Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Side 16
16
DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985.
Spurningin
Notar þú mikið
þjónustu leigubifreiða?
Óskar Sigurðsson flugstjóri: Nei, ég
nota hana ekki neitt, er jafnan á eigin
bíl.
Brynja Kristjánssoii, húsmóðir og
siilukona: Nei, eiginlega aldrei. Kg
skipti viö BSR þegar ég þarf á leigubil
aöhalda.
Júlíus Ölafsson sölumaður: Eg nota
leigubíla mjög lítið, en þegar ég hringi
á bíl þá verður BSR fyrir valinu.
Jón Nóason vörubifreiðarstjóri, Nes-
kaupstað: Nei, stundum þó þegar ég er
hér i bænum. Þá skipti ég aðallega viö
Hreyfil.
Ólöf Njálsdóttir húsmóðir: Eg er
allajafnan á eigin bíl og nota leigubila
sáralítið.
örn Sævar Eyjólfsson sölumaður: Ég
nota helst aldrei leigubíla. Þaö er ekki
nema maöur sé á leið í veislu eöa þess
háttar.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Fjársöfnun
vegna
piltsins
í Malaga
Reykvíkingur skrifar:
Fyrir allnokkru var skýrt frá því í
DV aö íslenskur piltur væri hafður í
haldi í fangelsi í Malaga á Spáni.
Síðastliðinn föstudag, 14. mars, var
aftur sagt frá pilti þessum og aö
hann dveldist ennþá í þessu sama
fangelsi. Ekki er mér kunnugt um
hver pilturinn er, enda skiptir það
ekki máli.
Aö sögn Marin Guðrúnar Briand
de Crévecoeur, ræðismanns Islands í
Malaga, mun þetta vera eitthvert LQ-
ræmdasta fangelsi á Spáni, og er þá
mikið sagt, því aö aöbúnaöur fanga í
spænskum fangelsum er hörmuleg-
ur, og munu fæstir Islendingar gera
sér grein fyrir, hversu illur aöbúnaö-
urinn er og hversu hörmulegt réttar-
fariðer.
Pilturinn er grunaöur — og aðeins
grunaður — um þjófnað í hóteli á
Spáni en segist sjálfur vera saklaus.
Maður veröur forviða þegar maður
les að pilturinn hefur dvaliö í fang-
elsinu í 29 vikur.eöa tæpa 7 mánuði,
og hafi einhver bráöabirgöa yfir-
heyrsla farið fram, án nokkurrar
niöurstööu, en pilturinn haldi fram
sakleysi sínu. Nú megi búast viö að
hann þurfi aö bíða í sex mánuöi til
viöbótar þar til hann verði aftur tek-
inn fyrir rétt, þar sem verið sé að
bíöa eftir spænsku sakavottorði,
samkvæmt upplýsingum ræöis-
manns Islands í Malaga og lög-
fræðings þess, sem hún hefur útveg-
aö piltinum, honum til aöstoöar. En
eins og ræðismaöur Islands seg-
ir: „Hér taka hlutirnir langan tíma.”
Réttarfarið á Spáni er svo furðu-
legt aö ekki þarf að bíöa eftir úr-
skurði um þaö hvort pilturinn sé sek-
ur eöa saklaus. Einfaldlega er unnt
að kaupa hann út séu kr. 100.000,—
greiddar spænskum yfirvöldum.
I bréfi, er hann skrifar og borist
hefurtilDV segirpilturinn: „Taugar
mínar eru eins og fiðlustrengir,
þannig aö þiö veröiö aö afsaka skrift-
ina. Þetta er þaö svartasta samfélag
sem ég hefi séö. Hélt aö þetta væri
ekki til nema í bíómyndum.. . . Eg
veit ekki hvaö ég held þetta út lengi.
Það er betra að vera dauður en
hanga hér.”
Á hverjum einasta degi er gegnum
útvarpið beint til okkar hvatningar-
orðum um aö sýna náunganum kær-
leika og hjálpsemi. Veit þá enginn
hver náunginn er eða eru þetta inn-
antóm orð sem enginn tekur mark á?
Er þaö of mikið átak fyrir Islendinga
að skjóta saman eitt hundraö þúsund
krónum til þess aö binda enda á
hörmungarþessa pilts?
Meðfylgjandi sendi ég kr.2.000,— í
von um aö aðrir finni hjá sér hvöt til
þess að leggja eitthvað af mörkum í
þessu skyni. DV hefur góðfúslega
tekið aö sér aö veita viötöku framlög-
um sem kynnu að berast og koma
þeim til skila til réttra aðila.
