Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Qupperneq 5
DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985. 5 Þróunarsjóður eða félag? - ágreiningur innan stjórnarflokkanna Með haustsamkomulagi stjómar- flokkanna voru boðaðar ákveðnar skipulagsbreytingar og hafa albnörg frumvörp til laga verið í undirbún- ingi síðan. Sum frumvörpin hafa reyndar þegar veriö lögð fram á Al- þingi, önnur em enn í mótun. Vegna nýsköpunar í atvinnulífinu em nú þegar tilbúin drög að fjórum frum- vörpum. Ein eru drög að frumvarpi vegna þróunarfyrirtækis. Reyndar em þau tvenn, önnur að þróunarfé- lagi, hin að þróunarsjóði. Virðist sem ágreiningur sé uppi á milli stjórnarflokkanna um hvora leiðina eigi að fara, stofna þróunar- félag eöa þróunarsjóö. Þróunarfélagið yrði hlutafélag með þátttöku ríkisins, banka, trygg- ingafélaga, fjárfestingarlánasjóða, fyrirtækja og einstaklinga. Gert er ráð fyrir að hlutafé félagsins yrði að minnsta kosti 200 milljónir króna. Og að ríkið legði fram 100 milljóna kr. hlutafé á tveim árum en aö auki viöbótarfé til aö ná markinu ef nægi- legt fé safnast ekki frá öðrum aöilum. Með drögum að f ramvarpinu um þróunarfélag fylgir frumvarp um Framkvæmdasjóö Islands og um niðurfellingu laga um Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Samkvæmt því mun þróunarsjóður yfirtaka eignir og skuldbindingar núverandi Framkvæmdasjóðs. Hann mun jafn- framt annast lántökur fyrir fjárfest- ingarsjóði, verði leitaö eftir því. - Þróunarsjóöurinn, hinleiðin, erað þróunarfyrirtækið verði í eigu ríkis- ins og að það heyri undir forsætisráð- herra. Sem sagt ekki gert ráö fyrir fjársöfnun frá öðrum aöilum en rik- inu í þann sjóð. Forsætisráðherra skipaði þá stjómarmenn og vara- menn þeirra til eins árs í senn. Þróunarsjóðurinn mundi taka yfir allar eignir Framkvæmdasjóðsins líka eins og þróunarfélagið. Samkvæmt upplýsingum sem við höfum fengið er síðari leiðin, þróunarsjóðurinn, framsóknarleiðin. Sjálfstæðismenn vilja þróunarfélag- ið en hvor tveggja drögin em til um- fjöllunar hjá þingflokkunum tveim- ur. -ÞG Framkvæmdastofnunin. Verður efnt til nýs félags eða nafnbreyting lát- in nægja? Atriði úr Hvítum mávum. Góð aðsókn að Hvítum mávum Góð aösókn hefur veriö að Hvítum mávum, nýjustu kvikmynd Stuð- manna, það sem af er. Fyrstu sýning- arvikuna sáu myndina tæplega tíu þús- und manns. Myndin hefur verið sýnd á f jórum stööum á landinu, á Seyðisfirði, Akureyri og tveim stöðum í Reykjavík. Þess má geta að aösóknin þessa fyrstu sýningarviku er töluvert meiri en var fyrstu vikuna á söngva- og gleðimyndina Með ailt á hreinu sem sýnd var fyrir tveimur árum. -ÞJV Hamingjuóskir Marantz Útvarpsmagnari: 2X 30 vatta (8 ohm hátalarar) eða 2X40 vatta (4 ohm hátalarar) FM, MW og LW útvarpsbylgjur. Segulbandstæki: Með samhæfðu og léttu stjómkerfi og dolby- suðeyði. Plötuspilari: Hálfsjálfvirkur, reimdrifinn með vökvalyftu og léttarmi. Hátalarar: 2X50 vatta góðir hátalarar. Skápur: Tækjunum góðu er haglega komið fyrir í skáp á hjólum. Skipholti 19, Reykjavik, S: 29800 Með samstæðu II kemur SÉR-MAGNARI 2X33 vatta (8 ohm hátalarar) eða 2X43 vatta (4 ohm hátalarar) og SÉR-UTVARP með FM, MW og LW bylgjum. Þetta er kraftmeiri samstæða með meiri fjölbreytni. Plötuspilari, segulbandstæki, hátalarar og skápur eru sömu og fylgja samstæðu I. Stað- greiðsluverðið er 31,980 krónur. eða, með þægilegri 7.000 kr. útborgun og eftirstöðvar greiðist á 8 mánuðum. Með þessu tilboði okkar viljum við óska þér til hamingju með ferminguna. Við bjóðum tvær samstæður úr gullnu línunni frá Marantz á sérlega hagstæðu verði. Staðgreiðsluverð á ódýrari gerðinni er aðeins 27.980 krónur eða gegn 7.000 króna útborgun og eftirstöðvar greiðist á 8 mánuðum. SAMSTÆÐA I SAMSTÆÐA II

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.