þægilegri 7.000 kr. útborgun og eftirstöðvar greiðist á 8 mánuðum. Með þessu tilboði okkar viljum við óska þér til hamingju með ferminguna. Við bjóðum tvær samstæður úr gullnu línunni frá Marantz á sérlega hagstæðu verði. Staðgreiðsluverð á ódýrari gerðinni er aðeins 27.980 krónur eða gegn 7.000 króna útborgun og eftirstöðvar greiðist á 8 mánuðum. SAMSTÆÐA I SAMSTÆÐA II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.