'.jós eru þarfaþing en þau mega ekki blinda aöra bílstjóra.
Of sterk afturljós
5829—8573 skrifar:
Nýtt öryggistæki, sem fylgir að því
er virðist flestum nýjum bifreiöum, er
nú svo gróflega misnotaö, aö þó gott sé
jaðrar víð aö ætti aö banna það.
Hér á ég við hin sterku öryggisaftur-
ljós sem nýlega fóru að sjást i bílum.
Ljós þessi munu ætluð til öryggis á
hraðbrautum í þoku, snjókomu eða ef
stöðva þarf bílinn á vondum staö.
Þessi ljós eru afar sterk, reyndar svo
sterk að til mikils ama er ef ekið er á
eftir bíl með slik ljós kveikt í góöu
skyggni. Þessi ljós eru svo mikið mis-
notuö af hinum tillitslausu íslensku bif-
reiðarstjórum að rétt er að spyrja:
Hefur bifreiöaeftirlitiö samþykkt þessi
ljós? Væri ekki hreinlega betra að af-
tengja þessi ljós á bílum hér, þau eru
óþörf og auk þess hættulega truflandi.
Jón Baldvin
og Glistrup
Una skrifar:
Núna, þegar Glistrup hinn danski er
aftur kominn í sviðsljósið, flögrar það
óneitanlega að manni hvað margt er
likt með honum og Jóni Baldvini. Báðir
hafa hátt og glamra mikið, enda kom-
ast þeir manna mest í sviösljósið sem
vafalaust er tilgangurinn. Það er
ömurlegt aö svona menn, sem tala um
allt og ekki neitt, skuli höföa svo til
fjölmiöla að fáir aðrir komast aö. Þeir
eru með mörg merk málefni en eru
vægast sagt þagaðir í hel.
Hvað ætli Jón Baldvin viti svo sem
nokkuð meira um það hver á Island en
bara þú og ég? Ætli viö Islendingar
eigum ekki bara landið okkar allir?
Það þarf áreiöanlega ekki einhverja
fundarherferö til aö segja okkur þaö.
Fólk má vara sig á svona málflutn-
ingi. Svona Glistrupsbólur springa
meö miklum hvelli ef aö líkum lætur.
Hins vegar, ef svona menn komast í
valdastööur er voðinn vís. Þeir svífast
einskis í valdabrölti sínu, selja jafnvel
landið sem viö eigum þó öll.
„Svona Glistrupo-bólur
springa með hóum hvelli,"
segir Una um Jón Baldvin.
Naf na-og
myndbirtingar
dagblaða
Amma hringdi:
Nýlega var handtekinn kaupmaöur
l)ér í bæ vegna sölu á eiturlyfjum. Mér
er spurn: Af hverju birta blööin ekki
nöfn og myndir af mönnum eins og
þessum? Fólk á rétt á því aö vita
hverjir þaö eru sem eyðileggja æsku
þessa lands. Það er ótækt að þeim sé
stungiö inn um stundarsakir og geti
svo haldiö uppteknum hætti um leiö og
þeir sleppa út aftur. Það er foreldrum
mikiö áfall ef börn þeirra lenda í þess-
ari eiturlyfjamafíu og nú á ári æskunn-
ar hefur aldrei veriö brýnna aö taka
þessi mál föstum tökum.
Lög í Skonrokki
Margeir Ingólfsson hringdi:
Mér finnst alveg vanta lög meö
Duran Duran og Wham í Skonrokk. Eg
hefði áhuga á aö sjá lög eins og Save a
prayer, Everything she wants og Free-
dom í þættinum. Auk þess væri mjög
gott ef sýnd væru gömul lög með
Wham.
Fréttastofa útvarps:
Ekki hlutlaus
ífréttaflutningi
Utvarpshlustandi hringdi:
Eg hef oröiö var við aö fréttaflutn-
ingur útvarpsins vegna kennaramáls-
ins hefur verið mjög hlutdrægur. t
fréttatímum hafa verið langar yfirlýs-
ingar varöandi þessa deilu sem lýst
hafa sjónarmiðum kennara en að
sama skapi veriö lítiö sem ekkert um
rök rikisstjórnarinnar fyrir því að
greiða kennurum ekki þau háu laun
sem þeir krefjast. Fréttastofa útvarps
hefur brugðist skyldu sinni um hlut-
leysi í þessu máli og ekki fylgt þeim
starfsreglum sem henni eru settar.
Þaö sannast á þessu aö þaö verður að
koma pólitisku jafnvægi á þarna hiö
fyrsta.